Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2019 07:39

Gæfumanneskja í lífinu

 

 

 

Gæfumanneskja í lífinu

 

Halldóra J. Þorvarðardóttir,

prófastur Suðurprófastsdæmis – 60 ára í gær

 

 

Hall­dóra Jó­hanna Þor­varðardótt­ir fædd­ist 23. nóv­em­ber 1959 í Reykja­vík og ólst þar upp til 13 ára ald­urs. Hún gekk í Hlíðaskóla og var í sveit á hverju sumri frá því hún var sex ára í Efra-Nesi í Staf­holtstung­um og eitt sum­ar á Stóru- Borg í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu.

 

„Æsku­ár­in liðu áhyggju­laus og þegar sex ára aldri var náð feng­um við syst­ur að taka þátt í hesta­mennsku föður okk­ar, en hann var með hross á húsi hjá Fáki í Víðidal og lífið gekk tölu­vert út á það. Árið 1973 flutti ég með for­eldr­um mín­um til Ísa­fjarðar þar sem við átt­um heima næstu 10 árin.“

 

Hall­dóra gekk í Gagn­fræðaskól­ann á Ísaf­irði og fór síðan í Mennta­skól­ann á Ísaf­irði og út­skrifaðist þaðan sem stúd­ent. Eft­ir stúd­ents­próf var hún í nokkra mánuði í Kaup­manna­höfn og vann á hót­eli þar í borg. Að því loknu sett­ist hún á skóla­bekk í bænda­skól­an­um á Hvann­eyri og út­skrifaðist sem bú­fræðing­ur. Þaðan lá síðan leiðin upp í Há­skóla Íslands þar sem hún stundaði guðfræðinám og út­skrifaðist sem cand. theol. árið 1986.

 

„Á náms­ár­un­um var unnið við ým­is­legt á sumr­in. Ég vann í mörg sum­ur á sýslu­skrif­stof­unni á Ísaf­irði og um jól og páska. Eft­ir að há­skóla­ár­in tóku við starfaði ég bæði á geðdeild Land­spít­al­ans og Búnaðarbank­an­um. Eft­ir guðfræðinámið réðum við hjón okk­ur í kennslu í Brú­ar­ás­skóla í Jök­uls­ár­hlíð þar sem maður­inn minn var skóla­stjóri og ég kenndi í tvö ár.“ Árið 1988 vígðist Hall­dóra sókn­ar­prest­ur í Fells­múla­prestakall í Rangár­valla­sýslu og hef­ur verið það æ síðan. Árið 1999 var hún skipuð pró­fast­ur í Rangár­valla­pró­fasts­dæmi og 2010 pró­fast­ur í Suður­pró­fasts­dæmi. „Við hjón vor­um svo hepp­in að fá náms­leyfi á sama tíma og bjugg­um með tveim­ur yngri son­un­um í Lundi í Svíþjóð vet­ur­inn 2004-2005 sem var bæði gef­andi og lær­dóms­ríkt fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

 

Ég hef verið gæfu­mann­eskja í líf­inu og þakk­lát fyr­ir hvern dag og hvert ár sem bæt­ist við í lífi mínu. Helstu áhuga­mál­in eru fjöl­skyld­an og bú­skap­ur­inn í Fells­múla, hesta­mennska, út­reiðar og ekki síst hesta­ferðir að sum­ar­lagi. Við hjón höf­um verið svo lán­söm að hafa átt góð reiðhross í gegn­um árin og njót­um þess bæði að rækta og sinna hest­un­um okk­ar og einnig eig­um við nokkr­ar kind­ur sem við höf­um mikla ánægju af. Við erum stofn­end­ur og eig­end­ur Eld­hesta ásamt fleir­um og það hef­ur verið mjög ánægju­legt og gef­andi að vera þátt­tak­andi í þeirri upp­bygg­ingu sem hef­ur átt sér stað í fyr­ir­tæk­inu.“

 

Fjöl­skylda

Eig­inmaður Hall­dóru er Sig­ur­jón Bjarna­son, f. 17.9. 1959, skóla­stjóri Lauga­lands­skóla. Þau eru bú­sett í Fells­múla í Landsveit. For­eldr­ar Sig­ur­jóns eru Bjarni E. Sig­urðsson, f. 27.6. 1935, fyrr­ver­andi kenn­ari, skóla­stjóri og bóndi á Hvoli í Ölfusi, og Krist­ín Björg Jóns­dótt­ir, f. 22.11. 1936, hús­móðir og fyrr­ver­andi starfsmaður Pósts og síma.

 

Börn Hall­dóru og Sig­ur­jóns eru: 

1). Þor­varður Kjer­úlf, f. 4.12. 1982, viðskipta­stjóri hjá Trackwell í Reykja­vík. Maki: Krist­ín Lena Þor­valds­dótt­ir, for­stöðumaður sam­skiptamiðstöðvar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra. Börn þeirra eru Óttar Kjer­úlf, f. 12.6. 2011, og Kári Kjer­úlf, f. 19.12. 2017;

2) Sig­ur­jón Bjarni, f. 30.7. 1988, stund­ar meist­ara­nám í Den Danske Scenek­unst­skole í Kaup­manna­höfn. Maki: Sara Ragn­ars­dótt­ir dans­ari; 3) Vé­steinn, f. 4.1. 1994, verk­fræðing­ur, bú­sett­ur í Hollandi. Maki: Marieke Huurenkamp, nemi í Hollandi.

 

Al­syst­ir Hall­dóru er Ólína, f. 8.9. 1958, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og skóla­meist­ari.

 

Hálf­systkini Hall­dóru sam­feðra, eru:
Ein­ar, f. 16.3. 1944, verk­fræðing­ur; Sig­ríður Dýrfinna, f. 9.2. 1947, skólaliði; Sig­ríður, f. 3.8. 1948, versl­un­ar­maður; Mar­grét, f. 22.11. 1949, hjúkr­un­ar­fræðing­ur; Guðbjörg Anna, f. 30.3. 1951, dýra­lækn­ir; Þór­unn, f. 18.8. 1955, versl­un­ar­maður, Þor­steinn, f. 10.8. 1956, bú­fræðiráðunaut­ur; Dag­björt Þyri, f. 19.3. 1958, hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

 

For­eldr­ar Hall­dóru voru hjón­in Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son, f. 24.11. 1917, d. 31.8. 1983, sýslumaður og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði, og Magda­lena Ólafs­dótt­ir Thorodd­sen, f. 7.2. 1926, d. 3.5. 2018, hús­freyja og blaðamaður.

 

 Morgunblaðið laugardagurinn 23. nóvember 2019.Skráð af Menningar-Bakki.