Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.01.2019 08:21

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

31.12.2018 12:14

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

 

 

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir. Sveitarfélagið hvetur alla til að fara varlega kringum brennurnar og minnir á mikilvægi þess að allir hafi öryggisgleraugu sem eru að skjóta upp flugeldum.

 

Brennur eru á eftirfarandi stöðum:

 

–          Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30

–          Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00

–          Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00
 Skráð af Menningar-Staður

28.12.2018 17:33

Flugeldasýning og flugeldasala

 

 

 

Flugeldasýning og flugeldasala

 

Minnum á flugeldasýninguna kl. 20:00 á bryggjunni á Eyrarbakka í kvöld, 28. desember 2018. 

Flugeldasalan byrjar í dag á slaginu 13:00.Opnunartími flugeldarsölu er eftirfarandi:


28.desember…… 13:00-22:00
29.desember…… 13:00-22:00
30.desember…… 10:00-22:00
31.desember…… 10:00-16:00Vonumst til að sjá sem flesta styrkja gott starf.Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.12.2018 07:52

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri - 50 ára

 

 

Hljómsveitin ÆFING þann 6. október 1990 á Önfirsku Bítlavökunni að

Efstalandi í Ölfusi. F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns,

Kristján J. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson.
Ljósm.: Spessi.

 

 

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri

 

- 50 ára

 

 

„Það bar til rétt fyrir jól árið 1968 að boð kom frá stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri um almennan félagsfund, fimmtudaginn þann 27. desember, í Samkomuhúsinu. 


Hin nýstofnaða Hljómsveit Æfing (sem í upphafi hét Víkingar) hafði verið vikum og mánuðum saman við æfingar í Samkomuhúsinu. Gerðu þér hlé á æfingum þessa stund meðan fundurinn í Skildi fór fram.


Í lok fundarins gerðist það að félagsmálafrömuðurinn Hendrik Ole Tausen, sem var að hasla sér völl í félagsmálum í þorpinu, bauð hljómsveitinni að stíga á svið og taka lagið sem og þeir þáðu með þökkum og kvíðagleði. Fluttu þeir svo lagið -Simon says- við undrun og ánægju viðstaddra.

 

Þar voru m.a. Lilja Guðmundsdóttir -skó-, Kristján V. Jóhannesson, Hermann Björn Kristjánsson, Jóhannes Ívar Guðmundsson, Siguður Helgason, Kolbeinn Guðmundsson, Bjarni Alexandersson, Hendrik Tausen og fleiri og var mikið klappað. 


Yngstur á þessum fundi var 15 ára skólastrákur úr Héraðsskólanum að Núpi í jólafríi heima á Flateyri. Það var Björn Ingi Bjarnason hvar æskuheimilið var næsta hús við Samkomuhúsið og hann hafði fylgst manna best með æfingum um sumarið og fram að skóla. Hefur hann lýst breytingunni sem varð á meðlimum í hljómsveitinni þessa haustmánuði við breytingarnar á rólegum stúdentum í Frakklandi í róttæka hugsjónamenn sem urðu þarna fyrr um árið 1968 og frægt er í sögunni. - Hljómsveit var orðin til á Flateyri.“


45 árum síðar (árið 2013) er Æfing búin að gefa út geisladisk með 12 lögum þar sem mannlíf- menning þessa tíma í firðinum og víðar vestra hefur verið sett í glæsilega umgjörð tóna og texta. Þessi diskur Hljómsveitarinnar Æfingar er meistaraverk.

 

Í hljómsveitinni Æfingu í upphafi vor: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur MikkaelssonIngólfur R. Björnsson, sem gert hafði garðin frægan með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, kom síðann til liðs við ÆFINGU.


Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. 


Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti. 


Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:


Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson (látinn), Siggi BjörnsJón Ingiberg GudmundssonÁsbjörn BjörgvinssonHalldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

Skráð af:
Björn Ingi Bjarnason og Hendrik Óli Tausen.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.12.2018 12:18

Gleðilega jólahátíð

 

 

 

 

 

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

23.12.2018 17:53

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

Stokkseyrarkirkja 


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 18.00.

Kór Stokkseyrarkirkju syngur.

Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Eyrarbakkakirkja


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 23.30. Kór Eyrarbakkakirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Gaulverjabæjarkirkja


25. desember. Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

23.12.2018 06:37

Skötuveisla á Stokkseyri

 

 

 

Skötuveisla á Stokkseyri

 

  23. desember 2018

 

 

Þ var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi

Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi

um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför

blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

22.12.2018 20:08

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

 
 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið fimmtudaginn 27. desember 2018 klukkan 17:00 að Stað á Eyrarbakka.

 

Jólasveinar mæta á ballið og taka þátt í dansinum. Jón Bjarnason sér um tónlistina.

 

Kaffiveitingar verða fyrir gesti. 

 

Frítt inn og allir velkomnir.
 


Kvenfélag Eyrarbakka.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

22.12.2018 07:26

Merkir Íslendingar - Árni Friðriksson

 

 

Árni Friðriksson (1898 - 1966).

 

 

Merkir Íslendingar - Árni Friðriksson

 

 

Árni Guðmund­ur Friðriks­son fiski­fræðing­ur fædd­ist á Króki í Ketildala­hreppi í Barðastrand­ar­sýslu 22. desember 1898.

Hann var son­ur Friðriks Sveins­son­ar, bónda á Króki, og k.h., Sig­ríðar Maríu Árna­dótt­ur hús­freyju.

 

Friðrik var son­ur Sveins, bónda í Klúku Gísla­son­ar, bróður Krist­ín­ar, ömmu Ólafs Magnús­son­ar, tré­smiðs og kaup­manns í Reykja­vík, stofn­anda Fálk­ans, föður Har­alds, Braga, Sig­urðar og Finn­boga, for­stjóra Fálk­ans, og Ólafs, ís­lensku­kenn­ara við MR. Sig­ríður var dótt­ir Árna, bónda í Kross­dal í Tálknafirði Ólafs­son­ar.

 

Árni og Bjarni Sæ­munds­son voru helstu frum­kvöðlar fiski­fræðinn­ar á Íslandi og unnu ómet­an­legt brautryðjand­astarf í þágu hinn­ar ungu fræðigrein­ar hér á landi, enda hafa fiski­rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar borið nöfn þeirra um ára­bil.

 

Árni lauk stúd­ents­prófi í Reykja­vík 1923, stundaði nám í Kaup­manna­höfn og lauk mag­isters­prófi í dýra­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1929. Hann var aðstoðarmaður hjá pró­fess­or Schmidt við Carls­berg La­boratori­um 1929-30, var ráðunaut­ur Fiski­fé­lags Íslands 1931-37, for­stöðumaður fiski­deild­ar­inn­ar í at­vinnu­deild HÍ 1937-53, og var síðan fram­kvæmda­stjóri Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins 1954-65.

 

Árni hafði áhuga á að fræða al­menn­ing um haf­rann­sókn­ir og hélt því fyr­ir­lestra um grein­ina í Rík­is­út­varpið, ný­kom­inn heim, 1931. Þeir vöktu mikla at­hygli. Hann stundaði rann­sókn­ir á síld og þorski hér við land og beitti sér fyr­ir notk­un berg­máls­mæl­is en slík­ar fisk­sjár hafa síðan valdið straum­hvörf­um við veiðar og rann­sókn­ir.

 

Eft­ir Árna liggja mik­il skrif um fisk­rann­sókn­ir, bæði bæk­ur, grein­ar og er­indi í ís­lensk­um og er­lend­um fræðirit­um. Þekkt­ustu rit hans eru Áta ís­lenzkr­ar síld­ar, útg. 1930, og Alda­hvörf í dýra­rík­inu, útg. 1932.

 

Árni lést 16. október 1966.
 Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.

21.12.2018 19:32

Anna María Tómasdóttir - Fædd 4. okt. 1939 - Dáin 12. des. 2018 - Minning

 

 

 

Anna María Tómasdóttir (1939 - 2018).

 

 

Anna María Tómasdóttir

 

- Fædd 4. okt. 1939 - Dáin  12. des. 2018 - Minning

 

 

Anna María Tóm­as­dótt­ir fædd­ist í Skálm­holti í Vill­inga­holts­hreppi 4. októ­ber 1939.

Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands á Sel­fossi 12. des­em­ber 2018.

For­eldr­ar henn­ar voru Bergþóra Björns­dótt­ir, f. á Björn­ólfs­stöðum í A-Hún. 20.3. 1910, d. 13.8. 1946, og Tóm­as Guðbrands­son, f. á Bola­fæti í Hruna­manna­hreppi 8.5. 1897, d. 27.6. 1984. Syst­ur Önnu Maríu eru Elín, f. 12.9. 1935, d. 3.10. 2007, Hólm­fríður Guðbjörg, f. 6.8. 1937, Ásta Guðrún, f. 4.10. 1939, og Bryn­hild­ur, f. 19.10. 1943. Eft­ir að móðir Önnu Maríu lést ólst hún upp hjá Guðrúnu föður­syst­ur sinni í Ketlu á Rangár­völl­um.

 

Anna María gift­ist 25.12. 1957 Gúst­afi Lilliendahl, f. í Reykja­vík 10.7. 1936.

For­eldr­ar hans voru Jón­as Lilliendahl, f. á Vopnafirði 30. nóv­em­ber 1905, d. 12.3. 1975, og Mar­grét Jóns­dótt­ir, f. á Hól­um í Öxna­dal 16. mars 1908, d. 9.5. 1994.

 

Börn Önnu Maríu og Gúst­afs eru:

a) Jón­as Rafn, f. 30.9. 1957, maki Mar­grét Katrín Erl­ings­dótt­ir, f. 4.3. 1962, börn 1) Gúst­af, f. 25.6. 1987, kvænt­ur Unni Magnús­dótt­ur, þeirra börn Dísella María, Jó­hanna Vin­sý og Irma Katrín. 2) Marinó Geir, f. 23.3. 1990. Son­ur Mar­grét­ar Katrín­ar er Erl­ing­ur Örn Haf­steins­son, f. 18.7. 1982, sam­býl­is­kona Stein­unn Camilla Stones, barn þeirra er Al­ex­andra Elly,

b) Atli, f. 27.5. 1961, maki Inge Heinrich, f. 9.6. 1967. Börn þeirra eru 1) Ittu Ju­lius, f. 28. apríl 1990, sam­býl­is­kona Naja­araq Lennert Ol­sen, barn þeirra Malik Marley. 2) Frosti Freyr, f. 20.8. 1991, sam­býl­is­kona Avi­ana Kleist, dótt­ir þeirra er Bibi. Börn Atla með Sigrúnu Brynju Ólafs­dótt­ur eru 1) Hulda Dröfn, f. 25.6. 1982, sam­býl­ismaður Davíð Hall­dór Lúðvíks­son, dótt­ir Huldu er Eva Sig­ríður Jak­obs­dótt­ir, dótt­ir þeirra er Pia Rún. 2) Ívar, f. 3.5. 1984, kvænt­ur Höllu Mar­gréti Viðars­dótt­ur, börn Andrea Rán, Emma Dröfn og Elías Freyr.

c) Mar­grét, f. 6.8. 1963, maki Jón Bjarna­son, f. 15.12. 1957. Börn Mar­grét­ar eru 1) Katrín Guðjóns­dótt­ir, f. 1.1. 1980, sam­býl­ismaður Eg­idijus Jan­kauskas, þeirra börn Kristey, Tóm­as og Aron. 2) Stefán Ármann Þórðar­son, f. 29.5. 1987, sam­býl­is­kona Berg­lind Jóns­dótt­ir, þeirra barn er Saga.

 

Anna María gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík. Hún starfaði við af­greiðslu- og skrif­stofu­störf alla sína starfsævi. Starfaði m.a. hjá Mjólk­ur­búi Flóa­manna, Kaup­fé­lagi Árnes­inga, hrepps­skrif­stof­unni á Eyr­ar­bakka og hjá Sýslu­mann­in­um á Sel­fossi. Hún var virk­ur meðlim­ur í Kven­fé­lagi Eyr­ar­bakka þegar hún bjó þar. Þá var hún ein af stofn­end­um Rbst. Nr. 9 Þóru á Sel­fossi og sinnti hún ýms­um embætt­is­störf­um inn­an Odd­fellow.

 

Útför Önnu Maríu fórr fram frá Sel­foss­kirkju í dag, 21. des­em­ber 2018.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.