Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.07.2020 07:57

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli

 

 

 

 

 

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli

 

 

 

Útimessa var haldin að Arnarbæli í Ölfusi í gær, sunnudaginn 5. júlí 2020, og sótti fjölmenni messuna í blíðviðri.

 

Arnarbæli er fornfrægur kirkjustaður við Ölfusá og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

Kirkjukór  Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur organista. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í Hveragerði.

 

Messukaffi var að guðsþjónustu lokinni.

 


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við messuna í Arnarbæli á afmælisdegi Kristjáns Runólfssonar skálds í Hveragerði en hann var fæddur 5. júlí 1956 og lést 17. október 2018. Kristján var alla tíð virkur meðlimur í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins.Kirkjuráðið færði útimessuna í Arnarbæli til myndar.

 


Myndaalbúm á þessari slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293706/Nokkrar myndir hér:
 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki
 

 

05.07.2020 21:28

Merkir Íslendingar - Kristján Þór Línberg Runólfsson

 


Kristján Runólfsson (1956 - 2018).
 

 

 

 -Merkir Íslendingar -

 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson fæddist 5. júlí 1956 á Sauðárkróki. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. október 2018.


Foreldrar hans voru Runólfur Marteins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007, og Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014.


Fyrri eiginkona Kristjáns er Jóhanna Sigurðardóttir, þau eiga saman þrjá syni.


 Þann 15. júlí 2000 kvæntist Kristján Ragnhildi Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1953. 

 

 Kristján ólst upp í Skagafirði á Brúarlandi í Deildardal og eyddi unglingsárum á Eyrarbakka. Meginhluta ævinnar bjó hann á Sauðárkróki en fluttist í Hveragerði árið 2004.

 

Kristján var mikill grúskari, safnaði m.a. ljósmyndum, skjölum og gömlum munum. Hann stofnaði Minjasafn Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki og rak í fjölda ára.

 

Kristján hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði en fyrst og fremst var hann mikill hagyrðingur.


 Skráð af Menningar-Bakki. 

05.07.2020 08:22

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

 5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn

 

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.
Skráð af Menningar-Bakki.

05.07.2020 08:03

Útimessa í Arnarbæli

 

 

 

 

Útimessa í Arnarbæli

 

 

Útimessa verður haldin í Arnarbæli í Ölfusi í dag, sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 14.

 

 

Arnarbæli er fornfrægur kirkjustaður við Ölfusá og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

 

Ekið er um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju og greinilega merktur: Arnarbæli.

  Ef veðrið bregst flyst guðsþjónustan inn í Kotstrandarkirkju. 

 

 

 Kirkjukór  Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

 

 

Messukaffi að guðsþjónustu lokinni.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.07.2020 13:36

-- Nóa Síríus nammi og menningarmoli ÆFINGAR --

 

 

F.v.: Böðvar Gíslason, Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, Eva Dögg Egilsdóttir

og Björn Ingi Bjarnason

 

 

Nóa Síríus nammi og menningarmoli ÆFINGAR 

 

 

Sælgætisgerðin Nói Síríus er að fagna 100 ára afmælinu á þessu ári með ýmsum hætti. Í tilefni aldarafmælisins verður opnuð glæsileg sýning um sögu fyrirtækisins á Árbæjarsafni á morgun, föstudaginn 3. júlí 2020. Þar má skoða forvitnilega muni, umbúðir, gamlar auglýsingar og vörur — og rifja upp kynnin við fjölmarga sælgætismola af öllum stærðum og gerðum.

 


Nói Síríus hefur deilt sætum minningum með Íslendingum í heila öld og fyrirtækið ætlar að gera það áfram.

 


Gott dæmi um sérlega bragðgóðar minningar með Nóa Síríusi er lag og texti Siggi Björns í laginu frábæra með hljómsveitinni ÆFINGU frá Flateyri um Allabúðina þar í bæ. Í textanum er  PIPP  súkkulaðið frá Nóa Síríusi gert réttilega að frábærum mannlífs- og mennigarmola.

 


Í morgun fóru tveir af einlægum aðdáendum hljómsveitarinnar ÆFINGAR í afmælisheimsókn í Nóa Síríus í Reykjavík og afhentu hljómdisk ÆFINGAR frá 45 ár afmæli hljómsveitarinnar árið 2013. Þetta voru; Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Böðvar Gíslason í Þorlákshöfn. Gerðu þeir að sínum hætti grein fyrir hinum sögulega grunni textans innihaldsríka í laginu um Allabúð.

 


Í lok stundarinnar ánægjulegu í morgun fengu Björn Ingi og Böðvar sætar gjafir með þökkum fyrir þessa óvæntu afmælisheimsókn. Jafnframt var Sigga Björns og ÆFINGU boðið í heimsókn í Nóa Síríus næst þegar hann kemur til landsins. Siggi Björns hefur starfað sem tónlistarmaður erlendis í nær því fjóra áratugi, aðallega í Danmörku og Þýskalandi.


 

 

F.v.: Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus og Eva Dögg Egilsdóttir.
.
.

.

Allabúð: https://www.youtube.com/watch?v=nN6XYUQ0GNY

.

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

 

01.07.2020 09:35

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 2020

 

 

 

 

  Bryggjuhátíð á Stokkseyri 2020
              3. - 5. júlí 2020
 


Sjá nánar um hátíðina

 
 
 
 
 
 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

30.06.2020 11:54

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

 

         BIBarinn grúskar í myndasafninu


   
      Bryggju-Sviðið á Stokkseyrarbryggju

 

 

 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki

29.06.2020 08:54

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

 

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2020 10:11

Merkir Íslendingar - Hallgrímur Sveinsson

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson (1940 - 2020).

 

 

 

Merkir Íslendingar – Hallgrímur Sveinsson

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson var fæddur í Reykjavík 28. júní 1940. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson húsasmiður og Hanna Kristín Guðlaugsdóttir húsfreyja.

 

 

Hallgrímur Sveinsson varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar 2020.

 

 

Hallgrímur lauk kennaraprófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heimavistarskólann á Jaðri við Reykjavík og var síðan forstöðumaður vistheimilisins í Breiðuvík í tvö ár. Hann var kennari í Auðkúluhreppi og síðan í barna og unglingaskólanum á Þingeyri og skólastjóri þar um árabil. Þau hjónin voru bændur og staðarhaldarar á Hrafns­yri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sig­urðssonar forseta, í rúm 40 ár og sáu um vörslu og umhirðu staðarins fyrir hönd Hrafnseyrarnefndar.

 

 

Hallgrímur gaf út fjölda bóka í nafni Vestfirska forlagsins, ekki síst með sögum og fróðleik af Vestfjörðum. Hans eigin höfundar­verk voru þar á meðal. Bókatitlarnir voru orðnir a.m.k. 300 á rúmum 25 árum. Vann Hallgrímur að þessu verkefni og áhugamáli til dánardags. Hann ritaði einnig greinar í blöð, m.a. Morgunblaðið, og á Þingeyrarvef­inn, síðustu árin gjarnan í samvinnu við félaga sína í „Þingeyrarakademíunni“.

 

 

Hallgrímur kenndi handknattleik í Reykjavík og var virkur í félagsmálum fyrir vestan. Sat meðal annars í hreppsnefnd Auðkúluhrepps og var oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga og sóknarnefnd.

 

 

Eftirlifandi eiginkona Hallgríms er Guðrún Steinþórsdóttir frá Brekku í Dýrafirði. Hún var með sauðfjárbúskap á Brekku í mörg ár og titlaði Hallgrímur sig þá „léttadreng“ á Brekku.

 

 

 

Hallgrímur Sveinsson.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2020 09:21

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

28. júní 2020 - 115 ár frá fæðingu Hjartar HjálmarssonarHundrað og tólf ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.
Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári. Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.

 Hjörtur Hjálmarsson (1905 - 1993)
 
Skráð af Menningar-Bakki.