Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2019 17:25

Þjónustusamningur um Samkomuhúsið Stað undirritaður

 F.v.: Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og  Ingólfur Hjálmarsson.

 

 

 Þjónustusamningur

 

um Samkomuhúsið Stað undirritaður

 

 

Í gær, miðvikudaginn 10. júlí 2019, var samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Elínar Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka formlega skjalfest við undirritun í Samkomuhúsinu Stað.

 

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Gísli Halldór Halldórsson, skrifaði undir þriggja ára þjónustusamning við þau Elínu Birnu og Ingólf um daglega umsjón húsnæðisins. Þjónustusamningurinn felur í sér þrif, minniháttar viðhald, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn yfir sumarmánuðina og móttöku pantana vegna útleigu.

 

Í dag nýtist húsnæðið meðal annars undir íþróttakennslu, æfingar á vegum Ungmennafélags Eyrarbakka auk viðburða í tengslum við sveitarfélagið og annarra viðburða tengdum útleigu.

 

Sveitarfélagið óskar Elínu Birnu og Ingólfi alls hins besta og hefur það þegar sýnt sig að samstarfið verður farsælt.

 

Af heimasíðu Árborgar.
 Skráð af Menningar-Bakki