![]() |
Torfi Halldórsson. Fæddur 14. febrúar 1823 - Dáinn 23. september 1906.
|
Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson
Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist í Arnarnesi við Dýrafjörð þann 14. febrúar 1823 og ólst þar upp.
Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi í Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.
Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.
Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.
Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.
Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita forstöðu sjómannaskóla haustið 1852. Skólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.
Torfi flutti til Flateyrar 1857, festi kaup á Flateyrareignum ári síðar, stundaði síðan útgerð, landbúskap og verslun á Flateyri um langt árabil, lengst af í samstarfi við Hjálmar Jónsson kaupmann. Eftir að Torfi flutti til Flateyrar tók hann til sín unga pilta á veturna og kenndi þeim skipstjórnarfræði.
Torfi Halldórsson lést 23. september 1906.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
|
22. september 2020 - Haustjafndægur
Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.
Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.
![]() |
Við haustjafndægur 2020 í Önundarfirði. F.v.: fjöllin; Mosvallahorn, Kaldbakur og Messuhorn.
Ljósm.: Sólveig Bessa Magnúsdóttir.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
TVEIR FYRIR EINN Á UPPBOÐI
Olíumálverk af íslensku sjávarþorpi "Þingeyri" er á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn.
Verkið er merkilegt fyrir þær sakir að tveir helstu myndlistarmenn íslensku þjóðarinnar frá upphafi, Þórarinn B. Þorláksson (fyrsti Íslendingurinn sem nam málaralist erlendis) og Muggur (höfundur Dimmalimm), árita myndina saman líkt og Lennon og McCartney gerðu með velflest Bítlalögin.
Myndin er í ramma, 40×56 cm.
Tilboðsfrestur er til 23. september 2020 kl. 01:55 og ásett verð 20-25 þúsund danskar krónur.
Guðmundur Thorsteinsson (b. Bíldudalur, Vestfirðir 1891, d. Søllerød 1924, called ‘Muggur’)
Thorarinn Benedikt Thorlakson (b. Vatnsdalur, Iceland 1867, d. Laugardalur, Iceland 1924)
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Aðalheiður Hólm (1915 - 2006). |
Aðalheiður Pálína Sigurgarðsdóttir Hólm Spans, oftast kölluð Heiða Hólm, fæddist á Eysteinseyri við Tálknafjörð 20. september árið 1915.
Foreldrar hennar voru hjónin Viktoría Bjarnadóttir frá Tálknafirði, f. 25.2. 1888, d. 7.10. 1863, húsfreyja á Eysteinseyri og Bíldudal, síðar forstöðukona og kaupkona í Reykjavík, og Sigurgarður Sturluson frá Vatnsdal, f. 14.5. 1867, d. 26.3. 1932, bóndi og kennari á Eysteinseyri, síðar smiður á Bíldudal.
Aðalheiður giftist árið 1944 Wugbold Spans loftskeytamanni og seinna upplýsingafulltrúa við Háskólasjúkrahúsið í Utrecht í Hollandi. Þau eignuðust þrjú börn, Viktoríu Spans óperusöngkonu, Sturlu og Pieter.
Aðalheiður ólst fyrstu árin upp á Tálknafirði en flutti til Reykjavíkur á unglingsárum. Átján ára gömul stofnaði hún ásamt öðrum konum Starfsstúlknafélagið Sókn. Hún var fyrsti formaður félagsins. Meðal fyrstu embættisverka hennar var að leiða Sókn í kjarasamningum starfsstúlkna við ríkisspítalana, þeim fyrstu sinnar tegundar, og voru þeir undirritaðir 2.11. 1935. Í þeim var m.a. afmörkuð lengd vinnudags stúlknanna, samið um greiðslur fyrir yfirvinnu og kveðið á um veikindaréttindi – sem var nýlunda á þessum tíma.
Árið 1946 flutti Aðalheiður til Hollands með manni sínum og Viktoríu dóttur þeirra, sem þá var fjögurra ára. Heimili þeirra í Utrecht var alla tíð opið þeim Íslendingum sem leið áttu um Holland vegna náms eða starfa og var þeim gjarnan lagt lið við hvaðeina. Aðalheiður var einn stofnenda Vinafélags Íslands og Hollands. Þorvaldur Kristinsson ritaði endurminningar hennar í bókinni Veistu ef vin þú átt, og kom hún út árið 1994.
Aðalheiði var veitt hin íslenska fálkaorða fyrir störf sín í þágu íslenskra verkakvenna fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld og aðstoð við Íslendinga í Hollandi.
Aðalheiður lést í Utrecht 27. ágúst 2005.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Úr myndasafninu...
Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2005.
Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk á sviðinu.
Lengst til hægri er Jón Áskell Jónsson sem er 81 árs í dag, 20. september 2020
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Úr myndasafninu...
Bókakaffið á Selfossi.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki. |
![]() |
|
Inga Rún Björnsdóttir 40 ára
Inga Rún ólst upp á Flateyri, Reykjavík og í Hafnarfirði. Hún stundaði nám og störf í Kaupmannahöfn í rúman áratug. Nú býr hún í Reykjavík og starfar sem taugasálfræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans. Inga Rún hefur áhuga á menningu og mannsheilanum.
Maki:
Bragi Ólafsson, f. 1981, leikskólakennari á Miðborg.
Börn:
Ólafur, f. 2009, Björn Ingi, f. 2011 og Lilja, f. 2013.
Foreldrar:
Björn Ingi Bjarnason, f. 1953, fiskverkandi og fangavörður, og Jóna G. Haraldsdóttir, f. 1956, snyrtifræðingur. Þau búa á Eyrarbakka.
![]() |
Inga Rún Björnsdóttir og fjölskylda.
Morgunblaðið laugardagurinn 19. september 2020.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Úr myndasafninu...
Frá fundi í Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps.
![]() |
. .
|
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Úr myndasafninu...
Ingvar Magnússon í slipp á Selfossi.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
|
Úr myndasafninu...
Brautartunga flaggar Hrútavinafána.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is