Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.09.2020 12:32

Merkir Íslendingar - Bessi Bjarnason

 Bessi Bjarnason (1930 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Bessi Bjarnason

 

 

Bessi Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. september 1930. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson frá Rauðasandi á Barðaströnd og Guðrún Snorradóttir úr Skagafirði.

 

Bessi giftist tvisvar, Erlu Sigþórsdóttur sem hann átti með þrjú börn og síðar leikkonunni Margréti Guðmundsdóttur.

 

Bessi var einn ástsælasti leikari Íslands um áratuga skeið.Bessi var góður gamanleikari en tókst líka á við alvarleg hlutverk. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sín í barnaleikritum, ekki síst leikritum Torbjörns Egners. Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi er ógleymanlegur og ekki síður Jónatan í Kardimommubænum jafnvel áratugum síðar þegar þeir sem kynntust list hans sem börn eru komnir á miðjan aldur. Það var einhver tímalaus galdur og hlýja sem fylgdi Bessa og gerði það að verkum að hann var allra manna hugljúfi og fáir sem ekki eiga góðar minningar frá leik, söng eða skemmtun þar sem Bessi hefur verið í aðalhlutverki. Þótt Bessi sé horfinn af sviðinu lifir hann í sameiginlegu minni stórs hluta þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að skilja eftir sig slík spor í þjóðarsálinni.

 

Bessi lést 12. september 2005.
 Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Bakki