Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

16.06.2016 05:33

Ingibjörg Jóhannsdóttir - Fædd 6. september 1924 - Dáin 2. júní 2016 - Minning

 

 

Ingibjörg Jóhannsdóttir

 

Ingibjörg Jóhannsdóttir - Fædd 6. september 1924 -

 

Dáin 2. júní 2016 - Minning

 

Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 6. september 1924. Hún lést á Sólvöllum, dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka, 2. júní 2016.

Foreldrar hennar voru Þórdís Gunnarsdóttir, húsfreyja, f. 1897, d. 1978, og Jóhann Elí Bjarnason, skipstjóri, f. 1890, d. 1951. Ingibjörg var næstelst fjögurra systkina, elstur var Bjarni Jóhannsson, f. 1922, d. 2014. Næstyngstur er Jóhann Jóhannsson, f. 1927 og yngst er Katrín Jóhannsdóttir, f. 1934.

Ingibjörg ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna í Einarshöfn og gekk í Barnaskólann á Eyrarbakka. Hún fór ung til Reykjavíkur og lærði að sauma hjá Rebekku Hjörtþórsdóttur sem var kunn kjólasaumakona á saumastofunni Gullfossi í Aðalstræti 9. Seinna vann hún um tíma í Nærfatagerðinni.

Þann 19.10. 1947 giftist Ingibjörg Þórarni Kristinssyni frá Neistakoti á Eyrarbakka, f. 6.12. 1913, d. 19.6. 1969. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Þórarinsson, f. 1879, d. 1917, og Vigdís Eiríksdóttir, f. 1876, d. 1963. Hann var þriðji yngstur í tíu systkina hópi sem eru öll látin.

Ingibjörg og Þórarinn eignuðust fjóra syni, áður átti Þórarinn soninn Kristján Jóhann, f. 1942.

Elstur þeirra barna er 1) Jóhann Elí, f. 1948, kvæntur Helgu Hallgrímsdóttur, f. 1952, börn þeirra eru: a) Þórarinn, f. 1972, kvæntur Hildi Bjargmundsdóttur og eiga þau börnin Egil Inga, f. 2002 og Telmu Björgu, f. 2005. Áður átti Þórarinn Jóhann Andra, f. 1993 og Bryndísi Örnu, f. 1996. b) Ingibjörg, f. 1973, sambýlismaður Þorvaldur Barðason og eiga þau börnin Ragnar Má, f. 1995 og Helgu Guðrúnu, f. 2000. c) Hallgrímur, f. 1979, kvæntur Sigríði Hrönn Pálmadóttur og eiga þau börnin Torfa Elí, f. 2013 og Birnu Dröfn, f. 2015. d) Bjarni Gunnar, f. 1985, sambýliskona Halla Rúnarsdóttir og eiga þau dótturina Ingibjörgu, f. 2014. Kristinn f. 6.9. 1949, hann á: Þórdísi f. 1972 sem er gift Gísla Gíslasyni f. 1969. Sonur þeirra er Gísli Rúnar f. 2002. Þórarinn Halldór f. 1973. Hann er kvæntur Ingibjörgu Kristinsdóttur f. 1972. Þau eiga börnin Kristin f. 1996 og Guðrúnu Ástu f. 2000.

2) Ingi Þór, f. 1951, kvæntur Guðrúnu Ísfold Johansen, f. 1955. Áður átti Guðrún soninn Hans Erni, f. 1974, d. 1995. Börn Inga Þórs og Guðrúnar eru: a) Guðni, f. 1985, sambýliskona Dagmar Pálsdóttir, f. 1990. Guðni á soninn Anton Bjarma, f. 2008. Dagmar á soninn Kristin Frey, f. 2011. b) Ósk, f. 1987, gift Sigmari Þór Matthíassyni, f. 1987. Þau eiga Klöru Ísfold, f. 2016.

3) Skúli, f. 1955, kvæntur Normu Einarsdóttur, f. 1955, börn þeirra eru: a) Alma Tynes, f. 1976, maður hennar er Sigurjón Ólafsson, f. 1964. Þau eiga Önju Margréti og Ólaf Skúla, f. 2013. b) Bjarni, f. 1978, kona hans er Marija Dragic, f. 1977, þau eiga börnin Branko Magnús, f. 2004 og Helenu, f. 2008. Áður átti Bjarni soninn Sigtrygg Valgeir, f. 1998. c) Einar Thoroddsen, f. 1986, unnusta hans er Dagný Björk Lúðvíksdóttir, f. 1991. Hún á soninn Axel Þór, f. 2008.

 

Útför Ingibjargar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 16. júní 2016, klukkan 13.

______________________________________________________________________________________


Minningarorð Katrínar Jóhannsdóttur

 

Ástkær systir mín, Ingibjörg Jóhannsdóttir, er borin til grafar í dag á æskuslóðum sínum á Eyrarbakka. Langri og farsælli ævi er lokið og góðrar konu er sárt saknað.

Á stundum sem þessum leitar hugurinn til æskuáranna í Einarshöfn á Eyrarbakka. Systir mín ólst upp við leik og störf á Eyrarbakka eins og þá tíðkaðist, í stórum frændgarði, falleg og góð og með afburðum myndarleg til allra verka. Hún var yndisleg stóra systir sem bar hag litlu systur fyrir brjósti og leiðbeindi henni og kenndi á öllum sviðum. Það var svo ljúft og gott og mikill styrkur að eiga að þessi eldri systkini, Imbu, Bjarna og Jóa.

Imba systir var alla tíð órjúfanlegur partur af minni fjölskyldu svo og synir hennar og fjölskyldur þeirra. Margar minningar koma upp í hugann, allar góðar og kærleiksríkar. Samveran á Ránargötu 3 er ofarlega í huga mínum, heimili hennar alltaf opið og umhyggjusemi og elska alltaf til staðar. Hjálpsemi hennar þegar ég stofnaði mína eigin fjölskyldu og börnin mín fæddust er minnisstæð, þá var gott að hafa stóru systur nálæga. Ég minnist heimsóknar hennar til okkar í Svíþjóð, þar sem við nutum þess öll að vera saman og ferðast um og skoða bæi og borgir. Börnin mín og barnabörn voru henni náin og fengu alla tíð að njóta gestrisni hennar og barngæsku.

Það sem einkenndi Imbu systur var æðruleysi hennar í þeim verkefnum sem lífið færði henni. Einnig var það áhugi hennar á samferðamönnum sínum svo og ættrækni. Hún hafði sérstakan áhuga á ættfræði og gat rakið ættir með ártölum og afmælisdögum svo um munaði. Hún hafði alltaf áhuga á því sem var að gerast hjá sínum nánustu og lét sig ekki vanta ef eitthvað var um að vera, alltaf jákvæð og hlý.

Ránargata 3, húsið hennar Ingibjargar föðursystur okkar, var fjölskylduhúsið okkar. Það var okkar annað heimili, allrar fjölskyldunnar, og þar treystum við fjölskylduböndin, börn, barnabörn og barnabarnabörn Jóhanns Elí Bjarnasonar og Þórdísar Gunnarsdóttur, og bróðurfjölskylda Ingibjargar Bjarnadóttur, húsráðanda. Mörg áttum við því láni að fagna að fá að búa í því húsi í skemmri eða lengri tíma og Imba systir bjó þar í fimmtíu ár og var stoð og stytta Ingibjargar, föðursystur okkar, og þær hvor annarrar. Margar eru minningarnar þaðan, skemmtilegar og innilegar.

Nú er dagur að kveldi kominn og ekki get ég lengur hringt í systur mína eða hún í mig eins og var nánast dagleg venja. Það verður erfitt að venjast því.

Á kveðjustund vil ég þakka elskulegri systur minni samfylgdina í lífinu og fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni og færi sonum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur.

 

Ég kveð þig, hugann heillar

minning blíð,

hjartans þakkir fyrir liðna tíð,

lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,

leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.

(Guðrún Jóhannsdóttir)

 

Katrín Jóhannsdóttir.

____________________________________________________________

 

Minningarorð Normu Einarsdóttur

 

Elskuleg tengdamóðir mín er látin á 92. aldursári. Ingibjörg var elskuleg kona, hæglát og prúð og urðum við fljótt góðar vinkonur eftir að ég giftist Skúla yngsta syni hennar. Hún var glæsileg, gekk hnarreist og bar sig vel. Það var gott að koma á fallegt heimili hennar að Ránargötu 3 í Reykjavík en þegar ég kom inn í fjölskylduna bjó Þórdís móðir hennar hjá henni og hafði gert í nokkur ár. Hún leigði hjá föðursystur sinni, Ingibjörgu Bjarnadóttur, sem bjó líka í húsinu og var samheldnin mikil í þessari fjölskyldu. Þessar þrjár konur tóku mér opnum örmum og hefði ég ekki getað fengið betri tengdafjölskyldu.

Ingibjörg hafði misst Þórarin, manninn sinn, þegar hún var aðeins 45 ára en hann lést eftir erfið veikindi og hjúkraði hún honum af alúð. Hún fór að vinna úti eftir það og vann bæði í Belgjagerðinni og í Prjónastofunni Peysunni. Hannyrðir af öllu tagi voru helsta áhugamál hennar en hún var líka góður ljósmyndari og tók margar góðar myndir sem gaman er að skoða og ylja sér við minningarnar. Eftir að við Skúli eignuðumst börnin okkar var gaman að koma með þau í heimsókn til hennar og hún var óþreytandi að lesa fyrir þau og spila á spil. Barnabörnin okkar Skúla voru líka dugleg að koma og heimsækja langömmu á Sólvelli en þangað flutti hún fyrir tæpum átta árum. Hún lést þar 2. júní eftir stutta sjúkralegu og er starfsfólki Sólvalla þakkað kærlega fyrir hlýlegt viðmót ekki aðeins við hana heldur við okkur fjölskylduna í veikindum hennar.

Ég og fjölskylda mín þökkum Ingibjörgu samfylgdina og biðjum guð að blessa hana.

 

Norma Einarsdóttir.Morgunblaðið fimmtudaginn 16. júní 2016

 

 

Eyrarbakkakirkja.                                                                               Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

15.06.2016 20:31

Kirkjubær á Eyrarbakka opnar 17. júní 2016

 

 

Kirkjubær á Eyrarbakka.                                                                  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Kirkjubær á Eyrarbakka opnar 17. júní 2016

 

Sýningin Draumur aldamótabarnsins opnar í Kirkjubæ föstudaginn 17. júní 2016  kl. 12:00

og eru allir velkomnir.

Kirkjubær sem stendur rétt við Húsið á Eyrarbakka verður nú hluti af fjölbreyttu sýningarhaldi Byggðasafns Árnesinga. 

Byggðasafn Árnesinga keypti Kirkjubæ árið 2011 og hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á húsinu og sýningargerð. Safnið hefur nýtt arf Helga Ívarssonar frá Hólum til þessa verkefnis. Kirkjubær er lítið bárujárnsklætt timburhús frá 1920 byggt af alþýðufólki og var búið í því til 1983 er það varð að sumarhúsi. Umhverfis húsið er gróðurmikill garður.

Það verður opið í Kirkjubæ á sama tíma og Húsið og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og er kærkomin viðbót við sýningarhaldið.

Sýningin Draumur aldamótabarnsins varpar ljósi á líf almennings á tímabilinu 1920-40 og er bæði uppfull af safnmunum í réttu samhengi og skemmtilegum fróðleik um tímabilið.

Húsakynnin sjálf tala sínu máli.


Byggðasafn Árnesinga


 

 


 

15.06.2016 17:53

17. júní 2016 á Eyrarbakka

 

 

 

17. júní 2016 á Eyrarbakka

17. júní 2016 á Eyrarbakka

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.06.2016 17:06

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. júní 2016

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson, Jóhann Jóhannsson og Reynir Jóhannsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnaosn.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. júní 2016

 
Skráð af Menningar-Staður

14.06.2016 08:02

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

 

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga fyrir árið 2015 var haldinn í Oddfellowsalnum á Selfossi þann 10. júní 2016.
 

Fundurinn var vel menntur og fór hið besta fram samkvæmt samþykktum félagsins að öllu leyti.
 

Fundarstjóri var kosinn Páll Zópóníasson í Vestmannaeyjum og stýrði hann fundi af röggsemi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson og Guðmundur Búason gerðu grein fyrir starfi og stöðu Kaupfélags Árnesinga.

Gestir fundarins voru þeir Leó Árnason og Guðjón Friðriksson.

Leó Árnason gerði grein fyrir Sögubænum Selfossi og fyrirhugaðri uppbyggingu í þeim anda í miðbæ Selfoss.

Kaupfélag Árnesinga réði á síðasta ári Guðjón Friðriksson til þess að skrifa sögu félagsins og jafnframt annara kaupfélaga á Suðurlandi. Guðjón gerði grein fyrir framvindu verksins sem miðar vel.

Fyrir tillögum stjórnar Kaupfélags Árnesinga til aðalfundarins mæltu þeir Garðar Hannesson og Ágúst Magnússon og voru þær samþykktar samhljóða.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, kvaddi sér hljóðs í lok aðalfundarins undir liðnum önnur mál og rifjaði upp þegar Kaupfélag Árnesinga í maí 2005 gaf Hrútavinafélaginu uppstoppaða forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum í Flóa. Gorbi skipar nú heiðurssess í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.Mennigar-Staður færði fundinn til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279012/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 18:40

13. júní 1941 - Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf

 

 

Bessastaðir. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

13. júní 1941

- Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf

 

Sigurður Jónasson forstjóri afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf þann 13. júní 1941.
 

Eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
 

Árið 1867 eignaðist þingmaðurinn og skáldið Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar í tæp tuttugu ár en við lát hans árið 1896 keypti Landsbanki Íslands staðinn af ekkju hans, Jakobínu Jónsdóttur.
 

Tveimur árum síðar keyptu Ísafjarðarhjónin Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona Bessastaði og bjuggu þar með börnum sínum tólf til ársins 1908. Þegar Skúli lést árið 1916 keypti Jón H. Þorbergsson bóndi Bessastaði og bjó þar til ársins 1928 en eftir það bjó Björgúlfur Ólafsson læknir á staðnum 1928-1940. 

Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði af Björgúlfi árið 1940 og afhenti ríkinu staðinn að gjöf ári síðar.

 

Fréttablaðið 13. júní 2016.


Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 18:37

13. júní 1875 - Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík

 


Jón Sigurðsson.
 

 

13. júní 1875

- Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík

 

Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík þann 13. júní 1875. 

Hann sagði að eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. 

Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn.

 

Morgunblaðið 13. júní 2016 - dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður

13.06.2016 11:19

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

 

Hannes Sigurðsson á Hrauni á samt Óla syni sínnum í sandnámum í Hraunslandi í Ölfusi.
Ljósm.: sunnlenska.is/Sigmundur

 

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

Jarðeigendur á Hrauni í Ölfusi hafa flutt út sex skipsfarma af svörtum sandi til Danmerkur á þessu ári og enn á eftir að sigla með fimm farma af sandi til sömu kaupenda.

Alls er um að ræða um 40 þúsund tonn af efni. Sandurinn, sem er tekinn úr námu sunnan við veginn á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar, er nýttur í steinullargerð í verksmiðju í Danmörku, samskonar þeirri sem er á Sauðárkróki.

Hannes Sigurðsson á Hrauni sagðist í samtali við Sunnlenska reikna með að hvert skip tæki um þrjú til fjögur þúsund tonn af sandi. Rúman sólarhring hefur tekið að fylla skipið sem tekur sandinn.

„Ég var búinn að láta mér detta þetta í hug í einhvern tíma en svo kom upp í hendurnar á okkur kaupandi, sem varð til þess að ráðist var í verkið,“ segir Hannes.

Hannes segist ekki vita um framhald útflutningsins á næsta ári, en vel geti verið að um frekari markað sé að ræða. Nóg er af sandinum, en hann er þó sérstaklega valinn af kaupandanum sem vill fá a´kveðna kornstærð til framleiðslunnar ytra.

„Þetta er tekið úr ákveðnum bing hér í námunni og kaupandinn er ánægður,“ segir Hannes.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 10:26

Eyrarbakkakirkja

 

 

Eyrarbakkakirkja  og Húsið.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Eyrarbakkakirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var á myndaferð við Eyrarbakkakirkju í gær,

sunnudaginn 12. júní  2016.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

12.06.2016 15:52

Fjölmenni í pílagrímagöngunni Þorlákshöfn - Eyrarbakki - Stokkseyri

 

 

Pílagrímagönguhópurinn við Ránargrund á Eyrarbakka.       Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fjölmenni í pílagrímagöngunni -


- Þorlákshöfn - Eyrarbakki -  Stokkseyri
 

 

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016
 

Í dag , sunnudaginn 12. júní 2016,  er önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin.

Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

 

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  

Göngustjórar eru þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

 

Í þessum öðrum hluta göngunnar, sem er fjölmenn og nú stendur yfir, og er frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, fram hjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt var af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri í morgun kl. 9:30.

Þessi ganga er alls um 21 km löng.Rétt í þessu  -(kl. 15:45)-  var gönguhópurinn að ganga fram hjá Ránargrund á Eyrarbakka sem er austasta húsið þar í bæ.

Hópurinn var færður til myndar eins og hér má sjá.

 

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður