Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.10.2017 18:28

"Brennið þið vitar" Elfars Guðna Þórðarsonar 15 ára

 

 

12. október 2002 á hátíðarsamkomunni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

Í loknin voru nokkrir heiðraðir með listaverki sem er vitakerti úr vaxi og vitinn er

Knarrarósviti rétt austan Stokkseyrar. Vitinn er í túnjaðri Páls Ísólfssonar og fyrir lag hans

-Brennið þið vitar-  verður sá viti merkilegasti viti landsins að margra mati. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 


Listamennirnir Elfar Guðni Þórðarson og Páll Ísólfsson horfast í augu
þegar listaverk Elfars Guðna "Brennið þið vitar" var í vinnslu. Ljósm.: BIBHér á slóðinna að neðan má sjá nær 50 myndir frá mannlífi og menningarstarfi

í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri á fyrstu árunum eftir opnunina:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284323/

 

 

"Brennið þið vitar" Elfars Guðna Þórðarsonar 15 ára

 

Útgáfudagur Suðra að þessu sinni er 12. október 2017. Fyrir Stokkseyringa og reyndar Sunnlendinga alla er 12. október einn af stóru dögum menningarsögu svæðisins. 12. október 1893 var fæðingardagur Páls Ísólfssonar, tónskálds á Stokkseyri. Nú horfum við til baka um 15 ár eða til 12. október 2002 en á þeim degi var afhjúpað og vígt listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.

 

Menningarverstöð verður til

Hraðfrystihús Stokkseyrar var endurbyggt og stækkað verulega eftir mikinn bruna þann 30. maí 1979. Reisugildi hins nýja endurbyggða húss var þann 12. október 1979 á 50 ára afmæli byggingarmeistara hússins Sigurjóns Jónssonar sem lést 25. september sl. Mikil og kröftug vinnsla og útgerð var á vegum Hraðfrystihúss Stokkseyrar í nýja húsnæðinu allt fram undir síðustu aldamót. Vegna breytinga í sjávarútvegi; kvótakerfis og sameininga fyrirtækja var svo komið að rétt fyrir síðustu aldamót var engin vinnsla í húsinu í nokkur ár.Það var svo þann 6. júní 1999 að Fiskvinnslan Hólmaröst hóf strafsemi í hinu fyrrum Hraðfrystihúsi Stokkseyrar og var með öfluga og tæknivædda saltfiskvinslu allt  til ársins 2006. 

Eigendur Hólmarastar voru Björn Ingi Bjarnason og Einar Sveinn Einarsson sem höfðu verið með fiskvinnslu um árabil í Reykjavík. 

 

Fljótlega fóru þeir að hugleiða frekari nýtingu á því mikla húsnæði sem þarna var til staðar á Stokkseyri og strax var horft til; sögu- mannlífs- og menningararfleiðarinnar á svæðinu. Byrjað var að framkvæma breytingar á húsnæðinu til þess að gera það aðgengilegt fyrir þessa nýju notkun sem Sigurður Jónsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi, sagði í umfjöllun í blaðinu að væri „ný hugsun“ og gæti breytt miklu til hins betra. Í þessu umróti breytinga sem margir heimamenn og fleiri lögðu hönd að með eigendum varð til Menningarverstöðin Hólmaröst í hinu fyrrum Hraðfrystihúsi Stokkseyrar.

Nafnið „Menningarverstöð“ varð til á ritstjórn blaðsins Gluggans á Selfossi sem gefið var út á þessum árum. Nafnið eiga þær; Þóra Þórarinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir og Þórdís Jónsdóttir sem allar unnu á ritstjórn Gluggans.

 

Brennið þið vitar

Fyrstur til landnáms í hinu nýja athafnaumhverfi í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri var listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson sem um árabil hafði málað á vinnustofu sinni í Götuhúsum og haldið sýningar árvisst um hvítasunnuna í Félagsheimilinu Gimli á Stokkseyri. Elfar Guðni kom sér vel fyrir í Menningarverstöðinni með rúmgóðri vinnustofu og glæsilegum sýningarsasl. Þarna hefur Elfar Guðni starfað og dafnað enn frekar í listsköpun sinni allt frá því 2001 til þessa dags. Hann gaf sínu svæði nafnið „Svartiklettur“ og er það 

sótt í fjöruna rétt vestan við Stokkseyrarbryggju. 

 

Hluti af innkomu Elfars Guðna í Menningarverstöðina árið 2001 var að mála 30 fermetra Íslandsmynd fyrir Björn Inga og Einar Svein þar sem allir helstu vitar landsins voru settir á ströndina með tölvustýrðum ljósabúnaði. Síðan var lag Páls Ísólfssonar (f. 12. október 1893 - d. 23. nóvember 1974)  við ljóð Davíðs Stefánssonar (f. 21. Jnúar 1895 – d. 1. mars 1964) „Brennið vitar“ í flutningi karlakórs leikið undir meðan ljós á öllum vitum landsins komu inn á rúmum fjórum mínútu með nákvæmri tölvustýringu.

Margir komu að gerð þessa listaverks Elfars Guðna með einum eða öðrum hætti. Það var síðan afhjúpað og vígt á afmælisdegi Páls Ísólfssonar þann 12. október 2002 og voru um 600 manns í Menningarsalnum í Menningarverstöðinni Hólmaröst er Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði fluttu lagið Brennið þið vitar og ljós komu á alla vitana á listaverkinu í fyrsta sinn. Þrestir eru elsti karlakór landsins en hann stofnaði Friðrik Bjarnason tónskáld frá Stokkseyri sem lengi bjó í Hafnarfirði og var þar heiðursborgari.

Gríðarleg gleði viðstaddra var þarna þann 12. október 2002 og sögðu margir að þarna hefðu hughrif hrifningarinnar náð hástigi í gæsahúð allra hátíðargesta. Í ljós kom þarna að hljómburður í salnum var sérlega góður og kom tónlistarfólki verulega á óvart.  

 

Þetta er rifjað upp nú því rétt 15 ár eru frá þessari efirminnilegu samkomu. 

 

Nú er öllum ljóst hið mikilvæga og margþætta sögu- mannlífs- og menningarstarf sem verið hefur í Menningarverstðinni Hólmaröst á Stokkseyri frá þessum tíma til dagsins í dag og verður ekki rakið hér að þessu sinni. Þó má geta þess að samkvæmt teljara sem er í Menningarverstöðinnu komu þangað 37.000 manns á fyrsta heila opna árinu 2003.   

 

Hér í opnunni eru myndir sem tengjast þessu upphafi þann 12. október 2002 og nokkrum öðrum samkomum í Menningarverstöðinni.

 

Elfar Guðni Þórðarson

Elfar Guðni Þórðarson er fæddur þann 17. október 1943 í Sjólyst á Stokkseyri og hefur alltaf átt heima á Stokkseyri.

 

Hvað varð til þess að Elfar Guðni byrjaði að mála?

„Það er nú saga að segja frá því.  Kannski var þetta undirliggjandi. Ég bara gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en upp úr 1972.  Þá kom hann Steingrímur St. Th. Sigurðsson í Roðgúl á Stokkseyri (f. 29. apríl 1925 – d. 21. apríl 2000). 

 

Áður en ég segi frá Steingrími í Roðgúl þá verð ég að minnast á hann Gunnar Gestsson í Sandvík á Stokkseyri (f. 12. október 1913 d. 24. júní 1982).  Ég kenni hann við Sandvík því þar átti hann heima í mörg ár.  Þangað fór maður að láta klippa sig. Gunnar var klippari góður og gríðarlega flinkur málari og málaði mjög fallegar myndir.  Maður fékk að berja þær augum þegar maður fór að láta klippa sig.  Þá sýndi Gunnar mér það sem hann var að mála í það og 

það skiptið.  Alltaf fundust mér myndirnar vera fallegar og maður skildi ekki alveg hvernig það væri hægt að gera svona myndir.  Kannski langaði mig að prófa en lagði ekki í það, því að svona myndir gæti maður aldrei málað.  Samt man ég eftir að hafa prófað að mála með vatnslitum en það var mjög lítið og ræfilslegt.  

Ég man líka eftir því ef maður kafar djúpt í hugann að ég gerði myndir úr trjáberki þar hreyfst ég að frænda mínum honum Arthúri Ólafssyni eða Grími myndlistarmanni eins og hann kallaði sig, en hann bjó í Svíþjóð í mörg ár.  Hefði ég gjarnan viljað kynnast honum meira en hann lést fyrir nokkrum árum.  Það var til lítil mynd eftir Arthús á mínu heimili gerð úr tré og vatnslitum og notað silfurberg með.  Ég held að áhrifin frá þessari mynd hafi komið fram í myndunum sem ég gerði úr trjáberkinum og eitthvað held ég að ég hafi málað með vatnslitum líka en allt var þetta frekar máttlaust og ég hélt bara áfram á sjónum.  

 

En aftur að Steingrími St. Th. Sigurðssyni í Roðgúl. Hann kom eins og stormsveipur inn í frekar rólegt samfélag sem Stokkseyri var.  Ég var á þessum tíma að vinna við smíðar í frystihúsinu, og einn daginn sá ég þennan nýja mann í Roðgúl vera að mála úti og það gekk mikið á.  Ég var nú frekar feiminn og heimóttarlegur en eitthvað gaf ég mig að honum því mig langaði að sjá hvað hann væri að gera og hvernig myndir hann málaði.  

 

Það er skemmst frá því að segja að þetta fannst mér eitthvað skrítið, mikið af litum út um allt og allt var þetta gert með tilþrifum.  Kannski fannst mér þetta ekki nógu gott eða flott og akkúrat á þessum tímapunkti ákvað ég að prófa að mála mynd.  Ég fór til Steingríms og spurði hann hvaða liti hann notaði og sagðist hann nota acryl liti sem væri hægt að blanda með vatni.  Ég bögglaðist til að skrifa heitið á litunum á lokið á smíðatösku sem ég var með ACRYL.  Og svo fór ég til Reykjavíkur og keypti liti og upp frá því var ekki aftur snúið.  

 

Áður en ég segi meira frá því þá verður það að koma skýrt fram að á þessum tímapunkti skynjaði ég ekki þetta litaflæði og tilfinninguna sem Steingrímur lagði í sínar myndir.  Þegar ég fór að átta mig á þessu öllu saman þá sá ég að þarna voru margar stórkostlegar myndir sem voru gerðar með tilþrifum og tilfinningu og voru myndirnar svolítið eins og Steingrímur sjálfur miklar tilfinningar og kraftur.“

 

Með þessari samantekt og myndum eru hamingjuóskir til Elfars Guðna Þórðarsonar á afmælisdeginum 74 ára hinn 17. október n.k. Þakkir til Elfar Guðna Þórðarsonar og hans góðu konu Helgu Jónasdóttur fyrir allar ánægjustundirnar á síðustu nær því tuttugu árum. 

 

Björn Ingi Bjarnason,

Ránargrund, Eyrarbakka.

 

 

Listaverkið Brennið þið vitar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og ljós á

öllum vitum landsins. Á gólfinu brennur vitakertið af Knarrarósvita en Elfar Guðni Þórðarson

smíðaði líkan af Knarrarósvita sem síðan var steyptur í kertaverksmiðjunni að

Blesastöðum á Skeiðum. Brennið þið vitar hér í margþættum listaverkum.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Grein þessi birtist fyrst í héraðsfréttablaðinu Suðra bls. 8 og 9.

 

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2017/10/Su%C3%B0ri_12oktober_16sidur.pdf
Skráð af Menningar-Staður

 

17.10.2017 06:50

Sæki efnivið í kynlega kvisti æskuáranna

 


Guðmundur Brynjólfsson.
 

Sæki efnivið í kynlega kvisti æskuáranna

 

Tímagarðurinn er ný skáldsaga frá Guðmundi Brynjólfssyni, rithöfundi á Eyrarbakka, en bækur hans hafa vakið verðskuldaða athygli frá þessum úrvals rithöfundi. Suðri tók Guðmund tali um nýju bókina, Tímagarðinn, sem Sæmundur bókaútgáfa á Selfossi gefur út.

 

Um hvað er nýja bókin?

Þessi saga er um Brynjar, 23 ára mann sem er, þegar við kynnumst honum fyrst, ósköp týndur í veröldinni. Hann er fastur í mikilli sorg og sér enga leið út – samt er óvíst hvort hann geri sér grein fyrir því að sorgin er að grafa hann lifandi. Ástæða þessa harms er sú að átta árum fyrr, farast bróðir hans og faðir í sjóslysi. Hann býr hjá mömmu sinni og vinnur ekki handtak, hann er ekki í skóla þrátt fyrir að hafa lokið stúdentsprófi á réttum tíma, og hann er mömmu sinni byrði og ástarsambönd hans eru öll mörkuð vonleysi og depurð. 

 

En þá er það að föðurbróðir hans, Beggi – ákveður að taka hann með sér í ferð á gömlum Rambler. Beggi er fornbílaáhugamaður og þarf að fara víða og dreifa varahlutum og spjalla við menn í sama bransa. Allt væri þetta eðlilegt – nema hvað Brynjar hefur ekkert um það að segja að fara þessa ferð. Þannig hefst ævintýrið sem kannski er ekki rétt að rekja öllu lengra.

 

Er hún á svipuðum slóðum eða lík þeirri síðustu sem vakti mikla athygli? 

Í jólabókaflóðinu 2015 var ég með bók sem heitir, Líkvaka. Mörgum fannst hún ljót – verulega ógeðsleg. Hún hlaut þó mjög góða dóma og þeir sem lásu voru hrifnir, þrátt fyrir óhugnaðinn. Margir sögðu: Þetta er ljótasta bókin þetta árið. Þá ákvað ég að næsta bók myndi fá þá umsögn að hún væri fallegasta bók vertíðarinnar. Tímagarðurinn er sem sagt mjög falleg saga, hugljúf og fyndin (á löngum köflum) en þrátt fyrir það um alvarlegt efni. Hún er raunsæisleg en hleypur stundum út undan sér og þá kannski yfir í það sem hefur verið kallað „töfraraunsæi“. Sagan gerist víða um land, enda fara frændurnir hring um landið – og með þeim hætti er hún kannski á svipuðum slóðum og Líkvaka og hún fjallar um ungan mann, það er líka sameiginlegt. En þá er líka allt það sem þær eiga sameiginlegt upptalið. Í það minnsta það sem þær eiga sameiginlegt á yfirborðinu.

 

Hvert sækir þú efnistök? 

Hér er efniðviðurinn hreinn skáldskapur, líkt og í bókum mínum: Þvílík vika og Gosbrunnurinn

Hér byggi ég þó marga karaktera á körlum og kerlingum sem ég man frá æskuárum eða hef kynnst á lífsleiðinni, „kynlegum kvistum“ – sem stundum eru kallaðir. Vísanir eru í einstök atvik sem vissulega hafa gerst. En það þjónar sögunni. En sagan sjálf, þessi hugmynd, þetta ferðalag og erindi þess er hrein skáldskapur.

 

Hvert sækir þú innblástur við skrifin? 

Í daglega lífið, er sennilega einfalda svarið. Í lífsreynslu mína í gegnum tíðina. Réttasta svarið er þó líklega: Ég geri mér ekki grein fyrir því.

 

Hverjir eru þínir áhrifavaldar, hvert leitar þú sjálfur fyrirmynda við skrifin? Þínir eftirlætis rithöfundar, erlendir og innlendir? 

Áhrifavaldarnir eru margir en þó hefur líklega sá mikli meistari sem nú er nýlátinn, Sigurður Pálsson, haft mest áhrif á mig í þá átt að ég byrjaði að skrifa – svona yfirleitt. Hann hvatti mig tilþess að skrifa, þóttist sjá eitthvað í mér í gegnum háskólaritgerðir – og mörg samtöl. Ég les mikið og margt, er nánast alæta í þeim efnum nema hvað mér leiðast vísindaskáldsögur og tímalaus fortíðarþvættingur eins og Hringadróttinssaga og viðlíka bókmenntir. Af höfundum sem sjálfsagt hafa haft áhrif á mig má nefna, Strindberg, Hemingway, Laxness, Thor Vilhjálmsson og G.K. Chesterton. Að ógleymdum guðspjallamanninum Jóhannesi. Dostojevský, Bragi Ólafsson, Hamsun, Selma Lagerlöf og Þórbergur eru líka þarna einhverstaðar á sveimi. Og sjálfsagt gæti ég talið endalaust upp – það hefur maður út úr því að hafa bæði lært bókmenntafræði og leikhúsfræði og svo bætt skvettu af guðfræði ofan á það. Ofangreindir eru, merkilegt nokk, líka mínir uppáhalds höfundar. Og svo bið ég þau skáld, dauð jafnt sem lifandi afsökunnar á því að gleyma þeim í upptalningunni, sem þar eiga réttilega heima.

 

En að öllu þessu slepptu þá hafa gagnrýnendur bent á, fleiri en einn, að ég hafi minn eigin stíl, sé svolíitið sér á parti. Það held ég sé rétt. Og ég vona líka að það sé rétt.

 

Hvar vinnur þú best sem rithöfundur, ferðu í burtu, eða heima við ogsfrv? 

Ég vinn yfirleitt grunnvinnu heima, skrifa, rannsaka, skipulegg – vinn hugmyndavinnu, glósa óspart. Ég handskrifa í stílabækur eða litlar kompur sem ég hef ávallt á mér. Fæ hugmyndir hér og þar. Ég vinn líka ágætlega í hefðbundnum sólarlandaferðum með fjölskyldunni, en það hefur orðið það samkomulag að ég hafi morgnana út af fyrir mig, þá fer ég yfirleitt á kaffi hús og sit frá klukkan svona hálf níu til ellefu, hálf tólf. Það gott að sitja og hugsa í hitanum, heyra framandi mál, vera í klið sem truflar ekki. En þegar kemur að því að ljúka við bók, hnýta allt saman, þá hefur mér 

gefist best að vera einn – fara í burtu og einbeita mér 100% að verkinu. Í þrígang hef ég í þessum tilgangi farið til Visby á Gotlandi sem er í mínum huga paradís á jörð. Þar er „resedensía“ fyrir höfunda og þýðendur á norðurlöndunum og eystrasaltsríkjunum. Þar myndast gott samfélag og þar fær maður svigrúm til þess að raða allri sinni vinnu saman svo úr verði sú saga, og út komi sú bók, sem maður hefur verið að fást við í kannski tvö ár, eða svo.

Héraðsfréttablaðið Suðri.


Skráð af Menningar-Staður

16.10.2017 19:39

Pálmi Jónsson - Fæddur 11. nóv­em­ber 1929 - Dáinn 9. október 2017 - Minning

 


Pálmi Jónsson (1929 - 2017)

 

 

Pálmi Jónsson

 

- Fæddur 11. nóv­em­ber 1929 - Dáinn 9. október 2017

 

- Minning

 

Pálmi Jóns­son, bóndi, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, fædd­ist 11. nóv­em­ber 1929 á Akri, Aust­ur-Húna­vatns­sýslu. Hann lést á Víf­ils­stöðum 9. októ­ber 2017.

 

For­eldr­ar hans voru hjón­in Jón­ína Ólafs­dótt­ir, f. 1886, hús­freyja á Akri, og Jón Pálma­son, f. 1888, bóndi á Akri, alþing­ismaður, land­búnaðarráðherra og for­seti sam­einaðs þings. Systkini Pálma voru Ingi­björg, f. 1917, Eggert Jó­hann, f. 1919, Mar­grét Ólafía, f. 1921, Salóme, f. 1926, þau eru öll lát­in.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Pálma er Helga Sig­fús­dótt­ir, f. 1936, hús­freyja á Akri.

Börn þeirra eru:

1) Jón Pálma­son, f. 1957, raf­magns­verk­fræðing­ur, kvænt­ur Mari­anne Skovs­gård Niel­sen, f. 1958, fé­lags­ráðgjafa og þýðanda. Börn þeirra Ní­els Pálmi Skovs­gård Jóns­son, f. 1988, Henrik Skovs­gård Jóns­son, f. 1990, Anna Elísa­bet Skovs­gård Jóns­dótt­ir, f. 1994, unnusti Sturla Lange, f. 1994.

2) Jó­hanna Erla Pálma­dótt­ir, f. 1958, bóndi og fram­kvæmda­stjóri, gift Gunn­ari Rún­ari Kristjáns­syni, f. 1957, bónda og hag­fræðingi. Börn þeirra eru Helga Gunn­ars­dótt­ir, f. 1983, og Pálmi Gunn­ars­son, f. 1989.

3) Nína Mar­grét Pálma­dótt­ir, f. 1970, ferðamála­fræðing­ur, gift Ómari Ragn­ars­syni, f. 1957, yf­ir­lækni. Börn þeirra eru Helga Sól­veig Ómars­dótt­ir, f. 2002, og María Rut Ómars­dótt­ir, f. 2003. Fyr­ir átti Nína Mar­grét Ragn­ar Darra Guðmunds­son, f. 1993. Fyr­ir átti Ómar, Unni Björgu Ómars­dótt­ur, f. 1984, sam­býl­ismaður Hrafn­kell Már Stef­áns­son, f. 1984, og Frí­mann Hauk Ómars­son, f. 1986, kvænt­ur Tinnu Björk Gunn­ars­dótt­ur, f. 1985.

 

Pálmi ólst upp á Akri í Tor­fa­lækj­ar­hreppi við öll al­menn sveita­störf. Hann lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um að Hól­um árið 1948. Pálmi tók við búi á Akri 1953 og var þar bóndi til 1997. Hann var kos­inn á þing fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á Norður­landi vestra árið 1967 og sat á Alþingi til árs­ins 1995. Pálmi var land­búnaðarráðherra 1980-1983, var lengi í fjár­laga­nefnd Alþing­is og formaður sam­göngu- og alls­herj­ar­nefnd­ar. Pálmi var virk­ur í fé­lags­störf­um. Hann var formaður Jör­und­ar, FUS í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu, 1963-1964. Sat í hrepps­nefnd Tor­fa­lækj­ar­hrepps 1962-1974. Í stjórn Rarik um ára­tuga skeið og sem formaður stjórn­ar 1978-1990. Sat í Hafnaráði 1984-1987. Í rík­is­fjár­mála­nefnd 1984-1987. Í stjórn Byggðastofn­un­ar 1991-1993. Pálmi sat á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna 1991. Hann var yf­ir­skoðun­ar­maður rík­is­reikn­inga 1992-1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands frá 1994-2000.

 

Minn­ing­ar­at­höfn um Pálma Jóns­son fór fram í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík laugardaginn 14. októ­ber 2017.

Útför fór fram frá Blönduós­kirkju í dag, mánudaginn16. októ­ber 2017 og jarðsett var í Þing­eyrak­laust­urs­kirkju­g­arði.
__________________________________________________________________________________________

 

Minningarorð Guðna Ágústssonar

 

Pálmi Jóns­son var dreng­skap­armaður sem miðlaði góðu til okk­ar sem yngri vor­um í póli­tík­inni og var um svo margt góð fyr­ir­mynd í allri fram­göngu sinni sem ein­stak­ling­ur á vett­vangi þjóðmál­anna. Pálmi vald­ist til þing­mennsku í blóma lífs­ins og fylgdi þar eft­ir föður sín­um, þingskör­ungn­um Jóni Pálma­syni á Akri. Fljótt fann hann sinn eig­in stíl og gerði sig mjög gild­andi á Alþingi sem bar­áttu­mann bænda og land­búnaðar­ins og byggðamála en ekki síður hvetj­andi um að rík­is­fjár­mál­in væru ábyrg og raun­hæf. Enda sat hann í fjár­veit­inga­nefnd Alþing­is og var formaður nefnd­ar­inn­ar um skeið. Ég minn­ist þess að Pálmi og Geir Gunn­ars­son af hinum kanti stjórn­mál­anna bund­ust tryggðabönd­um og töluðu um efna­hags­mál og fjár­lög af mik­illi þekk­ingu og gekk ekki hníf­ur­inn á milli þeirra. Síðar átti ég eft­ir að sitja með þeim báðum í bankaráði Búnaðarbank­ans og tel það sjálf­um mér til tekna að hafa unnið með svo vönduðum mönn­um og heil­steypt­um. Pálmi var staðfast­ur Sjálf­stæðismaður þótt hann á erfiðum tím­um í póli­tík­inni fylgdi glæsi­menn­inu Gunn­ari Thorodd­sen og þeir Friðjón Þórðar­son báðir, enda unnu þeir sína glæst­ustu kosn­inga­sigra eft­ir ráðherra­ár­in í Gunn­ars­stjórn­inni.

 

Pálmi á Akri var góður frjálsíþróttamaður á yngri árum, ekki síst hlaup­ari, hann unni íþrótt­um alla tíð og oft ræddi hann um unga frjálsíþrótta­fólkið okk­ar og var ein­stak­lega glögg­ur að meta hæfi­leika hvers og eins. Pálmi var í póli­tík­inni kapps­full­ur íþróttamaður, harður sprett­hlaup­ari þegar mikið lá við, en rök­fast­ur og drengi­leg­ur and­stæðing­ur, sem hreif fólkið með sér. Hann var góður ræðumaður, flutti mál sitt hnit­miðað á góðri ís­lensku og talaði beint í sal­inn. En fyrst og fremst var hann góður bóndi og einn fremsti sauðfjár­rækt­armaður lands­ins, átti af­burða fal­legt fé á Akri. Hug­ur hans var fyr­ir norðan hjá dótt­ur og tengda­syni sem tóku við bú­skapn­um og síðar dótt­ur­syn­in­um Pálma sem nú rek­ur fjár­búið. Pálmi gat sagt eins og skáldið: „Í daln­um er sál mín en hönd mín er hér,“ þótt þau hjón byggju í Reykja­vík eft­ir þing­mennsk­una var hann kom­inn norður í sauðburð og fjár­rag að hausti, hug­ur hans var í sveit­inni.

 

Pálmi var vík­ing­ur til verka og þingmaður þeirr­ar gerðar sem alla flokka dreymdi um að eiga, hann var héraðinu sínu trúr og stund­um sögðu mér Hún­vetn­ing­ar að þegar hátíð var í héraði og vont veður geisaði brást það ekki að hann kom utan úr hríðinni með Helgu sína á þorra­blótið eða hátíðina. Hann hélt vel utan um sveit­unga sína og sýsl­unga eins og fjöl­skyldu og landið allt var bar­áttu­vett­vang­ur í hugs­un hans og póli­tík­inni. Hann var góður talsmaður land­búnaðar­ins og í störf­um sín­um sem ráðherra voru bæði til staðar hug­sjón­ir hans og raun­hyggja. Ógleym­an­leg var heim­sókn Koi­visto Finn­lands­for­seta til Íslands árið 1982, þá komu ráðherra­hjón­in, Pálmi og Helga, sem gest­gjaf­ar með for­seta­hjón­in og Vig­dís Finn­boga­dótt­ir okk­ar var með í för­inni að Brúna­stöðum til for­eldra minna, það sýndi vinátt­una yfir landa­mæri flokk­anna. Pálmi og faðir minn, Ágúst á Brúna­stöðum, bund­ust tryggðabönd­um í þing­inu og reynd­ar höfðu feður okk­ar Pálma verið góðir vin­ir og stund­um fannst mér að ég hefði notið þeirr­ar vináttu og hlotið mörg heil­ræði frá Pálma fyr­ir bragðið. Við Mar­grét átt­um marg­ar gleðistund­ir með Pálma og Helgu hér heima og á Kana­ríeyj­um og eru þær all­ar á einn veg ógleym­an­leg­ar.

 

Pálmi er minn­is­stæður maður, hann sagði vel frá og var vin­ur vina sinna. Aldrei var hann jafn höfðing­leg­ur og þegar heim að Akri var komið, hönd­in var hlý, gest­risni var hon­um í blóð bor­in, veit­ing­ar í stof­unni hjá Helgu, bik­ar­inn full­ur, hlát­ur­inn lá í loft­inu. Ég sé hann standa á tröpp­un­um glaðan og reif­an, Pálmi er kom­inn heim. Við Mar­grét kveðjum hann með virðingu og þökk.

 

Guðni Ágústs­son.

____________________

Þegar Hrútavinir fóru hringferð um Ísland og gáfu forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum í forystufjársetrið að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014 var m.a. komið við í veislu í Eyvindarstofu á Blönduósi með bændum úr héraði.

Pálmi Jónsson var með bændum af sínu svæði og var samverustundinn mjög ánægjuleg með heimamönnum og gestum í Hrútavinaferðinni.

Nokkrar myndir sem Guðmundur Jón Sigurðsson tók:

 


F.v.: Guðni Ágústsson og Pálmi Jónsson.
.


Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, ávarpar þrjá

f.v. landbúnaðarráðherra í fögnuðinum frábæra á Blönduósi.
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Einar K. Guðfinnsson, Pálmi Jónsson og Guðni Ágústsson.
.


Pálmi Jónsson og forystusauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum.Skráð af Menningar-Staður

 


 

16.10.2017 06:53

Kosið aftur milli Eiríks og Kristjáns

 


Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Eyrarbakka. Hér við helgistund á Sólvöllum.

Ljósm.: BIB

 

Kosið aftur milli Eiríks og Kristjáns

 

Talningu atkvæða í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi lokið. Kosið var milli þriggja frambjóðenda og fékk enginn þeirra meirihluta atkvæða.

 

Sr. Kristján Björns­son sókn­ar­prest­ur í Eyr­ar­bakka­prestakalli, sr. Ei­rík­ur Jó­hanns­son, fyrrverandi prestur í Hruna og sr. Axel Árna­son Njarðvík, héraðsprest­ur á Suður­landi voru til­nefnd­ir sem hæf­ir fram­bjóðend­ur í vor, en kjörið fór fram sam­kvæmt nýj­um regl­um kirkjuráðs.  

 

Atkvæði féllu þannig að Axel hlaut 95 atkvæði, Eiríkur Jóhannsson 234 atkvæði og Kristján 247 atkvæði. Samkvæmt því hlaut enginn meirihluta atkvæða og verður kosið að nýju á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu þ.e. Eiríks og Kristjáns.

 

Á kjörskrá voru 979 manns og var kosningaþátttaka var um 62%. Alls bárust 605 atkvæði. Ógild atkvæði voru 24 og auðir seðlar 5.

 

 

.

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

16.10.2017 06:48

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson (1918 - 2007).

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. 

Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns.
 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.
 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.
 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

15.10.2017 20:49

Samfylkingin á siglingu

 

.

 

 

Samfylkingin á siglingu

 

*X-S mælist með um þrefalt kjörfylgi og myndi bæta við sig átta þingmönnum

*VG enn stærsti flokkurinn

*Framsókn og Sjálfstæðisflokkur standa í stað
 

 Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú mun meira en það var fyrir viku og hefur tvöfaldast á tveimur vikum. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 9.-12. október. 

Nú mælist flokkurinn með 15,3% fylgi og 11 þingmenn, sem er umtalsvert meira en það fylgi sem flokkurinn fékk í þingkosningunum í fyrra þegar hann fékk 5,7% og þrjá þingmenn kjörna. 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist enn stærsti flokkur landsins með 27,4% fylgi og 19 þingmenn og Sjálfstæðisflokkur er næststærstur með 22,6% og 16 þingmenn. 

Björt framtíð mælist með 2,6% fylgi og næði ekki inn þingmanni og það sama má segja um Viðreisn, sem mælist með 3,4%. 

Fylgi Pírata mælist nú 9,2% og stendur í stað frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir viku og það sama má segja um fylgi Framsóknarflokks, sem er 5,5%. Bæði Miðflokkurinn og Flokkur fólksins tapa fylgi frá síðustu könnun. Nú mælast flokkarnir með um 6,5% fylgi, sem myndi skila hvorum um sig fjórum þingmönnum. 

Talsverður munur er á fylgi flokkanna eftir aldri kjósenda og búsetu og þá er einnig munur á því hvað fólk kýs eftir menntun þess.

Eini möguleikinn á stjórn tveggja flokka er samstarf VG og Sjálfstæðisflokks. Nokkrir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn VG og Samfylkingar og þá gætu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingn myndað stjórn með Pírötum.

 

Morgunblaðið.

 

 Skráða f Menningar-Staður

14.10.2017 07:00

Samleikur í söng og upplestri í Húsinu

 

 

Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Bakkastofu á Eyrarbakka.

 

 

Samleikur í söng og upplestri í Húsinu

 

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir í Bakkastofu á Eyrarbakka er um það bil að stíga fram á bókmenntavettvanginn en fyrsta bók hennar er væntanleg í nóvember. Titill bókarinnar er Það sem dvelur í þögninni og er hún líkleg til að vekja forvitni margra.

 

Ásta Kristín var spurð hvernig verkið hafi orðið til.


„Við Valgeir höfum helgað bróðurhlutann af árinu í skapandi skrif í bland við tónsmíðar. Þessi skrif mín eru ný af nálinni, því nú hef ég skrifað sögulega skáldsögu, sem er jafnframt mitt fyrsta verk af þeim toga. Segja má að ástæðan sé sögustundum í Bakkastofu að þakka eða kenna því þar kviknaði hugmyndin hjá einum áheyrenda minna sem starfar hjá bókaforlagi. Síðan fóru hjólin að snúast. Ég byggi sögurnar á sögustundum foreldra minna í sveitinni þar sem ég ólst upp. Þau voru óþreytandi að segja sögur af forfeðrum og ekki síður formæðrum okkar. Sögusviðið lifnaði og myndgerðist fyrir mér sem ungri stúlku. Með aldrinum hafa bæst við upplýsingar sem ýmist rétta sögurnar af eða gerðu það að verkum að ég fann mig knúna til að skálda í eyðurnar. Þar styðst ég við sýn mína í þátíð og nútíð, þar sem ímyndunaraflið er efnisveitan,“ segir Ásta Kristín.

 

Hvers konar bók erum við að tala um?


„Jú ég teygi mig tvö hundruð ár aftur í tímann, fyrst norður í land til formæðra minna og þaðan austur á firði. Eftir það liggur leiðin suður til Eyrarbakka og Reykjavíkur. Ég skrifa um sterkar konur sem flestar giftust þjóðþekktum mönnum. Ástin og baráttan fyrir frelsi þjóðarinnar er æðasláttur sem litar lífshlaup þeirra. Það finnst mér spennandi flétta. En í ástar- og hugsjónabaráttu stígur lífið flókinn dans. Segi ekki meira í bili. Bókin er gefin út af Björt og er þetta fyrsta ættarskáldsagan sem kemur út undir því merki. Forlagið er í eigu mætra kvenna sem hafa hingað til einbeitt sér að útgáfu vandaðra barnabóka undir heitinu Bókabeitan.“

 

Hvenær fáum við að vita meira?


„Í Menningarmánuði Árborgar höfum við Valgeir sett saman dagskrá með fléttunni „Söngur og upplestur“ og þá mun ég kynna bókina sem kemur út á næstu vikum. Viðburðurinn fer fram í Húsinu og mun ég án efa velja til upplestrar einhverja kafla sem gerast í Húsinu og í sýslunum á Suðurlandi. Við Valgeir eigum í farsælu samstarfi við Húsið og Lýður safnstjóri hefur aldeilis verið betri en enginn þegar mig hefur skort heimildir til að sannreyna sögur mínar úr bernsku.“

 

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Byggðasafnið, en líka við Rauða Húsið sem heldur menningarkaffi á jarðhæðinni fyrir þá sem sækja dagskrána. Allt frítt og fallegt í boði Árborgar í „Október menningarmánuðinum“, á 120 ára árstíðarafmæli Eyrarbakkahrepps og 70 ára afmælisári Selfoss.

Dagskráin verður flutt í fjögur skipti tvær helgar í röð, laugardagana og sunnudagana 24. og 15. október og þann 21. og 22. október kl. 14:30.Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður
 

14.10.2017 06:53

Eygerður Þóra Tómasdóttir - Útför í dag 14. okt. 2017

 

 

 

Eygerður Þóra Tómasdóttir

- Útför í dag laugardaginn 14. okt. 2017

kl. 11:00 frá Eyrarbakkakirkju
Skráð af Menningar-Staður

14.10.2017 06:33

Frambjóðendur á ferð um Suðurkjördæmi

 

 

 

Frambjóðendur á ferð um Suðurkjördæmi
 

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fara um kjördæmið og vilja hitta sem flesta kjósendur fyrir kjördag 28. október.

Þau verða á þessum stöðum sem tilgreindir eru hér að neðan og vonast til þess að fólkið í Suðurkjördæmi komi og spjalli um stjórnmál og reki garnirnar úr frambjóðendum um jafnaðarstefnuna og hvernig þau ætla að uppfylla kosningaloforðin góðu.

 

Dagsetning

 Staður

Heimilisfang

Tími

9.okt

Garður

Kíwanissalur

17:30

12.okt

Höfn

Afl Víkurbraut 4

17:00

13.okt

Vík

Ströndinni

12:00

13.okt

Hvolsvöllur

N1 Hlíðarenda Austurvegi 3

18:00

13.okt

Landvegamót

Söluskólinn Landvegamótum

20:00

14.okt

Árborg

Samfylkingin Eyrarvegi 15

11:00

16.okt

Þorlákshöfn

Meitillinn Selvogsbraut 41

12:00

16.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

20:00

17.okt

Vogar

N1 Iðndal 2

18:00

17.okt

Grindavík

Víkurbraut 27

20:00

18.okt

Sandgerði

Efra Sandgerði

20:00

19.okt

Flúðir

Samkaupum

12:00

21.okt

Árborg

Samfylkingin Eyrarvegi 15

11:00

23.okt

Vestmannaeyjar

Café Varmó

13:00

       
 

Kosningaskrifstofur opnaðar

 

14.okt

Reykjanesbær

Kjarni við Hafnargötu

14:00

21.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

14:00

       
 

Stjórnmál og skemmtun

 

20.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

20:00

21.okt

Reykjanesbær

Kjarni við Hafnargötu

20:00  


Allir velkonir!Skráð af Menningar-Staður

13.10.2017 18:17

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
 

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
 

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.
 


Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
 

 

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður