Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.02.2020 09:31

Hallgrímur Sveinsson - Fæddur 28. júní 1940 - Dáinn 16. febrúar 2020 - Minning

 


Hallgrímur Sveinsson

       (1940 - 2020)

 

 

Hallgrímur Sveinsson - Fæddur 28. júní 1940 -

 

Dáinn 16. febrúar 2020 - Minning

 

 

Hall­grím­ur Sveins­son fædd­ist í Reykja­vík 28. júní 1940.

Hann lést á heim­ili sínu á Þing­eyri 16. fe­brú­ar 2020.

 

For­eldr­ar hans voru Hanna Krist­ín Guðlaugs­dótt­ir hús­freyja, f. 25. sept­em­ber 1911 á Snældu­beins­stöðum í Reyk­holts­dal Borg­ar­f­irði, d. 1997, og Sveinn Jóns­son húsa­smiður, f. 24. apríl 1885, frá Sauðtúni í Fljóts­hlíð, d. 1957. Hall­grím­ur átti fjög­ur systkini, Stellu Ragn­heiði, f. 27. des­em­ber 1935, Jón, f. 20. fe­brú­ar 1937, Rósu Björgu, f. 3. apríl 1943, og Pálma, f. 19. ág­úst 1947. Jón og Rósa Björg eru lát­in.

 

Hall­grím­ur kvænt­ist eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni Guðrúnu Steinþórs­dótt­ur 28. júní 1964. Guðrún fædd­ist á Brekku í Dýraf­irði 1. mars 1938. For­eldr­ar henn­ar voru Ragn­heiður Stef­áns­dótt­ir, f. 27. októ­ber 1911 á Ísaf­irði, d. 1985, og Steinþór Árna­son, f. 22. ág­úst 1902 í Reykja­vík, d. 1941. Guðrún var með fjár­bú­skap á Brekku í mörg ár. Hall­grím­ur og Guðrún voru barn­laus.

 

Hall­grím­ur lauk kenn­ara­prófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heima­vist­ar­skól­ann á Jaðri við Reykja­vík. Hann var kenn­ari í Auðkúlu­hreppi og síðan í barna- og ung­linga­skól­an­um á Þing­eyri og skóla­stjóri þar um ára­bil. Hall­grím­ur og Guðrún voru bænd­ur og staðar­hald­ar­ar á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í rúm 40 ár frá 1964 til 2005, og sáu um vörslu og um­hirðu staðar­ins fyr­ir hönd Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar.

 

Hall­grím­ur var virk­ur í fé­lags­störf­um og sat hann meðal ann­ars í hrepps­nefnd Auðkúlu­hrepps og var odd­viti, hrepp­stjóri og sýslu­nefnd­armaður, sat í stjórn Kaup­fé­lags Dýrfirðinga og sókn­ar­nefnd.

 

Hall­grím­ur gaf út hundruð bóka í nafni Vest­firska for­lags­ins sem hann stofnaði árið 1994. Bæk­urn­ar voru lang­flest­ar helgaðar vest­firsku efni og stuðluðu að varðveislu mik­il­vægra heim­ilda. Hall­grím­ur var af­kasta­mik­ill í ritstörf­um og skrifaði fjöld­ann all­an af grein­um, ým­ist einn eða með öðrum.

 

Útför Hall­gríms verður gerð frá Þing­eyr­ar­kirkju í dag, laugardaginn 22. fe­brú­ar 2020, og hefst at­höfn­in klukk­an 14.

_______________________________________________________________________________Minningarorð Guðrúnar Steinþórsdóttur

 

Okk­ar elsku­legi Hall­grím­ur er fall­inn frá, ekki hefði mig grunað að þetta hefði verið okk­ar síðasta sam­tal þegar þú hringd­ir í mig til Nor­egs síðastliðinn laug­ar­dag og sagðir jæja ertu nokkuð á skíðum núna, en laug­ar­dag­inn áður hringd­ir þú og þá var ég að tala við þig í skíðabrekk­unni.

 

Höggið er alltaf jafn mikið við óvænt­an missi og aldrei er maður viðbú­inn þegar ást­vin­ir hverfa yfir móðuna miklu.

 

Margs er að minn­ast þegar litið er yfir far­inn veg. Minn­ing­arn­ar eru svo marg­ar og eiga eft­ir að ylja okk­ur um ókomna tíð, öll góðu sam­töl­in, bíltúr­arn­ir, pistl­arn­ir þínir, vor­in í sauðburðinum, æðar­varpið, smala­mennsk­urn­ar, For­lagið og svo margt, margt annað og svo hafðir þú ótrú­lega skemmti­lega frá­sagn­ar­gáfu og var oft glatt á hjalla í stof­unni á Brekku.

 

Í 15 ár var ég með ykk­ur Gullu í sauðburðinum á Brekku, eða fram að bú­skap­ar­lok­um ykk­ar, og hugsa ég oft til þess tíma er við deild­um bæði gleði og sorg.

 

Ég minn­ist þess eitt vorið þegar sauðburður var tek­inn að ró­ast er við vor­um í varp­inu, þú, Gulla, ég og Dag­bjart­ur, speg­il­slétt­ur sjór og sól og borðuðum við kvöld­verðinn í fjöru­borðinu, „Þorp­ari og kók úr sjopp­unni“, fugla­söng­ur­inn allt í kring og við höfðum á orði: „Hvað er hægt að hafa það betra?“ Al­gjör­lega ógleym­an­leg minn­ing.

 

Við eig­um í framtíðinni án efa eft­ir að sakna þess að sjá ekki and­lit þitt í glugg­an­um á skrif­stofu Vest­firska for­lags­ins á Brekku þegar rennt verður í hlað. Eða að sjá kapp­akst­urs­bíl­inn eins og Hemmi Gunn vin­ur þinn kallaði bíl­inn þinn renna í hlað á hóln­um við skóg­ar­húsið og sjá þig koma rölt­andi með ömmu staf­inn.

 

Eins á ég eft­ir að sakna sím­tal­anna að heim­an sem hóf­ust venju­lega á „jæja, þá er það smá skýrsla“ og þá feng­um við frétt­ir af ykk­ur, bæj­ar­líf­inu, sveit­inni, sund­laug­inni og ganga­gerðinni og svo spurðir þú alltaf hvað hefði verið til borðsins hjá okk­ur og hvernig Bjarni okk­ar hefði það.

 

Við Dag­bjart­ur eig­um eft­ir að sakna góðs vin­ar sem alltaf var ráðagóður og góður að leita til ef þörf var á.

 

Ég kveð þig elsku Hall­grím­ur með trega, mér fannst við eiga svo mikið órætt, því þú varst al­veg ótæm­andi fróðleik­ur fyr­ir okk­ur hin og það var eig­in­lega al­veg sama hvað maður spurði þig um, þú hafðir alltaf svör. Það var sama hvort það voru ár­töl, ör­nefni, sam­ferðamenn, sag­an, þú hafðir al­veg ótrú­legt minni. Reynd­ar sagðir þú stund­um „það er bara að fletta þessu upp í Mann­lífi og sögu Guðrún mín“, þetta er allt þar. Við Vest­f­irðing­ar og fleiri eig­um þér mikið að þakka fyr­ir að hafa sett all­an þenn­an fróðleik forfeðranna og sam­ferðamanna í bóka­form og átt þú mikl­ar þakk­ir skilið.

 

Við Dag­bjart­ur þökk­um fyr­ir all­ar góðar sam­veru­stund­ir og megi minn­ing­in um góðan dreng lifa í hug­um okk­ar.

 

Far í friði og guð veri með þér.

 

Elsku Gulla mín, ég bið góðan guð að styrkja þig og vaka yfir þér.

 

þegar húm­ar og hall­ar degi

heim­ur hverf­ur og ei­lífðin rís

sjá­umst aft­ur á sól­fögr­um degi

þar sem sæl­an er ást­vin­um vís.

 

(GH)

 

 

Guðrún Steinþórs­dótt­ir.

 


Morgunblaðið, laugardagurinn 22. febrúar 2020.


 


Hallgrímur Sveinsson og Guðrún Steinþórsdóttir sem ritar minningarorðin að ofan.

Hér eru þau við húsið að Brekku í Dýrafirði.

Myndin er tekin 17. júní 2014 á afmælisdegi Jóns Sigurðsson, forseta.

Enginn hefur ræktað betur minningu Jóns Sigurðssonar en Hallgrímur Sveinsson.

 


Skráð af Menningar-Bakki.