Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.09.2019 20:54

3. SEPTEMBER 1988 - Brú yfir Ölfusárósa er opnuð formlega

 

 

 

 

- 3. SEPTEMBER 1988 -

 

Brú yfir Ölfusárósa er opnuð formlega

 

 

Óseyrarbrú var formlega tekin í notkun þennan mánaðardag árið 1988. Mikill fjöldi fólks var samankominn við eystri brúarsporðinn til að fagna mannvirkinu og þeim samgöngubótum sem það fól í sér. Sem dæmi um þær má nefna að brúin stytti leiðina milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka úr 45 kílómetrum í 15.

 

Samgöngur yfir ána á þessum stað höfðu legið niðri frá því ferjustaður var aflagður við Óseyrarnes um hundrað árum fyrr, með tilkomu Ölfusárbrúar við Selfoss.

 

Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Árnesinga, flutti ávarp og eftir opnunina bauð Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra viðstöddum í hóf á Hótel Selfossi. 


 

 
Skráð af Menningar-Bakki.