Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.05.2021 17:19

Maður orðsins

 

 
 

May be an image of 1 einstaklingur og texti 

Maður orðsins - Guðbjartur Jónsson:

 

 

"Ég segi það fyrir mínar bæjardyr"
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

15.05.2021 10:26

50 ár frá komu Torfa Halldórssonar ÍS 19 til Flateyrar

 

Myndlýsing ekki til staðar.

 

 

 -- 50 ár --

 

 

frá komu Torfa Halldórssonar ÍS 19 til Flateyrar

 

 

Torfi Halldórsson ÍS 19 var stálskip, byggt árið 1971 í Skipasmíðastöð Önfirðingsins Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði fyrir Benedikt Vagn Gunnarsson útgerðarmann og skipstjóra á Flateyri (Alda hf.).

 

Smíðanúmer 44 hjá M. Bernhardssyni hf., Ísafirði 1971. Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Lengdur 1972, Yfirbyggður 1982.

 

Skipið kom fyrsta sinni til heimahafnar á Flateyri laugardagskvöldið 15. maí 1971.

 

 

Meira um Torfa Halldórsson ÍS 19 og feril:

 

Báturinn hét Torfi Halldórsson ÍS 19,

Tjaldur SI 175, Tjaldur SH 270, Svanur SH 111, Þorsteinn GK 16, Kristbjörg VE 82, Kristbjörg ÁR 82, Kristbjörg HU 82, Kristbjörg SK 82 og Kristbjörg HF 82.

 

Báturinn var seldur í brotajárn 30. júlí 2008.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

14.05.2021 09:25

SKYRGERÐIN - HVERADERÐI- TÓNLEIKAR! Siggi Björns & Franziska Günther

 

 
 
 

 

 

SKYRGERÐIN - HVERADERÐI- TÓNLEIKAR!

 

 

Siggi Björns & Franziska Günther

 

laugardaginn 15. maí 2021 kl 20:00

 

 

Siggi Björns hefur síðan 1988 lifað af spilamennsku út um allar trissur. Hann er frá Flateyri og ólst upp þar eins og aðrir púkar fyrir daga dagheimila, við höfnina og í beitningarskúrum.

Síðan á unglingsárunum hefur gítarinn aldrei verið langt undan þó að það hafi lengi vel ekki verið hugmyndin að lifa af gítargutli. Siggi þvældist nokkur á um landið á vertíðum eins og svo margir gerðu á þeim tíma, á sjó eða í beitningu.
Í gegnum árin spilaði hann af og til með hljómsveitum, lengst af með hljómsveitinni  Æfingu frá Flateyri.  Fram að 1988 vann hann við beitningu og sjómennsku, síðast á togaranum Gylli ÍS.


Hann ákvað þá að prófa fyrir sér i eitt ár eða svo að lifa á þvi að spila á pöbbum. Það þróaðist útí fulla vinnu og spilerí í mörgum löndum. 1991 flutti hann til Danmerkur og gerði út þaðan nokkur ár.


Síðustu árin er hann búinn að vera í Berlín, og alltaf á ferðinni.


Síðan 1990 er Siggi búinn að spila öll sumur á dönsku eyjunni Borgundarhólmi og er enn að, enda orðinn einskonar goðsögn þar. Þar hitti hann Franzisku fyrst. Hún var þá unglingur sem var farin að reyna fyrir sér við að troða upp með gítarinn. Í gegnum árin héldu þau alltaf sambandi og þegar Siggi kom til að spila í Waren, Müritz í norður Þýskalandi, þar sem Franziska bjó, var hún alltaf dregin með á sviðið.


Franziska Günther kemur frá norðurþýska bænum Waren, og er búin gera það gott síðustu árin á þýskum sviðum (og annarstaðar i Evrópu) með sinni tónlist.


Það eru komnir tveir sólódiskar frá henni á síðustu árum fyrir utan fullt af útgáfum með öðrum tónlistarmönnum. Seinni sóló diskurinn hennar „Besser wenn der Kopf Nicht Hängt“ (Betra að vera ekki með hangandi haus), kom út fyrir tæpum tveimur árum og gerði það gott. Fékk verðlaun og viðurkenningar úr ýmsum áttum.


Til dæmis var titilagið var á topp tíu i fimm mánuði í Þýskalandi á lista fyrir sagnatónlist, en það lag sömdu Franziska og Siggi saman.


Síðustu fimm ár hafa Siggi og Franziska unnið mikið saman og spilað vítt og breytt.


Þau hafa samið þó nokkuð af efni saman, og gefið út. Í mai kemur sóló diskur frá Sigga og eru flest lögin skrifuð í samvinnu við Franzisku.


Saman hafa þau gefið út þrjá diska með allskonar efni, plús allt annað bras sem þau hafa og standa í.


Í þessari ferð til Íslands ætla þau sér að spila tónlist úr eigin smiðju og segja sögur þeim til stuðnings, þ.e.s. „Lög og loginn sannleikur“. Tveir Trúbadorar, er það dúett?


Stefnt er á huggulegheit og skemmtilegt kvöld. Eða eins og Fyrsti Vagnstjórinn á Flateyri sagði alltaf, „Margt smátt gerir lítið eitt“Tónleikar í Skyrgerðinni í Hveragerði laugardaginn 15. maí 2021 kl. 20:00


Miðasala við innganginn


Miðaverð: 2500 krónur.
 

 

May be an image of tré, himinn og road

 

Skyrgerðin - Breiðumörk 25 - Hveragerði
 

May be an image of map

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

12.05.2021 08:45

Tónleikaferð Sigga Björns og Franziska Günther um Ísland í maí/júní 2021

 

 

 

 

Tónleikaferð Sigga Björns og Franziska Günther um Ísland í maí/júní 2021

 

 

Tónleikaferð

 

 

Siggi Björns og Franziska Günther

 

 

um Ísland í maí/júní 2021

 

 

Þetta er efni úr okkur eigin smiðju og sögur við hæfi, þ.e.s. "Lög og loginn sannleikur"

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

11.05.2021 09:15

40 ára afmæli Orlofssamninga á Flateyri

 

 

 

 

40 ára afmæli Orlofssamninga á Flateyri

 

 

Í dag, 11. maí 2021, má gleðjast með launþegum Íslands vegna greiðslu orlofsfjár skilvirkt inn á reikninga allra.

 

Jafnframt er viðeigandi að minnist þess að nú eru 40 ár frá upphafi þessa skilvirka kerfis. Þetta varð með hinu farsæla frumkvæði aðila á Flateyri í sumarbyrjun 1981. Þá gerðu Verkalýðsfélagið Skjöldur, Fiskvinnslan Hjálmur hf. og Sparisjóðun Önundarfjarðar samkomulag um innborgun og áxötun orlofsfjár á reikninga launþega í Sparisjóði Önundarfjarðar. Þetta fljótt tekið upp á Vestjörðum og síðan á öllu Íslandi með breytingum á orlofslögum í þessa veru.

 

Afmælisljóð vegna þessara 40 ára má hér sjá á vegg Hafnarstrætis 4 á Flateyri en þar var Sparisjóðurinn á neðri hæðinni og Verkalýðsfélagið Skjöldu á þeirri efri.

 

Einnig mynd frá undirskrift þessara merku samninga 1981. F.v.: Björn Ingi Bjarnason, formaður Skjaldar, Ægir E. Hafberg, sparisjóðsstjóri og Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf.


 


Stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri árið 1981.
Neðri röð f.v.: Björn Ingi Bjarnason og Pétur G. Þorkelsson.
Efri röð f.v: Hendrik Tausen, Hálfdán Kristjánsson og Sigurður Sigurdórsson.

.
 

Flateyri við Önundarfjörð rétt eftir 1980.Skráð af Menningar-Bakki

 


 

11.05.2021 08:34

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 


Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010)

 

 

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 

 

Gunnlaugur Finnsson var fæddur á Hvilft í Önundarfirði þann 11. maí 1928.

 

Foreldrar: Finnur Finnsson (fæddur 29. desember 1876, dáinn 14. ágúst 1956) bóndi þar og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir (fædd 28. febrúar 1885, dáin 20. febrúar 1981) húsmóðir.

 

Maki (14. júní 1952): Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir (fædd 19. mars 1926) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Einar Einarsson og kona hans Halldóra Sæmundsdóttir.

Börn:

Sigurlaug (1953),

Halldóra Valgerður (1955),

María (1956),

Finnur Magnús (1958),

Bergljót (1960),

Birna (1961), Einar Þór

(1964).

 

Stúdentspróf MA 1949.

 

Bóndi á Hvilft síðan 1950. Kennari við Héraðsskólann á Núpi 1953–1954 og við barna- og unglingaskóla á Flateyri 1959–1974. Kaupfélagsstjóri á Flateyri 1980–1988.

 

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1954–1958 og 1962–1968, oddviti 1966–1970 og 1974–1978. Formaður Fjórðungssambands Vestfjarða 1970–1974. Kirkjuþingsmaður frá 1970 og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar frá 1976. Í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá 1983.

 

Alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Framsóknarflokkur).

 

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar–mars 1979.

 

Gunnlaugur Finnsson lést þann 13. janúar 2010.

 

 

 

Gunnlaugur Finnsson í ræðustól á 70 ára afmæli Flateyrarhrepps í júní 1992.
Ljósm.: BIB

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

10.05.2021 12:40

Fundur í Hrútavinafélaginu

 

 

 

 

Fundur í Hrútavinafélaginu Örvari

 

að Tóftum í Stokkseyrarhreppi

 

hinum forna fyrir um 20 árum.


 

.
.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki.

 

09.05.2021 10:11

Mæðradagurinn er í dag - 9. maí 2021

 

 

 

 

Mæðradagurinn er í dag - 9. maí 2021

 

 

SMÁMUNIR UM MÆÐRADAGINN-- Mæðradagurinn er í dag. Hann er ekki haldinn hátiðlegur á sama degi alls staðar . Frá árinu 1980 hefur annar sunndagur í maí verið mæðradagurin á Íslandi.Saga dagsins nær aftur til ársins 1907 þegar fyrst var haldinn mæðradagur í heiminum, nánar tiltekið í Banaríkjunum

 


Á Íslandi var fyrsti mæðradagurinn haldinn árið 1934.Það var séra Sigurður Z. Gíslason, sóknarprestur á Þingeyri sem fyrstur vakti máls á þvi hér á landi að helga mæðrum einn dag á ári. þetta gerði hann í blaðagrein árið 1932--um leið hvatti hann menn til að " senda fjarstöddum mæðrum skeyti, kveðju, bréf og gjafir "Það kemur ýmislegt gott að vestan !!!
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

09.05.2021 08:27

-Af Eyrarbakkavelli-

 

 

 

 

            -- Af Eyrarbakkavelli --

 

 

Þann 9. maí 2020 var kvennalið bikarmeistara Ungmennafélags Selfoss í knattspyrnu við æfingar á Eyrarbakkavelli enda er völlurinn fljótur til á vorin.  

 

Var liðið við æfingar nokkra daga og lét vel af vellinum. Stóru mörkin á vellinum voru í henglum eftir fok.  Þjálfari kvennaliðsins kom  því í kring að mörkin voru löguð og sett síðan við vesturenda vallarins án neta  - engum til gagns.  

 

Er svo enn ári síðar 9. maí 2021 eins og myndir sýna.

 

Þá er komin ruslahrúga girðingarefnis við austurenda vallarins og hefur svo verið í hálft ár.  

 

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

 

09.05.2021 06:32

Siggeir Ingólfsson

 

 

 

 

 

 --Siggeir Ingólfsson --

 

 


 

 

Skrað af Menningar-Bakki.