Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.09.2019 20:39

Stokks-Eyrarbakkastígurinn

 


Stokks-Eyrarbakkastígurinn austast á Eyrarbakka.   Ljósm.: Ingvar Magnússon.
 

 

Stokks-Eyrarbakkastígurinn

 

 

Síðdegis fimmtudaginn þann 5. september 2019 var lokið við að leggja malbik á göngustíginn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.Fyrir nokkrum árum var malbikað frá Stokkseyri að Hraunsá en nú var malbikað frá Hraunsá alla leið til Eyrarbakka og tók sú lagning tvo daga.Gríðarleg umferð gangandi og hjólandi hefur verið um stíginn þessa daga síðan malbikað var alla leiðina.Allir sem um stíginn fara lofa þessa glæsilegu framkvæmd sem þráð hefur verið um árabil.Bestu þakkir til allra sem hlut eiga að þessu góða máli og vísa með:
 


Nú þorpin okkar hönd í hönd
hjóla, ganga saman.
Tengjast frekar bræðra-bönd
bara verður gaman. 

 

Stokks-Eyrarbakkastígurinn heitir reyndar -Fjörustígur- Ljósm.: Elín Birna.
 Skráð af Menningar-Bakki.