Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.09.2019 19:38

Landinn á Litla-Hrauni 23. september 2019

 

 

Sigurður Steindórsson í -Landanum-

 

 

 -Landinn- á Litla-Hrauni 23. september 2019

 

 

Sigurður Steindórsson deildarstjóri á Litla Hrauni segir Eddu Sif Pálsdóttur meðal annars hvernig skólakrakkar í útskriftarferðum á vorin komi stundum að hliðinu, sem skilur að fangelsið og umheiminn, í þeim tilgangi að glensa.

 

Þegar Edda Sif Pálsdóttir heimsótti Litla hraun um hádegisbil, eftir að hafa verið í beinni útsendingu og á ferðalagi um landið síðan átta í gærkvöldi, varð hún að viðurkenna að hún væri orðin aðeins rugluð eftir svefnleysið. „Ég veit ekki hvaða dagur er og hvort það er dagur eða nótt,“ sagði hún þar sem hún skrifaði nafn og dagsetningu undir heimsóknarplagg við komuna.

 

Hún hitti þar fyrir Sigurð Steindórsson deildarstjóra sem aðspurður sagði henni að vinnan væri að mörgu leyti erfið. „Hér erum við að passa menn og stráka sem vilja ekki vera hér og það er óeðlilegt ástand að vera að passa fólk eins og fé í rétt,“ segir hann en bætir því við að þetta sé þó ágætis starf að mörgu leyti.

 

Sigurður hefur óteljandi sinnum fylgst með umferðinni inn og út úr fangelsinu sem fer í gegnum geigvænlegt hlið fyrir framan. Hann segir að almennt séð reyni enginn að brjótast inn eða út um þetta volduga hlið. „Það er samt allskonar fígúrugangur í kringum hliðið. Skólakrakkar í útskriftarferðum koma stundum og búa til grín,“ segir hann og brosir. „Maður verður að hafa húmor fyrir því.“

 

Innslagið má sjá á þessari slóð:

https://www.ruv.is/frett/oedlilegt-ad-passa-menn-eins-og-fe-i-rett?fbclid=IwAR03QIXnijb-GdHVRbBxllf5ux9jGTrFV56lsu1W-RrtPJtrQS-ss7AO0pM


 

 

Litla-Hraun þann 23. september 2010 kl. 14:25  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menninga-Bakki