Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.08.2019 07:52

Merkir Íslendingar - Jón Árnason

 

 

 Jón Árnason (1819 - 1888). 

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Árnason

 

 

Jón Árna­son fædd­ist 17. ágúst 1819 á Hofi á Skaga­strönd, son­ur séra Árna Ill­uga­son­ar, f. 1754, d. 1825, og 3. k.h., Stein­unn­ar Ólafs­dótt­ur, f. 1789, d. 1864.

 

Jón lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla. Hann var bóka­vörður 1848-1887, fyrst á Stifts­bóka­safn­inu en þegar safnið fékk titil­inn Lands­bóka­safn Íslands árið 1881 varð hann fyrsti Lands­bóka­vörður Íslands. Hann var einnig fyrsti for­stöðumaður Forn­gripa­safns Íslands, síðar Þjóðminja­safnið, þegar það var stofnað árið 1863. Lengi vel sá hann einn um bæði söfn­in.

 

Jón varð fyr­ir áhrif­um frá Grimms­bræðrum og fór að safna þjóðsög­um og æv­in­týr­um í sam­starfi við Magnús Gríms­son. Þeir gáfu út Íslenzk æf­in­týri árið 1852. Sú út­gáfa hlaut dræm­ar viðtök­ur. Þeir tóku aft­ur upp söfn­un sagna vegna hvatn­ing­ar frá Konrad Maurer. Magnús dó 1860 en Jón hélt söfn­un­inni áfram. Á ár­un­um 1862 til 1864 kom svo út stór­virki hans, Íslenzk­ar þjóðsög­ur og æf­in­týri í tveim­ur bind­um og var það prentað í Leipzig með liðsinni Maurers.

 

Kona Jóns var Katrín Þor­valds­dótt­ir Sívertsen. Þau áttu einn son sem dó ung­ur.

 

Jón Árna­son lést 4. september 1888.

 


Morgunblaðið laugardagurinn 17. ágúst 2019.
 

 


Skráð af Menningar-Bakki.