Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.10.2019 06:31

| Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar formlega vígður

 

 

 

 

Fjörustígur

milli Eyrarbakka og Stokkseyrar formlega vígður

 

 

Í gær, miðvikudaginn 9. október 2019,  var „Fjörustígurinn“ milli Eyrarbakka og Stokkseyrar vígður formlega.

 

Tómas Ellert Tómasson, formaður eigna- og veitunefndar og Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgaropnuðu stíginn formlega með því að klippa á borða ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra og starfsmönnum og börnum af unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyrar.

 

Fjörustígurinn er nú fullbúinn en klárað var að malbika síðasta hluta stígsins í haust og því geta íbúar og gestir farið á milli byggðarkjarnanna á auðveldan hátt eftir malbikuðum stíg og er það von sveitarfélagsins að hann nýtist sem flestum. 


 
Af www.arborg.is

 


Morgunblaðið 10. október 2019.
Skráð af Menningar-Bakki