Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.08.2018 20:43

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Vinir alþýðunnar.

 
Skráð af Menningar-Staður

02.08.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmundur Valdimarsson (1918 - 2008).

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur Valdimarsson

 

 

Sæmund­ur Valdi­mars­son fædd­ist á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðrún M. Kristó­fers­dótt­ir, frá Brekku­völl­um, og Valdi­mar H. Sæ­munds­son, bóndi á Kros­sá, en Sæmund­ur var ann­ar í röð átta systkina.

 

Sæmund­ur gift­ist Guðrúnu Magnús­dótt­ur frá Langa­botni í Geirþjófs­firði. Bú­skap sinn hófu þau á æsku­slóðum en árið 1948 fluttu þau suður og bjuggu 20 ár í Kópa­vogi en síðan í Reykja­vík frá 1974.

 

Börn þeirra Sæ­mund­ar og Guðrún­ar eru Valdi­mar, Hild­ur, Magnús og Gunn­ar.

 

Sæmund­ur fór fyrstu vertíð sína á sjó á ferm­ing­ar­ár­inu sínu á skút­unni Gretti frá Stykk­is­hólmi, eft­ir það vann hann árstíðabundið fjarri heim­il­inu við sjó­sókn og einnig við fisk­vinnslu í Reykja­vík og önn­ur til­fallandi störf.

 

Sæmund­ur var verkamaður all­an sinn starfs­ald­ur, fyrst í Ísbirn­in­um, og síðan í stóriðju­ver­inu Áburðar­verk­smiðjunni. Hann sat í trúnaðarmannaráði starfs­manna Áburðar­verk­smiðjunn­ar, sat í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins og starfaði auk þess í Dags­brún og fyr­ir Menn­ing­ar- og fræðslu­sam­band alþýðu.

 

Lista­manns­fer­ill Sæ­mund­ar hófst um 1970 og árið 1974 hélt hann fyrstu sýn­ingu sína á högg­mynd­um úr rekaviði. Hann hélt síðan fjöl­marg­ar sýn­ing­ar, einn og með öðrum. Verk hans vöktu snemma at­hygli, inn­lendra sem er­lendra list­unn­enda, og um þau var ritað í blöðum og virt­um tíma­rit­um, auk sjón­varps­viðtala. Sam­tals hafði Sæmund­ur gert um 500 stytt­ur, sem eru all­ar í eigu ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og stofn­anna. Um stytt­urn­ar og gerð þeirra má lesa í bók­inni „Sæmund­ur og stytt­urn­ar hans“ eft­ir Guðberg Bergs­son frá ár­inu 1998.

 

Síðasta sýn­ing Sæ­mund­ar var 2003 á Kjar­vals­stöðum á 85 ára af­mæli hans. Þá var einnig gef­inn út geisladisk­ur með mynd­um af öll­um verk­um hans.

 

Sæmund­ur lést árið 2008.


Morgunblaðið 2. ágúst 2018.

 Skráð af Menningar-Staður.

01.08.2018 06:46

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953 - Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

 

Einar Bragi Sigurðsson (1953 - 2018).

 

 

Einar Bragi Sigurðsson - Fæddur 18. júlí 1953

 

- Dáinn 15. júlí 2018 - Minning

 

Ein­ar Bragi Sig­urðsson fædd­ist þann 18. júlí 1953 að Indriðakoti und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um. Hann var bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 15. júlí 2018.

 

Hann var son­ur hjón­anna Sig­urðar Ei­ríks­son­ar, f. 22. mars 1928, og Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15. júní 1928. Ein­ar Bragi var þriðji í röð fimm systkina, hin eru Trausti, f. 1950, Viðar, f. 1952, Svandís Ragna, f. 1954, og Eygló Alda, f. 1964.

 

Eig­in­kona Ein­ars Braga er Soffía Aðal­björg Jó­hanns­dótt­ir, f. 26. fe­brú­ar 1957, for­eldr­ar henn­ar eru Jó­hann Aðal­björns­son, f. 19. sept­em­ber 1924, d. 26. nóv­em­ber 1980, og Krist­ín Þóra Sæ­munds­dótt­ir, f. 26. janú­ar 1937.

 

Ein­ar Bragi og Soffía hófu bú­skap í Grinda­vík 1974 og gengu í hjóna­band 30. mars 1975.

 

Börn þeirra eru fjög­ur:

1) Guðfinna Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 18. júní 1975, maki henn­ar er Eggert Berg­mann. Hún á þrjú börn: Rún­ar Örn Ingva­son, f. 1997, Telma Rún Ingva­dótt­ur, f. 2002, Linda Rún Ingva­dótt­ir, f. 2007.

2) Jó­hanna Sigrún Ein­ars­dótt­ir, f. 24. des­em­ber 1979, maki henn­ar er Krist­inn Helga­son, þau eiga þrjú börn: Arna Lind, f. 2006, Lára Krist­ín, f. 2010, Ein­ar Helgi, f. 2013.

3) Jó­hann Freyr Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1983, maki hans er Birgitta Rún Birg­is­dótt­ir, þau eiga tvo syni: Birg­ir Már, f. 2010, og Tóm­as Logi, f. 2014.

4) Þór­unn Ósk Ein­ars­dótt­ir, f. 25. júlí 1988, hún á einn son: Al­ex­and­er Ómar, f. 2012.

 

Ein­ar Bragi vann lengst af hjá Hita­veitu Suður­nesja en síðustu 15 árin starfaði hann hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um.

 

Útför Ein­ars Braga fer fram frá Grind­ar­vík­ur­kirkju í dag, 1. ág­úst 2018, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________________

 

Kveðja frá vinnu­fé­lög­um hjá ÍAV á Suður­nesj­um

 

Við kynnt­umst Ein­ari Braga fyr­ir 15 árum, þegar hann hóf störf, sem krana­bíl­stjóri, hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um. Sum­ir okk­ar þekktu Ein­ar Braga áður í gegn­um störf hans hér á Suður­nesj­um. Ein­ar Bragi varð strax hluti af hópn­um hér í Njarðvík og við eignuðumst góðan fé­laga og vin. Hann var dugnaðarforkur, út­sjón­ar­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Bar hag fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir brjósti og lá ekki á skoðunum sín­um, ef hlut­irn­ir gengu ekki fljótt og vel fyr­ir sig.

 

Ein­ar Bragi var rögg­sam­ur og góður stjórn­andi, sem vann mjög sjálf­stætt og skipu­lagði verk­in sjálf­ur. Þegar hann kom á verkstað til að lesta eða losa, tók hann við stjórn­inni og lét hlut­ina ganga fljótt og skipu­lega fyr­ir sig. Ef eitt­hvað var óklárt þegar hann kom á staðinn, fór hann og sinnti næsta verk­efni og kom svo til baka þegar allt var orðið klárt. Alltaf var stutt í góðan húm­or hjá hon­um og hann hafði frá mörgu skemmti­legu að segja. Volvo krana­bíl­inn hugsaði hann um af mestu kost­gæfni og fylgdi vel eft­ir við Véla­verk­stæðið að gert væri strax við það sem bilaði. Tók hann virk­an þátt í viðgerðunum og dekraði við bíl­inn, ef bíða þurfti eft­ir vara­hlut­um. Und­an­farið ár tók Ein­ar Bragi virk­an þátt í und­ir­bún­ingi kaupa á nýj­um krana­bíl og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á því, hvernig bíll­inn skyldi út­bú­inn. Það að bíll­inn yrði af Volvo-gerð, var grund­vall­ar­atriði hjá hon­um. Það var mik­il til­hlökk­un að fá loks­ins nýj­an bíl í haust, með öll­um þeim búnaði sem hann óskaði sér.

 

Það er stórt skarð höggvið í vinnu­fé­laga- og vina­hóp­inn hjá ÍAV á Suður­nesj­um, við skyndi­legt frá­fall Ein­ars Braga.

 

Við send­um Soffíu og fjöl­skyld­unni allri okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur við frá­falls góðs vin­ar.

 

Fyr­ir hönd vinnu­fé­laga hjá ÍAV á Suður­nesj­um,

 

Ein­ar Már Jó­hann­es­son
 Morgunblaðið miðvikudagurinn 1. ágúst 2018.Skráð af Menningar-Staður.

 

01.08.2018 06:35

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 


Guðlaugur Gíslason (1908 - 1992).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Gíslason

 

 

Guðlaug­ur Gísla­son fædd­ist á Staf­nesi í Miðnes­hreppi 1. ágúst 1908.

For­eldr­ar hans voru Gísli Geir­munds­son, út­vegsb. á Staf­nesi og síðar í Vest­manna­eyj­um, og k.h., Jakobína Hafliðadótt­ir hús­freyja.

 

Systkini Guðlaugs voru Hafliði, raf­virkja­meist­ari í Reykja­vík; Sig­ríður Júlí­ana, hús­freyja í Reykja­vík, og Jó­hann­es Gunn­ar, full­trúi bæj­ar­fóg­et­ans í Vest­manna­eyj­um.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir, og börn þeirra;

Dóra, bók­sali Eyj­um; Jakobína, skrif­stofumaður þar; Ingi­björg Rann­veig, var skipu­lags­fræðing­ur við Borg­ar­skipu­lagið í Reykja­vík; Gísli Geir, for­stjóri Tang­ans í Eyj­um; Anna Þuríður, var full­trúi hjá Lands­bank­an­um í Reykja­vík, og Jón Hauk­ur for­stöðumaður.

 

Guðlaug­ur flutti til Vest­manna­eyja með for­eldr­um sín­um 1913 og átti heima þar síðan, lauk námi í ung­linga­skóla og hóf nám í vél­smíði hjá Hafn­ar­sjóði Vest­manna­eyja.

 

Hann vann á skrif­stofu hjá Gísla J. Johnsen 1925-30, lauk prófi frá Kaup­manna­skól­an­um í Höfn l931, var kaupmaður í Eyj­um 1932-34, bæj­ar­gjald­keri þar 1935-37, fram­kvæmdasrjóri versl­un­ar Neyt­enda­fé­lags Vest­manna­eyja 1938-42, stofnaði, ásamt öðrum, út­gerðarfé­lög­in Sæ­fell og Fell og var fram­kvæmda­stjóri þeirra 1942-48.

 

Guðlaug­ur var um­deild­ur póli­tík­us en jafn­framt einn sá vin­sæl­asti í sögu Vest­manna­eyja. Hann var kaupmaður 1948-54, bæj­ar­full­trúi í Eyj­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1938-46 og 1950-74, bæj­ar­stjóri þar 1954-66 eða leng­ur en nokk­ur ann­ar þar til Elliði Vign­is­son náði jafn­mörg­um árum fyr­ir skemmstu, og var þingmaður Vest­manna­eyja og síðar Suður­lands 1959-78 og sat í bankaráði Útvegs­bank­ans, fisk­veiðilaga­nefnd og stjórn Viðlaga­sjóðs.

 

Guðlaug­ur skráði ævim­inn­ing­ar sín­ar og ýms­an fróðleik um Vest­manna­eyj­ar og komu út um þau efni þrjár bæk­ur.

 

Guðlaug­ur lést 6. mars 1992.
 Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

31.07.2018 06:50

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 


Ásgeir Guðbjartsson (1928 - 2017)
 

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Guðbjartsson

 

 

Ásgeir Guðbjart­ur Guðbjarts­son fædd­ist í Kjós í Grunna­vík­ur­hreppi 31. júlí 1928 . For­eldr­ar hans voru Jón­ína Þ. Guðbjarts­dótt­ir hús­freyja, og Guðbjart­ur Ásgeirs­son, formaður og út­gerðarmaður.

 

Eig­in­kona Ásgeirs var Sig­ríður Guðmunda Brynj­ólfs­dótt­ir sem lést 2009.

Þau eignuðust fjög­ur börn; 

Guðbjart, f. 1949, Guðbjörgu, f. 1950, Krist­ínu Hjör­dísi, f. 1952 og Jón­ínu Brynju, f. 1953

 

Ásgeir flutti ung­ur með for­eldr­um sín­um til Hnífs­dals og síðan til Ísa­fjarðar þar sem hann ólst upp. Hann hóf sinn sjó­manns­fer­il ný­fermd­ur og var þá á drag­nót upp á hálf­an hlut. Ásgeir vann um tíma hjá Norður­tang­an­um og við beit­ingu. Sex­tán ára fór hann að róa upp á heil­an hlut á línu-, troll- og síld­ar­bát­um.

 

Ásgeir tók hið minna fiski­manna­próf á Ísaf­irði 1948 og hið meira fiski­manna­próf í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1965.

 

Hann var skip­stjóri á Val­dísi ÍS 72, 1948, Bryn­dísi ÍS 69, 1949, Jó­dísi ÍS 73 sama ár, Pól­stjörn­unni ÍS 85 í fjór­ar vertíðir, Ásbirni ÍS 12 1956, en tók þá við Guðbjörgu ÍS 47 og hafa þeir bát­ar og skip sem hann síðan var með verið nefnd Guðbjörg, en hann var á skut­tog­ar­an­um Guðbjörgu ÍS 46.

 

Ásgeir stofnaði út­gerðarfé­lagið Hrönn hf. á Ísaf­irði ásamt fleir­um, árið 1956.en það gerði út sjö báta og tog­ara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS. Útgerðin lét m.a. smíða fyr­ir sig frysti­tog­ara 1994 sem þá var tal­inn eitt full­komn­asta fiski­skip í heim­in­um.

 

Ásgeir hætti til sjós árið 1995, 67 ára að aldri. Þá hafði hann verið skip­stjóri í meira en 45 ár.

 

Ásgeir var af­burða aflamaður og harðsæk­inn. Hann var afla­kóng­ur á Ísaf­irði á sex­tán vetr­ar­vertíðum sam­fleytt og auk þess var hann oft afla­kóng­ur á Vest­fjörðum.

 

Ásgeir var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1991.

 

Ásgeir lést 22. febrúar 2017.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.07.2018 21:54

Kristín Þórðardóttir skipuð sýslumaður á Suðurlandi

 


Eyrbekkingurinn Kristín Þórðardóttir - sýslumaður á Suðurlandi.
 

 

 

Kristín Þórðardóttir

 

skipuð sýslumaður á Suðurlandi

 

 

Dómsmálaráðherra hefur skipað Eyrbekkinginn Kristínu Þórðardóttur til embættis sýslumanns á Suðurlandi frá 1. ágúst næstkomandi.

 

Alls bárust átta umsóknir um embættið sem auglýst var í vor.

 

Anna Birna Þráinsdóttir lætur nú af störfum sem sýslumaður en hún hefur verið í ársleyfi undanfarið ár til þess að sinna rekstri ferðaþjónustu sinnar undir Eyjafjöllunum. Kristín var settur sýslumaður frá 1. maí í fyrra, þegar Anna Birna fór í leyfið.

 

Kristín er fædd hinn 6. september 1979. Hún lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006.

 

Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi á sameinuðu embætti sýslumanns á Suðurlandi. 

 

Sambýlismaður Kristínar er Friðrik Erlingsson og eiga þau þrjú börn. Skráð af Menningar-Staður.

30.07.2018 20:49

"Drífandi kona og sá um alla skapaða hluti"

 


Frá Auðar­sýn­ingu. mbl.is/Á?rni Sæ­berg
 

 

„Drífandi kona og sá um alla skapaða hluti“

 

• Í dag var opnuð á Gljúfrasteini sýning tileinkuð Auði Sveinsdóttur 

• Sem eiginkona Nóbelsskáldsins varð hún að opinberri persónu og

mæddi meira á henni en mörgum samtímakonum hennar

 

Rösk­lega ár er liðið síðan Gljúfra­steinn – hús skálds­ins var opnað á ný eft­ir um­fangs­mikl­ar viðgerðir. Að sögn Guðnýj­ar Dóru Gests­dótt­ur heppnuðust viðgerðirn­ar vel en myglu­svepp­ur hafði mynd­ast í bygg­ing­unni vegna mik­ils raka. „Það þurfti að flytja all­an safn­kost­inn út á meðan og ærið verk­efni að raða öll­um mun­un­um aft­ur inn og koma safn­inu í samt horf. Um stóra fram­kvæmd var að ræða og efri hæð safns­ins varð nán­ast bara fok­held því rífa þurfti all­ar klæðning­ar af veggj­um og ein­angra upp á nýtt. Vanda þurfti til verka enda húsið friðað og end­ur­bæt­urn­ar gerðar í nánu sam­starfi við ráðgjafa frá Þjóðminja­safni og Minja­stofn­un. Gljúfra­steinn er núna orðinn eins og hann á að vera, en lít­il sem eng­in verks­um­merki er að finna um viðgerðirn­ar.“

 

Starfið í hús­inu held­ur áfram að þró­ast, og áhuga­verð dag­skrá þar í boði árið um kring. Brotið verður blað í sögu safns­ins í dag, 30. júlí, þegar þar verður opnuð ný sýn­ing til­einkuð Auði Sveins­dótt­ur á Gljúfra­steini, eig­in­konu Hall­dórs Lax­ness.

Yf­ir­skrift sýn­ing­ar­inn­ar er  Frjáls í mínu lífi   en það var Þór­unn Elísa­bet Sveins­dótt­ir sem hannaði sýn­ing­una.

 

Ráku sam­an menn­ing­ar­heim­ili

Saga Auðar er samof­in hús­inu og hún var merki­leg mann­eskja fyr­ir margra hluta sak­ir. Segja má að eft­ir að Hall­dór hlaut Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um hafi Auður tekið að sér nokk­urs kon­ar for­setafrú­ar­hlut­verk. „Það þótti til­hlýðilegt að Nó­bels­skáldið tæki á móti er­lend­um gest­um sem komu í op­in­ber­ar heim­sókn­ir til lands­ins og stóð hún fyr­ir veg­leg­um mót­tök­um fyr­ir ýmis fyr­ir­menni og þjóðhöfðingja, þar á meðal Olof Palme og sænska kon­ung­inn sem heim­sótti Gljúfra­stein í tvígang,“ út­skýr­ir Guðný. „Auður og Hall­dór unnu líka mikið sam­an, hún vél­ritaði mikið upp fyr­ir hann og lýsti því á ein­um stað að hún hefði verið eins og lif­andi seg­ul­band sem gat leiðrétt og komið með ábend­ing­ar. Auður tók það líka að sér að svara bréf­um fyr­ir Hall­dór og má segja að þau hafi í sam­ein­ingu rekið smátt en öfl­ugt menn­ing­ar­heim­ili.“

 

Auður hefði orðið hundrað ára í ár, en hún fædd­ist í Fjölni á Eyr­ar­bakka þann 30. júlí 1918.

 

„Hún og Hall­dór gift­ast í des­em­ber 1945 og skömmu síðar flytja þau inn í Gljúfra­stein en Auður hafði um­sjón með bygg­ingu húss­ins. Hún var mjög dríf­andi kona og sá um alla skapaða hluti, og var svo mikið meira en rösk hús­móðir. Auður lét sig ýmis mál­efni varða og skrifaði heil­mikið í kvenna­tíma­rit síns tíma, ritaði m.a. grein­ar fyr­ir kvenn­asíður Þjóðvilj­ans, í tíma­ritið Mel­korku og fyr­ir Hug og hönd,“ seg­ir Guðný og bæt­ir við að Auður hafi sjald­an legið á skoðunum sín­um. „Í grein­un­um fjall­ar hún t.d. um ís­lensk­ar minj­ar og mynd­vefnað, en það var m.a. í vefnaði og út­saumi þar sem hún fann sköp­un sinni út­rás og er heil­mikið til af fal­leg­um grip­um sem hún vann sjálf.“

 

Að vera eig­in­kona Nó­bels­skálds gerði Auði líka að op­in­berri mann­eskju. „Hún var mikið í viðtöl­um og blaðamenn heim­sóttu Auði á Gljúfra­steini við ýmis tæki­færi,“ seg­ir Guðný. „Það mæddi meira á Auði en mörg­um sam­tíma­kon­um henn­ar, en af viðtöl­um við hana að dæma var hún mjög sátt í sínu lífi og sátt í sínu hlut­verki.“

 

Í einka­líf­inu virðist Auður hafa verið þunga­miðja fjöl­skyld­unn­ar. „Hún var mjög sjálf­stæð kona, en líka með mjög stór­an faðm og hélt utan um fjöl­skyldu sína og barna­börn. All­ir þeir sem kynnt­ust Auði lýsa henni af hlýju og vænt­umþykju.“

 

Merki­leg­ir grip­ir

Á Gljúfra­steini höfðu hjón­in hvort sitt her­bergið og hef­ur sýn­ing­unni um Auði verið komið fyr­ir í her­berg­inu henn­ar. „Þar bjó hún allt fram á gam­als­ald­ur en flutti svo í íbúðir fyr­ir eldri borg­ara á Hlaðhömr­um. Með hjálp fjöl­skyldu Auðar höf­um við gert her­bergið per­sónu­legra og sýn­um þar fleiri gripi sem tengj­ast henni. Með sýn­ing­unni er Auður að fá meira pláss í þessu húsi, og sjá­um við fyr­ir okk­ur að bjóða litl­um hóp­um upp á sér­staka leiðsögn um Gljúfra­stein þar sem ævi og verk Auðar verða í for­grunni.“

 

Plássið á Gljúfra­steini er af skorn­um skammti og þurfti að beita út­sjón­ar­semi til að koma sýn­ing­unni um Auði fyr­ir. „Í mót­töku­hús­inu, sem var áður bíl­skúr heim­il­is­ins, höf­um við sett upp ljós­mynd­ir af verk­um Auðar, og af Maríu­tepp­inu fræga sem hún saumaði. Einnig sýn­um við búta úr bréfa­safni Auðar og styðjumst þar við grúsk Mörtu Guðrún­ar Jó­hann­es­dótt­ur sem skrifaði meist­ara­rit­gerð í safna­fræði um Auði,“ út­skýr­ir Guðný en meðal gripa sem ætt­ingj­ar Auðar hafa lánað safn­inu vegna nýju sýn­ing­ar­inn­ar er for­láta værðarvoð sem var breidd yfir bæði Hall­dór og Auði þegar þau lét­ust. „Einnig er sýnd­ur einn af fimm kjól­um sem saumaðir voru fyr­ir Auði fyr­ir Nó­bels­verðlauna­hátíðina og til að nýta plássið sem best höf­um við notað skúff­urn­ar í kommóðu í her­bergi Auðar og geym­um í hverri skúffu sögu­bút úr lífi henn­ar.“

 

 Morgunblaðið mánudagurinn 30. júlí 2018.
Viðtal
Ásgeir Ingvars­son
ai@mbl.is


 


Skráð af Menningar-Staður.

30.07.2018 20:05

ÞETTA G E R Ð I ST 30. J Ú L Í 1907 - Friðrik áttundi gengur á land í Reykjavík

 


Friðrik VIII og Hannes Hafstein á Austurvelli í Reykjavík.

 

 

      - Þetta gerðist  30.  júlí  árið 1907 -

 

- Friðrik áttundi gengur á land í Reykjavík

 

 

Friðrik áttundi Danakonungur gekk á land í Reykjavík þann 30. júlí 1907. Nákvæmlega 33 árum áður hafði faðir hans, Kristján níundi, sótt Ísland heim fyrstur ríkjandi Danakonunga þegar hann færði Íslendingum stjórnarskrá.

 

Konungskomuna 1907 má rekja til þess að árið áður hafði öllum alþingismönnum verið boðið til Danmerkur og vildu þeir endurgjalda gestrisnina með því að bjóða konungi og nokkrum fjölda danskra þingmanna til Íslands.

 

Heimsóknin vakti gríðarlega athygli og segir í samtíma frásögnum að aldrei fyrr hafi Reykjavík verið jafn fánum skrýdd og aldrei jafn mikil viðhöfn sést.

 

Konungur og föruneyti hans heimsóttu meðal annars Þingvelli, Gullfoss og Geysi.

 

Á heimleiðinni hafði konungur svo viðkomu á Flateyri, Ísafirði, Akureyri og í Seyðisfirði.

 

Ákveðið var að ráðast í miklar vegaframkvæmdir fyrir konungskomuna og var kostnaður vegna þeirra um 14 prósent af útgjöldum ríkissjóðs það árið.

 

 

Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn í ágúst 1907.

Konungsskipið Birma, farkostur ríkisþingmanna, Atlanta og fylgdarskipin

tvö, Hekla og Geysir, tóku stefnuna á Snæfellsjökul, síðan út yfir Breiðafjörð

til Vestfjarðakjálkans.

Þegar komið var að Önundarfirði var ákveðið að njóta þar næðis um nóttina.

Varpaði konungsflotinn síðan akkerum á góðu skipalægi fyrir framan

Flateyrarkauptún. Konung langaði til að skoða þorpið og fór hann í land ásamt

Hannesi Hafstein sem fylgdi konungi sem fyrr.

Gengu þeir saman um þorpið og skoðuðu meðal annars minjar um hvalveiðar

Norðmanna frá staðnum.

Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.
Fréttablaðið mánudagurinn 30. júlí 2018og fleira.Skráð af menningar-Staður.

30.07.2018 06:46

Merkir Íslendingar - Auður Sveinsdóttir Laxness

 

 

Auður Sveinsdóttir Laxness (1918 - 2012).

 

 

Merkir Íslendingar - Auður Sveinsdóttir Laxness

 

 

Auður fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 og ólst þar upp til sjö ára aldurs.

Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson járnsmiður og k.h., Halldóra Kristín Jónsdóttir.

 

Sveinn var sonur Guðmundar, b. á Nýjabæ Gíslasonar, og Margrétar, systur Hafliða, afa Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Margrét var dóttir Jóns, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, bróður Einars, afa Einars Magnússonar, rektors MR. Móðir Margrétar var Margrét Dóróthea, systir Guðmundar í Miðdal, langafa Vigdísar Finnbogadóttur og Errós.

 

Halldóra Kristín var systir Steinunnar Guðrúnar, móður Baldvins Halldórssonar leikara frá Arngerðareyri við Djúp, föður Páls bókmenntagagnrýnanda og Ingu Láru á Eyrarbakka, deildarstjóra Ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Halldóra var dóttir Jóns, hreppstjóra á Skálmarnesmúla Þórðarsonar, b. á Þórisstöðum, bróður Þorsteins í Æðey, föður Péturs Thorsteinssonar útgerðarmanns. Móðir Jóns hreppstjóra var Guðrún, systir Jóns, föður Björns ráðherra og ritstjóra, föður Sveins forseta.

 

Auður lauk gagnfræðaprófi og prófum frá Handíða- og myndlistarskólanum 1946. Hún starfaði við röntgendeild Landspítalans í tólf ár, kenndi í Varmárskóla og starfaði við Þjóðminjasafnið í einn vetur.

 

Auður giftist á aðfangadag 1945, Halldóri Kiljan Laxness, rithöfundi og Nóbelsverðlaunahafa. Eftir það aðstoðaði hún eiginmann sinn heima og á ferðalögum, og stundaði húsmóðurstörf á hinu gestkvæma heimili þeirra að Gljúfrasteini. Hún var þar lengst af húsfreyja en flutti að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ 2004.

 

Dætur Auðar og Halldórs eru Sigríður, kennari og húsfreyja, og Guðný, kvikmyndagerðarmaður.

 

Auður lést 29.október 2012

 


Auður Sveinsdóttir Laxness og Halldór Kiljan Laxness,

tengdasonur Eyrarbakka. 

Skráð af Menningar-Staður.

 

29.07.2018 11:23

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Minnisvarðinn um Kollabúðafundi í Þorskafirði.

Hrútavinir af Suðurlandi sem voru þar á ferð um Vestfirði sumarið 2009.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Merkisatburður -

Minnisvarði um Kollabúðarfundina

afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin á árunum 1849 til 1895.

 

Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.

 Skráð af Menningar-Staður