![]() |
2. febrúar - Kyndilmessa
HREINSUNARHÁTÍÐ Maríu meyjar er í dag 40 dögum eftir fæðingu Krists og þá er mikil ljósadýrð við katólska guðsþjónustu og dagurinn því kenndur við kerti eða kyndla og íslenska nafnið -Kyndilmessa- þaðan upprunnið segir í Sögu Daganna.
Þar segir ennfremur að veðrabrigði þyki oft verða um þetta leyti á meginlandi Evrópu.
Haft er eftir bónda austur á Skeiðum eftir miðja 20. öld þegar hann sá sólina setjast á kyndilmessu: "Hún ætlar að setjast í heiði, bölvuð."
Á sólskin þennan dag að vita á snjóa síðar og hefur sú speki verið umort á íslensku eftir erlendum vísubrotum eða spakmælum og fer hér á eftir:
Ef í heiði sólin sést,
á sjálfa kyndilmessu
snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is