Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.11.2019 18:32

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

Ásthildur Thorsteinsson (1857 - 1938).

 

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

 

Ásthild­ur Jó­hanna Thor­steins­son fædd­ist 16. nóv­em­ber 1857 á Kvenna­brekku í Döl­um.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Guðmund­ur Ein­ars­son, pró­fast­ur og alþing­ismaður, og Katrín Ölafs­dótt­ir frá Flat­ey. Ásthild­ur var meðal tíu fyrstu nem­end­anna í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og varð efst í bekkn­um.

 

Eig­inmaður Ásthild­ar var Pét­ur J. Thor­steins­son stór­kaupmaður. Þau bjuggu á Bíldu­dal, í Hell­erup í Dan­mörku, Reykja­vík og Hafnar­f­irði, og byggðu húsið Galta­fell á Lauf­ás­vegi. Þau eignuðust ell­efu börn og komust tíu þeirra á legg.

 

Höfðings­skap­ur og gjaf­mildi Ásthild­ar urðu land­fleyg og á Bíldu­dal var hún sögð „sól­skinið sjálft fyr­ir all­an þann mann­fjölda“ og heim­ili þeirra í Hell­erup var sam­komu­hús ís­lenskra mennta­manna. Þegar hallaði und­an fæti hjá Pétri sagði Ásthild­ur að sér hefði þótt verst við það hvað hún hafði þá lítið til að gefa.

 

Ásthild­ur stofn­setti leir- og glervöru­versl­un í Kola­sundi og sá sjálf um rekst­ur búðar­inn­ar og þótti góður yf­ir­maður. Hún þótti hag­mælt og samdi sög­ur og ljóð.

 

Ásthild­ur lést 1. apríl 1938.Morgunblaðið laugardagurinn 16. nóvember 2019.


 Minnismerki Ásthildar og Péturs á Bíldudal var reist árið 1951.


 

 


Skráð af Menningar-Bakki.