Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.09.2019 08:53

"Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns"

 

 

 

„Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns“

 

• Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð

 

í Danmörku í dag, 14. september 2019

 

 

Birgitta Spur, ekkja mynd­höggv­ar­ans Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, opn­ar í dag yf­ir­grips­mikla yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um lista­manns­ins í Lista­safn­inu í Tønd­er í Dan­mörku.

Sýn­ing­unni, sem nefn­ist  -Mang­foldige for­mer - eða -Fjöl­breytt form-, er ætlað að gefa yf­ir­lit yfir lang­an og fjöl­breytt­an fer­il lista­manns­ins sem vann í ýms­um stíl­um og ólík­um form­um.

 

„Sig­ur­jón hef­ur árum sam­an verið sniðgeng­inn listamaður í dönsku sam­hengi. Þessu vill Lista­safnið í Tønd­er ráða bót á með sýn­ing­unni og út­gáfu bók­ar sam­hliða,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lista­safn­inu í Tønd­er. Þar kem­ur fram að safnið líti á það sem ábyrgð sína að beina kast­ljós­inu að mik­il­vægri nor­rænni list.

 

„Sig­ur­jón var nor­rænn listamaður sem deildi lífi sínu milli Íslands og Dan­merk­ur. Verk hans eru greini­lega inn­blás­in af listaum­hverf­inu og þeirri list­rænu þróun sem átti sér stað í báðum lönd­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu og rifjað upp að þrátt fyr­ir að Sig­ur­jón hafi verið áber­andi í dönsku list­a­lífi hafi hann fallið í gleymsk­unn­ar dá í Dan­mörku þegar hann flutti al­farið heim til Íslands eft­ir seinna stríð.

 

„Með sýn­ing­unni er ætl­un­in að end­ur­heimta rétt­mæt­an sess Sig­ur­jóns í dönsku lista­sög­unni,“ seg­ir í til­kynn­ingu og bent á að Sig­ur­jón hafi átt mik­il­væg­an sess í ís­lensku lista­sög­unni enda „leiddu hæfi­leik­ar hans til þess að hann var beðinn að þjóna þjóð, sem ný­verið hafði end­ur­heimt sjálf­stæði sitt, og skapa fjölda op­in­berra verka“.

 

Bent er á að stofn­un Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar í árs­lok 1984 sem opnað var al­menn­ingi 1988 hafi átt mik­il­væg­an þátt í að halda orðspori lista­manns­ins á lofti í ís­lenskri lista­sögu.

 

Sýn­ing­in stend­ur til 1. mars 2020.
 

 

Sjá þessa slóð:

https://msj.dk/sigurjon-olafsson-mangfoldige-former/Morgunblaðið laugardagurinn 14. sepetmber 2019.

 

 

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson ( 1908 - 1982).
Skráð af Menninga-Bakki.