Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.10.2019 20:04

Síra Gunnar Björnsson minnist 75 ára afmælis með þrennum ókeypis tónleikum

 


Síra Gunnar Björnsson spilaði í kapellunni

á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrir nokkrum árum.

 

 

Síra Gunnar Björnsson

minnist 75 ára afmælis

með þrennum ókeypis tónleikum

 

 

Í tilefni af 75 ára afmæli síra Gunnars Björnssonar 15. október 2019 heldur hann þrenna tónleika.  Afmælisbarnið leikur á celló, en meðleikarar á píanó verða þau Agnes Löve og Haukur Guðlaugsson.Hinir fyrstu verða Í Forsæti í Flóahreppi þriðjudaginn 15. okt. kl. 21,00.

 

Þeir verða svo endurteknir, ef Guð lofar, í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 20. október kl. 17,00 og á Grund við Hringbraut í Reykjavík þriðjudaginn 22. október kl. 16,30.Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Skráð af Menningar-Bakki.