Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.09.2019 07:08

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

Árelíus Níelsson (1910 - 1992).

 

 

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

Árel­íus Ní­els­son fædd­ist í Flat­ey á Breiðafirði 7. sept­em­ber 1910. For­eldr­ar hans voru Ní­els Árna­son og Ein­ara Ingi­leif Jens­ína Pét­urs­dótt­ir, en Árel­íus ólst upp hjá fóst­ur­for­eldr­um sín­um í Kvíg­ind­is­firði í Múla­sveit.

 

Árel­íus tók kenn­ara­próf árið 1932, stúd­ents­próf árið 1937 og loka­próf í guðfræði árið 1940. Ung­ur stundaði hann kennslu­störf en var sett­ur sókn­ar­prest­ur í Hálsprestakalli og þjónaði þar sum­arið1940. Þá losnaði Staðarprestakall í heima­byggð hans og varð hann prest­ur þar í þrjú ár, síðan á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri í níu ár, og þegar nýtt prestakall í Reykja­vík var stofnað 1952, Lang­holtsprestakall, sótti hann um það og fékk. Þar var hann allt í öllu við mót­un Lang­holts­safnaðar, inn­blás­inn af ung­menna­fé­lags­anda ekki síður en trú­ar­leg­um.

 

Eft­ir Árel­íus ligg­ur fjöldi fræðirita og kennslu­bóka. Má þar nefna Les­bók handa fram­halds­skól­um, Sögu barna­skól­ans á Eyr­ar­bakka og Leiðarljós við kristi­legt upp­eldi.

 

Eig­in­kona Árelíus­ar var Ingi­björg Þórðardótt­ir, f. 1918, d. 1978. Þau áttu fimm börn en eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau einn upp­eld­is­son.

 

Árel­íus lést 7. fe­brú­ar 1992.
 Morgunblaðið laugardagurinn 7. september 2019.

 

 

Eyrarbakkakirkja. Maður í predikunarstól. Full kirkja af fólki. Árelíus Níelsson prestur.

100 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka 1952.

Skráð af Menningar-Bakki.