Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.04.2020 08:40

Merkir Íslendingar - Jón Ísberg

 


Jón Ísberg (1924 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Ísberg

 

 

Jón Ísberg, sýslumaður Húnvetninga, var fæddur á Möðrufelli í Eyjafirði 24. apríl 1924, sonur Árnínu Hólmfríðar Ísberg húsmóður og Guðbrands Ísberg sýslumanns.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1946 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1950. Hann varð fulltrúi sýslumanns Húnavatnssýslu á Blönduósi 1951 og var sýslumaður Húnvetninga árin 1960 til 1994

 

Jón sat meðal annars í hreppsnefnd áratugum saman og var oddviti í níu ár. Einnig sat hann í byggingarnefndum vegna heilbrigðisstofnana, félagsheimilis, skóla og bókasafns.

 

Á háskólaárum sínum sat Jón í stjórn Vöku og var formaður Orators, félags laganema, og síðar formaður Sýslumannafélags Íslands. Jón var enn fremur formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga, Lionsklúbbs Blönduóss og Veiðifélags Laxár á Ásum, skátaforingi og safnaðarfulltrúi.


Jón var varaþingmaður Norðurlands vestra apríl 1967 (Sjálfstæðisflokkur).

 

Börn Jóns og konu hans, Þórhildar Guðjónsdóttur héraðsskjalavarðar, eru sex:

Arngrímur héraðsdómari,

Eggert Þór framkvæmdastjóri,

Guðbrandur Magnús prentari,

Guðjón hagfræðingur,

Jón Ólafur sagnfræðingur

 og Nína Ósk mannfræðingur.Jón Ísberg lét þann 24. júní 2009.
 Skráð af Menningar-Bakki.