Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.05.2020 07:13

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka slegin af

 

 

 

 

Jónsmessuhátíðin

 

á Eyrarbakka slegin af

 

 

Jónsmessunefnd hefur ákveðið að halda ekki árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka í ár vegna COVID-19 faraldursins.

 

„Við verðum öll að sýna samfélagslega ábyrgð og leggjast á eitt í þessari baráttu sem við stöndum í. Við viljum þó hvetja Eyrbekkinga til þess að gera sér glaðan dag um Jónsmessuna og skreyta húsin sín í hverfalitunum,“ segir í tilkynningu frá Jónsmessunefnd sem hvetur Íslendinga til þess að kíkja í heimsókn á Eyrarbakka í sumar – bara ekki alla á sama tíma.Skráð af Menningar-Bakki.