Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

28.01.2017 20:57

Kvenfélagskonur af Eyrarbakka taka lagið

 

 


Kvenfélagskonur á Eyrarbakka taka lagið


BIBarinn við myndaskoðun í safni þúsunda.


Skráð af Menningar-Staður

28.01.2017 11:41

Viðskiptaráð telur rétt að ríkið selji Hrafnseyrarkirkju

 


Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Brandari dagsins: -
Viðskiptaráð telur rétt að ríkið selji Hrafnseyrarkirkju

þó það eigi ekki einn einasta nagla í henni!
 

Í Mogganum í gær, 27. janúar 2017, lesum við að Viðskiptaráð telji rétt að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á þeim 22 kirkjum sem eru í eigu hans. Kirkjan á Hrafnseyri við Arnarfjörð er talin upp þar á meðal. 

Þetta verður að kalla brandara dagsins, því ríkissjóðurinn okkar á ekkert í Hrafnseyrarkirkju og hefur aldrei átt. Hvorki spýtu né nagla!

 

   Þann 20. nóvember 1910 afhenti séra Böðvar Bjarnason, sóknarprestur og kirkjuhaldari á Hrafnseyri, Hrafnseyrarsöfnuði kirkjuna til eignar og varðveislu. Frá þessu segir hann í bók sinni um Hrafnseyri (Menningarsjóður 1961). Hefur söfnuðurinn síðan séð alfarið um kirkju sína og kirkjugarð sjálfur og gerir enn þó fámennur sé.

Þess er þó skylt að geta, að meðan sú ágæta Hrafnseyrarnefnd var og hét, lagði hún stundum hönd á plóg með sóknarnefnd viðvíkjandi viðhaldi kirkju og garðs. Þetta þykir okkur rétt að komi fram hvað sem öðru líður.  

 

  

Hreinn Þórðarson                                        Hallgrímur Sveinsson
núv. sóknarnefndarformaður                   fyrrv. sóknarnefndarformaður  


 Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

28.01.2017 09:05

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

 

.
Óðinn við bryggju á Flateyri árið 1996. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
 
Skipherra á Óðni var; Eyrbekkingurinn og Flateyringurinn
Vilbergur Magni Óskarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

Varðskipið Óðinn kom til landsins þann 27. janúar 1960. 
Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. 
Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Óðinn við bryggju í Reykjavík við Sjóminjasafnið. ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

27.01.2017 11:54

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

 

 

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

Breyting:
Veislustjóri verður Katrín Júlíusdóttir.

 

.

Skráð af Menningar-Staður


 

26.01.2017 06:43

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

 

 

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

Sýningin um Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson og Elfar Logi Hannesson hafa búið til flutnings hefur rækilega slegið í í Þjóðleikhúsinu. 

Leikur Elfars Loga og túlkun hans á Gísla á Uppsölum þykir með afbrigðum góð og fær góða dóma. Sýningar eru orðnar miklu fleiri en til stóð og aðsókn er mikil.

 

 

Elfar Logi Hannesson, leikari frá Bíldudal hefur unnið mikinn leiksigur í Þjóðleikhúsinu

með sýningu sinni og félaga hans Þrastar Leó Gunnarssonar um Gísla á uppsölum í Selárdal í Arnarfirði.

Aðsókn hefur farið fram úr öllum áætlunum og bætt hefur verið við sýningum.

Þegar eru 10 sýningar ákveðnar og kann að bætast við þær.
 


Blaðið Vestfirðir.


Skráð af Menningar-Staður

  

25.01.2017 21:58

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

 

 

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

Íris Stefánsdóttir  býr í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Tækniskólanum, BScprófi í tölvunarfræði.

Hún  er hugbúnaðarsérfræðingur hjá HUX Ráðgjöf.

Dóttir: Sara Helena Blöndal, f. 1996.

Foreldrar Írisar:
Esther Helga Guðmundsdóttir, f. 1954, matarfíknarráðgjafi á eigin vegum, búsett á Eyrarbakka, og Stefán Ragnarsson, f. 1953, d. 2013, sjómaður.

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2017 21:29

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg

 

 

 

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg


Hefur liðið vel í návist drottningar

Guðni og Eliza ánægð með móttökur Margrétar Danadrottningar og Henriks prins

Forseti Íslands færði menntamálaráðherra Dana nýja útgáfu Íslendingasagna að gjöf 

 

Hefð er fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur.

Reyndar fór sá fyrsti, Sveinn Björnsson, ekki í slíka heimsókn, en það gerði Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti Íslands, aftur á móti og mótaði þannig hefðina.

Ásgeir og Dóra Þórhallsdóttir kona hans sigldu með Gullfossi og komu þau til Kaupmannahafnar 5. apríl 1954 þar sem konungshjónin, þau Friðrik IX og Ingiríður, komu um borð í skipið.

Forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn sóttu Danmörku heim í byrjun september 1970 og í umfjöllun Morgunblaðsins um heimsóknina var þess getið að forsetinn hefði verið í röndóttum buxum og dökkum jakka.

Vigdís Finnbogadóttir fór í opinbera heimsókn til Danmerkur í febrúar 1981, á þeim tíma sem liðinn var frá heimsókn Kristjáns hafði Friðrik IX fallið frá og tóku Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins á móti henni. Danskir fjölmiðlar veittu heimsókn Vigdísar talsverða athygli og í fyrirsögn Ekstrabladet sagði að hún hefði komið, séð og sigrað.

Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eiginkona hans sóttu Danmörku heim í nóvember 1996 og þar varð Ólafur Ragnar fyrsti erlendi þjóðhöfð- inginn til að fara í gegnum Stórabeltisgöngin. 
 
Morgunblaðið 25. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður


 

25.01.2017 07:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.
Skráð af Menningar-Staður

24.01.2017 07:33

Vísnastund Vina alþýðunnar

 


Ingvar Jónsson hefur lestur.

 

Vísnastund Vina alþýðunnar
 

Sérstakur gestur á morgunfundi  -Vina alþýðunnar-  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í gærmorgun,  23. janúar 2017, var Ingvar Jónsson á Selfossi.  Hann er traustur -Vinur alþýðunnar- en hefur ekki sótt morgunfundi síðustu vikurnar vegna anna og dvalar erlendis.

Ingvari Jónssyni var vel fagnað og flutti hann samkomunni  vísu eftir Magnús Halldórsson á Hvolsvelli af Facebook-síðu hans  vegna salernismála fyrir ferðamenn.

 


Þar skrifaði Magnús:

Frétt í Mogganum

Þrjár skýrslur hafa verið gerðar, um ástand salernismála fyrir ferðamenn.

Sú fyrsta kom út í maí í fyrra þar sem ástandið var greint.

Önnur skýrslan kom út í júní en í henni var þarfagreining,

Þriðja skýrslan kom út í nóvember, en í henni er rekstrarform salernanna skoðað.
 

Þar ástandi mun engu leynt,

öflug þarfagreining.

Rassamála rætt var beint,

rekstrarform og skeining.

Magnús Halldórsson

 

 

F.v.: Ingvar Jónsson og Siggeir Ingólfsson.    Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

23.01.2017 10:44

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður