Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.12.2017 06:32

4. desmber 2017 - 156 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

 

Hannes Hafstein (1861 - 1922).

 

4. desmber 2017 - 156 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

Hannes Hafstein (Hannes Þórður)
Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.

 

For.:

Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir.

Kona.

(15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar.

Börn:

Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).

      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.

      Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890—1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896—1904. Skip. 31. jan. 1904 ráðherra Íslands frá 1. febr. að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909—1912. Skip. 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.

      Endurskoðandi Landsbankans 1890—1896. Átti sæti í millilandanefndinni 1907, varaformaður hennar og formaður íslenska hlutans. Skip. 1911 í mþn. um rannsókn á fjármálum landsins og í aðra um skattamál, skip. 1914 í velferðarnefnd. Foringi Heimastjórnarflokksins 1901—1912.

      Alþm. Ísf. 1900—1901, alþm. Eyf. 1903—1915, landsk. alþm. 1916—1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjfl., Sambfl., Heimastjfl.).
      Ráðherra Íslands 1904—1909 og 1912—1914.
      Forseti Sþ. 1912.

      Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum.       

Ritstjóri: Verðandi (1882).

 


Hannes Hafstein við Stjórnarráðið í Reykjavik. Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður.
 

03.12.2017 22:21

4. des. 2017 - Öld frá opnun Laugabúðar

 

.


Myndin af Guðlaugi er tekin í febrúar árið 1986,

en þá átti Guðlaugur 90 ára afmæli.

Ljósm.: MKH

 

4. des. 2017 - Öld frá opnun Laugabúðar
 

Á morgun, mánudaginn þann 4. desember verða 100 ár liðin frá því, að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.

 

Guðlaugur rak verslun sína í 76 ár – frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags eða í 74 ár.

 

Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þó víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði.

 

Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr.

 

Húsið Sjónarhóll hefur verið gert upp í þeirri mynd sem það var árið 1919 og í dag er þar rekin lítil ferðamannaverslun yfir sumarmánuðina undir heitinu Laugabúð, en undir því heiti gekk verslun Guðlaugs dags daglega.

 

Í tilefni þessara tímamóta verður Laugabúð á Eyrarbakka opin á morgun, mánudaginn 4. desember 2017 frá kl. 15 til 21.

Klukkan 16, 18 og 20 verður saga Verslunar Guðlaugs Pálssonar rakin í máli og myndum í búðinni.


 

.
Í Laugabúð á Eyrarbakka fyrir nokkru.
.

 


Skráð af Menningar-Staður.

03.12.2017 09:48

Kveikt á jólatrjánum sun. 3.des. á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

 

Kveikt á jólatrjánum sunnnudaginn 3.des.

á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

Í dag, sunnudaginn 3. desember 2017 kl. 18:00 verður kveikt á stóru jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Á Stokkseyri er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina (við hlið grunnskólans) og sér Umf. Stokkseyri um hátíðarhöldin en boðið er uppá kakó, piparkökur, tónlist og svo kíkja nokkrir jólasveinar í heimsókn.

 

Umf. Eyrarbakki sér um að kveikja á trénu á Eyrarbakka sem er staðsett við Álfstétt. Þar býður Ungmennafélagið upp á skemmtun og söng en einnig koma jólasveinar í heimsókn.

 

Báðar skemmtanirnar hefjast kl. 18:00 sun. 3. des.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

02.12.2017 12:20

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING Í HÚSINU

 

 
 
 

 

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING Í HÚSINU

 

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er búin að vera árviss viðburður í 25 ár og verið fastur hluti af starfsemi safnsins.  Ekki verður brugðið út af venjunni frekar en áður  og jólin á safninu halda innreið sína með sínum föstu liðum sem eru jólasýning og bókaupplestur.


Lesið verður úr nýútkomnum bókum í stássstofu Hússins á Eyrarbakka laugardaginn 2. desember kl. 16-18.

 

Fimm rithöfundar lesa úr verkum sínum:

Guðríður Haraldsdóttir les úr bókinni  Anna Eins og ég er um magnað lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur.

Einar Már Guðmundsson les úr sinni eldfjörugu skáldsögu Passamyndum

Guðmundur Brynjólfsson les svo úr skáldsögu sinni Tímagarðurinnum reynsluheim íslenskra karlmanna. 

Margrét Lóa Jónsdóttir kynnir og les úr ljóðabókinni biðröðin framundan.

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir færir okkur inn í heim formæðra sinna í bókinni Það sem dvelur í þögninni.


Jólasýning safnsins verður opin sama dag kl. 13-16 og músastiga-vinnusmiðja verður í Kirkjubæ kl. 13-15.

Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina.  Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins.  Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.


Jólasýningin verður svo opin sunnudagana 3. og 10. des. kl. 13-17 og hópar eftir samkomulagi. Sönghópurinn Lóurnar tekur  lagið sunnudaginn 10. desember kl. 14,30 og syngur nokkur falleg jólalög.


Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir  og aðgangur ókeypis.


 

Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.

 Skráð af Menningar-Staður.

02.12.2017 08:55

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 3. des. 2017

 

.

Basarnefnd Kvenfélags Eyrarbakka haustið 2017.
 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka

 

sunnudaginn 3. des. 2017

 

í Félagsheimilinu Stað og hefst kl. 14:00Fjölmennum.

 Skráð af Menningar-Staður.

01.12.2017 21:35

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.

 

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

Í dag, 1. desember 2017, minnist íslenska þjóðin að 99 ára eru frá fullveldi Íslands. 


Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. 


Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.
 

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.
 

Á næsta ári verða 100 ár frá fullveldi landsins og Alþingi samþykkti í fyrra halda upp á aldarafmælið með víðtækum hætti.
 


Skráð af Menningar-Staður.

27.11.2017 18:27

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. nóv. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. nóv. 2017

 

Vinir alþýðunnar.


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

27.11.2017 07:39

2.3 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

.

 

 

2.3 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Nú kl. 07:02 gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.300.000 flettinga

(tvær komma þrjár milljónir flettinga).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.
Skráð af Menningar-Staður

26.11.2017 09:58

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

 

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 20:00


Húsið verður opnað kl. 19.30


Spjaldið kostar 500 kr.
 

Fjöldi glæsilegra vinninga
 

Posi á staðnum.
 

Fjölmennum 


Kvenfélag Eyrarbakka

 

 


Skráð af Menningar-Staður

25.11.2017 06:51

Jón Ingi vetrarlistamaður Myndlistarfélagsins

 

 

Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson.

 

Jón Ingi vetrarlistamaður Myndlistarfélagsins

 

Myndlistarfélag Árnessýslu heiðraði Jón Inga Sigurmundsson á Hótel Selfoss sl. fimmtudag en hann er einn af traustustu félagsmönnum í félaginu. Jón Ingi er búinn að starfa með félaginu allt frá því að það var stofnað af félagsmönnum Félags frístundamálara 1981. Áður hefur Myndlistarfélag Árnessýslu heiðrað tvo félaga sína, fyrst Gróu Bjarnadóttur og síðar Bjarna H. Joensen.

 

Myndir Jóns Inga eru í anddyri Hótels Selfoss og verða þær til sýnis í 4 til 5 mánuði. Jón Ingi er ennþá á fullu að sinna list sinni. Nýlega var hann á vatnslitanámskeiði, þar var hann að mála mynd á Þingvöllum. Jón Ingi er um þessar mundir þátttakandi á sýningu sem er í Norræna húsinu og er á vegum Norræna vatnslitafélagsins.

 

Jón Ingi er Eyrbekkingur og lauk kennara- og tónmenntakennaraprófi 1954 og hefur verið búsettur á Selfossi frá því að hann hóf kennslustörf þar sama ár. Fyrst við Barna- og Miðskólann á Selfossi ásamt Tónlistarskóla Árnessýslu, síðar sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Gagnfræðaskólann – Sólvallaskóla.

 

Jón Ingi var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu um fjögur ár og hefur starfað ásamt almennri kennslu, nær óslitið við tónlistarkennslu, m.a. verið stjórnandi Stúlknakórs Gagnfræðaskólans á Selfossi og Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þá stundaði hann framhaldsnám í Danmörku.

 

Víða hefur verið skrifað um feril Jóns Inga bæði í list og tónum og hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín. Oft hefur Jón Ingi verið heiðraður fyrir störf sín, nú síðast var hann heiðraður í október á „Selfosstónum“ fyrir óeigingjarnt framlag til tónlistarsamfélags, hér á Selfossi.

 

Dagskráin.


Skráð af Menningar-Staður