![]() |
Geir bjó í húsinu frá 1807 til dauðadags. Morgunblaðið/?Kristinn Magnússon |
Merkir Íslendingar - Geir Vídalín
Geir Vídalín, fyrsti biskupinn yfir öllu Íslandi síðan í árdaga, fæddist 27. október 1761.
Foreldrar hans voru hjónin Jón Vídalín, prestur í Laufási, og Sigríður Magnúsdóttir, systir Skúla fógeta.
Geir lauk prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1789 og varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1791 og bjó á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, sem þá var prestssetur Reykvíkinga. Hann flutti í Aðalstræti 10 árið 1807 og bjó þar til dauðadags.
Skúli var vígður Skálholtsbiskup 1797, en sat áfram á Lambastöðum enda stóð til að flytja biskupsdæmið til Reykjavíkur. Þegar það dróst að skipa eftirmann Hólabiskups sem lést 1798 var ákveðið að sameina biskupsdæmin og varð Geir því biskup yfir öllu Íslandi 1801. Allt frá því að Hólastóll var stofnaður 1106 höfðu verið tveir biskupar í landinu.
Geir var prýðilega vel gefinn, orðheppinn og hagmæltur, frjálslyndur í trúarefnum og allra manna örlátastur. Hann sást ekki fyrir í greiðasemi sinni og varð gjaldþrota, svo að skipuð var nefnd sem sá um fjármál hans.
Eiginkona Geirs var Sigríður Halldórsdóttir. Þau eignuðust fjóra syni en aðeins einn þeirra komst upp.
Geir Vídalín lést 20. september 1823.
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is