Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2019 17:11

Sigurður Sigurðarson dýralæknir - 80 ára

 

 

Á dans­leik.

Ólöf Erla Hall­dórs­dótt­ir og Sig­urður Sig­urðar­son.

 

 

Sigurður Sigurðarson dýralæknir – 80 ára

 

Leitar að miltisbruna um allt land

 

 

Sig­urður Sig­urðar­son fædd­ist 2. októ­ber 1939 á Sig­urðar­stöðum í Bárðar­dal og ólst þar upp til þriggja ára ald­urs. Hann átti heima að Keld­um á Rangár­völl­um til sjö ára ald­urs, síðan á Sela­læk í sömu sveit en flutti þaðan á tí­unda ári að Hemlu í Vest­ur-Land­eyj­um og átti þar heima fram yfir tví­tugt.

 

Sig­urður gekk í Skóga­skóla, lauk stúd­ents­prófi frá MA 1961, dýra­lækn­is­prófi frá Nor­ges Veter­inær­högskole í Ósló 1967, M.Sc.-prófi í meina­fræði búfjár við Dýra­lækna­skól­ann í London 1970, og sér­fræðiprófi í sjúk­dóm­um sauðfjár og naut­gripa í Ósló 1995. Þá var hann við fram­halds­nám og fór í náms- og fyr­ir­lestra­ferðir í dýra­lækn­is­fræðum á Suður-Græn­landi og í ýms­um fleiri lönd­um.

 

Sig­urður var rann­sókn­ar­maður hjá Sauðfjár­veiki­vörn­um sumr­in 1963-67, gegndi embætti héraðsdýra­lækn­is hér á landi og í Drammen í Nor­egi meðfram námi, kenndi við Bænda­skól­ann á Hvann­eyri 1968 og 1975-2000, sinnti rann­sókn­um við Til­rauna­stöðina á Keld­um 1968, var sér­fræðing­ur sauðfjár­sjúk­dóm­a­nefnd­ar 1969-73 og fram­kvæmda­stjóri henn­ar 1976-78, sér­fræðing­ur hjá embætti yf­ir­dýra­lækn­is frá 1973, var sett­ur yf­ir­dýra­lækn­ir 1987, var for­stöðumaður rann­sókn­ar­deild­ar Sauðfjár­veiki­varna á Keld­um 1969 og 1970-93 og síðan hjá yf­ir­dýra­lækni, sér­fræðing­ur í sauðfjár- og naut­gripa­sjúk­dóm­um á Keld­um frá 1995 og var feng­inn út að til vinna bar­áttu gegn gin- og klaufa­veiki í Englandi og Wales 2001. „Það vantaði dýra­lækna með reynslu af sjúk­dóm­um í jórt­ur­dýr­um.“ Sig­urður var einnig í Finn­mörku í Nor­egi til að kynna sér sjúk­dóma í hrein­dýr­um 2003-2004. „Mig grunaði að riðuveiki gæti fund­ist í hrein­dýr­um og það reynd­ist vera rétt síðar.“ Sig­urður hef­ur verið sér­fræðing­ur við Mat­væla­stofn­un­ina á Sel­fossi frá 2006.

 

Sig­urður sat í dýra­vernd­ar­nefnd, í Til­raun­aráði land­búnaðar­ins, í fóður­nefnd, í stjórn fé­lags til vernd­ar ís­lenska fínull­ar­fénu frá Skriðuk­laustri, hef­ur beitt sér gegn inn­flutn­ingi fóst­ur­vísa úr norsk­um kúm og fyr­ir varðveislu ís­lenska kúa­kyns­ins. Hann er virk­ur fé­lagi í Kvæðamanna­fé­lag­inu Iðunni og Kvæðamanna­fé­lag­inu Árgala á Sel­fossi og kom að stofn­un Kvæðamanna­fé­lags­ins Snorra í Reyk­holti.

 

„Ég hef aldrei hætt að vinna. Ég hef verið að leita að og staðsetja milt­is­bruna um allt land í 14 ár ásamt Ólöfu Erlu konu minni og fljót­lega er von á skýrslu frá okk­ur.

 

Á næst­unni eru að koma út tveir hljómdisk­ar með 60 söng­lög­um eft­ir mig og þar af eru 40 með textum eft­ir mig. Elsta lagið á diskn­um er 58 ára og yngsta lagið er samið á þessu ári. Ég er svo hepp­inn að vera með 28 úr­vals ein­söngv­ara á plöt­unni og þrjá kóra sem flytja lög­in. Betri er eng­inn hef­ur verið Guðmund­ur Ei­ríks­son, söng­stjóri Hörpu­kórs­ins, sem hef­ur aðstoðað marg­háttað við út­gáf­una, og Karl Þór Þor­valds­son sá um upp­töku flestra lag­anna og marg­ir þeirra komu að því líka.

 

Ég hef verið heilsu­hraust­ur en fékk gátta­flökt sem læknaðist ekki með vél­um svo ég ákvað að reyna að gleðja a.m.k. einn á dag með gam­an­sög­um, og þá læknaðist þetta, en starf mitt hef­ur orðið til þess að ég þekki fólk um allt land.“ Hól­ar hafa gefið út bæk­urn­ar Sig­urður dýra­lækn­ir I og II og Sig­urðar sög­ur dýra­lækn­is. Sig­urður fagn­ar af­mæl­inu á bökk­um Dónár.Sigurður er mjög virkur félagi í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi og þegar hann varð 75 ára var hann á hringferð um Ísland með Hrútavinafélaginu. 

 

Fjöl­skylda

Sam­býl­is­kona Sig­urðar er Ólöf Erla Hall­dórs­dótt­ir, f. 11.10. 1940, frá Búr­felli í Gríms­nesi, fyrr­ver­andi banka­starfsmaður. Eig­in­kona Sig­urðar var Hall­dóra Ein­ars­dótt­ir, f. 21.3. 1942, d. 26.9. 2000, handíðakona og hönnuður. „Lífs­ham­ingja mín hef­ur fal­ist í því að ég hef verið ein­stak­lega kven­hepp­inn.“

 

Börn Sig­urðar og Hall­dóru eru:
1) Sig­urður Sig­urðar­son f. 1.6. 1969, tamn­ingamaður, reiðkenn­ari og hross­a­rækt­ar­bóndi á Foss­hól­um í Holt­um, gift­ur Sig­ríði Arn­dísi Þórðardótt­ur tal­meina­fræðingi, f. 3.12. 1977, börn þeirra eru Vil­borg María, f. 1999, Sig­urður Matth­ías, f. 2004, og Dag­ur, f. 2008. Börn Sig­urðar með fv. sam­býl­is­konu, Anítu Páls­dótt­ur, eru Ró­bert, f. 1992, og Rakel Dóra, f. 1998;

2) Ragn­hild­ur Sig­urðardótt­ir, f. 21.6. 1970, grunn­skóla­kenn­ari og golf­kenn­ari á Íslandi og Spáni, bú­sett í Mos­fells­bæ ásamt sam­býl­is­manni sín­um, Jóni Andra Finns­syni smið, f. 11.3. 1973, börn henn­ar með fv. sam­býl­is­manni, Þor­varði Friðbjörns­syni, eru Hild­ur Krist­ín, f. 1992 og Lilja, f. 1994. Dæt­ur Jóns Andra eru Al­ex­andra, f. 1995, og Sara Sif, f. 2001;

3) Ein­ar Sverr­ir Sig­urðar­son, f. 3.9. 1973, bif­véla­virkja­meist­ari og rek­ur Bif­reiðaverk­stæði Reykja­vík­ur, gift­ur Stein­gerði Ingvars­dótt­ur, líf­fræðingi og fjár­mála­stjóra, f. 15.1. 1974. Börn þeirra eru Daní­el Freyr, f. 1994, Elísa­bet Líf, f. 1999, Ingvar Sverr­ir, f. 2005, og Hall­dór Sverr­ir, f. 2013;

4) Sölvi Sig­urðar­son, f. 12.1. 1978, reiðkenn­ari og tamn­ingamaður, ný­flutt­ur heim frá Dan­mörku. Sam­býl­is­kona Sölva var Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir og börn þeirra eru Hall­dóra, f. 2006, Sindri, f. 2007, og Katla, f. 2013.

Bróðir Sig­urðar er Skúli Jón Sig­urðar­son, f. 20.2. 1938, fyrrv. fram­kvæmda­stjóri hjá Flug­mála­stjórn og fyrrv. formaður Rann­sókn­ar­nefnd­ar flug­slysa, kvænt­ur Sjöfn Friðriks­dótt­ur kenn­ara.

For­eldr­ar Sig­urðar voru hjón­in Sig­urður Jóns­son, f. 8.1. 1909, d. 24.10. 1939, bóndi og smiður á Sig­urðar­stöðum i Bárðar­dal, og Krist­ín Skúla­dótt­ir, f. 30.3. 1905, d. 13.6. 1995, far­kenn­ari í Land­eyj­um og Flóa og síðast í Hemlu. Síðari maður Krist­ín­ar var Ágúst Andrés­son, bóndi í Hemlu.

 

 
Morgunblaðið miðvikudagurinn 2. október 2019.


Skráð af Menningar-Bakki.