Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.07.2019 07:03

Vinna hafin við frágang og malbikun göngustíga í Árborg

 

 

Við Hraunteig á Eyrarbakka fyrir framkvæmdir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 Vinna hafin við

 

frágang og malbikun göngustíga í Árborg

 

 

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Gröfuþjónustu Steins ehf. um frágang og malbikun á göngustígum í Árborg og er verktakinn þegar byrjaður á verkinu.  Í samstarfi við Vegagerðina er um að ræða malbikun á göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og malbikun fyrsta áfanga á stíg meðfram Eyrarbakkavegi (Suðurhólar – Víkurheiði (gámasvæðisvegur).  Vegagerðin greiðir helming á móti sveitarfélaginu í þessum hluta framkvæmdanna.

 

Því til viðbótar er verið að ganga frá tveimur stígum sem alfarið eru á höndum sveitarfélagsins. 

Í fyrsta lagi er um að ræða malbikun á Hraunteigsstíg á Eyrarbakka, sem liggur frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og að Litla-Hrauni,

en auk þess jarðvegsskipti á stíg mill Fosslands og Selfossbæja, frá Þóristúni.

 

Malbikun á að ljúka fyrir 15. september og verkinu öllu fyrir 15. október 2019.
 


Af www.arborg.is

 

 


Við upphaf framkvæmda við Hraunteig þann 18. júlí 2019.
 
 Skráð af Menningar-Bakki.