Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

18.03.2017 05:45

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars

 

 

 

Sjálfstæðismenn funda í Tryggvaskála 18. mars 
 


Laugardaginn 18. mars 2017 kl. 13:00

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.03.2017 21:40

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

 

Tíminn 17. mars 1917.

 

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

Tíminn, blað Framsóknarflokksins, kom út í fyrsta sinn þann 17. mars 1917. 

„Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálum,“ sagði í inngangsorðum. 

Tíminn varð dagblað árið 1947, var sameinaður Degi 1996 en hætti að koma út haustið 1997.

 

Morgunblaðið 17. mars 2017 - Dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður

16.03.2017 22:56

Menningar-Staður á Menningarviku í Grindavík

 

 

F.v.: Heiðar Ingi Aðalgeirsson og Siggeir Ingólfsson.  

 

Menningar-Staður á Menningarviku í Grindavík

 

Menningarvika sendur nú yfir í Grindavík og eru þar gríðarlega mörg metnaðarfull atriði í boði.

Dagskrá helguð Sigvalda S. Kaldalóns fór fram í Grindavíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16. mars, á Gvendardegi.

Menningar-Staður á Eyrarbakka átti sína fulltrúa þar í kvöld hverjir voru; Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.


Þeir voru nokkuð snemma á ferðinni og litu við á bryggjum í Grindavík og kaffihúsinu „Bryggjunni“
Eins og þeirra er lagið voru þeir sjálfumglaðir þar við barinn og komu því auðveldlega á framfæri að þeir væru frá Eyrarbakka í menningarferði í Grindavík.

Þá kom í ljós að barsveinninn viðmótsþýði átti góðar rætur að Eyrarbakka. Hann heitir Heiðar Ingi Aðalgeirsson og hans móðir er Sigurbjörg Kristín Róbertsdóttir, en hennar faðir og afi Heiðars Inga er Róbert Sigurjónsson frá Eyrarbakka. Róbert rak lengi járnvöruverslunina Bláfell í Grindavík.

Í fyrramálið í Alþýðuhúsinu á Eyarrbakka á morgunfundi hjá Vinum alþýðunnar verður farið betur í ættfræði þessa ágæta fólks í Grindavík.

 

 

F.v.: Heiðar Ingi Aðalgeirsson og Siggeir Ingólfsson.  


Skráð af Menningar-Staður

16.03.2017 17:03

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld

 

 

 

Dagskrá helguð Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju í kvöld 

 

Dagskrá helguð Sigvalda S. Kaldalóns fer fram í Grindavíkurkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 20.

 

„Sigvaldi S. Kaldalóns er eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga en hann bjó og starfaði í Grindavík á árunum 1929-45. Eftir hann liggja margar perlur sem landsmenn þekkja vel,“ segir í tilkynningu.

 

Þar kemur fram að Gissur Páll Gissurarson tenór muni flytja tónleikagestum perlur á borð við - „Hamraborgin“  - "Suðurnesjamenn" og „Ísland ögrum skorið“ við undirleik Renötu Ivan.

 

Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, dóttursonur Sigvalda flytur erindið „Fjöll og trú í tónlist Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946)“ sem fjallar um Grindavíkurár Sigvalda.

 

Aðgangur er ókeypis.


Skráð af Menningar-Staður

16.03.2017 10:57

Gvendardagur - 16. mars

 

 


Stytta af Guðmundi góða á Hólum í Hjaltadal.

 

Gvendardagur - 16. mars

 

GVENDARDAGUR er í dag 16. mars, en þann dag árið 1237 lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup. 

Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi árið 1315 þegar bein hans voru tekin upp. Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega. Hann fæddist árið 1161 og varð biskup á Hólum árið 1203.

Guðmundur mátti ekkert aumt sjá og safnaðist löngum að honum tötralýður. Hann lenti því brátt í deilum við höfðingja norðanlands, einkum fyrir þá sök að þeim þótti hann fara ógætilega með fé Hólastóls. Þrásinnis var hann flæmdur af staðnum og flakkaði þá um landið með herskara fátækra í för með sér. Af þessum sökum hlaut hann viðurnefnið góði. 

Þá var talið vita á gott vor ef veður var vont á Gvendardag og Geirþrúðardag, sem er á morgun segir m.a. í Sögu Daganna. 

Þjóðsagan segir að Guðmundur biskup góði hafi tekið að vígja Drangey, vegna þess hve margir höfðu farist þar með sviplegum hætti. En þegar hann var langt kominn að vígja allt bjargið kom loppa út úr bjarginu og bað vætturin Guðmund hætta vígslunni vegna þess að einhvers staðar yrðu vondir að vera. Er það algengt máltæki síðan. Skildi hann þá hluta af bjarginu eftir óvígðan og heitir það Heiðnabjarg og er aldrei sigið í það.

 


Drangey á Skagafirði.
 


Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.

15.03.2017 15:32

Heimsókn á Eyrarbakka 7. mars 2017

 

.

 

Í kirkjaugarðinum á Eyrarbakka.

 

Heimsókn á Eyrarbakka 7. mars 2017
 

From: Ted [mailto:webarber@btinternet.com]
Sent: sunnudagur, 12. mars 2017 16:53
To: siggeiri@simnet.is
Subject: Visit to Eyrarbakka

 

Good Afternoon,

 

My family and i recently visited your lovely town of Eyrarbakka.

 

The purpose of our trip (from Aberdeen Scotland) was to visit the grave site of my great grandfather Walter E Barber who is buried in your town cemetery.

 

His fishing trawler, the Loch Morar, ran aground off the coast of your town on 31st March 1937 and he sadly died with his crew.

 

My Father (who visited Eyrarbakka with myself, my Mother and brother on March 7th 2017) has carried out much research regarding his grandfather's life and untimely passing. We decided late last year that the time had come to visit Iceland to pay our respects in person. I have long had an interest in the life of my great grandfather and i myself am the fourth family member to carry the name Walter Edward Barber.

 

We are aware that family members of other crew members visited Eyrarbakka in the past but unfortunately no member of the Barber family was present.

 

We left a picture of my great grandfather by the grave and i have attached a photograph which we took.

 

On behalf of myself and the Barber family i would like to pass on my sincere thanks to the person(s) responsible for the upkeep of the gravesite and for the respect which has been shown to my great grandfather by the town/community of Eyrarbakka. 

 

Please feel free to pass this email and photograph on to any interested members of your community.

 

Kind Regards

Walter Barber

Aberdeen , Scotland

 

 

Togarinn Loch Morar
 

 ________________________________________________


Í lok mars árið 1937

 

Að morgni 31. mars 1937 veittu menn á Eyrarbakka því eftirtekt að skip var strandað í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar. Var þegar brugðist við til að grenslast frekar eftir þessu, en sökum brims var ekki hægt að komast nærri skipinu. Bjuggust menn helst við að skipið hafi farið þar upp um nóttina, en þá hafði gengið á með suðaustan stormi. Aftaka brim gekk yfir skipið og þótti mönnum til þess lítil von að nokkur gæti verið þar á lífi lengur og vonlaust um björgun þó strandið hefði uppgötvast fyrr. Þegar líða tók á daginn fóru ýmsir hlutir að reka úr skipinu, þar á meðal björgunarhringur. Kom þá í ljós að skipið var enski togarinn Loch Morar Lo 252 frá Aberdeen. Magnús Oddson var þá hreppstjóri á Eyrarbakka og hafði hann tal af manni frá Stokkseyri sem fyrr um nóttina hafði séð ljósagang á þessum stað, líklega flugelda, en vitneskja um þetta hafði ekki borist yfirvöldum á staðnum fyrr en um seinan. 

 

    Af 12 manna áhöfn komst enginn lífs af og voru lík þeirra að reka á land öðru hvoru þá um sumarið.Tvívegis tókst björgunarmönnum frá Eyrarbakka að komast um borð í skipið á stórstraumsfjöru, en þá stóð aðeins stjórnborðshliðin upp úr sjó. Björgunarmenn náðu að saga gat á hvalbakinn og komust þaðan í þau rými sem stóðu upp úr sjó en fundu engin lík. Skipið liðaðist smám saman í sundur og hvarf í hafið.

 

Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

 

Minningarathöfn vegna skipverjanna sem fórust með Loch Morar var haldinn í Aberdeen þann 11. apríl fyrir tilstuðlan Royal National Mission to Deep-Sea Fishermen. Lík skipverjanna voru jarðsett á Eyrarbakka.


Nöfn sem skipið hafði áður borið voru: Giovanni Guinti 1918, Idaho 1919 Cymrea 1920, Sir Mark Sykes 1932, og síðast Loch Morar (A361) 1935. Skipið var byggt hjá Ailsa Ship Building Co Ltd 1918 og var 277 tonn að stærð.


Af: Bakkabrim - Óðinn Andersen.


 

 


Skráð af Mennigar-Staður


 

15.03.2017 12:35

610 milljóna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og öryggisverkefni í Reynisfjöru

 

 

Hér er sýnd staðsetning þeirra verkefna sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

hefur styrkt frá upphafi.

Athuga ber að staðsetningu er í sumum tilfellum erfitt að tilgreina

með punkti, t.d. þegar verkefnið nær til margra staða á stóru svæði.

 

610 milljóna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

og öryggisverkefni í Reynisfjöru
 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun úr sjóðnum. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna. 
 

Að auki hefur ráðherra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynisfjöru og Kirkjufjöru. Tilgangurinn er að hægt verði að spá fyrir um hættulegar aðstæður, vara við þeim með sýnilegum hætti og mögulega grípa til aukinnar gæslu. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að þróa spákerfi, framkvæma dýptarmælingar og setja upp ýmiss konar búnað. Þess er vænst að hægt verði að taka kerfið í notkun síðar á þessu ári. Fjármögnun verkefnisins er af fé sem sett var til hliðar af fjárveitingum Framkvæmdasjóðsins í þágu öryggismála og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 20 m.kr.
 

Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 m.kr. til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi.
 

Þetta er sjötta árið sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar styrkjum. 

Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að 
1) stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt, 
2) leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins,
og 3) fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Með úthlutuninni í ár nemur heildarupphæð styrkveitinga úr sjóðnum 3,56 milljörðum króna.
 

Fyrir dyrum er endurskoðun á hlutverki sjóðsins sem tekur mið af því að komin er til sögunnar Landsáætlun á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um uppbyggingu innviða vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar. Drög að lagabreytingu um sjóðinn hafa verið birt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og gera þau ráð fyrir að sjóðurinn sinni verkefnum á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til 23. mars. 

 

Listi og samantekt yfir verkefni sem fengu styrk 2017

Stjórnarráðið greinir frá.


Skráð af Menningar-Staður


 

14.03.2017 21:52

Merkir Íslendingar - Ragnar T. Árnason

 


Ragnar T. Árnason (1917 - 1984).

 

Merkir Íslendingar - Ragnar T. Árnason

 

Ragnar Tómas Árnason fæddist í Reykjavík 13. mars 1917. Foreldrar hans voru Árni Benediktsson, stórkaupmaður í Reykjavík og síðar í New York, f. 1887, d. 1964, sonur Benedikts Kristjánssonar bónda í Selárdal í Arnarfirði, og k.h. Ragnhildar Þórðardóttur, og Kristrún Tómasdóttir Hallgrímsson, píanóleikari, f. 1878, d. 1959, dóttir Tómasar Hallgrímssonar læknis frá Hólmum í Reyðarfirði, og k.h. Ástu Hallgrímsson.

 

Ragnar byrjaði ungur að syngja við undirleik móður sinnar og hlaut hjá henni sína fyrstu söngmenntun. Hann lærði síðan söng hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara og lék og söng í óperum og leiksýningum. Hann söng m.a. aðalbassahlutverkið í Systirin frá Prag árið 1937, sem var fyrsta óperusýningin á Íslandi.

 

Eftir að hafa tekið virkan þátt í listalífi Reykjavíkur ákvað Ragnar þó að gefa sig ekki alfarið á vald listagyðjunnar og fór að reka heildverslun.

 

Eftir seinna stríð hætti Ragnar að mestu í viðskiptalífinu og réðst sem starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, fyrst á tónlistardeild en síðar sem fréttaþulur og þingfréttamaður en að lokum vann hann sem dagskrárþulur til 1966 en fór þá aftur út í eigin rekstur.

 

Um Ragnar segir í minningargrein: „Fríður sýnum, höfðinglegur og glæsilegur í allri framgöngu, hress í bragði, ómyrkur í máli og lét vel að leggja orð í belg þá er hin margvíslegustu mál voru rædd. Hann var líkamlega hraustur vel og naut útivistar og ferðalaga á yngri árum en þó einkum hestamennsku, sem um langt skeið var hans helsta tómstundagaman.“

 

Eiginkona Ragnars var Jónína Vigdís Schram, f. 14.6. 1923, d. 28.3. 2007, dóttir Kristjáns Schram, skipstjóra og k.h., Láru Jónsdóttur. Börn Ragnars og Vigdísar: Kristján Tómas, Lára Margrét, Árni Tómas, Ásta Kristrún á Eyrarbakka og Hallgrímur Tómas.

 

Ragnar lést 3. mars 1984.Morgunblaðið 13. mars 2017.
 Skráð af Menningar-Staður

12.03.2017 08:59

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skógakirkju

 

 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skógakirkju

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á ferð í gær, laugardaginn 11. mars 2017, um Suðurland.

Komið var í  Skógakirkju  sem er hluti af Byggðasafninu glæsilega að Skógum undir Eyjafjöllum.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins hefur það hlutverk m.a. að skoða allar kirkjur á Suðurlandi og er þetta verkefni komið vel á veg en hefur tekið nokkur ár. Enda er það starfssiður Hrútavina að vanda vel til verka.

 


Í Skógakirkju á vegum Hrútavinafélagsins voru:

Þórarinn Theódór Ólafsson, Eyrarbakka,
Guðmundur Magnússon, Eyrarbakka,
Ingvar Magnússon, Eyrarbakka,

Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Ásamýri
og Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka.

 


Menningar-Staður færði til myndar. 

 

.
Skógakirkja.
.

.
Í Skógakirkju.
F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson, Guðmundur Magnússon og Ingvar Magnússon.  

.

.
Í Skógakirkju, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson.
.
Skráð af Menningar-Staður.

11.03.2017 07:53

Þuríður Pálsdóttir söngkona - 90 ára

 

 

Þuríður Pálsdóttir.

 

Þuríður Pálsdóttir söngkona – 90 ára

Í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt

 

Þuríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík að Bergstaðastræti 50, yngsta barn foreldra sinna Kristínar Norðmann og Páls Ísólfssonar. „Ég er alin upp fyrir austan læk, að undanskildum nokkrum misserum í Skerjafirði,“ segir Þuríður í ævisögu sinni, Líf mitt og gleði, sem Jónína Michaelsdóttir skráði og kom út 1986.

 

Þuríður var í sveit sem unglingur á Arnbjargarlæk. „Þessi tvö sumur eru einhver yndislegasti tími sem ég hef lifað,“ segir Þuríður. Eiginmaður hennar var Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur. Móðir Þuríðar, sem var þekktur bridsspilari, sagði henni fyrst frá tilvist hans: „Ég tapaði af því að Árni Matt var með nýjan makker mjög efnilegan.“ Hún gat ekki vitað að einkadóttir hennar ætti eftir að fá þennan efnilega spilamann fyrir „makker í öðru spili og mikilvægara“, segir Þuríður. Hún missti móður sína sextán ára gömul. Mjög kært var með Níní, eins og Þuríður er jafnan kölluð af nákomnu fólki, og bræðrum hennar Nonna (Jóni) og Nenna (Einari) enda á líkum aldri.

 

Þuríður fékk snemma áhuga á söng. „Amma mín og nafna hafði snemma orð á því að ég hefði fallega rödd,“ segir hún. „„Alltaf vill þessi Níní vera að syngja,“ sagði æskuvinkona mín.“

 

Þuríður hefur verið einsöngvari frá 1948. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum hjá Luigi Algergoni og Linu Pagliughi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967 og stundaði nám í píanóleik og óperuleik. Þuríður var í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt hér og söng fjölmörg óperuhlutverk, hélt fjölda einsöngstónleika, stjórnaði Árnesingakórnum í Reykjavík og var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

 

Þuríður var formaður Félags íslenskra einsöngvara um árabil og sat í Þjóðleikhúsráði frá 1978 og varð formaður þess 1983. Hún var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1991 til 1995. Þuríður var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1982, Cavalieri dell Ordine Al Merito della Repubblica Italiana 1987; Silfurmerki Félags íslenskra leikara og hlaut einnig viðurkenningu frá Íslensku óperunni fyrir þrjátíu ára starf á óperusviði 1983.

 

Fjölskylda

Þuríður giftist í janúarlok 1946 Erni Guðmundssyni, f. 1921, d. 1987 framkvæmdastjóra. Hann var sonur Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar, f. 1873, d. 1944 og k.h. Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, kennara og húsmóður, f. 1879, d. 1960.

 

Börn Þuríðar og Arnar eru: 1) Kristín, f. 1946, fyrrverandi starfsmaður á Biskupsstofu, gift Hermanni Tönsberg, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Þau eiga börnin Einar tónlistarmann, Þuríði lögfræðing, Ingibjörgu, Ernu alþjóðastjórnmálafræðing og Örn myndlistarmann. 2) Guðmundur Páll Arnarson f. 1954, bridskennari. Hann er kvæntur Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamanni. Hann á soninn Jónas, óperusöngvara í Þýskalandi, og stjúpbörnin Ragnheiði háskólakennara, Ásgerði óperusöngkonu, Móeiði kennara, Kristin og Guðlaug tónlistarmenn og Sigríði Elísabetu, nema í tölvunarfræði. 3) Laufey, f. 1962, kennari. Hún er gift Birni Kristinssyni efnafræðingi. Þau eiga börnin Kristin Örn, mastersnema í verkfræði, og Helgu Sóleyju framhaldsskólanema.

 

Systkini Þuríðar: Jón Norðmann, f. 1923, d. 1993, yfirskoðunarmaður hjá Flugleiðum; Einar, f. 1925, d. 1996, leikari, skólastjóri og fræðimaður; Anna Sigríður, prestur og ráðgjafi, f. 1946, dóttir Páls og síðari konu hans, Sigrúnar Eiríksdóttur, f. 1911, d. 1990. Dætur Sigrúnar og Heinrichs Durr og stjúpsystur Þuríðar: Hjördís, f. 1934, Erla, f. 1935 og Hildegard, f. 1938, d. 2012.

 

Foreldrar Þuríðar voru Páll Ísólfsson, tónskáld og organisti, f. 1893, d. 1974 og Kristín Norðmann píanókennari, f. 1898, d. 1944.

 

.

Söngkonan -  Á tónleikum 1979.Morgunblaðið 11. mars 2017.


Skráð af Menningar-Staður