![]() |
Varðskipið Óðinn við bryggju á Flateyri á sjómannadeginum árið 1996. Ljósm.: BIB |
Óðinn 60 ára
Í dag sunnudaginn 26. janúar 2020 er haldið upp á að 60 ár eru liðin frá komu Óðins til landsins, en hann kom 27. janúar 1960.
Hollvinasamtök Óðins bjóða til afmælisveislu um borð við Sjóminjasafnið við Grandagarð í Reykjavík frá kl. 15:00 til 17:00 í dag og verða kaffi og með því á boðstólum.
Ýmsu merku fólki hefur verið boðið og eru allir velkomnir sem vilja koma og fagna þessum áfanga með Hollvinum.
Svo stendur til að gangsetja vélar hans á morgun, mánudag 27. jnúar 2020, afmælisdaginn og verður Óðinn dreginn út á Ytrihöfn og vélarnar gangsettar. Þetta fer að vísu eftir veðri og aðstæðum.
Hollvinasamtök Óðins.
![]() |
Önfirðingurinn og Eyrbekkingurinn, Vilbergur Magni Óskarsson, skipherra á Óðni á brúarvæng er skipið leggur að bryggju á Flateyri. |
Skráð af Menningar-Bakki
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is