Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.10.2019 10:52

Merkir Íslendingar - Geir Vídalín

 


Aðalstræti 10 í Reykjavík.

Geir bjó í hús­inu frá 1807 til dauðadags.

Morg­un­blaðið/?Krist­inn Magnús­son

 

 

Merkir Íslendingar - Geir Vídalín

 

 

Geir Vídalín, fyrsti bisk­up­inn yfir öllu Íslandi síðan í ár­daga, fædd­ist 27. októ­ber 1761.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Jón Vídalín, prest­ur í Lauf­ási, og Sig­ríður Magnús­dótt­ir, syst­ir Skúla fógeta.

 

Geir lauk prófi frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1789 og varð dóm­kirkjuprest­ur í Reykja­vík 1791 og bjó á Lamba­stöðum á Seltjarn­ar­nesi, sem þá var prests­set­ur Reyk­vík­inga. Hann flutti í Aðalstræti 10 árið 1807 og bjó þar til dauðadags.

 

Skúli var vígður Skál­holts­bisk­up 1797, en sat áfram á Lamba­stöðum enda stóð til að flytja bisk­ups­dæmið til Reykja­vík­ur. Þegar það dróst að skipa eft­ir­mann Hóla­bisk­ups sem lést 1798 var ákveðið að sam­eina bisk­ups­dæm­in og varð Geir því bisk­up yfir öllu Íslandi 1801. Allt frá því að Hóla­stóll var stofnaður 1106 höfðu verið tveir bisk­up­ar í land­inu.

 

Geir var prýðilega vel gef­inn, orðhepp­inn og hag­mælt­ur, frjáls­lynd­ur í trú­ar­efn­um og allra manna ör­lát­ast­ur. Hann sást ekki fyr­ir í greiðasemi sinni og varð gjaldþrota, svo að skipuð var nefnd sem sá um fjár­mál hans.

 

Eig­in­kona Geirs var Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir. Þau eignuðust fjóra syni en aðeins einn þeirra komst upp.

 

Geir Vídalín lést 20. september 1823.
 Morgunblaðið.

 


Skráð af Menningar-Bakki.