Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

22.03.2016 16:28

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 


F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

 

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 

Fundur var í Hjallastefnunni í og við Alþýðuhúsið á Eyrarbakka í morgun þriðjudaginn 22. mars 2016.

Kristján Runólfsson orti:
Hjallastefnan hengdi upp fisk,
hann svo látinn síga,
fer hann svo á á frægra disk,
og flotið svo á hníga.


Menningar-Staður færði til myndar eins og sjá má.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Kjartan Þór Helgason og Jóhann Jóhanssson.

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Kjartan Þór Helgason, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Emilsson.


Skráð af Menningar-Staður 

 

22.03.2016 13:30

Bændablaðinu er ætíð fagnað á Eyrarbakka

 


F.v.: Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána ÁR og Kjartan Þór Helgason, vélstjóri.Bændablaðinu er ætíð fagnað á EyrarbakkaSvo var vissulega í morgun í Alþýðuhúsinu þar í bæ.

Skipstjórinn og vélstjórinn á Mána ÁR frá Eyrarbakka komu strax eftir löndun í Þorlákshöfn í morgun við í Alþýðuhúsinu.


Eftir fund í Hjallastefnunni var Bændablaðið lesið upp til agna. 

 

 


F.v.: Ragnar Emilsson, Kjartan Már Helgason og Jóhann Jóhannsson.

 Skráð af Menningar-Staður


 

21.03.2016 14:23

- Afmælisauki Ásmundar Friðrikssonar að Stað 18. mars 2016

 

.


 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður skrifar á Facebook þann 18. mars 2016

 

Annar í afmæli var hjá mér í dag. Hrútavinirnir á Eyrarbakka gáfu mér fiskiveislu í afmælisgjöf og ég mátti bjóða með mér hópi manna. Ég valdi slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sem höfðu tekið á móti mér með Hrútavinir sl. haust.

 

Eftir glæsilegan matinn þar sem aðalréttur dagsins var ferskur þorskur kriddaður með sölum af Eyrarbakkaskerjum heimsóttum við Flugsafnið hjá Einari Elíassyni í á Selfossi og þar komust slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli í feitt. Frábært safn og skemmtileg leiðsögn Einars.

 

Rúsínan í pylsuendanum á skemmtilegum degi var heimsókn til Brunavarna Árnessýslu og þar tók Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri og hans menn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi á móti hópnum sem telur 20 manns.

 

Skemmtilegur dagur sem löngu er skipulagður, tókst framar vonum.

 

Ég þakka Siggeir Ingólfsson, Björn Ingi Bjarnason og félögum fyrir afmælisgjöfina og gestunum frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli að þiggja herlegheitin og gera daginn ógleymanlegan.

 

Takk fyrir mig.

Ásmundur Friðriksson.

 


Myndalabúm með 54 myndum frá Stað á Eyrarbakka og Flugsafni Einars Elíassonar er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277765/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Kristján Runólfsson orti:
Allir fengu á sinn disk,
eðal máltíð fríða,
Geiri setti söl á fisk,
sést það ekki víða.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.03.2016 12:07

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opna sýningu í gallerí Svartakletti Hafnargötu 9, Stokkseyri laugardaginn 26. mars 2016 kl. 14:00.

 

Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi.


Sýningarlok óákveðin.Skráð af Menningar-Staður
 

20.03.2016 20:52

Vorjafndægur 20. mars 2016

 

 

 

Vorjafndægur 20. mars 2016

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjan fer niður fyrir sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

Í Almanaki Háskólans má t.d. sjá að tíminn milli sólarupprásar og sólarlags á vorjafndægrum er um 12 klst. og 14 mínútur, en tveimur dögum fyrir jafndægur er dagurinn nær 12 klst.

hnötturinn skyggður að hálfu


Af www.vedur.is


Skráð af Menningar-Staður

 

20.03.2016 07:12

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson og Magnús Hlynur Hreiðarsson.  Ljósm.: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson, Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson

og Siggeir Ingólfsson.

.


F.v.: Haukur Jónsson Kristján Runólfsson Rúnar Eiríksson, Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson,

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Ásmundur Friðriksson.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.03.2016 12:19

Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri - 85 ára 19. mars 2016

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hjónin. Óskar og kona hans, Ásta Þórunn, komu upp stórum barnahópi.

 

Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri – 85 ára 19. mars 2016

 

Við skólastarf í 45 ár

 

Óskar Magnússon fæddist að Kleifum í Seyðisfirði við Djúp 19. mars1931. Hann flutti tveggja mánaða með fjölskyldu sinni til Flateyrar og ólst þar upp: „Þar var frelsi til athafna fyrir unga menn. Fjallið, sjórinn og fjaran voru okkar ævintýralönd. Kreppan kallaði á sjálfsþurftarbúskap og menn urðu allt í senn, sjómenn, bændur og verkamenn. Mörg heimili héldu kýr eða kindur og sinntu garðyrkju. Við þessar aðstæður lögðu börnin sinn skerf til lífsbaráttu hinna fullorðnu. Vinna við síldarverksmiðjuna á Sólbakka var góð búbót og þegar farið var að veiða karfa, sem áður var fleygt, varð vinnan svo mikil að verkalýðsfélög annars staðar kröfðust hlutdeildar í störfunum.

Ég fór aldrei í sveit enda nóg að starfa við heyöflun og garðvinnu.“

Óskar réri fyrst með föður sínum 10 ára að aldri, fór á handfæraveiðar á Sigurfara eftir fermingu og 15 ára var hann hjálparkokkur á togara.

Óskar var í Barnaskólanum á Flateyri og í Núpsskóla, lauk þar landsprófi, stundaði síðan nám við KÍ og lauk þaðan kennaraprófi 1951. Auk þess sótti hann árleg sumarnámskeið og 1966 hlaut hann Fulbright-styrk til námsdvalar við háskólann í Lincoln í Nebraska.

Óskar kenndi á Stokkseyri 1951-57, kenndi síðan á Eyrarbakka, tók þar við skólastjórn 1968 og sinnti því starfi til 1996. Þá hafði hann sinnt kennslu í 45 ár. Á sumrin sinnti hann svo ýmsum störfum, enda kennaralaun ekki há í þá daga.

Óskar skrifaði í Suðurlandið og var fréttaritari Morgunblaðsins um árabil. Hann hefur lengi haft áhuga á þjóðmálum, sjávarútvegi og fiskveiðum og nú grúskar hann í ættum.

Óskar sat í hreppsnefnd Eyrarbakka 1962-78, var oddviti í átta ár, sat í sýslunefnd Árnessýslu í nokkur ár og í stjórn SASS, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Hann hefur setið í ýmsum félögum Sjálfstæðisflokksins og er meðal stofnenda Félags eldri borgara á Eyrarbakka. Þá æfir hann boccia tvisvar í viku.

 

Fjölskylda

Óskar kvæntist 1953 Ástu Þórunni Vilbergsdóttur, f. 9.7. 1932, d. 9.2. 2016, húsfreyju og iðnverkakonu. Foreldrar Þórunnar voru Vilbergur Jóhannsson, f. 29.3. 1899, d. 2.7. 1939, formaður á Eyrarbakka, og k.h., Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998, húsfreyja.

Börn Óskars og Ástu Þórunnar: andvana drengur f. 6.10. 1953; Lilian V.R. Óskarsdóttir, f. 14.8. 1952 (ættleidd) skólaliði en maður hennar er Júlíus Ólafsson bókbindari og eru börn þeirra Sigrún Ásta, f. 1981. Ómar, f. 1985, og Barði, f. 1992; Ragnheiður Óskarsdóttir, f. 1.4.1955, skrifstofumaður en maður hennar er Birgir Edwald skólastjóri og eru börn þeirra Þórunn Edwald, f. 1979, Ágústa Edwald, f. 1981, og Hildur Edwald, f. 1986; Sigríður Óskarsdóttir, f. 8.4. 1957, skrifstofumaður en maður hennar var Þór Hagalín, f. 13.11. 1939, d. 6.12. 2012 en þeirra börn eru Unnur Huld Hagalín, f. 1976, Þórhildur Hagalín, f. 1981 og Guðmundur Gísli Hagalín, f. 1987; Vilbergur Magni Óskarsson, f. 14.11. 1959, skólastjóri Skipstjórnarskólans, en kona hans er Brynja Björgvinsdóttir lyfjafræðingur og eru börn þeirra Óskar, f. 1983, Björgvin, f. 1990, Kristín, f. 1991, og Ásta Þórunn, f. 2000; Eyrún Óskarsdóttir, f. 20.3. 1964, listfræðingur en maður hennar var Gísli Borgþór Bogason en þau skildu og eru börn þeirra Guðni Baldur, f. 1985, Jóhann, f. 1986, Daníel, f. 1990, Gígja Rún, f. 1995, auk þess sem sonur Eyrúnar og Gunnlaugs Jóhanns Skarphéðinssonar er Jóhann Örn, f. 2013; Edda Óskarsdóttir, f. 27.1. 1968 doktorsnemi en maður hennar er Ólafur Andri Ragnarsson tölvunarfræðingur og eru börn þeirra Lilja Rut, f. 1989, Kaðlín Sara, f. 1994, og Ragnheiður f. 2000; Hallgrímur Óskarsson, f. 19.12. 1970, fasteignasali en kona hans er Þórunn Jóna Hauksdóttir sérfræðingur og eru börn þeirra Hrafnhildur, f. 1996, Haukur Páll, f. 2001, og Barði Páll Óskarsson, f. 2.6.1972, d. 13.7. 1991.

Hálfsystkini Óskars, sammæðra: Sigríður Aðalheiður Pétursdóttir, f. 15.9. 1915, d. 11.3. 1999, húsfreyja, síðast í Reykjavík; Hallgrímur Pétursson, f. 16.12. 1916, d. 11.3. 1941, stýrimaður í Reykjavík; Magnús Björn Pétursson, f. 21.6. 1920, d. 15.12. 1985, húsvörður við Íþróttahús HÍ, búsettur í Reykjavík.

Alsystkini Óskars: Pétur Jóhann Magnússon, f. 23.7. 1925, d. 12.8. 2015, bókbandsmeistari í Reykjavík; Eva Magnúsdóttir, f. 19.12. 1926, verslunarkona í Reykjavík; Páll Magnússon f. 18.1. 1927, d. 26.8. 1932; Skúli Magnússon, f. 1930, d. sama ár; Guðmundur Ingvar Magnússon, f. 25.2. 1933, d. 4.2. 2012, túlkur í Kópavogi, og Guðný María Magnúsdóttir, f. 25.2. 1933, húsfreyja í Seattle.

Foreldrar Óskars voru Magnús Guðni Pétursson, f. 1.1. 1889, d. 9.5. 1964, formaður og togarasjómaður í Reykjavík, og Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir, f. 28.11. 1892, d. 10.5. 1933, húsfreyja.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Morgunblaðið laugardagurinn 19. mars 2016


Skráð af Menningar-Staður

 

19.03.2016 07:08

Alþýðuhúsið í Reykjavík - sögulegur fróðleikur

 

 

 

Alþýðuhúsið í Reykjavík - sögulegur fróðleikur

 

Á lóðunum númer 8 og 10 við Hverfisgötu í Reykjavík  var reistur bráðabirgðaskúr árið 1921 sem síðar var nefndur „Gamla alþýðuhúsið“, en lóðina keypti Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík árið 1917.

Skúrinn var fluttur burt og hafist handa við byggingu Alþýðuhússins, sem lokið var að fullu 1936. Þar voru skrifstofur Dagsbrúnar, Sjómannafélags Reykjavíkur, Verkakvennafélagsins Framsóknar og fleiri verkalýðsfélaga, Alþýðuflokksins og Alþýðublaðsins.

Þar var Ingólfscafé einnig starfrækt og Alþýðuprentsmiðjan, skattstofan, vinnumiðlunarskrifstofa og síðar Hagstofan.

Fjöldi verkamanna gaf dagsverk til að ryðja grunn hússins og margir fátækir verkamenn lögðu fram fé sem gerði verkalýðsfélögunum kleift að halda lóðinni í sinni eigu.

Þórir Baldvinsson gerði teikningar að húsinu en byggingarframkvæmdir annaðist Kornelíus Sigmundsson.

Nú er 101 hótel starfrækt í húsinu, sem hefur verið glæsilega uppgert.

 

Heimildir: Alþýðublaðið

Blaðið Reykjavík vikublað 12. mars 2016.Skráð af Menningar-Staður

19.03.2016 06:45

Byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

 

alt

 

Byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

 

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við verslunina Hlað, verður haldin nú um helgina, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. mars 2016 kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins að Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. 

Fjölbreytt úrval skotvopna verður þar til sýnis, svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar, ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a. úr einkasöfnum. Hjálmar í Hlað og félagar sýna úrval skotvopna. sem og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði til sýnis og sölu. Thomas Danielsen frá Zeiss í Þýskalandi verður á staðnum ásamt Arnfinni Jónssyni byssusmið sem kynnir sýna vinnu. Kynntir verða rifflar frá Blaser og Sauer og haglabyssur frá Marocchi og Blaser. Einnig sjónaukar frá Zeiss og Meopta ásamt hljóðdeyfum frá Hausken, endurhleðsluvörum o.fl. Þá verða til sýnis skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni fyrrverandi veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá JóniBjörnssyni heitnum frá Dalvík, svo eitthvað sé nefnt.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið.

Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir fullorðna og 750 kr. börn 6–12 ára.

Nánari upplýsingar má sjá:  www.veidisafnid.is og www.hlad.is.  Skráð af Menningar-Staður

 

18.03.2016 10:20

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016.

 

 

F.v.: Jón Gunnlaugsson, Ragnar Emilsson Ingvar Jónsson og Siggeir Ingólfsson.
Símamynd: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016.

 

 

F.v.: Sigurður Egilsson, Rúnar Eiríksson, Jón Gunnlaugsson, Ragnar Emilsson,

Ingvar Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Jón Guðmundsson. 


Símamynd: BIBSkráð af Menningar-Staður