Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.04.2021 08:08

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar - 90 ára

 

 

 

Haukur Guðlaugsson,

 

fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

 

– 90 ára-

 

 

Hauk­ur Guðlaugs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á ann­an í pásk­um. „Ég fædd­ist að morgni páska­dags meðan móðir mín var að hlusta á út­varps­mess­una. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ seg­ir Hauk­ur.

 

Hann hóf pí­anónám 13 ára og lauk burt­farar­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1951 und­ir hand­leiðslu Árna Kristjáns­son­ar. Hann stundaði org­el­nám við Sta­atliche Hochschule für Musik í Ham­borg 1955-1960 og var aðal­kenn­ari hans þar pró­fess­or Mart­in Günt­her För­stemann. „Ég sá 20 óper­ur á þess­um tíma og skoðaði helstu lista­söfn­in. Ég lærði mikið á því líka.“ Fram­halds­nám í org­ell­eik stundaði hann við Acca­dem­ia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fern­ando Ger­mani 1966, 1968 og 1972.

 

Hauk­ur var tón­list­ar­kenn­ari og kór­stjóri Karla­kórs­ins Vís­is á Sigluf­irði 1951-1955 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skól­ans á Akra­nesi 1960-1974. Þá var hann einnig org­an­isti og kór­stjóri Akra­nes­kirkju 1960-1982 og kór­stjóri Karla­kórs­ins Svana. Hann var söng­mála­stjóri ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar og skóla­stjóri Tón­skóla þjóðkirkj­unn­ar 1974-2001. Þá stóð hann ár­lega fyr­ir org­an­ista- og kór­a­nám­skeiðum á hinu forna bisk­ups­setri í Skál­holti í 27 ár.

 

Á starfs­ferli sín­um stóð Hauk­ur m.a. fyr­ir út­gáfu um 70 nótna- og fræðslu­bóka fyr­ir kóra og org­an­ista. Hann hef­ur haldið org­el­tón­leika víða á Íslandi, í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um og leikið ein­leik á org­el með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Einnig hafa kór­ar und­ir hans stjórn haldið tón­leika á Íslandi og víða í Evr­ópu og í Ísra­el. Þá hef­ur hann leikið á pí­anó í sam­leik á tón­leik­um, bæði með sellói, fiðlu og ýms­um blást­urs­hljóðfær­um og einnig með söngvur­um, á Íslandi og í Evr­ópu.

 

Hauk­ur og Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari hafa spilað mikið sam­an, m.a. á eft­ir­minni­leg­um minn­ing­ar­tón­leik­um á 125 ára fæðing­araf­mæli Pab­los Ca­sals árið 2001, í fæðing­ar­bæ hans Vendrell í Katalón­íu. Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, eig­in­kona Hauks, hef­ur ein­mitt þýtt ævi­sögu Ca­sals á ís­lensku. Hauk­ur hef­ur gert upp­tök­ur fyr­ir út­varp, sjón­varp og á hljóm­plöt­ur og geisladiska. Hann gaf út tvo tvö­falda geisladiska (2011 og 2020) þar sem hann leik­ur á mörg org­el á Íslandi og í Ham­borg. Hann hef­ur samið og gefið út Kennslu­bók í org­an­leik í þrem­ur bind­um.

 

Hauk­ur hef­ur hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín. Hann er heiðurs­fé­lagi bæði í Fé­lagi ís­lenskra org­an­leik­ara og í Fé­lagi ís­lenskra tón­list­ar­manna. Árið 1983 sæmdi Vig­dís Finn­boga­dótt­ir for­seti Íslands hann ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og árið 2008 hlaut hann Lilj­una, sér­stök tón­list­ar­verðlaun ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar.

 

Hauk­ur hef­ur alla tíð farið flestra sinna ferða á reiðhjóli, löngu áður en það komst í tísku. Á meðan aðrir keyrðu um borð í Akra­borg­ina, þá hjólaði Hauk­ur um borð. „Nú hjóla ég ekki leng­ur, því miður. En ég spila dag­lega á pí­anóið og er að fara að spila með Gunn­ari Kvar­an sumt af því sem við höf­um spilað í gegn­um árin. Við hjón­in hugs­um um okk­ur sjálf hér á Lauf­ás­vegi en fáum líka hjálp. Mér finnst ann­ars líf mitt hafa verið háð til­vilj­un­um en það hef­ur ræst svo vel úr öllu. Mér er gef­in mik­il lífs­gleði, þótt ým­is­legt hafi bjátað á eins og hjá öll­um í líf­inu.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­in­kona Hauks er Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, f. 10.10. 1937, bóka­safns­fræðing­ur og kenn­ari. Þau bjuggu á Akra­nesi frá 1960-1995, en hafa síðan búið á Lauf­ás­vegi 47 í Reykja­vík. For­eldr­ar Grím­hild­ar voru hjón­in Bragi Matth­ías Stein­gríms­son, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, dýra­lækn­ir, og Sig­ur­björg Lár­us­dótt­ir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, hús­móðir, skrif­stofumaður og lista­kona. Þau voru lengst bú­sett á Eg­ils­stöðum. Fyrri eig­in­kona Hauks er Svala Guðmunds Ein­ars­dótt­ir, f. 23.1. 1932.

 

Dótt­ir Hauks og Svölu er:

1) Svan­hild­ur Ingi­björg, f. 26.12. 1954, matráður, gift Guðmundi Sig­ur­jóns­syni, f. 27.9. 1946, verk­stjóra. Þau eru bú­sett á Sel­fossi.

Börn:

a) Heiðrún Hödd, f. 1972 (barn­s­móðir: Lín­ey Trausta­dótt­ir) í sam­búð með Pól Eg­holm. Barn: Nína Björk, f. 2011;

b) Sig­ur­jón Vídalín, f. 1974, kvænt­ur Helenu Sif Zoph­on­ías­dótt­ur. Börn: Telma Sif (barn­s­móðir: Marí­anna Rún­ars­dótt­ir), f. 1999, sam­býl­ismaður er Alex Orri Run­ólfs­son, f. 1997. Þeirra barn er Trist­an Sölvi, f. 2018; Henrika Sif, f. 2011, og Friðrika Sif, f. 2014;

c) Kar­en f. 1977, gift Ívari Grét­ars­syni, f. 1984. Börn: Guðmund­ur Bjarni, f. 2003 (barns­faðir: Brynj­ólf­ur Bjarna­son), og Rakel Ingi­björg, f. 2011;

d) Hauk­ur, f. 1981, kvænt­ur Sig­ríði El­ínu Sveins­dótt­ur, f. 1983. Börn: Sveinn Ísak, f. 2010, Óli­ver Aron, f. 2015, og Hild­ur Svava, f. 2017;

e) Guðlaug Ingi­björg, f. 1993, í sam­búð með Helga Má Guðmunds­syni, f. 1991.

Syn­ir Hauks og Grím­hild­ar eru:

2) Bragi Leif­ur, f. 24.2. 1959, tölv­un­ar­fræðing­ur, bú­sett­ur í Reykja­vík;

3) Guðlaug­ur Ingi, f. 12.7. 1965, for­rit­ari, kvænt­ur Sup­hap­hon Tangwairam, f. 27.10. 1979, her­berg­isþernu. Þau eru bú­sett á Sel­fossi. Börn: a) Eva, f. 1986 (barn­s­móðir: Katrín Guðlaugs­dótt­ir). Sam­býl­ismaður Evu er Pét­ur Óskar Pét­urs­son, f. 1986. Börn: Óli­ver Már, f. 2014 (barns­faðir: Torfi Már Jóns­son), og Katrín Ósk, f. 2020. b) Nína, f. 2001 (kjör­barn af fyrra sam­bandi eig­in­konu). c) Daní­el Ingi, f. 2008.

 

Systkini Hauks:

Guðrún, f. 15.8. 1924 (sam­feðra), skrif­stofumaður, bú­sett í Reykja­vík; Ing­veld­ur f. 31.1. 1928, d. 5.4. 2017, banka­starfsmaður, bú­sett í Reykja­vík; Jón­as, f. 22.7. 1929, d. 29.11. 2019 at­vinnu­rek­andi, bú­sett­ur í Reykja­vík; Páll, f. 28.8. 1939, at­vinnu­rek­andi í Svíþjóð; Stein­unn f. 9.5. 1942, versl­un­ar­maður, bú­sett í Reykja­vík; Guðleif, f. 26.6. 1945, versl­un­ar­maður, lengst af bú­sett í Reykja­vík.

 

For­eldr­ar Hauks voru hjón­in Guðlaug­ur Ingvar Páls­son f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993, kaupmaður á Eyr­ar­bakka og Ingi­björg Jón­as­dótt­ir f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984 hús­freyja og lista­kona á Eyr­ar­bakka.

 

 

 


Morgunblaðið 3. apríl 2021.


 


Skráð af Menningar-Bakki.