Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.09.2018 17:31

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

 

 

Merkir Íslendingar - 12. september

 

- Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.

 

 

Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

 

Freymóður lést 6. mars 1973.

 

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

 

Morgunblaðið  - Merkir Íslendingar.Skráð af Menningar-Staður.

12.09.2018 17:22

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 


Jón Hákon Magnússon (1941 - 2014).
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Hákon Magnússon

 

Jón Há­kon Magnús­son fædd­ist í Reykja­vík 12. september 1941.

For­eldr­ar hans voru Svava Sveins­dótt­ir hús­móðir frá Hvilft í Önundarfirði og Magnús Guðjón Kristjáns­son skrif­stofu­stjóri frá Flateyri.
 

 

Eig­in­kona Jóns Hákons var Áslaug Guðrún Harðardótt­ir fjár­mála­stjóri sem lést fyr­ir rúmu ári. Þau eignuðust tvö börn: Áslaugu Svövu og Hörð Há­kon.
 

 

Jón Há­kon lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og blaðamennsku frá Maca­lester Col­l­e­ge í St. Paul í Minnesota í Banda­ríkj­un­um 1964.
 

 

Jón Há­kon var blaðamaður á Tím­an­um 1958-60 og 1965, full­trúi hjá The World Press Institu­te 1962 og 1964, blaðamaður í Bost­on og í Washingt­on DC 1964, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaum­boðinu Vökli hf. 1965-69 og skrif­stofu­stjóri hjá Flug­hjálp vegna Biafra-stríðsins 1969-70.
 

 

Jón Há­kon var blaðafull­trúi á 1100 ára af­mæli Íslands­byggðar 1974. Hann var fréttamaður á frétta­stofu RÚV Sjón­varpi 1970-79 og var þá m.a. um­sjón­ar­maður með umræðuþætti um er­lend mál­efni. Hann var markaðsstjóri hjá Vökli hf 1979-81 og fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Haf­skips hf 1982-85.
 

 

Jón Há­kon stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri KOM, kynn­ing­ar og markaðar ehf. á ár­un­um 1986-2013.
 

 

Jón Há­kon sat í stjórn FÍB 1967-70, Ful­bright-stofn­un­ar­inn­ar á Íslandi 1968-72, Sam­taka um vest­ræna sam­vinnu, var for­seti Rot­ary­klúbbs Seltjarn­ar­ness 1979-80, um­dæm­is­stjóri Rot­ary-um­dæm­is­ins 1993-94, sat í stjórn Bíl­greina­sam­bands­ins og Versl­un­ar og viðskipta 1978-82, var formaður full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Seltjarn­ar­nesi 1985-90, sat í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness, var þar for­seti bæj­ar­stjórn­ar um skeið og gegndi ýms­um öðrum trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann annaðist rekst­ur fjöl­miðlastöðvar­inn­ar í tengsl­um við leiðtoga­fund Reag­ans og Gor­bat­sjovs 1986.


 

Jón Há­kon lést 18. júlí 2014.

 


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

12.09.2018 06:52

Útgáfuhóf nýrrar sakamálasögu í Húsinu

 

 

 

Útgáfuhóf nýrrar sakamálasögu í Húsinu

 

Eitraða barnið heitir ný sakamálasaga eftir Guðmund S. Brynjólfsson rithöfund á Eyrarbakka.

 

Bókin verður kynnt í útgáfuhófi í Húsinu á Eyrarbakka næstkomandi laugardag, þann 15. september 2018, klukkan 16.

 

Kaffi og konfekt í boði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Sögusvið bókarinnar er Eyrarbakki um aldamótin 1900 og við sögu komu þjóðþekktir menn, saklausar vinnukonur og harðsvíraðir drykkjumenn.

 

Guðmundur hefur hlotið einróma lof fyrir fyrri skáldsögur sínar en bókin Eitraða barnið er fyrsta sakamálasaga höfundar.
Skráð af Menningar-Staður.

10.09.2018 20:29

Fánasetur Suðurlands flaggaði rauðum

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggaði rauðumFánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggaði rauðum fána

(dönskum þjóðfána) í dag, 10. september 2018.

 

Himnarnir flögguðu einnig rauðu við fánalok í kvöld. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

10.09.2018 18:47

10. sept­em­ber 1911 - Minn­is­varði um Jón Sig­urðsson

 


Jón Sigurðsson við Stjórnarráðið.

 

 

10. sept­em­ber 1911

 

- Minn­is­varði um Jón Sig­urðsson

 

 

Minn­is­varði um Jón Sig­urðsson var af­hjúpaður við Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­torg þann 10. september 1911 en þá voru rúm hundrað ár frá fæðingu Jóns.  Hann var fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.

 

Stytt­an er eft­ir Ein­ar Jóns­son og var gerð „fyr­ir sam­skot lands­manna,“ eins og sagði í Árbók­um Reykja­vík­ur.

 

Hún var flutt á Aust­ur­völl árið 1931.


Morgunblaðið 10. september 2018.

 

 

Jón Sigurðsson á Austurvelli.

 

JÓN SIGURÐSSON - FORSETI


f. 17.6.1811 -  d. 7.12.1879


Leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld.

 
Skráð af Menningar-Staður.

09.09.2018 09:01

Sölvatínsla í Eyrarbakkafjöru

 


Siggeir Ingólfsson.

 

 

Sölvatínsla í Eyrarbakkafjöru

 

Sölvatínsla í Eyrarbakkafjöru í dag,

sunnudaginn 9. september 2018 kl. 12:00

 

Siggeir Ingólfsson

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.09.2018 08:48

Hjallakirkja í Ölfusi 90 ára

 

 

 

Hjallakirkja í Ölfusi 90 ára

 

Hjallakirkja er einn helsti sögustaðurinn í Ölfusi. Kemur fyrst við sögu á 11. öld og er getið í Flóamannasögu. Kirkjan kemur aftur í ljós sögunnar 1541 er síðasti kaþólski biskupinn yfir Íslandi Ögmundur Pálsson er færður nauðugur á skip og lést í hafi. Hann er handtekinn af hermönnum Dana þar sem hann var í heimsókn hjá systur sinni á Hjalla.

 

Þegar Þorlákskirkja var byggð fyrir ca. 30 árum var um það samkomulag að hafa Hjallakirkju áfram í heiðri og hún þjónar því líka sem sóknarkirkja í Þorlákshafnarprestakalli.

 

Hátíðarmessa verður kl. 14:00 á Hjalla í dag, sunnudaginn 9. september 2018, í tilefni af 90 ára vígsluafmælis Hjallakirkju en hún var vígð 5. nóvember 1928.

 

Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á Hjalla (góður hljómburður). Nývígður vígslubiskup í Skálholtsstifti sr. Kristján Björnsson prédikar, kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn nýráðis organista Esterar Ólafsdóttur, meðhjálpari er Sigurður Hermannsson, djákni og prestur þjóna svo fyrir altari.

 

Eftir messu verður svo kirkjugestum boðið upp á kaffi og með því á veitingastaðnum Hafinu bláa. Þar mun kórinn syngja og opinn verður hjóðnemi fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína. Til hátíðar hefur verið boðið gömlum þjónandi prestum, biskupum, bæjarfulltrúum í Ölfusi og nokkrum öðrum er sem komið hafa að starfi kirkjunnar. Auðvitað er öllum boðið að koma ekki síst þeim sem tengjast kirkjunni með einhverjum hætti, hafa komið í hana sem börn, komið þangað fullorðnir, er kristin kirkja hugleikin eða saga staðarins og héraðsins.

 

Gaman væri að sjá sem flesta og allir eru auðvitað velkomnir ungir sem aldnir.Skráð af Menningar-Staður.

08.09.2018 12:45

8. september 1891 - Ölfusárbrú var vígð

 

 

 

8. september 1891

 

 - Ölfusárbrú var vígð

 

 

Ölfusárbrú var vígð þann 8. september 1891, að viðstöddum um 1.800 manns.

 

Hún var fyrsta hengibrú landsins og ein mesta verklega framkvæmd til þess tíma.

 

Brúin skemmdist 1944 og ný brú var byggð 1945.Morgunblaðið - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson.
 

 

Ölfusá

 

„Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle on Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.

 

1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.

 

 

Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.

 

 

Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.

 

 

Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.

 

 

Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva.“ (Wikipedia)

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

08.09.2018 10:41

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

 

 

Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015)

 

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

 

 

Hall­dór Ásgríms­son fædd­ist á Vopnafirði 8. september 1947.

For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja.


 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­dórs er Sig­ur­jóna Sig­urðardótt­ir lækna­rit­ara og eignuðust þau þrjár dæt­ur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.


 

Hall­dór lauk prófi við Sam­vinnu­skól­ann 1965, varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi 1970 og sótti fram­halds­nám í versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn 1971-73.


 

Hall­dór var lektor við viðskipta­deild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1974-78 og 1979-2006, var vara­formaður flokks­ins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherra­embætti í 19 ár. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störf­um sam­starfs­ráðherra Norður­landa og dóms- og kirkju­málaráðherra. Hann var ut­an­rík­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna frá 1995, var ut­an­rík­is­ráðherra til 2004, en gegndi síðar­nefnda embætt­inu til 1999. Hann var einnig land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra vorið 1999 og fór með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyti í for­föll­um í árs­byrj­un 2001.


 

Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sum­ar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórn­mál­um.


 

Hall­dór var um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í fjölda nefnda á veg­um Alþing­is. Hann tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar í árs­byrj­un 2007 og gegndi því starfi fram í mars 2013.


 

Hall­dór var far­sæll flokks­for­ingi og áhrifa­mik­ill stjórn­mála­maður. Eitt af fyrstu verk­um hans sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var að inn­leiða kvóta­kerfið 1984. Hann og Davíð Odds­son mynduðu rík­is­stjórn sinna flokka 1995 og viðhéldu sam­felldu stjórn­ar­sam­starfi sinna flokka leng­ur en nokkr­ir aðrir flokks­for­ingj­ar fyrr og síðar. Hall­dór lést 18. maí 2015.

 

Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.

08.09.2018 08:00

-Nú brosir nóttin- í Grensáskirkju

 

 

 

 

-Nú brosir nóttin- í Grensáskirkju

 

 

Í dag, laugardaginn 8. september 2018 klukkan 14:00 í Grensáskirkju í Reykjavík, fögnum við endurútgáfu bókarinnar -Nú brosir nóttin- þar sem rakin er saga Guðmundar Einarssonar á Brekku á Ingjaldssandi, Önundarfirði.

 

Höfundur er Theódór Gunnlaugsson. Í nýju útgáfunni er að finna margskonar ítarefni um náttúrubarnið og garpinn Guðmund refaskyttu.Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur segir frá afa sínum, Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur les úr bókinni, söngur og orðið laust. Léttar veitingar - rautt, hvítt, kaffi og kleinur - djús fyrir börnin. Mætum öll.BÓKIN VERÐUR Á TILBOÐSVERÐI - 5000 KR. EN FULLT VERÐ ER 6490,- POSI Á STAÐNUM.Skráð af Menningar-Staður