Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.06.2019 08:27

HÁTÍÐAHÖLDIN Á HRAFNSEYRI 17. JÚNÍ 2019 -HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MEÐ HÁTÍÐARRÆÐU

 

 

Frá hátíðinni í fyrra. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig

að minnisvarða um Jón Sigurðsson.

 

 

HÁTÍÐAHÖLDIN Á HRAFNSEYRI 17. JÚNÍ 2019

 

- HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MEÐ HÁTÍÐARRÆÐU

 

 

Að venju verða hátíðahöld á Hrafnseri þann 17. júní.

 

Dagskráin er þannig:

 

13:00 – 13:45 Hátíðarguðþjónusta: sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir Þingeyrarprestakalli þjónar fyrir altari og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti prédikar.

Undirspil: Jóngunnar Biering Margeirsson.

Kaffiveitingar á meðan hátíð stendur

 

14:15 Setning Þjóðhátíðar.

Tónlist: Jóngunnar Biering Margeirsson

Hátíðarræða: Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Vefsíðan Sagnabrunnur Vestfjarða verður kynnt: Kjartan Ólafsson

 

15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda.

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

 

Opnun myndlistarsýningar sumarsins eftir Harald Inga Haraldsson.

 

Börn geta farið á hestbak undir leiðsögn.

 

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30

Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 16:45

 

Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.

 

Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00.

 

Einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki