Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.03.2020 17:35

83 ár frá strandi Loch Morar

 


Togarinn Loch Morar.
 

 

83 ár frá strandi Loch Morar

 

Seint í kvöld, 30. mars 2020, eru 83 ár frá því skoski togarinn Loch Morar strandaði í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni, á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar.

 

Á togaranum vor 12 menn og fórust allir. Lík 6 þeirra fundust í fjörum við Eyrarbakka næstu vikur og mánuði og voru jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði.

 

Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

 

Í hádeginu þann 29. mars 2017 þegar 80 ár voru frá strandi togarans, komu um 30 menn héðan úr Flóanum saman á Menningar-Stað á Eyrarbakka til minningar-máltíðar um skipverjana 12 á Loch Morar og var á borðum siginn fiskur sem veiddur var af Mána ÁR frá Eyrarbakka verkaður var við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

 

Kristján Runólfsson orti:

 

Aldrei hef ég auðan disk,
ýmsar krásir fæ að smakka,
senn ég fer í siginn fisk,
hjá Siggeiri á Eyrarbakka.

 

Jafnframt heiðruðum viðstaddir minningu þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar sem báðir hafa látist nú á síðustu misserum.

 

Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson lýstu því yfir að þeir mundu taka við merki þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar og sjá um viðhald krossana á leiðum skipverjanna af Loch Morar í Eyrarbakkakirkjugarði.

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri lagði til bækur í bókalottó eins og það gerir gjarnan á samkomum Vina alþýðunnar sem stóðu fyrir þessari minningarstund árið 2017.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Myndaalbúm með 37 myndum er á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282426/

 


Skráð af Menningar-Bakki.