Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.05.2017 06:43

Ég er aldrei að lesa bók - ég er alltaf að lesa bækur

 

 

Guðmundur Brynjólfsson djákni, sem býr á Eyrarbakka, til hægri.

 Les hér úr helgri bók í Hjallakirkju sunnudaginn 7. maí sl. 
Séra Baldur Kristjánsson fylgist með. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Ég er aldrei að lesa bók

– ég er alltaf að lesa bækur

 

„Ég er aldrei að lesa bók – ég er alltaf að lesa bækur,“ segir Guðmundur Brynjólfsson lestrarhestur Dagskrárinnar. Guðmundur Brynjólfsson býr á Eyrarbakka og stundar ritstörf meðfram því að vera djákni í Þorlákshafnarprestakalli og stundakennari við Listaháskólann. Síðasta bók Guðmundar, Líkvaka, kom út árið 2015 og í haust er væntanleg ný skáldsaga sem enn hefur ekki hlotið endanlegan titil.

 

Hvaða bók ertu að lesa núna og hvað vakti áhuga þinn á henni?
Ég er aldrei að lesa bók. Ég er alltaf að lesa bækur. Nú er ég að lesa Sigurjónsbók sem er afmælisrit til heiðurs dr. Sigurjóni Árna Eyjólfssyni einum okkar helsta guðfræðingi en þar skrifar margt ágætt fólk fróðlegar greinar. Þá er ég að lesa ritgerðir efti G.K. Chesterton sem var breskur höfundur – og er líklega best þekktur hér á landi fyrir að vera höfundur leynilögreglusagna um Föður Brown sem samnefndir sjónvarpsþættir eru gerðir eftir. En Chesterton skrifaði um ólíklegustu efni og var mikill heimspekingur og samfélagsrýnir – og auk þess ágætur guðfræðingur. Og svo er ég að lesa hin og þessi rit um fagurfræði – eða grípa niður í þau réttara sagt; en það er vegna skáldsögunnar sem ég er með í smíðum.

 

Hvers konar bækur höfða helst til þín?
Ég les eiginlega allt nema vísindaskáldsögur og svo hef ég litla þolinmæði fyrir ævintýrum á borð við HringadróttinssöguHobbitann og þess háttar þvælugraut í löngu máli. Sagnfræði, heimspeki, guðfræði, bókmenntafræði, leiklistarfræði eru allt fræðigreinar sem ég er að fást við með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Stundum vegna vinnu minnar sem djákni, stundum vegna fræðiskrifa, stundum vegna kennslustarfa – eða til þess að nota þegar ég skrifa mín eigin verk.

 

Getur þú lýst lestrarvenjum þínum?
Ég er alltaf með margar bækur í takinu, les í skorpum. Les þó mun minna þegar ég er sjálfur á kafi í skriftum. Þá les ég bara það nauðsynlegasta; blöðin og netið og fletti því upp sem varðar það sem ég er að skrifa.

 

Hver er uppáhalds barnabókin þín?
Mínar uppáhaldsbarnabækur eru tvær, Sagan um Jens Pétur og Maggi varð að manni og þær eru eftir sama höfundinn; hinn danska A. Chr. Westergaard en sá skrifaði yfir sjötíu bækur og flestar fyrir börn. Fyrri bókinn er um þrákálfinn Jens Pétur sem elst upp við ströng kjör og á erfitt skap. Hin er um Magga sem fer frá Jótlandsströndum og til Kaupmannahafnar og lendir þar í vondum félagskap – einskonar danskur Óliver Twist. Þetta eru gamlar bækur – og í dag geri ég mér ekki grein fyrir því hvað það var í þeim sem heillaði mig.

 

Lest þú fyrir börnin þín?
Ég hef lesið frekar lítið fyrir börnin mín; en ég hef gert mikið af því að segja þeim sögur. Það eru þá sögur sem ég spinn upp úr mér á kvöldin þegar þær hafa verið að leggjast til svefns. Oftast eru það sögur af prinsum og prinsessum, nú eða hundum, köttum og fuglum með mannlega eiginleika – sömu karakterarnir aftur og aftur. Það er mikilvægt að lesa eða segja sögur, það auðgar orðaforða barna og temur þau við að frásögn er eðlileg.

 

Hver er framtíð bókarinnar?
Það er yfirleitt óþarfi að hafa áhyggjur af því sem menn halda að rétt sé að hafa áhyggjur af. Framtíð bókarinnar er björt.

 

Dagskráin - fimmtudaginn 11. maí 2017.

 

Skráða f Menningar-Staður.

 

13.05.2017 21:25

Vor í Árborg 2017 - myndir

 

 

 

Vor í Árborg 2017 - myndir

 

 

 

Dagskráin  -  fimmtudaginn 11. maí 2017


Slkráð af Menningar-Staður

13.05.2017 06:58

"Saga Þuríðar formanns kveikti neistann"

 

 

Margaret Willson og Þórður Guðmundsson á Stokkseyri.

 

„Saga Þuríðar formanns kveikti neistann“

 

Fyrir einstaka tilviljun byrjaði Margaret Willson, mannfræðingur og prófessor við Washington háskóla í Seattle, að rannsaka sjósókn íslenskra kvenna. Henni var boðið í heimsókn til Íslands árið 1999, sótti Stokkseyri heim og kom við í Þur- íðarbúð, sem þá var í raun ekki annað en minnisvarðinn um Þuríði formann. Stórbrotin saga Þuríðar kveikti neistann og teningunum var kastað. Hún var sjálf alin upp í sjávarþorpi í Oregon þar sem hún vann sem háseti á mörgum bátum. Sjómennskan er henni sjálfri því í blóð borin. 

Afurð rannsóknar hennar er bókin Survival on the Edge: Seawomen of Iceland, sem kom út hjá University of Washington Press, í Seattle, Bandaríkjunum, á síðasta ári og hefur vakið mikla athygli. Sjávarsafnið í Reykjavík setti til dæmis upp sýningu um verk hennar sem hefur staðið í tvö ár. Margaret er nú enn og aftur stödd á Stokkseyri í rannsóknarleyfi frá háskólanum. 

„Þessi óvænta ferð á Stokkseyri gjörbreytti lífi mínu og ég hef myndað mjög sterk tengsl við þorpið síðan þá. Vonandi fæst bókin mín þýdd og gefin út á Íslandi, en það kemur í ljós á næstunni,“ segir Margaret en ritstjóri Suðra hitti þessa merku fræðakonu á Stokkseyri fyrir skömmu, ásamt Þórði Guðmundssyni sem er henni innan handar. 

Hvað hefur komið þér á óvart við rannsókn á íslenskum sjókonum? 

„Í fyrsta lagi hvað þær eru og hafa verið margar. Frá því að saga og minnisvarði Þuríðar formanns kveikti hugmyndina að verkinu var það ekki fyrr en tíu árum síðar að ég fékk styrk til þess að hefja rannsóknina formlega. Fyrir nítjándu öldina var það ekkert tiltökumál að konur væru á sjó, en þær voru þá um einn þriðji sjómanna. Það þurfti allar hendur á dekk, og konur voru ómissandi hluti vinnuaflsins. Það var ekki fyrr en líða tók á 19. öldina að kynjalínan varð skýrari og það þótti eingöngu við hæfi karlmanna að stunda sjóinn. Það má því segja að það viðhorf hafi orðið til í landi, því konur voru löngu orðnar fullgildir sjómenn.

“ Hvað ertu að rannsaka núna? 

„Áfram er ég hugfangin af Stokkseyri og sögu þorpsins. Viðvangið er sagan og nútíðin. Þáttur minninganna í því. Sagan er að mestu sögð með augum karlmanna og ég vil fá fram sjónarhorn kvenna í nútíð og fortíð. Hvað gerir samfélagið að því sem það er, hvaðan spretta jafn stórir kvenleiðtogar og Þuríður formaður og Margrét Frímannsdóttir, svo ég taki tvo skörunga fyrr og nú, báðar frá Stokkseyri sem eiga sér einstaka sögu. 

Hvaðan koma þessar stór merkilegu konur og hvað í umhverfi þeirra gerði þær að þessum miklu leiðtogum? 

Ég rannsaka einnig hvernig fólk kemst af við ójöfnuð og óréttlæti og einbeiti mér í því ljósi að sögu Stokkseyrar. Ég stefni að því að koma aftur í september, og þá mun ég hitta Margréti og heyra hennar sögu,“ segir Margaret.

Í bókinni rekur Margaret sögu íslenskra sjókvenna frá Þuríði formanni á Stokkseyri til Sigrúnar stýrimanns frá Djúpavogi og nokkurra enn yngri kvenna. Hún skrifar í fyrstu persónu og rekur í inngangi bókarinnar hvatann að því að hún fékk áhuga á efninu, hvernig var að hefja rannsókn á efni sem lítið hafði verið skoðað og aðferðir sínar við gagnaöflun. Í máli hennar kemur skýrt fram að þrátt fyrir að hafa gjarnan fengið þau svör að fáar konur hafi stundað sjó frá hinum eða þessu bæjarfélaginu þá hafi alla jafna allt annað komið á daginn og þær séu fjölmargar Íslensku konurnar sem sótt hafa sjóinn, þótt þær hafi ekki gert sjóskókn að ævistarfi sínu. 

Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku, segir í grein á Hugrás um bókina að í texta hennar takist Willson með athyglisverðum hætti að flétta saman ítarlega heimildavinnu og vitnisburð Íslenskra kvenna af eigin reynslu, ásamt tilvísunum í fjöldan allan af þjóð- sagnakenndum frásögnum um sjósókn þeirra á ólíkum tímum. „Hún leitar víða fanga og nýtir sér jafnt varðveittar sjó- ferðabækur sem og stökur og kvæði, s.s. eftir Ólínu Andrésardóttur, frá 1924, þar sem segir: „þær saumuðu, spunnu, styrðu skeið, / þeim var kunnug láar leið / lögð yfir grunna svæðin breið“ (bls. 40), til að varpa ljósi á margbrotið lífshlaup kvenna um aldir.“


 

 


Björgvin G. Sigurðsson.

Héraðsfréttablaðið Suðri - fimmudaginn 11. maí 2017


 


Skráð af Menningar-Staður.

12.05.2017 21:30

BÆTA VERÐUR INNVIÐINA

 

 

Guðrún Hanna Óskarsdóttir, húsmóðir í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði

og tengdamóðir Dýrafjarðar.

Hún opnar nú á helginni kaffihúsið Kaffi Sól í Neðri-Breiðadal.

 

BÆTA VERÐUR INNVIÐINA

 

Guðmundur Hálfdánarson prófessor við Háskóla Íslands segir að bæta verði innviði Vestfjarða, þannig að byggð haldist þar. Fleira þurfi að koma til, svo sem pólitískar ákvarðanir.

Þetta kemur fram í þætti um Vestifrði á N4 á sunnudagskvöld. Guðmundur var einn fyrirlesara á málþinginu Vestfiska vorið sem var haldið á Flateyri um síðustu helgi.

 

Þetta kemur fram í þætti um Vestifrði á N4 á sunnudagskvöld, 14. maí, kl. 21.30.

Í stiklu úr þættinum er einnig rætt við Guðrúnu Óskarsdóttur í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði.

 

Smella á þessa slóð:
http://www.bb.is/2017/05/baeta-verdur-innvidina/

 

 

Í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði.

.

 

 

-Vestfirska vorið- verður á dagskrá á -N4- nú á sunnudagskvöldinu 14. maí kl. 20:30

 

Af www.thingeyri.is


Skráð af Menningar-Staður

12.05.2017 07:00

80 ár frá strandi Loch Morar

 

 

 

80 ár frá strandi Loch Morar

 

Héraðsfréttablaðið - Suðri- fimmtudagurinn 11. maí 2017


Er dreift í 10.500 eintökum á öll heimili á Suðurlandi og Vestmannaeyjum. 


Blaðið á þessari slóð:
http://fotspor.is/…/wp-…/uploads/2017/05/sudri_11mai_web.pdf


 

.

.Skráð af Menningar-Staður

 

11.05.2017 17:11

11. maí 1921 - Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 


Togarinn Jón forseti. Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

 

11. maí 1921 - Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 

Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921. 

Sam­kvæmt þeim áttu há­set­ar á tog­ur­um að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sól­ar­hring hverj­um,“ en áður höfðu sjó­menn þurft að standa vakt­ir í tvo til þrjá sól­ar­hringa. 

Hvíld­ar­tím­inn var lengd­ur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.

 

Morgunblaðið 11. maí 2017 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2017 10:21

Lokadagurinn 11. maí

 


Vinir alþýðunnar í morgunspjalli í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 11. maí 2017.
F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Jón Gunnar Gíslason og Ólafur Ragnarsson. Jóhann Jóhannsson var farinn upp að Ölfusá.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Lokadagurinn 11. maí
 

 

Hinn hefðbundni lokadagur vetrarvertíðar 11. maí er í dag.

 

Minna fer nú fyrir vertíðarlokum en áður þar sem nær allar veiðar eru takmarkaðar í kvótum.

 

Horft er nú frekar til lokadags sem hluta af atvinnumenningu þjóðarinnar.


Vinir alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka héldu uppá lokadaginn með innihaldsríku morgunspjalli og kaffi.
 


Skráð af Menningar-Staður

10.05.2017 11:58

Vormessa í Hjallakirkju 7. maí 2017

 


Hjallakirkja í Ölfusi sem byggð var árið 1928.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Vormessa í Hjallakirkju 7. maí 2017 

 

Nú sunnudaginn 7. maí sl. var vormessa í Hjallakirkju í Ölfusi sem byggð var árið 1928.

Kór Þorlákskirkju í Þorlákshöfn söng undir stjórn organistans  Miklós Dalmay.

Sóknarpresturinn í Þorlákshöfn, séra Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson,  djákni sem býr  á Eyrarbakka, þjónuðu fyrir altari.
Meðhjálpari í Hjallakirkju er Sigurður Hermannsson.

 


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var í vormessunni í Hjallakirkju. Meðal verkefna Kirkjuráðsins er að heimsækja allar kirkjur á Suðurlandi. Það verkefni er komið vel á veg en hefur tekið nokkur ár.
Að lokinni vormessunni var ársfundur Kirkjuráðs Hrútavinafélagsins haldinn að Hrauni í Ölfusi hjá hjónunum Þórhildi Ólafsdóttur og Hannesi Sigurðssyni.Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282841/
 


Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

10.05.2017 08:59

Íslenskir seðlar seljast dýrt

 

 

Íslenski seðillinn seldist á hærra verði en búist var við.

500 krónur - Jón Sigurðsson.

 

Íslenskir seðlar seljast dýrt

 

Átta íslenskir seðlar seldust fyrir tæplega tvær milljónir króna á uppboði hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen í gær, þar af seldist sá dýrasti fyrir tæpa hálfa milljón króna og sá næst dýrasti á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. 

Þeir dýrustu voru tveir 500 króna seðlar frá árinu 1944, útgefnir af Landsbanka Íslands, með mynd af Jóni Sigurðssyni.

Um eru að ræða góð eintök af viðkomandi seðlum en þeir voru ekki í gildi nema í rúm þrjú ár. Annar þeirra fór á tvöföldu matsverði uppboðshússins og hinn á rúmlega þreföldu matsverði. Um er að ræða talsverðar verðhækkanir á íslensku seðlunum frá seinustu tveimur árum, eða sem nemur tugum prósenta miðað við það þegar sambærilegar seðlar hafa komið á uppboð í Danmörku.

Stutt er síðan fá­gæt­ur 50 króna seðill frá árinu 1925 seldist ­fyr­ir um þrjár millj­ón­ir króna og í haust sem leið seldist sjaldgæfur 100 króna seðill frá árinu 1919 fyrir um 2,6 milljónir króna á uppboði í Þýskalandi. 

 

Fréttablaðið 10. maí 2017.Skráð af Menningar-Staður.

09.05.2017 07:01

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2017

 


Eyrarbakkakirkja fék kr. 5.000.000.-.

 

Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2017

 

Minjastofnun Íslands og húsafriðunarnefnd hafa lokið yfirferð þeirra 257 umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði sem bárust stofnuninni þegar auglýst var eftir umsóknum s.l. haust. 

Umsóknirnar skiptust þannig milli efnisflokka:

  • friðlýstar kirkjur: 47 umsóknir
  • friðlýst hús og mannvirki: 32 umsóknir
  • friðuð hús og mannvirki: 110 umsóknir
  • önnur hús og mannvirki: 50 umsóknir
  • byggða- og húsakannanir: 6 umsóknir
  • rannsóknir og önnur verkefni: 12 umsóknir

 

Nú reyndist unnt að veita 182 styrki, samtals að upphæð 168.350.00 kr., en sótt var um rúmlega 772 millj. króna.

 

Hér má sjá lista yfir þá styrki sem veittir voru ásamt samantekt umsókna og styrkja.


Af www.minjastofnun.is

 

Skráð af Menningar-Staður.