Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.11.2020 12:51

Prestaköll sameinuð í Flóanum

 


Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon.
 

 

 

Prestaköll sameinuð í Flóanum

 

 

• 8.180 sálir • Flói, Selfoss og strönd

 

Nú á dög­un­um tók gildi sú breyt­ing að Sel­foss- og Eyr­ar­bakka­presta­köll í Suður­pófast­dæmi voru sam­einuð, skv. því sem Kirkjuþing samþykkti á dög­un­um. Alls sjö kirkj­ur og jafn marg­ar sókn­ir eru inn­an hins nýja prestakalls, það er Hraun­gerðis-, Laug­ar­dæla-, Sel­foss-, Vill­inga­holts-, Eyr­ar­bakka-, Stokks­eyr­ar- og Gaul­verja­bæj­ar­sókn. Sókn­ir þess­ar ná yfir lág­lendið milli Ölfusár og Þjórsár og alls eru sókn­ar­börn­in 8.180 tals­ins.

 

Prest­ar hins nýja prestakalls verða áfram þeir sömu og þjónuðu áður á svæðinu. Sr. Guðbjörg Arn­ar­dótt­ir er sókn­ar­prest­ur hins nýja prestakalls og fer með ákveðið for­ystu­hlut­verk því sam­kvæmt. Prest­ar eru þeir sr. Gunn­ar Jó­hann­es­son og sr. Arn­ald­ur Bárðar­son.

 

Í til­kynn­ingu seg­ir að mark­miðið með þess­ari breyt­ingu fyrst og fremst að efla og auðga þjón­ustu kirkj­unn­ar á hverj­um stað og greiða fyr­ir sam­starfi og sam­vinnu presta.

 

„Með til­komu hins nýja prestakalls fáum við prest­arn­ir nú tæki­færi til að starfa nán­ar sam­an og skipu­leggja starf okk­ar og þjón­ustu á breiðari grunni. Það telj­um við afar já­kvætt og hlökk­um við mikið til að vinna sam­an að því, ásamt öðru sam­starfs­fólki okk­ar inn­an kirkj­unn­ar, að efla þjón­ustu kirkj­unn­ar okk­ar og auka breidd henn­ar og fjöl­breytni,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Þar er og þeirri ósk lýst að aðstæður í sam­fé­lag­inu kom­ist í eðli­legt horf fljót­lega svo aft­ur megi bjóða upp á fjöl­breytt helgi­hald og safnaðarstarf.sbs@mbl.is

Morgunblaðið laugardagurinn 14. nóvember 2020.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.