Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.07.2019 06:44

Kominn í blómabrekkuna

 


Séra Baldur Kristjánsson í Strandarkirkju í Selvogi 8. júní 2014.   Ljósm.: BIB

 

 

Kominn í blómabrekkuna

 

Baldur Kristjánsson sóknarprestur – 70 ára

 

 
 

Bald­ur Bene­dikt Ermen­rek­ur Kristjáns­son fædd­ist 22. júlí 1949 í Reykja­vík. „Ég bætti við nöfn­um afa minna í nafn mitt fyr­ir nokkr­um árum, einkum til að halda við Ermen­reksnafn­inu.“ Hann ólst upp í Hlíðunum, var í sveit á sumr­in vest­ur í Saur­bæ á Stóra-Múla og Litla-Múla og tvö sum­ur norður í Hrútaf­irði hjá Ei­ríki og Sig­ríði á Bálka­stöðum.

Bald­ur varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni 1970, lauk BA í al­mennri þjóðfé­lags­fræði frá HÍ 1975, cand.theol. frá HÍ 1984, hóf fram­halds­nám í guðfræði og siðfræði við Har­vard Uni­versity 1989 og lauk Th. M. (Theologiae Mag­istri) þaðan 1991. Hann tók leiðsögu­manns­próf frá End­ur­mennt­un HÍ 2006.

 

Starfs­fer­ill­inn

 

Bald­ur var nokk­ur sum­ur í síma­vinnu­flokki Kjart­ans Sveins­son­ar, einkum á Vest­ur­landi, og var í vega­lög­regl­unni tvö sum­ur. Hann vann hjá Þró­un­ar­stofn­un Reykja­vík­ur 1983-1985, í land­búnaðarráðuneyt­inu 1975-1976, var fé­lags­mála- og blaðafull­trúi BSRB 1976-1980 og vann jafn­framt við dag­skrár­gerð hjá Rík­is­út­varp­inu og blaðamaður og dálka­höf­und­ur hjá Tím­an­um og síðar NT 1982-1985. Bald­ur var vígður sem prest­ur 11. júní 1984. Hann var prest­ur Óháða safnaðar­ins 1984-1985, sókn­ar­prest­ur í Bjarn­ar­nesprestakalli með aðset­ur á Höfn 1985-1995, bisk­ups­rit­ari 1995-1997 og sókn­ar­prest­ur í Þor­lák­sprestakalli 1998-2019. Önnur störf: Bald­ur var garðpró­fast­ur á Gamla garði 1973-1975, stunda­kenn­ari við Heppu­skóla 1985-1987 og síðar við Grunn­skól­ann í Þor­láks­höfn, stunda­kenn­ari við guðfræðideild HÍ 1994-1995, rit­stjóri Eystra-Horns á Höfn 1985-1988 og blaðamaður á Sunn­lenska frétta­blaðinu 1999-2003.

 

Af­mæl­is­barnið sat í stjórn Æsku­lýðssam­bands Íslands 1972-1974, var full­trúi stúd­enta í há­skólaráði 1973-1975 og sat í stúd­entaráði sama tíma. Hann var í stjórn knatt­spyrnu­deild­ar Fram 1981-1982, formaður Bridgefé­lags Reykja­vík­ur 1978-1979, var í stjórn Þroska­hjálp­ar 1982-1984, í fram­kvæmda­nefnd um mál­efni fatlaðra 1982-1984, í stjórn Presta­fé­lags Íslands 1990-1996, í skóla­nefnd á Höfn 1994-1995, formaður stjórn­ar Heilsu­gæsl­unn­ar í Þor­láks­höfn 1999-2003. Hann sat í bæj­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Ölfuss 2002-2006, í þjóðmála­nefnd þjóðkirkj­unn­ar 1994-2000 og aft­ur 2009-2012. Var óbreytt­ur fé­lagi í ,,Feit­ir í formi“ í Þor­láks­höfn, for­seti Kiw­anis­klúbbs­ins Ölvers í eitt ár. Hann va kjör­inn til setu á kirkjuþingi 2009 til 2014, full­trúi ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar í sam­ráðshópi 12 kirkna í jafn­mörg­um lönd­um um þróun Por­voo-sátt­mál­ans 1997-2000. Hann var til­nefnd­ur af ís­lensk­um stjórn­völd­um í nefnd Evr­ópuráðsins Europe­an Comm­issi­on against Racism and Intoler­ance 1997-2017 og var vara­for­seti nefnd­ar­inn­ar um sex ára skeið. Bald­ur ferðaðist sem slík­ur til 14 Evr­ópu­landa og vann að skýrsl­um um ástand mála m.t.t. lög­gjaf­ar og al­mennra viðhorfa stjórn­valda og al­menn­ings. Á síðari tím­um kannaði nefnd­in einnig stöðu LGTB fólks. Hann vann að skýrslu­gerð fyr­ir önn­ur alþjóðasam­tök og var formaður einn­ar nefnd­ar hér heima í fé­lags­ráðherratíð Árna Magnús­son­ar sem skilaði fram­förum í lög­gjöf fyr­ir aðflutta. Í seinni tíð hef­ur Bald­ur verið rit­ari stjórn­ar Heila­heilla og gert eitt­hvað af því að sækja ráðstefn­ur á þeirra veg­um.

 

„Eins og sjá má hef ég haft gam­an af fé­lags­mál­um og verið nokkuð mann­blend­inn. Fyr­ir utan prest­skap­inn hef­ur mest orka farið í störf á veg­um ECRÍ.“ Bald­ur er liðtæk­ur brids­spil­ari og hef­ur oft átt hesta án þess að telja sig hesta­mann.

 

„Nú um leið og ég verð pastor emer­it­us er ég flutt­ur aust­ur á Svína­fell í Öræf­um þar sem fjöl­skyld­an á ágætt hús og stunda þar þjón­ustu við ferðamenn. Ég leigi ferðamönn­um íbúð og skipti á rúm­um, skúra og moppa og geri við kló­sett og spjalla við þá svo eitt­hvað sé nefnt.“

 

Mál­stol eft­ir heila­blæðingu

 

Árið 2013 fékk Bald­ur heila­blæðingu, þ.e. blóðflæði til heil­ans stöðvaðist um stund. „Ég slapp að mestu við lang­tímaskaða nema ég varð málst­irðari en áður og fauk þar leiðsögu­manns­draum­ur­inn út um glugg­ann. Ég hélt þó mínu striki í prest­skap og kann fólki í Þor­láks­höfn bestu þakk­ir fyr­ir stuðning og þol­in­mæði en fyrst í stað vissi það varla hvað prest­ur var að tala um eða lesa svo rammt kvað að mál­stol­inu sem hef­ur mikið lag­ast í tím­ans rás þökk sé gegnd­ar­laus­um æf­ing­um og söng­tím­um svo ekki sé talað um fyr­ir­bæn­um. Eitt það er ég setti mér var að mæta aldrei öðru­vísi á fund en að taka til máls. Var það ærið skraut­legt í fyrstu en hef­ur lag­ast merki­lega mikið. Þá fór ég að lesa upp­hátt skipu­lega fyr­ir gam­alt fólk og ungt.

 

Mál­stol af völd­um heila­blæðinga og heila­áfalla hvers kon­ar er mjög fal­inn sjúk­dóm­ur í heim­in­um. Flest­ir bara þagna og málið er dautt. Það þarf að hvetja fólk til dáða og gera því auðvelt um vik að sækja end­ur­hæf­ingu. Ég var svo hepp­inn að kring­um­stæður mín­ar voru góðar og fólkið um­hverf­is hvetj­andi. Heil­inn lét að öðru leyti eins og ekk­ert hefði skeð.

 

Kunn­ur spír­it­isti sagðist dauður í gegn­um ann­an liggja í blóma­brekku en sjá jörðina í fjarska. Nú er ég í lif­anda lífi kom­inn í blóma­brekk­una. Alla­vega lit­blóm vaxa fyr­ir utan glugg­ann minn og þegar ég teygi út hönd­ina fyll­ist hún af flug­um. Sam­kvæmt þess­ari sýn verður ekki svo ýkja mik­il breyt­ing á þegar ég geispa gol­unni.

Hvað ætla ég að gera á af­mæl­is­dag­inn? Ég á von á því að ein­hverj­ir ná­grann­ar í Svína­felli líti inn í vöfflukaffi ef dags­ins önn leyf­ir þeim að líta upp. Ann­ars ætla ég að bjóða af­kom­end­um mín­um og þeirra fylgi­fisk­um í mat ein­hvern tím­ann í haust þegar vel stend­ur á.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­in­kona Bald­urs er Svafa Sig­urðardótt­ir, f. 22.1. 1966, dýra­lækn­ir. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Sig­urður Ingvars­son, eldsmiður í Reykja­vík, f. 12.10. 1909, d. 7.4. 2001, og Guðrún Bjarna­dótt­ir hús­freyja, f. 16.8. 1931, d. 15.11. 1989. Fyrri mak­ar Bald­urs eru Jó­hanna S. Sigþórs­dótt­ir, f. 10.8. 1949, blaðamaður, og Hall­dóra Gunn­ars­dótt­ir, f. 2.6. 1959, verk­efn­is­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg.

 

Barn­s­móðir er Jón­ína Guðrún Garðars­dótt­ir f. 1. okt 1949, kenn­ari í Reykja­vík.

 

Börn Bald­urs:

 

1) Helga Jens­ína (ætt­leidd Svavars­dótt­ir), f. 31.10. 1973, skóla­stjóri í Borg­ar­f­irði. Maki: Hall­grím­ur Sveinn Sveins­son tölv­un­ar­fæðing­ur. Börn: Guðrún Karítas, Sveinn Svavar og Kristján Karl;

2) Kristján, f. 24.5. 1974, lög­fræðing­ur og lög­gilt­ur fast­eigna­sali. Maki: Hrafn­hild­ur Soffía Hrafns­dótt­ir um­hverf­is­skipu­lags­fræðing­ur. Barn þeirra: Agla, f. 29.8. 2017;

3) Mjöll, f. 7.1. 1979, d. 18.3. 1989;

4) Bergþóra, f. 2.2. 1990, hag­fræðing­ur hjá Íslands­banka. Maki Árni Gísla­son sér­fræðing­ur hjá dóms­málaráðuneyt­inu;

5) Rún­ar, f. 8.4. 2002, nemi í FSS;

6) Svan­laug Halla, f. 30.5. 2004, grunn­skóla­nemi.

 

Systkini Bald­urs eru Ólöf, f. 4.11. 1951, líf­einda­fræðing­ur, Bene­dikt Sig­urður, f. 6.1. 1955, bíl­stjóri og leiðsögumaður, og Ársæll, f. 5.10. 1958, lækn­ir, öll bú­sett á höfuðborg­ar­svæðinu.

 

For­eldr­ar Bald­urs voru hjón­in Kristján Bene­dikts­son, kenn­ari og borg­ar­full­trúi, f. 12.1. 1923, d. 1.10. 2015, og Svan­laug Ermen­reks­dótt­ir, kenn­ari og hús­móðir, f. 5.9. 1925, d. 16.3. 2010. Þau bjuggu í Eikju­vogi 4 í Reykja­vík.Morgunblaðið mánudagurinn 22. júlí 2019.

 

.

.

 
Skráð af Menningar-Bakki.