Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.11.2020 06:51

Merkir Íslendingar - Guttormur J. Guttormsson

 

                   (1878 - 1966)

 

 

Merkir Íslendingar - Guttormur J. Guttormsson

 

 

Guttormur J. Guttormsson fæddist 21. nóvember 1878 á Víðivöllum á Nýja-Íslandi við Winnipegvatn í Kanada.

Foreldrar hans, Jón Guttormsson og Pálína Ketilsdóttir, fluttu til Vesturheims þremur árum áður, þegar Öskjugos var nýhafið. Þau voru bæði úr Múlasýslu, Pálína frá Mjóanesi í Vallnahreppi í S-Múl. og Jón frá Arnheiðarstöðum í Valþjófsstaðarsókn í N-Múl. Bæði létust þau þegar Guttormur var á barnsaldri og hann þurfti að bjarga sér sjálfur. Hann fór víða og vann ýmis störf, en árið 1911 keypti hann jörð foreldra sína og bjó þar upp frá því.

 

Guttormur var bókhneigður og vel lesinn þrátt fyrir litla skólagöngu. Hann hneigðist snemma til ritstarfa og birtust kvæði hans fyrst í íslenskum vikublöðum í Kanada og fyrsta bók hans, Jón Austfirðingur, kom út í Kanada árið 1909. Viðfangsefni ljóða hans eru oft Ísland, en ekki síður erfiðleikar frumbyggjanna í Kanada, og vísaði hann þar oft í reynslu foreldranna og síðar sína eigin, sem bónda sem vann hörðum höndum allt sitt líf.

 

Kvæðasafn, heildarútgáfa ljóða Guttorms, kom út á Íslandi árið 1947. Hann er yfirleitt talinn eitt af bestu skáldum VesturÍslendinga á 20. öld, ásamt Stephan G. Stephanssyni og Káin, og eftir hann liggja bæði kvæði og leikrit.

 

Guttormur lést árið 1966.


Morgunblaðið laugardagurinn 21. nóvember 2020


 


Skráð af Menningar-Bakki.