Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.07.2019 20:53

Merkir Íslendingar - Bald­ur Vil­helms­son

 Baldur Vilhelmsson (1929 - 2014).

 

 

Merkir Íslendingar - Bald­ur Vil­helms­son

 

 

Bald­ur Vilhelmsson var fædd­ur á Hofsósi 22. júlí 1929, son­ur þeirra Vil­helms Er­lends­son­ar sím­stöðvar­stjóra og Hall­fríðar Pálma­dótt­ur konu hans.

 

Bald­ur lauk stúd­ents­prófi frá MA árið 1950. Í fram­haldi af því inn­ritaðist hann til náms við guðfræðideild Há­skóla Íslands og lauk þaðan cand. theol. prófi árið 1956. Sama ár tók hann við embætti sókn­ar­prests í Vatns­firði og gegndi því til starfs­loka árið 1999. Var til sama tíma pró­fast­ur í Ísa­fjarðarpró­fast­dæmi, embætti sem hann gegndi frá 1988.

 

Jafn­hliða prestþjón­ustu og bú­skap sinnti sr. Bald­ur marg­vís­leg­um öðrum störf­um. Var lengi kenn­ari við Héraðsskól­ann að Reykja­nesi og skóla­stjóri um hríð. Sinnti jafn­framt fé­lags- og trúnaðar­störf­um í heima­sveit sinni og í þágu Vest­f­irðinga.

 

Þá skrifaði Bald­ur tals­vert í blöð og tíma­rit og lét að sér kveða á op­in­ber­um vett­vangi.

 

Var frá­sagn­ar­gáfa hans og orðkynngi rómuð.

 

Kona Bald­urs var Ólafía Sal­vars­dótt­ir, sem lést í júlí 2014. 

Þau eignuðust fimm börn;

 Hall­fríði, Ragn­heiði, Þor­vald, Stefán og Guðbrand.

Fyr­ir átti Ólafía dótt­ur­ina Evla­líu Sig­ríði Kristjáns­dótt­ur.


Séra Bald­ur Vil­helms­son, fv. sókn­ar­prest­ur í Vatns­firði við Ísa­fjarðar­djúp, lést 26. nóvember 2014 á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund í Reykja­vík, 85 ára að aldri. 

 

Baldur Vilhelmsson (1929 - 2014).Skráð af Menningar-Bakki.