Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.06.2019 20:10

Rófubóndinn - sýningaropnun í Húsinu 15. júní 2019

 

 


Rófubóndinn 

 

- sýningaropnun í Húsinu 15. júní 2019

 

 

Þér og þínum er boðið að vera við opnun ljósmyndasýningarinnar Rófubóndinn laugardaginn 15. júní 2019 kl. 17.00 í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.Vigdís Sigurðardóttir ljósmyndari á Eyrarbakka sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í yfir 50 ár.

 

Sýningin gefur fróðlega og litríka sýn á ræktun þessarar einstöku jurtar sem hefur fylgt þjóðinni í 200 ár.Léttar veitingar í boði.Skráð af Menningar-Bakki