Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.03.2020 13:47

Vitaleið - ný gönguleið frá Selvogsvita að Knarrarósvita

 

 

 

 

-Vitaleið –

 

ný gönguleið frá Selvogsvita að Knarrarósvita

 

 

Markaðsstofa Suðurlands í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg undirbýr nýja afþreyingu fyrir ferðamenn en verkefnið kallast „Vitaleið“. Það er ný ferðamannaleið í mótun sem beinir athygli ferðafólks að nýju svæði í umhverfi Sveitarfélagsins Ölfuss, Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Þessi leið dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og alla upplifunarmöguleikana í afþreyingu og náttúru.

 

Vitaleiðin er 45 km leið sem nær frá Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri í Árborg. Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana eða nýtt sér strandlengjuna og þá göngustíga, sem búið er að gera, meðfram sjónum til að ganga leiðina eða jafnvel hjólað. Á leiðinni eru þrír þéttbýliskjarnar heimsóttir, sem hver hefur sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri. 
 

 

MHH/Bændablaðið


 

 

 Skráð af Menningar-Bakki