Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.10.2019 17:22

Mikilvæg gjöf Guðjóns Samúelssonar

 


Háskóli Íslands er eitt af glæsihúsunum sem Guðjón Samúelsson teiknaði.
 

 

 

Mikilvæg gjöf Guðjóns Samúelssonar

 

 

Arki­tekta­fé­lagi Íslands barst ný­verið 1,5 millj­óna króna höf­und­ar­rétt­ar­greiðsla frá Mynd­stefi fyr­ir verk Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins.

 

„Þessi pen­ing­ur er veru­leg upp­hæð fyr­ir fé­lagið og mun það verja þessu fjár­magni á sem skyn­sam­leg­asta máta fé­lags­mönn­um og al­menn­ingi til góðs,“ seg­ir Gerður Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

 

Þar kem­ur fram að þegar Guðjón féll frá árið 1950 hafi hann verið ókvænt­ur og barn­laus. Hann lét eft­ir sig erfðaskrá þar sem fram kem­ur að „það sem verður af­gangs af eign­um hans skuli renna til Arki­tekta­fé­lags Íslands og skal pen­ing­um varið í að út­breiða þekk­ingu á húsa­gerðarlist sér­stak­lega í ís­lensk­um anda“.

 

Í til­kynn­ing­unni kem­ur jafn­framt fram að 25. apríl 2020 verði 70 ár liðin frá and­láti Guðjóns, en skv. 43. gr. höf­und­ar­lag­anna helst höf­und­ar­rétt­ur í 70 ár. „Það þýðir að ára­mót­in 2020-2021 fell­ur höf­und­ar­rétt­ur á verk­um Guðjóns niður.“Morgunblaðið 2. október 2019.Skráð af Menningar-Bakki.