Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.09.2019 20:51

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014

 


Kristján Runólfsson við eitt af verkum Sigurjóns Ólafssonar
í ferð  -Menningarráðs-  "Hrútavinafélagsins Örvars" til
Reykjavíkur þann 14. september 2014. Kristján er nú látinn.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars

 

var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014


Í þeirri ferð var heiðruð minning Eyrbekkingsins og myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar (1908 - 1982)  í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík. 
 

 

Eftir þá ferð skrifaði Kristján Runólfsson í óbundnu- og bundnu máli: 

 

"Mér finnst eins og megi lyfta upp minningu um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara á hans fæðingarslóðum.


En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir einhversstaðar."
 


Segja má af Sigurjóni,
sögu, þó að nýtt við prjóni.
Enginn hefur fyrr á Fróni,
fetað slíka glæsislóð.
Listin var hans líf og blóð.
Nú skal lista þörfum þjóni,
þökkuð æviverkin,
víða sjást um landið minnismerkin.


 Skráð af Menningar-Bakki.