Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.12.2019 09:13

Sigurður Eiríksson - Fæddur 22. mars 1928 - Dáinn 14. desember 2019 - Minning

 

Sigurður Eiríksson (1928 - 2019)

 

Sigurður Eiríksson - Fæddur 22. mars 1928

 

- Dáinn  14. desember 2019 - Minning

 

 

Sig­urður Ei­ríks­son fædd­ist 22. mars 1928 í Fífl­holts-Vest­ur­hjá­leigu í Vest­ur-Land­eyj­um. Hann lést 14. des­em­ber 2019 á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ljós­heim­um, Sel­fossi.

 

For­eldr­ar Sig­urðar voru Ei­rík­ur Björns­son bóndi, f. 1887, d. 1943, og Þór­unn Guðmunds­dótt­ir hús­freyja, f. 1888, d. 1972.

Al­syst­ir Sig­urðar var Vil­borg, f. 1923, d. 2015, hálf­bróðir sam­feðra var Ársæll Ei­ríks­son, f. 1915, d. 2007, og hálf­bróðir sam­mæðra var Markús Hjálm­ars­son, f. 1918, d 2010.

 

Þann 26. des­em­ber 1953 kvænt­ist Sig­urður eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15.6. 1928, frá Efri-Kví­hólma, Vest­ur-Eyja­fjöll­um. For­eldr­ar henn­ar voru Sveinn Jónas­son, f. 1902, d. 1981, verkamaður og síðar bóndi að Rot­um und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um og Ragn­hild­ur Jó­hanns­dótt­ir hús­freyja, f. 1904, d. 1972.

 

Sig­urður og Guðfinna eignuðust fimm börn:


Trausti, f. 12.12. 1950.

Viðar, f. 30.4. 1952,

Ein­ar Bragi, f. 18.7. 1953, d. 15.7. 2018,

Svandís Ragna, f. 5.9. 1954,

og Eygló Alda, f. 17.11. 1964.

 

Trausti er kvænt­ur Sig­ríði Sæ­munds­dótt­ur, son­ur þeirra er Sig­mund­ur Unn­ar, f. 28.9. 1971. Unn­usta Anna Sól­munds­dótt­ir. Barna­börn­in eru þrjú.

 

Viðar, sam­býl­is­kona hans er Guðbjörg Bjarna­dótt­ir, börn Viðars eru Sig­urður Grét­ar, f. 7.9. 1978, sam­býl­is­kona Britta Magda­lena. Viðar Þór, f. 7.10. 1981, og Ólöf Val­borg, f. 26.6. 1996, sam­býl­ismaður Arn­ar Freyr. Barna­börn­in eru sjö.

 

Ein­ar Bragi kvænt­ist Soffíu A. Jó­hanns­dótt­ur, börn þeirra eru Guðfinna Krist­ín, f. 18.6. 1975, sam­býl­ismaður Eggert Berg­mann, Jó­hanna Sigrún, f. 24.12. 1979, sam­býl­ismaður Krist­inn Helga­son, Jó­hann Freyr, f. 19.2. 1983, og Þór­unn Ósk, f. 25.7. 1988. Barna­börn­in eru níu.

 

Svandís Ragna, sam­býl­ismaður henn­ar var Árni Al­ex­and­ers­son en hann er lát­inn.

 

Eygló Alda, sam­býl­ismaður henn­ar er Sigv­ard A. Sig­urðsson Hammer, börn þeirra eru Berg­lind Ósk, f. 11.12. 1985, eig­inmaður Ei­rík­ur Ingvi Jóns­son, Bjarki Þór, f. 16.9. 1989, sam­býl­is­kona Linzi Trosh og Sandra Sif, f. 2.6. 1992, sam­býl­ismaður Guðmund­ur H. Björg­vins­son. Barna­börn­in eru sex.

 

Sig­urður ólst upp í Fífl­holts-Vest­ur­hjá­leigu. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um hjálpaði hann til við bú­störf­in heima við. Seinna sem ung­ur maður vann hann við hin ýmsu störf, m.a. í vélsmiðju í Reykja­vík og hélt hann þá til hjá Vil­borgu syst­ur sinni. Eft­ir það vann hann lengi á skurðgröfu víða um sveit­ir í Rangár­valla- og Skafta­fells­sýslu. Árið 1946 kynnt­ist Sig­urður Guðfinnu en þá voru þau við störf í Slát­ur­hús­inu á Hellu. Þau felldu strax hugi sam­an. Leið þeirra lá síðar til Vest­manna­eyja þar sem hann starfaði hjá Ísfé­lag­inu. Árið 1950 fluttu þau að Indriðakoti und­ir V-Eyja­fjöll­um og hófu þar bú­skap, bjuggu þar í tíu ár en þá flutt­ust þau að Orm­skoti í sömu sveit. Árið 1965 brugðu þau búi og flutt­ust á Eyr­ar­bakka. Þar vann hann m.a. við hafn­ar­gerð, smíðar o.fl. Síðar keypti hann vöru­bíl og starfaði sjálf­stætt í mörg ár.

 

Útför Sig­urðar fór fram frá Eyr­ar­bakka­kirkju í gær, 28. des­em­ber 2019.

__________________________________________________________________________


 

Minningarorð

 

Í dag er sorg og mik­ill söknuður í hjarta mínu er ég kveð elsku besta pabba minn. En jafn­framt er mér þakk­læti of­ar­lega í huga því það er ekki sjálf­gefið að fá að hafa pabba sinn svona lengi hjá sér. Pabbi minn var jafn fal­leg­ur að utan sem inn­an. Góður, skemmti­leg­ur og fróður. Hann vildi öll­um vel jafnt mönn­um sem dýr­um. Alla tíð var hann stolt­ur af sinni konu og henn­ar dugnaði, mátti hann það svo sann­ar­lega.

 

Nú er bara að ylja sér við all­ar góðu minn­ing­arn­ar um besta pabba í heimi. Við vor­um alla tíð mjög náin og ekki hvað síst nú í seinni tíð. Þegar ég var barn taldi ég að ekki mætti tala eft­ir kvöld­bæn­irn­ar, er mér minn­is­stætt at­vik frá því að ég var lít­il stelpa, ég var að festa svefn en þá heyrði ég í pabba frammi í eld­húsi, hann var þá kom­inn heim eft­ir nokk­urra daga fjar­veru vegna vinnu. Ég þaut fram til að hitta hann og knúsa, áttaði mig svo á að ég var búin að fara með bæn­irn­ar svo ég varð að að fara með þær aft­ur.

 

Pabbi minn var ein­stak­ur dýra­vin­ur. Kind­ur voru í miklu upp­á­haldi hjá hon­um og talaði hann alltaf um fé eða kind­ur, alls ekki roll­ur. Eft­ir að pabbi fór á hjúkr­un­ar­heim­ilið Ljós­heima fékk hann nokkr­um sinn­um kiðling í heim­sókn, sem hann kunni svo sann­ar­lega að meta, en það var ynd­is­legri starfs­stúlku að þakka. Það var ein­stakt sam­band á milli pabba og kis­unn­ar Uno sem varð tæp­lega 18 ára og var mikið dek­ur­dýr hjá for­eldr­um mín­um. Þeir spjölluðu sam­an, fóru í göngu­túra sam­an, lögðu sig sam­an, fóru í úti­legu sam­an og svona mætti lengi telja. Þrátt fyr­ir hversu dekraður Uno var fékk hann ekki að fara í bíl­skúr­inn ef þar voru mýs. Nei minn veiddi mýsn­ar lif­andi og sleppti þeim síðan vest­ur á sandi. Músa­gildr­ur voru pynt­ing­ar­tæki sem átti ekki að líða. Marg­ar svipaðar sög­ur rifjast upp, en þær lýsa vel hans fal­lega hjarta­lagi.

 

Þá eru ófá­ar minn­ing­arn­ar tengd­ar úti­leg­um, bú­staðaferðum og ferðalög­um um landið, bæði frá barnæsku minni og eft­ir að ég eignaðist sjálf fjöl­skyldu. Hann þekkti landið okk­ar vel og var mikið gam­an að ferðast með þeim mömmu. Hann var ein­stak­lega minn­ug­ur allt fram á síðustu stundu og það ber að þakka. Kennitala seg­ir nefni­lega ekki allt eins og marg­ur held­ur.

 

Marg­ar vís­ur og ljóð hef ég skrifað eft­ir hon­um síðustu ár ásamt ýms­um fróðleik sem ann­ars væri lík­lega gleymd­ur. Það verður skrýtið fyrst um sinn að geta ekki bara spurt pabba. Ég trúi að elsku Ein­ar minn hafi tekið á móti pabba okk­ar og nú séu þeir sam­einaðir. Ég lofa að hugsa eins vel og ég get um elsku mömmu. En þangað til næst Guð geymi þig elsku besti minn.

 

Þín dótt­ir,

 

Eygló Alda.
Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Bakki