Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.03.2020 10:16

Merkir Íslendingar - Þorsteinn frá Hamri

 

 

Þorsteinn Jónsson frá Hamri (1938 - 2018).

 

 

Merkir Íslendingar - Þorsteinn frá Hamri

 

 

Þor­steinn Jóns­son frá Hamri fædd­ist 15. mars 1938 á Hamri í Þver­ár­hlíð. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jón Leví Þor­steins­son og Guðný Þor­leifs­dótt­ir, bænd­ur á Hamri.

 

Hann lauk gagn­fræðaprófi og lands­prófi við Héraðsskól­ann í Reyk­holti 1954 og stundaði nám við KÍ 1955-1957.

 

Þor­steinn vann al­menn sveita­störf til 1958 en fékkst síðan við bóka­vörslu og vann verka­manna­störf í Reykja­vík sam­hliða ritstörf­um. Frá 1967 fékkst hann ein­göngu við ritstörf og sinnti auk þess síðar dag­skrár­gerð og próf­arka­lestri og var mik­il­virk­ur þýðandi.

 

Þor­steinn sat í stjórn Rit­höf­unda­fé­lags Íslands 1966-1968 og var meðstjórn­andi í stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands 1986-1988.

 

Eft­ir Þor­stein ligg­ur fjöldi verka; ljóðabóka, skáld­sagna, þýðinga og fleira og hlaut hann ótal viður­kenn­ing­ar á sex­tíu ára rit­höf­und­ar­ferli sín­um.

 

Þorsteinn var til­nefnd­ur til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs fimm sinn­um: Árið 1972 fyr­ir Him­in­bjarg­ar­sögu eða Skóg­ar­draum, 1979 fyr­ir Fiðrið úr sæng Dala­drottn­ing­ar, 1984 fyr­ir Spjóta­lög á speg­il, 1992 fyr­ir Vatns göt­ur og blóðs og árið 2015 fyr­ir Skessukatla.

 

Þor­steinn eignaðist fimm börn með sam­býl­is­konu sinni, Ástu Sig­urðardótt­ur rit­höf­undi:


Þau eru Dagný, Þórir Jök­ull, Böðvar Bjarki,  Kol­beinn og Guðný Ása.

 

Son­ur Þor­steins og Guðrún­ar Svövu Svavars­dótt­ur, myndlistarmanns, f.v. eiginkonu, er Eg­ill  - 

 

Sam­býl­is­kona Þor­steins var Lauf­ey Sig­urðardótt­ir fiðluleik­ari og þeirra dóttir er Guðrún.

 

 

Þor­steinn lést 28.janúar 2018.

 


Skráð af Menningar-Bakki.