Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.10.2019 20:53

Anna Guðrún Bjarnardóttir - Fædd 14. apríl 1933 - Dáin 29. sept. 2019 - Minning

 

 

Anna Guðrún Bjarnardóttir (1933 - 2019).

 

 

-Anna Guðrún Bjarnardóttir -

 

Fædd  14. apríl 1933 - Dáin 29. sept. 2019 - Minning

 

 

Anna Guðrún Bjarn­ar­dótt­ir fædd­ist í Fag­ur­gerði á Sel­fossi 14. apríl 1933. Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands 29. sept­em­ber 2019. For­eldr­ar henn­ar voru Anna Ei­ríks­dótt­ir frá Sand­haug­um í Bárðar­dal, f. 28.3. 1904, d. 22.9. 1980, og Björn Sig­ur­bjarn­ar­son frá Hring­veri á Tjör­nesi, f. 8.5. 1891, d. 3.3. 1969. Systkini Önnu Guðrún­ar eru Björn, Al­dís, Sturla,Valtýr og Bald­ur, eru þau öll lát­in.

 

Anna Guðrún gift­ist 27.11. 1954 Herði Sig­ur­gríms­syni frá Holti í Stokks­eyr­ar­hreppi, f. 29.6. 1924, d. 9.6. 2011, for­eldr­ar hans voru Unn­ur Jóns­dótt­ir, f. á Íshóli í Bárðar­dal 6.1. 1895, d. 4.4. 1973, og Sig­ur­grím­ur Jóns­son, f. í Holti 5.6. 1896, d. 17.1. 1981.

 

Börn Önnu Guðrún­ar og Harðar eru:
 1) Jó­hanna Sig­ríður, f. 1.11. 1955, m. Már Ólafs­son, f. 11.1. 1953, börn þeirra a) Magnús, f. 1977, m.Vig­dís Unn­ur Páls­dótt­ir, f. 1975, dæt­ur þeirra Ásdís María og Iðunn Freyja, b) Ólaf­ur Árni, f. 1979, barn­s­móðir hans Erna Björk Bald­urs­dótt­ir, f. 1979, son­ur þeirra er Árni Már, sam­býl­is­kona Ólafs er Jón­ína Ósk Ing­ólfs­dótt­ir, f. 1979, henn­ar dótt­ir Hjör­dís Inga Atla­dótt­ir, f. 1997, c) Þór­anna, f. 1983, d) Hörður, f. 1989, m. Ey­dís Helga Garðars­dótt­ir, f. 1989, þeirra börn Máni Snær og Sunna Dís.

2) Unn­ur, f. 26.7. 1957, d. 16.7. 1986, sam­býl­ismaður Sig­urður Jóns­son, f. 28.2. 1954, þeirra dæt­ur a) Anna Guðrún, f. 1983, sam­býl­ismaður Sig­urður Svan­ur Páls­son, f. 1982, þeirra dæt­ur Unn­ur Birna og Harpa Krist­ín, b) Sig­ríður, f. 1985, sam­býl­ismaður Robert Randall, f. 1969, þeirra dótt­ir Freyja Björk.

3) Björn, f. 1.10. 1959, m. Elín María Karls­dótt­ir, f. 17.9. 1958, þau slitu sam­vist­um 2016. Þeirra börn a) Hörður Gunn­ar, f. 1981, m. Eyrún Guðmunds­dótt­ir, f. 1987, þeirra börn Hekla Björg og Kári Björn, b) Hanna Siv, f. 1984, sam­býl­ismaður Ólaf­ur Már Ólafs­son, f. 1980, þeirra börn Thelma Eir, Alm­ar Elí og Elín Eik. c) Karl Magnús, f. 1987, sam­býl­is­kona Elísa­bet Heiður Jó­hann­es­dótt­ir, f. 1986, þeirra börn Valey María og Hörður Flóki, d) Unn­ar Freyr, f. 1998, unn­usta Anna Schlechter, f. 1997, e) Bald­ur Þór, f. 1998.

4) Anna Harðardótt­ir, f. 3.2. 1964, m. Sig­urður Krist­ins­son, f. 17.12. 1964, þeirra börn a) Elín, f. 1984, sam­býl­ismaður Omar Khaled Hamed, f. 1984, b) Lára, f. 1988, sam­býl­ismaður Roberto Luigi Pagani, f. 1990, c) Atli, f. 1992, sam­býl­is­kona Hulda María Gunn­ars­dótt­ir, f. 1988. 5) Sig­urður, f. 26.9. 1967, m. Manon Lamér­is, f. 11.1. 1973, þeirra son­ur er Nik, barn­s­móðir Sig­urðar er Viðja Hrund Hreggviðsdótt­ir, f. 1976, þeirra dótt­ir er Hjör­dís Björg, f. 1996, unnusti Hrafn­kell Úlfur Úlfars­son, f. 1994.

 

Anna Guðrún var alin upp hjá móður­syst­ur sinni, Jó­hönnu Sig­ríði Ei­ríks­dótt­ur ljós­móður, og manni henn­ar Sig­urði I. Sig­urðssyni í Dverga­stein­um á Stokks­eyri. Hún hlaut sína barna­skóla­mennt­un á Stokks­eyri, stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni og út­skrifaðist úr Hús­mæðraskóla Reykja­vík­ur 1953. Á yngri árum sín­um vann Anna Guðrún í Kaup­fé­lagi Árnes­inga á Stokks­eyri. Árið 1955 stofnuðu Anna Guðrún og Hörður fé­lags­bú í Holti ásamt for­eldr­um Harðar og bræðrum hans Jóni og Vern­h­arði og þeirra mök­um.

 

Anna Guðrún var í Kirkju­kór Stokks­eyr­ar­kirkju, Búnaðarfé­lagi Stokks­eyr­ar­hrepps, Kven­fé­lagi Stokks­eyr­ar og tók virk­an þátt í starfi eldri borg­ara fram á síðasta ár. Anna Guðrún bjó í Holti til æviloka.

 

Anna Guðrún var jarðsung­in frá Stokks­eyr­ar­kirkju í dag, 11. októ­ber 2019.


_____________________________________________________________________________Minningarorð Jónu ÁsmundsdóttirÞað var árið 1960 sem við Didda urðum svil­kon­ur og ég flutti niður að Holti inn í stóra húsið. Þar bjuggu þá fyr­ir Didda og Haddi með þrjú elstu börn­in og tengda­for­eldr­ar okk­ar, þau Sig­ur­grím­ur og Unn­ur.

 

Í ný­byggðu húsi við hliðina bjuggu svo Gyða og Venni. Það var vel tekið á móti mér og mér leið vel í fé­lags­skap kvenn­anna í Holti. Viðmót Diddu var hlý­legt og glaðlegt, en hún var ein­stak­lega vel gerð mann­eskja. Geðgóð svo ekki man ég eft­ir að heyra hana hvessa sig við börn eða dýr og aldrei lét hún orð falla í reiði. Hún gat þó verið föst fyr­ir ef því var að skipta og lét ekki vaða yfir sig.

 

Fyrstu sex árin bjugg­um við hvor á sinni hæðinni í stóra hús­inu. Ég hafði stofu og eld­hús uppi til yf­ir­ráða en Didda bjó á neðri hæðinni. Það var ósjald­an sem þær kölluðu í mig, að koma niður í kaffi, Didda og Unn­ur tengda­móðir okk­ar, og þannig hófst mín kaffi­drykkja, með mola­sykri og mik­illi mjólk í eld­hús­inu hjá Diddu.

 

Í 35 ár bjugg­um við í fé­lags­búi þess­ar þrjár fjöl­skyld­ur og féll sjald­an skuggi á sam­starfið. Sam­an ólum við upp 16 börn sem fædd­ust á næst­um 20 ára tíma­bili. Við stóðum í hús- og fjós­bygg­ing­um sam­an og sum­ar eft­ir sum­ar voru smiðir eða vinnu­menn í fæði hjá okk­ur til skipt­is. Þó við tækj­um ekki þátt í úti­verk­um að ráði fyrr en börn­in voru öll far­in að heim­an, var nóg að gera á stór­um heim­il­um.

 

Eft­ir að við Nonni flutt­um upp á Sel­foss komu þau Didda og Haddi oft við og eft­ir að bræðurn­ir voru falln­ir frá héld­um við Didda og Gyða miklu sam­bandi og höf­um stutt hvor aðra til þessa dags. Frá­fall Diddu er því stórt skarð og miss­ir fyr­ir okk­ur hinar og er henn­ar sárt saknað.

 

Jóna Ásmunds­dótt­ir.
 Morgunblaðið föstudagurinn 11. október 2019.


 


Holtshjónin Anna Guðrún Bjarnardóttir  og Hörður Sigurgrímsson á Brygghuhátíð

á Stokkseyri. Ljósm.: BIB

 

 


 

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.