Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.08.2019 13:43

Margrét Friðriksdóttir - Fædd 9. des. 1920 - Dáin 23. júlí 2019. - Minning

 

 

Margrét Friðriksdóttir (1920 - 2019).

 

 

Margrét Friðriksdóttir - Fædd 9. desember 1920

 

- Dáin 23. júlí 2019. - Minning

 

 

Mar­grét Friðriks­dótt­ir fædd­ist 9. des­em­ber 1920 á Gamla-Hrauni á Eyr­ar­bakka. Hún lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ljós­heim­um á Sel­fossi 23. júlí 2019.

 

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Friðrik Sig­urðsson, bóndi og formaður á Gamla-Hrauni á Eyr­ar­bakka, f. 11.2. 1876 í Hafliðakoti, Hrauns­hverfi, d. 2.4. 1953, og Sesselja Sól­veig Ásmunds­dótt­ir, hús­freyja á Gamla-Hrauni, f. 18.2. 1887 í Ey­vind­artungu, Laug­ar­dals­hreppi, d. 3.9. 1944.

Systkini Mar­grét­ar:

Ingi­björg Ásta, f. 1910, d. 1910, Sig­urður, f. 1912, d. 1981, Jó­hann, f. 1913, d. 1942, Friðrik, f. 1915, d. 1977, Davíð, f. 1917, d. 1973, Guðmund­ur Ragn­ar, f. 1918, d. 1920, Guðmund­ur, f. 1922, d. 1998, Guðmunda Ragna, f. 1924, Guðleif, f. 1925, d. 2019, Pét­ur, f. 1928, d. 2010.

 

Árið 1941 gift­ist Mar­grét Bjarna Ólafs­syni, bíl­stjóra frá Þor­valds­eyri á Eyr­ar­bakka, f. 13.8. 1918, d. 30.9. 1981. For­eldr­ar hans voru Jenný Dag­björt Jens­dótt­ir, hús­freyja á Þor­valds­eyri, f. 12.5. 1897, d. 2.12. 1964, og Ólaf­ur Bjarna­son, vega­verk­stjóri á Þor­valds­eyri, f. 13.1. 1893, d. 2.10. 1983. Mar­grét og Bjarni byrjuðu sinn bú­skap á Sól­bakka en byggðu sér síðan íbúð á Eyra­vegi 14 þar sem þau bjuggu alla sína tíð.

 

Börn Mar­grét­ar og Bjarna eru:

Sesselja Sól­veig, Sig­urður, Harpa, Friðrik og Krist­ín Hanna.

Sesselja er gift Jóni Svein­bergs­syni og eiga þau þrjú börn, níu barna­börn og átta barna­barna­börn.

Sig­urður gift­ur Sig­ríði Sveins­dótt­ur og eiga þau tvö börn, fimm barna­börn og tvö barna­barna­börn.

Harpa gift Val Helga­syni, á hún tvö börn og tvo stjúp­syni, 10 barna­börn og tvö barna­barna­börn.

Friðrik gift­ur Guðrúnu Helgu Ívars­dótt­ur og á hann eina dótt­ur og einn stjúp­son.

Krist­ín, eignaðist son, f. 1974, d. 1974.

 

 

Útför Mar­grét­ar fer fram frá Sel­foss­kirkju í dag, 7. ág­úst 2019, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________

 

 

Minningarorð Sigurðar Bjarnasonar.

 

Það er ekki sjálf­gefið að vera kom­inn á átt­ræðis­ald­ur og eiga mömmu í fullu fjöri, en sú hef­ur verið staðreynd­in fram að þessu. Hinn 17. júní síðastliðinn fór­um við Sigga með mömmu í smá bíltúr. Eins og oft áður fór­um við til Þing­valla og feng­um okk­ur síðan kaffi í Gríms­nes­inu og hafði mamma gam­an af að keyra hérna um Suður­landið. Um kvöldið kom ná­granna­kona okk­ar að selja eitt­hvað fyr­ir börn­in sín og sagði ég við hana að ég hefði verið að rúnta með henni mömmu í dag. Dag­inn eft­ir hitti ná­granna­kon­an dótt­ur mína og spurði hvort ég væri far­inn að rugla, það hlyti eig­in­lega að vera þar sem ég, á átt­ræðis­aldri, hefði sagst vera að rúnta með mömmu! En svona er nú lífið, að eiga mömmu sem er að verða 99 ára, mamma veikt­ist viku seinna.

 

Mamma, sem fædd­ist 1920, hafði upp­lifað tím­ana tvenna. Í henn­ar æsku var ekk­ert raf­magn, ekki út­varp, ekki sími, varla bíl­ar og áfram mætti telja. Hún hef­ur upp­lifað all­ar þess­ar nú­tímaþarf­ir okk­ar verða að veru­leika.

 

Minn­ing­arn­ar um mömmu eru marg­ar, ein af þeim fyrstu er frá því ég var lík­lega fimm ára, þá kom það í frétt­um að spáð væri heimsendi. Við mamma rædd­um þetta og kom sam­an um að við mynd­um bara hafa sósu­kjöt í mat­inn um kvöldið en það var ekki alltaf á borðum á þeim tíma og í sér­stöku upp­á­haldi. Áttum við síðan eft­ir að eiga 70 ár sam­an því eng­inn kom heimsend­ir­inn. Önnur minn­ing er þegar ég var í sveit tíu til ell­efu ára að mamma og pabbi komu í heim­sókn, sem ekki var al­gengt. Þegar mamma steig út úr bíln­um og var í þess­ari flottu, nýju, grænu dragt, þá hafði ég aldrei séð flott­ari konu, en á þeim tíma var ekki oft verið að kaupa ný föt.

 

Hún mamma hafði afar gott skap, ég held hún hafi afar sjald­an orðið reið, alla vega ekki við mig. Þannig var það al­veg ein­stakt hvað hún umb­ar mig á unglings­ár­un­um og alltaf var mamma til staðar þegar vanda­mál­in steðjuðu að og passaði hún að pabbi kæm­ist ekki að bernsku­brek­um mín­um, því hann var strang­ari. Árið 1981 dó pabbi mjög snögg­lega og varð það okk­ur öll­um mik­ill harm­ur og var það ótrú­legt hvað hún mamma var sterk og stóð þetta mikla áfall af sér. Fyr­ir nokkr­um árum flutti mamma á hjúkr­un­ar­heim­ilið Ljós­heima því sjón­in var far­in að dapr­ast og var búin að eiga þar góða daga. Það verður tóm­legt að eiga ekki er­indi á Sel­foss að heim­sækja mömmu, en hún var orðin ósköp þreytt á líf­inu und­ir það síðasta, sagði að allt sam­ferðafólkið væri dáið og tími kom­inn til að fara að klára lífið. Það var því vel­kom­in hvíld þegar hún dó 23. júlí í rúm­inu sínu á Foss­heim­um þar sem hún hafði fengið hina bestu umönn­un.

 

Vertu sæl, elsku mamma,

þinn son­ur Siggi.

 

Sig­urður Bjarna­son.
 Morgunblaðið miðvikudagurinn 7. ágúst 2019.
 

 


Skráð af Menningar-Bakki.