Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.01.2020 08:35

Leiðsögn um sýningu á verkum Guðjóns

 

 

 

 

Leiðsögn um sýningu á verkum  -Guðjóns-

 

 

Boðið verður upp á leiðsögn á morg­un, sunnu­daginn 5. janúar 2020, kl. 14 um yf­ir­lits­sýn­ingu Hafn­ar­borg­ar í Hafnarfirði á verk­um Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins á ár­un­um 1920-1950. Hana veit­ir Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar og ann­ar tveggja sýn­ing­ar­stjóra.

 

Sýn­ing­in er sett upp í til­efni af því að öld er liðin frá því Guðjón lauk há­skóla­prófi í bygg­ing­ar­list, fyrst­ur Íslend­inga, árið 1919 og var skipaður húsa­meist­ari rík­is­ins ári síðar. Ágústa vann sýn­ing­una með Pétri H. Ármanns­syni.

 

 

Eitt af glæsihúsum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar er Háskóli Íslands.

Skráð af Menningar-Bakki