Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.03.2020 16:21

Leikskólinn Brimver 45 ára

 

 

 


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.
 

 

Leikskólinn Brimver 45 ára

 

 

LIÐIN eru 45 ár síðan efnt var til leikskólastarfs á Eyrarbakka. Um nokkurt skeið hafði verið rætt um mögulega stofnun leikskóla í sveitarstjórn, hjá Verkalýðsfélaginu Bárunni, Kvenfélagi Eyrarbakka og ekki síst í stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem þurfti mjög á vinnuafli húsmæðranna að halda.

 

Í upphafi árs 1975 var síðan ákveðið að gera tilraun til að reka leikskóla um vertíðina og fram yfir humarvertíð. Haustið var jafnan daprasti tíminn í atvinnulífinu á Bakkanum og því óttuðust menn að engin börn fengjust þann tíma í leikskólann.

 

Það varð svo úr að tilraun þessi varð til þess að frá 17. mars 1975 hefur leikskólinn starfað með miklum sóma. Aðstaða fékkst í húsi sem Ungmennafélag Eyrarbakka og Verkalýðs- og sjómannafélagið Báran áttu saman, gegn vægri leigu.

 

Ráðnar voru tvær konur til skólans, Gyðríður Sigurðardóttir og Auður Hjálmarsdóttir, og síðan var leitað eftir aðstoð Heiðdísar Gunnarsdóttur, leikskólastjóra á Selfossi, til að þjálfa þær til starfans, svona tvo til þrjá daga í upphafi. Nafnið fékk leikskólinn af fyrsta húsnæðinu, sem hafði verið nefnt Brimver.

 

Húsnæðið reyndist fljótlega ófullnægjandi, en fyrst var byggt hús yfir starfið 1982 og það síðan stækkað og endurbætt 1995 og er nú 281 fermetri að grunnfleti, allvel búið tækjum.Skráð af Menningar-Bakki.