Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.05.2019 06:32

Guðmundur Ármann Pétursson, sjálfstætt starfandi - 50 ára

 

 

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson,

 

sjálfstætt starfandi

 

– 50 ára

 

 

Kominn heim á Eyrarbakka

 

 

Guðmund­ur Ármann Pét­urs­son fædd­ist 9. maí 1969 í Reykja­vík og bjó í Voga­hverf­inu, Sól­heim­um og Álf­heim­um nán­ar til­tekið. „For­eldr­ar mín­ir kaupa Húsið á Eyr­ar­bakka árið 1979 og hefjast handa við lag­fær­ing­ar á því og end­ur­bæt­ur. Ég flyt síðan á Eyr­ar­bakka árið 1982 ásamt móður minni og bróður og þangað er ég flutt­ur á ný ásamt konu minni og börn­um.“

 

Guðmund­ur gekk í Ísaks­skóla og Æfinga­deild Kenn­ara­há­skóla Íslands og frá ár­inu 1982 í Barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka. Hann var skipt­inemi í Suður-Karólínu­ríki í Banda­ríkj­un­um 1985-1986. Hann lauk námi í frum­greina­deild Há­skól­ans á Bif­röst 1989 og varð rekstr­ar­fræðing­ur frá sama skóla 1991. Hann fór síðan í nám við Emer­son Col­l­e­ge í líf­efldri rækt­un 2003 og lauk MSc-námi í arki­tekt­úr, orku- og um­hverf­is­mál­um við Uni­versity of East London 2004.

 

Guðmund­ur byrjaði ung­ur að vinna, s.s. í fisk­vinnslu, við brú­ar­smíði, sem verkamaður, á Litla Hrauni og á rétt­ar­geðdeild­inni á Sogni. „Á Sól­heim­um starfaði ég með hlé­um frá ár­inu 1988 til árs­ins 2017, hafði á þeim tíma unnið í lengri eða skemmri tíma nán­ast öll störf í fjöl­breytt­um rekstri þess sam­fé­lags, þar af fram­kvæmda­stjóri í rétt tæp 15 ár.“

 

Guðmund­ur var kjör­inn í sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps árið 2010 og á ný árið 2014 og sat til árs­ins 2018. Hann byrjaði ung­ur í skáta­hreyf­ing­unni í skáta­fé­lag­inu Skjöld­ung­um og var þar virk­ur um ára­bil. Fór á tvö al­heims­mót skáta í Kan­ada og Ástr­al­íu, lauk Gilwell-þjálf­un, hlaut for­seta­merki, var formaður Skáta­sam­bands Suður­lands og sat um tíma í stjórn Banda­lags ís­lenskra skáta.

 

„Ég kom að því að end­ur­vekja skát­astarf á Sel­fossi með skáta­fé­lag­inu Foss­bú­um ásamt góðu fólki og starfaði í fé­lag­inu um nokk­urt skeið. Son­ur minn er með Downs heil­kenni og læt ég mig hags­muni ein­stak­linga með Downs mjög varða, sat um tíma í stjórn Fé­lags áhuga­fólks um Downs heil­kennið og sit í stjórn Þroska­hjálp­ar á Suður­landi.“

 

Síðustu miss­eri hef­ur Guðmund­ur ásamt konu sinni verið að vinna að og þróa tvö ný­sköp­un­ar­verk­efni. „Það er heilsu­tengd ferðaþjón­usta þar sem hafið er nýtt til ánægju og heilsu­efl­ing­ar og hitt er að vinna hágæðaaf­urð úr brodd­mjólk kúa.“ Við fjöl­skyld­an höf­um keypt okk­ur fal­legt hús á Eyr­ar­bakka sem við erum að lag­færa og breyta og hlökk­um mikið til að flytja inn og að koma okk­ur vel fyr­ir. Eyr­ar­bakki á stór­an sess í hjarta mínu og ég hef ein­læg­an áhuga á að leggja gott til sam­fé­lags­ins. Hafið og fjar­an heill­ar mig ávallt og tog­ar í með spenn­andi verk­efni sem mig lang­ar einnig að vinna að í ná­inni framtíð.

 

Ég hef ákveðið að hrinda í fram­kvæmd hug­mynd sem læt­ur mig ekki í friði en það er setja af stað kvik­mynda­hátíð. Sé fyr­ir mér að hátíðin verði ár­leg­ur viðburður og mun hún heita BRIM kvik­mynda­hátíð. Mark­miðið er að sýna mynd­ir sem tengj­ast sjáv­ar­byggðum og/?eða haf­inu. Á þess­ari fyrstu hátíð verða mynd­irn­ar um plast í haf­inu. Ég hef náð sam­starfi við er­lend sam­tök sem vinna með mark­viss­um og upp­lýs­andi hætti gegn plast­notk­un og hreins­un á plasti úr haf­inu.

 

Ég mun kynna þetta verk­efni fyr­ir Eyr­bekk­ing­um á næst­unni og á ekki von á öðru en það verði vel tekið í hug­mynd­ina.“

 

Fjöl­skylda

Sam­býl­is­kona Guðmund­ar er Birna Guðrún Ásbjörns­dótt­ir, f. 28. apríl 1971, doktorsnemi í heil­brigðis­vís­ind­um. For­eldr­ar henn­ar eru hjón­in Ásbjörn Kristó­fers­son, f. 9. ág­úst 1933, fv. kaupmaður, og Sig­ríður Guðmanns­dótt­ir, f. 18. októ­ber 1932, vann á Landa­koti. Þau eru bús. í Reykja­vík.

 

Börn:

1) Auðbjörg Helga, f. 23. mars 1996, nemi;

2) Embla Líf, f. 24. ág­úst 2004, og

3) Nói Sær, f. 22. fe­brú­ar 2010.

 

Bróðir Guðmund­ar er Eggert Pét­urs­son, f. 18. júlí 1973, lag­er­stjóri í Norr­köp­ing í Svíþjóð.

 

For­eldr­ar Guðmund­ar eru Auðbjörg Guðmunds­dótt­ir, f. 27. janú­ar 1944, leik­skóla­kenn­ari, bús. á Eyr­ar­bakka, og Pét­ur Svein­bjarn­ar­son, f. 23. ág­úst 1945, fv. fram­kvæmda­stjóri, bús. í Reykja­vík.

 
Morgunblaðið 9. maí 2019.


Skráð af Menningar-Staður.