Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.04.2020 10:30

Besta afmælisgjöfin að vera heilbrigð

 

 

 

Besta afmælisgjöfin að vera heilbrigð

 

Sigríður Jensdóttir,

fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Selfossi – 70 ára

 

 

Sig­ríður Ingi­björg Jens­dótt­ir fædd­ist í Hnífs­dal 29. apríl 1950 og ólst þar upp á Ísa­fjarðar­vegi 4. Eft­ir grunn­skóla fór hún í Héraðsskól­ann á Núpi í Dýraf­irði og svo einn vet­ur í Versl­un­ar­skóla Íslands. Eft­ir það gekk hún í Hús­mæðraskól­ann Ósk á Ísaf­irði og út­skrifaðist hún þaðan vorið 1969.

 

Sama ár eignaðist hún sitt fyrsta barn og ekki varð úr frek­ara námi en hug­ur­inn hafði stefnt á hjúkr­un­ar­nám. Sig­ríður gift­ist Bárði Guðmunds­syni 27.12. 1970. Hann stundaði nám við Tækni­skóla Íslands frá 1969-1974 og þann tíma starfaði Sig­ríður við ýmis störf en lengst af sem dag­móðir, einkum þó á vet­urna, en fór flest sum­ur til Ísa­fjarðar og vann í fiski í hraðfrysti­hús­inu í Hnífs­dal. Árið 1978 flytja þau hjón í Hvera­gerði og á Sel­foss 1982 og hafa búið þar síðan. Árið 1981 hóf Sig­ríður störf sem lækna­rit­ari ásamt fleiri störf­um hjá SÁÁ að Sogni í Ölfusi og var þar í sjö ár.

 

Árið 1986 ákvað Kvenna­list­inn á Sel­fossi að bjóða fram lista í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og var Sig­ríður þar í efsta sæti og fékk Kvenna­list­inn einn mann kjör­inn. Sig­ríður var svo kjör­in for­seti bæj­ar­stjórn­ar fyrsta árið henn­ar í bæj­ar­stjórn og svo formaður bæj­ar­ráðs árið eft­ir og var hún í þess­um embætt­um sitt hvert árið þau 12 ár sem hún var í bæj­ar­stjórn. Hún kom að því að stofna Héraðsnefnd Árnes­inga árið 1988 og var kjör­in odd­viti og formaður héraðsráðs á fyrsta fundi Héraðsnefnd­ar­inn­ar og gegndi þeim embætt­um þar til hún hætti sem bæj­ar­full­trúi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 1998.

 

Sig­ríður tók þátt í hinum ýmsu nefnd­um og ráðum og var meðal ann­ars í full­trúaráði Bruna­bóta­fé­lags Íslands, eini kvenmaður­inn þá. Árið 1989 var hún feng­in til að koma til starfa hjá Bruna­bóta­fé­lagi Íslands sem þá var búið að ákveða að sam­einaðist Sam­vinnu­trygg­ing­um Íslands og til varð Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands, hún starfaði þar svo í rúm 28 ár eða þar til í októ­ber 2017 þegar hún var 67 ára og varð að hætta vegna ald­urs. Sig­ríður var í hópi fólks sem stofnaði Klúbb­inn Strók á Suður­landi sem ætlaður er fyr­ir fólk sem á eða hef­ur átt við geðræn vanda­mál að stríða og var hún fyrsti formaður hans og gegndi því starfi í fjölda ára. Erfiðasta verk­efnið sem hún seg­ist hafa tek­ist á við er að elsti son­ur þeirra hjóna, sem var bráðvel gef­inn og gekk vel í námi og íþrótt­um, ánetjaðist fíkni­efn­um og sú bar­átta tók á alla fjöl­skyld­una, ömmu hans og afa og alla í kring­um þau. Hann lést svo í bruna ásamt vin­konu sinni í októ­ber 2018.

 

„Áhuga­mál mín eru núm­er eitt fjöl­skyld­an. Lík­ams­rækt á og hef­ur átt stór­an sess hjá mér und­an­far­in ár. Ég og vin­kona mín, Þór­unn Þór­halls­dótt­ir, tók­um okk­ur til í sept­em­ber 1993 og fór­um út í göngu kl. 6 að morgni þris­var í viku og höf­um gert það síðan með fáum und­an­tekn­ing­um fram til þessa skrýtna ástands sem er þessa dag­ana. Þá hef ég stundað jóga í 15 ár og hef­ur eig­inmaður minn komið með und­an­far­in ár bæði í göng­una og jóga.

 

Okk­ur þykir gam­an að ferðast og höf­um gert mikið af því og höf­um gengið West High­land Way og Great Glen Way í Skotlandi. Ekki má gleyma mín­um heil­ögu stund­um á laug­ar­dags­morgn­um þegar ég fæ sunnu­dagskross­gátu Morg­un­blaðsins, þær stund­ir er ég búin að eiga í fjölda ára. Í dag, 70 ára, er ég heil­brigð, í jafn­vægi og mér líður vel. Ég gæti ekki fengið betri af­mæl­is­gjöf.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­inmaður Sig­ríðar er Bárður Guðmunds­son, f. 27.10. 1950, fv. bygg­ing­ar- og skipu­lags­full­trúi Árborg­ar, en hann hætti störf­um 1.4. sl. eft­ir 35 ára starf. For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðmund­ur Bárðar­son, f. 9.2. 2018, d. 27.6. 1977, vél­stjóri og öku­kenn­ari, og Mar­grét Ingi­björg Bjarna­dótt­ir, f. 8.8. 1915, d. 3.3. 1963, vefnaðar­kenn­ari.

 

Börn Sig­ríðar og Bárðar eru:

1) Guðmund­ur, f. 29.11. 1969, d. 31.10. 2018;

2) Kristjana Hrund, f. 16.11. 1972, ensku­kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Suður­lands. Eig­inmaður: Guðjón Öfjörð Ein­ars­son. Börn þeirra eru a) Jó­hann Bragi, sam­býl­is­kona: Rakel Sunna Pét­urs­dótt­ir; b) Anna Sig­ríður, sam­býl­ismaður: Marinó Marinós­son; c) Bárður Ingi og d) Jenný Arna;

3) Jens Hjör­leif­ur, f. 20.8. 1979, dr. í eðlis­fræði, pró­fess­or við Kon­ung­lega tækni­há­skól­ann í Stokk­hólmi. Sam­býl­is­kona: Maria-Th­eresa Ri­der;

4) Helgi, f. 20.12. 1982, verk­fræðing­ur hjá Verkís. Eig­in­kona: Anní Gerða Jóns­dótt­ir. Börn þeirra eru Jón Trausti, Ingi­björg Lilja og Sigrún Sara;

5) Hlyn­ur, f. 20.12. 1982, dr. í líf­fræði og starfar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Eig­in­kona: Helga Ýr Erl­ings­dótt­ir. Börn þeirra eru Krist­ín Edda, Mar­grét Una og Örn Kári.

 

Systkini Sig­ríðar eru Elísa­bet, f. 16.9. 1952, Hjör­leif­ur Krist­inn, f. 7.8. 1955 og Aðal­heiður, f. 20.11. 1964.

 

For­eldr­ar Sig­ríðar: hjón­in Kristjana Kristjáns­dótt­ir, f. 11.12. 1929, d. 19.12. 2016, hús­móðir og verka­kona í Hnífs­dal, og Jens Guðmund­ur Hjör­leifs­son, f. 13.11. 1927, fyrr­ver­andi fisk­matsmaður, nú bú­sett­ur á Sel­fossi.

 

 


Morgunblaðið miðvikudagurinn 29. apríl 2020.


Skráð af Menningar-Bakki.