Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.09.2019 09:13

Ímyndarherferð Árborgar í fullum undirbúningi

 

 
Gísli Halldór Halldórsson lengst til hægri á Eyrarbakkafundinum þann 4. sept. 2019.
 

 

 

  -Ímyndarherferð- 

 

Árborgar í fullum undirbúningi

 

 

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 18. júlí 2019 að sveitarfélagið myndi verja allt að 10 milljónum króna í kynningar- og ímyndarherferð.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að megininntak átaksins sé að draga athygli að jákvæðum breytingum sem eru að eiga sér stað.

Áhersluatriði verkefnisins eru mannlíf, vöxtur og náttúra. Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur verða kynntir sem áhugaverðir staðir til heimsókna, búsetu og atvinnureksturs.

 

Óskað eftir áherslum íbúa með íbúafundum

 

Í samtali við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra kemur fram að sveitarfélagið hafi staðið fyrir íbúafundum á Stokkseyri og Eyrarbakka varðandi málið. „Við óskuðum eftir áherslum sem íbúar vilja leggja á þegar kemur að ímyndarsköpun fyrir Árborg, með sérstakri áherslu á byggðirnar við ströndina. Sambærileg vinna fór fram með íbúum á Selfossi um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að herferðin hefjist í lok september,“ segir Gísli. Skýrar línur komu fram á íbúafundinum um hvað gerði ströndina að þeirri paradís sem íbúar og gestir upplifa. Meðal þess sem stóð upp úr eru þættir eins og náttúran og vatnið við sjó og strönd, með fjölbreyttu fuglalífi og útivistartækifærum. Ríkuleg saga mannlífs og húsbygginga sem nær aftur um aldir. Kyrrð og friðsæld, þótt stutt sé í alla þjónustu.

 

Markmiðið að sýna öflugt samfélag í réttu ljósi

 

Aðspurður um markmið verkefnisins segir Gísli: „Með þessu er ætlunin að vekja athygli hins almenna Íslendings, sem og íslenskra fyrirtækja, á þeim tækifærum sem til staðar eru í Árborg. Jafnframt getur slík ímyndarsköpun nýst til að styrkja sjálfsmynd samfélagsins og færa framtakssömum einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum sameiginlegan grunn til að byggja á.Björn Ingi Bjarnason færði Eyrarbakkafundinn þann 4. sept. 2019 til myndar eins og hér má sjá:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki.