Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.06.2020 20:23

27. júní 1835 - Vísur Íslendinga

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

27. júní 1835 - Vísur Íslendinga 

 

 

Vísur Íslendinga – Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur

 

– eftir Jónas Hallgrímsson eru fyrst sungnar opinberlega þann 27. júní 1835.

 

Það gerist í Hjartakershúsum í Danmörku.

 

 

 

    Vísur Íslendinga

 

 • Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur
 • þá gleðin skín á vonarhýrri brá?
 • eins og á vori laufi skrýðist lundur
 • lifnar og glæðist hugarkætin þá;
 • og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
 • og guðaveigar lífga sálaryl,
 • þá er það víst, að bestu blómin gróa
 • í brjóstum sem að geta fundið til.
 •  
 •  
 • Látum því, vinir, vínið andann hressa
 • og vonarstundu köllum þennan dag
 • og gesti vora biðjum guð að blessa
 • og best að snúa öllum þeirra hag.
 • Látum ei sorg né söknuð vínið blanda
 • þó senn í vinahópinn komi skörð
 • en óskum heilla’ og heiðurs hvörjum landa
 • sem heilsar aftur vorri fósturjörð.
 •  
 •  
 • Já, heill og heiður! Halldór okkar góður!
 • þú hjartans bestu óskum kvaddur sért;
 • því þú ert vinur vorrar gömlu móður
 • og vilt ei sjá að henni neitt sé gert.
 • Gakktu með karlmannshug að ströngu starfi,
 • studdur við dug og lagasverðið bjart
 • og miðla þrátt af þinnar móður arfi
 • þeim sem að glata sínum bróðurpart.
 •  
 •  
 • Og heill og heiður! hinir landar góðu!
 • sem hólmann gamla farið nú að sjá,
 • þar sem að vorar vöggur áður stóðu
 • og vinarorðið fyrst á tungu lá.
 • Hamingjan veiti voru fósturláði,
 • svo verði mörgum deyfðarvana breytt,
 • allan þann styrk af yðar beggja ráði
 • sem alúð, fjör og kraftar geta veitt.
 •  
 •  
 • Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi
 • því táradaggir falla stundum skjótt
 • og vinir berast burt á tímans straumi
 • og blómin fölna’ á einni hélunótt –
 • því er oss best að forðast raup og reiði
 • og rjúfa hvörgi tryggð né vinarkoss;
 • en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
 • að setjast allir þar og gleðja oss.
 •  
 •  
 • Látum því, vinir! vínið andann hressa
 • og vonarstundu köllum þennan dag
 • og gesti vora biðjum guð að blessa
 • og best að snúa öllum þeirra hag –
 • því meðan þrúgna gullnu tárin glóa
 • og guðaveigar lífga sálaryl,
 • þá er það víst, að bestu blómin gróa
 • í brjóstum sem að geta fundið til.
  Skráð af Menningar-Bakki.