Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.02.2020 08:17

Brynjúlfsmessa í Stóra-Núpskirkju

 


Stóra-Núpskirkja.
 

 

Brynjúlfsmessa í Stóra-Núpskirkju

 

 

Sunnudaginn 23. febrúar 2020 kl. 14 verður messa í Stóra-Núpskirkju, svokölluð Brynjúlfsmessa, en þar verður fræðimannsins og skáldsins Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi minnst í tali og tónum. 

 

Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista. 

 

Kaffisamsæti á eftir í Árnesi. 

 

Allir hjartanlega velkomnir

 

 

Stóra-Núpskirkja

 

Stóra-Núpskirkja er í Hrunaprestakalli  í Suðursprófastsdæmi. Um 1770 lét Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson reisa á Stóra-Núpi útbrotakirkju, sem var byggð úr grjóti, torfi og timbri, sem fékkst úr herskipinu Göthemborg eftir að það strandaði á Hafnarskeiði við Ölfusárósa árið 1718. Ámundi snikkari Jónsson var fenginn til verksins. Auk þess að byggja kirkjuna, skreytti hann hana með útskurði, t.d. gerði hann predikunarstól, sem nú er í vörzlu Þjóðminjasafns Íslands, ásamt líkani af þessari kirkju, sem var gert eftir lýsingum Brynjúlfs Jónssonar, fræðimanns frá Minna-Núpi. Útbrotakirkjan stóð til ársins 1876 eða í 106 ár, þegar hún var rifin og ný kirkja byggð, að hluta til úr timbri hinnar gömlu.

 

Í Suðurlandsskjálftanum 1896 stóð kirkjan eitt húsa á Stóra-Núpi, svo að presturinn varð að flytja með fjölskyldu sinni í kirkjuna. Þá bjó sera Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Þessi kirkja stóð til 29. desember 1908 eða í 32 ár, þegar hún fauk og brotnaði í spón. Í þessa kirkju kom snemma hljóðfæri og hefur æ síðan verið í henni. Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1909 eftir teikningum Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.   Gestur Einarsson á Hæli var umsjónarmaður með byggingu kirkjunnar og réði Bjarna Jónsson frá Galtafelli sem yfirsmið og Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu.

 

Ásgrímur valdi einnig liti í kirkjuna. Stefán Eiríksson skar út ýmsa gripi hennar. Tæpu ári eftir að kirkjan fauk, eða hinn 31. oktober 1909, var nýja kirkjan vígð. Altaristaflan kom ekki fyrr en 1912. Tvær eldri töflu eru geymdar í kirkjunni, önnur er úr Steinsholtskirkju, sem séra Daði Halldórsson þjónaði. Á henni er mynd af fiskimönnum á vatninu, en hin er af síðustu kvöldmáltíðinni. Sigríður Jónsdóttir, ekkja séra Jóns Vídalíns biskups, gaf hana. 

 

Á henni má sjá ártalið 1728 og fangamörk þeirra hjóna. Hún var í kirkjunni, sem fauk og skemmdist mikið. Einar Jónsson, myndhöggvari var fenginn til að koma henni saman að nýju.

 

Predikunarstóll, sem var í þessari kirkju og brotnaði, þegar hún fauk, var endursmíðaður og er nú í Villingaholtskirkju. Einnig er hljóðfærið, sem var í kirkjunni til í einkaeign. Á árunum 1966-68 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, skipt um járn, glugga og hún einangruð.

 

Árið 1988 var reistur minnisvarði um sálmaskáldið, séra Valdimar Briem, á Stóra-Núpi eftir Helga Gíslason, myndhöggvara.  Hann var afhjúpaður 4. september 1988. En sr. Valdimar Briem, f. 1. febrúar 1848. Var hann settur til að þjóna á Stóra-Núpi 29. júlí 1880. Þjónaði sr. Valdimar þar til 11. mars 1918 eða 38 ár. Af mörgum merkilegum mönnum sem hafa búið  í Gnúpverjahreppi þá er sr. Valdimar án efa þeirra merkilegastur. Þekktastur er hann fyrir sálma sína. Án sálma sr. Valdimars væri sálmabókin okkar eins og hún er í dag ónothæf. En ef hún hefði aðeins sálma sr. Valdimars væri hún all góð til nota við helgihaldið.

 

Nýtt pípuorgel var tekið í notkun 11. nóvember 1990 í tilefni þess, að 80 ár voru liðin frá byggingu kirkjunnar.  Orgelið smíðaði Björgvin Tómasson.

 

Það orgel var selt árið 2012 sökum þess að það var of stórt í kirkjuna og nýtt orgel var vígt  þann 24.11. 2013.  Björgvin Tómasson á Stokkseyri smíðaði það einnig.

 

Árið 2015 var sökkull kirkjunnar spengdur  þar sem hann var mikið sprunginn ( á þrettán stöðum) að öllum líkindum eftir jarðskjálfta árið 2000 og árið 2017 var farið í miklar endurbætur á kirkjunni. Allt tréverk var lagfært þar sem það var njög sprungið ásamt því að skipt var um gólf og það eingangrað betur, kirkjan heilmáluð  að innan og rafmagn lagt allt nýtt, hitaveitulögn endurnýjuð ásamt þvi að leggja nýtt bruna og þjófavarnarkerfi í kirkjuna.

 

Sameiginlegur kór kirknanna í sveitarfélaginu þ.e. Stóra-Núps og Ólfsvallasókna söng inn á hljómdisk í apríl 2015 helstu sálmaperlur sálmaskáldsins og prestsins Valdimars Briem sem þjónaði mestan hluta ævi sinnar á Stóra-Núpi og var hann gefinn út fyrir jólin það ár. "Syng þínum Drottni," heitir hann.

 

Sóknarprestur: 

séra  Óskar Hafsteinn Óskarsson, Hruna, 

 

Organisti: Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi,  

 

Meðhjálpari: Margrét Steinsþórsdóttir, Háholti, 

 

Sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju:

Kristjana Heyden Gestsdóttir, Hraunteigi, formaður, 

 

Ámundi Kristjánsson, Minna-Núpi,  gjaldkeri,

 

Árdís Jónsdóttir Eystra-Geldingaholti, ritari, 

 

Hringjari Stóra-Núpskirkju:  Oddur Guðni BjarnasonSkráð af Menningar-Bakki.

23.02.2020 07:45

23. febrúar 2020 - "konudagur"- góa byrjar

 

 

Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víðir Björnsson

 
 

 

      23. febrúar 2020 -

 

“konudagur”- góa byrjar

 

 

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700.

 

Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.

 

Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.

 

Nokkuð var ort um Góu á 17. – 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að Góu var færður rauður ullarlagður.

 

 Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar.

 

 Í almennri þjóðtrú skipti góuveðrið máli. Átti sumarið að verða gott ef góa væri stormasöm og veður vont fyrstu góudaga.

 

 Þessi vísa var húsgangur í Önundarfirði fram á 20. öld.

 

 Góa kemur með gæðin sín

 gefst þá nógur hitinn.

 Fáir sakna þorri þín

 þú hefur verið skitinn.

 

 Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.Skráð af Menningar-Bakki.

22.02.2020 19:52

22. febrúar 2020 - "þorraþræll" - síðasti dagur þorra

 

 

Núpur í Dýrafirði á þorra.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

22. febrúar 2020 -

 

“þorraþræll” - síðasti dagur þorra

 

 

Mánuðurinn þorri hófst föstudaginn 24. janúar s.l. og er sá dagur kallaður “bóndadagur” og þá var miður vetur.Í Orkneyingasögu og Flateyjarbók segir af Fornjóti konungi í Finnlandi og Kvenlandi. Fornjótur átti þrjá syni, Ægi, Loga og Kára. Kári var faðir Frosta (Jökull) er var faðir Snæs hins gamla. Hans sonur hét “Þorri” og dæturnar Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti tvo syni og hét annar Nór en hinn Gór og dóttir hans hét “Góa.”Þorri var blótmaður mikill og hafði blót á miðjum vetri er kölluð voru “Þorrablót.” Síðasti dagur þorra er kallaður “þorraþræll” og er á sumun stöðum tileinkaður piparsveinum, mönnum í óvígðri sambúð, fráskildum mönnum, ellegar þeim sem átt höfðu barn í lausaleik eða tekið framhjá konu sinni.Þorrablót eru haldin af miklum krafti um allt land og borðaður svokallaður “þorramatur” og frá slíkum samkomum er þessi bæn.“Guð gefi, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.”

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.
 


Frá þorrablóti á Stokkseyri fyrir rúum áratug. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

 

.

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

22.02.2020 09:31

Hallgrímur Sveinsson - Fæddur 28. júní 1940 - Dáinn 16. febrúar 2020 - Minning

 


Hallgrímur Sveinsson

       (1940 - 2020)

 

 

Hallgrímur Sveinsson - Fæddur 28. júní 1940 -

 

Dáinn 16. febrúar 2020 - Minning

 

 

Hall­grím­ur Sveins­son fædd­ist í Reykja­vík 28. júní 1940.

Hann lést á heim­ili sínu á Þing­eyri 16. fe­brú­ar 2020.

 

For­eldr­ar hans voru Hanna Krist­ín Guðlaugs­dótt­ir hús­freyja, f. 25. sept­em­ber 1911 á Snældu­beins­stöðum í Reyk­holts­dal Borg­ar­f­irði, d. 1997, og Sveinn Jóns­son húsa­smiður, f. 24. apríl 1885, frá Sauðtúni í Fljóts­hlíð, d. 1957. Hall­grím­ur átti fjög­ur systkini, Stellu Ragn­heiði, f. 27. des­em­ber 1935, Jón, f. 20. fe­brú­ar 1937, Rósu Björgu, f. 3. apríl 1943, og Pálma, f. 19. ág­úst 1947. Jón og Rósa Björg eru lát­in.

 

Hall­grím­ur kvænt­ist eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni Guðrúnu Steinþórs­dótt­ur 28. júní 1964. Guðrún fædd­ist á Brekku í Dýraf­irði 1. mars 1938. For­eldr­ar henn­ar voru Ragn­heiður Stef­áns­dótt­ir, f. 27. októ­ber 1911 á Ísaf­irði, d. 1985, og Steinþór Árna­son, f. 22. ág­úst 1902 í Reykja­vík, d. 1941. Guðrún var með fjár­bú­skap á Brekku í mörg ár. Hall­grím­ur og Guðrún voru barn­laus.

 

Hall­grím­ur lauk kenn­ara­prófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heima­vist­ar­skól­ann á Jaðri við Reykja­vík. Hann var kenn­ari í Auðkúlu­hreppi og síðan í barna- og ung­linga­skól­an­um á Þing­eyri og skóla­stjóri þar um ára­bil. Hall­grím­ur og Guðrún voru bænd­ur og staðar­hald­ar­ar á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í rúm 40 ár frá 1964 til 2005, og sáu um vörslu og um­hirðu staðar­ins fyr­ir hönd Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar.

 

Hall­grím­ur var virk­ur í fé­lags­störf­um og sat hann meðal ann­ars í hrepps­nefnd Auðkúlu­hrepps og var odd­viti, hrepp­stjóri og sýslu­nefnd­armaður, sat í stjórn Kaup­fé­lags Dýrfirðinga og sókn­ar­nefnd.

 

Hall­grím­ur gaf út hundruð bóka í nafni Vest­firska for­lags­ins sem hann stofnaði árið 1994. Bæk­urn­ar voru lang­flest­ar helgaðar vest­firsku efni og stuðluðu að varðveislu mik­il­vægra heim­ilda. Hall­grím­ur var af­kasta­mik­ill í ritstörf­um og skrifaði fjöld­ann all­an af grein­um, ým­ist einn eða með öðrum.

 

Útför Hall­gríms verður gerð frá Þing­eyr­ar­kirkju í dag, laugardaginn 22. fe­brú­ar 2020, og hefst at­höfn­in klukk­an 14.

_______________________________________________________________________________Minningarorð Guðrúnar Steinþórsdóttur

 

Okk­ar elsku­legi Hall­grím­ur er fall­inn frá, ekki hefði mig grunað að þetta hefði verið okk­ar síðasta sam­tal þegar þú hringd­ir í mig til Nor­egs síðastliðinn laug­ar­dag og sagðir jæja ertu nokkuð á skíðum núna, en laug­ar­dag­inn áður hringd­ir þú og þá var ég að tala við þig í skíðabrekk­unni.

 

Höggið er alltaf jafn mikið við óvænt­an missi og aldrei er maður viðbú­inn þegar ást­vin­ir hverfa yfir móðuna miklu.

 

Margs er að minn­ast þegar litið er yfir far­inn veg. Minn­ing­arn­ar eru svo marg­ar og eiga eft­ir að ylja okk­ur um ókomna tíð, öll góðu sam­töl­in, bíltúr­arn­ir, pistl­arn­ir þínir, vor­in í sauðburðinum, æðar­varpið, smala­mennsk­urn­ar, For­lagið og svo margt, margt annað og svo hafðir þú ótrú­lega skemmti­lega frá­sagn­ar­gáfu og var oft glatt á hjalla í stof­unni á Brekku.

 

Í 15 ár var ég með ykk­ur Gullu í sauðburðinum á Brekku, eða fram að bú­skap­ar­lok­um ykk­ar, og hugsa ég oft til þess tíma er við deild­um bæði gleði og sorg.

 

Ég minn­ist þess eitt vorið þegar sauðburður var tek­inn að ró­ast er við vor­um í varp­inu, þú, Gulla, ég og Dag­bjart­ur, speg­il­slétt­ur sjór og sól og borðuðum við kvöld­verðinn í fjöru­borðinu, „Þorp­ari og kók úr sjopp­unni“, fugla­söng­ur­inn allt í kring og við höfðum á orði: „Hvað er hægt að hafa það betra?“ Al­gjör­lega ógleym­an­leg minn­ing.

 

Við eig­um í framtíðinni án efa eft­ir að sakna þess að sjá ekki and­lit þitt í glugg­an­um á skrif­stofu Vest­firska for­lags­ins á Brekku þegar rennt verður í hlað. Eða að sjá kapp­akst­urs­bíl­inn eins og Hemmi Gunn vin­ur þinn kallaði bíl­inn þinn renna í hlað á hóln­um við skóg­ar­húsið og sjá þig koma rölt­andi með ömmu staf­inn.

 

Eins á ég eft­ir að sakna sím­tal­anna að heim­an sem hóf­ust venju­lega á „jæja, þá er það smá skýrsla“ og þá feng­um við frétt­ir af ykk­ur, bæj­ar­líf­inu, sveit­inni, sund­laug­inni og ganga­gerðinni og svo spurðir þú alltaf hvað hefði verið til borðsins hjá okk­ur og hvernig Bjarni okk­ar hefði það.

 

Við Dag­bjart­ur eig­um eft­ir að sakna góðs vin­ar sem alltaf var ráðagóður og góður að leita til ef þörf var á.

 

Ég kveð þig elsku Hall­grím­ur með trega, mér fannst við eiga svo mikið órætt, því þú varst al­veg ótæm­andi fróðleik­ur fyr­ir okk­ur hin og það var eig­in­lega al­veg sama hvað maður spurði þig um, þú hafðir alltaf svör. Það var sama hvort það voru ár­töl, ör­nefni, sam­ferðamenn, sag­an, þú hafðir al­veg ótrú­legt minni. Reynd­ar sagðir þú stund­um „það er bara að fletta þessu upp í Mann­lífi og sögu Guðrún mín“, þetta er allt þar. Við Vest­f­irðing­ar og fleiri eig­um þér mikið að þakka fyr­ir að hafa sett all­an þenn­an fróðleik forfeðranna og sam­ferðamanna í bóka­form og átt þú mikl­ar þakk­ir skilið.

 

Við Dag­bjart­ur þökk­um fyr­ir all­ar góðar sam­veru­stund­ir og megi minn­ing­in um góðan dreng lifa í hug­um okk­ar.

 

Far í friði og guð veri með þér.

 

Elsku Gulla mín, ég bið góðan guð að styrkja þig og vaka yfir þér.

 

þegar húm­ar og hall­ar degi

heim­ur hverf­ur og ei­lífðin rís

sjá­umst aft­ur á sól­fögr­um degi

þar sem sæl­an er ást­vin­um vís.

 

(GH)

 

 

Guðrún Steinþórs­dótt­ir.

 


Morgunblaðið, laugardagurinn 22. febrúar 2020.


 


Hallgrímur Sveinsson og Guðrún Steinþórsdóttir sem ritar minningarorðin að ofan.

Hér eru þau við húsið að Brekku í Dýrafirði.

Myndin er tekin 17. júní 2014 á afmælisdegi Jóns Sigurðsson, forseta.

Enginn hefur ræktað betur minningu Jóns Sigurðssonar en Hallgrímur Sveinsson.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

21.02.2020 21:10

ERTU MEÐ FRÁBÆRA HUGMYND? OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ

 

 
ERTU MEÐ FRÁBÆRA HUGMYND?

 

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR

 

UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ

 

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.


Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmiðið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.


Uppbyggingarsjóður Suðurlands byggir á Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 sem tók gildi um síðustu áramót. Umsækjendum er því bent á að kynna sér markmið og nýjar áherslur sjóðsins sem má finna hér. Mikilvægt er að kynna sér þetta ásamt úthlutunarreglum og matsþáttum sjóðsins.

 

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt. Umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Ef sótt er um í nafni lögaðila s.s. fyrirtækis, stofnunnar eða félagasamtaka þarf viðkomandi lögaðili að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum þess lögaðila en ekki einkaaðgangi verkefnastjóra. Ef umsóknin uppfyllir ekki þessi skilyrði, má búast við að hún verði ekki tekin til yfirferðar. Bendum við á að allir lögaðilar geta með einföldum hætti sótt um íslykil og rafræn skilríki.

 

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjöfina á vefsíðu SASS, einnig má hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is.

 


Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 3.mars 2020SASS

 


Skráð af Menningar-Bakki

19.02.2020 07:00

And­lát: Hall­grím­ur Sveins­son

 

 
Hallgrímur Sveinsson.

 

 

And­lát: Hall­grím­ur Sveins­son

 

 

Hall­grím­ur Sveins­son, bóka­út­gef­andi og fv. skóla­stjóri á Þing­eyri og staðar­hald­ari á Hrafns­eyri, varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu sunnu­dag­inn 16. fe­brú­ar 2020. Hann var á átt­ug­asta ald­ursári.

 

Hall­grím­ur var fædd­ur í Reykja­vík 28. júní 1940. For­eldr­ar hans voru Sveinn Jóns­son húsa­smiður og Hanna Krist­ín Guðlaugs­dótt­ir hús­freyja.

 

Hall­grím­ur lauk kenn­ara­prófi vorið 1961 og kenndi fyrst við heima­vist­ar­skól­ann á Jaðri við Reykja­vík og var síðan for­stöðumaður vistheim­il­is­ins í Breiðuvík í tvö ár. Hann var kenn­ari í Auðkúlu­hreppi og síðan í barna- og ung­linga­skól­an­um á Þing­eyri og skóla­stjóri þar um ára­bil. Þau hjón­in voru bænd­ur og staðar­hald­ar­ar á Hrafns­eyri við Arn­ar­fjörð, fæðing­arstað Jóns Sig­urðsson­ar for­seta, í rúm 40 ár og sáu um vörslu og um­hirðu staðar­ins fyr­ir hönd Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar.

 

Hall­grím­ur gaf út fjölda bóka í nafni Vest­firska for­lags­ins, ekki síst með sög­um og fróðleik af Vest­fjörðum. Hans eig­in höf­und­ar­verk voru þar á meðal. Bóka­titl­arn­ir voru orðnir a.m.k. 300 á rúm­um 25 árum. Vann Hall­grím­ur að þessu verk­efni og áhuga­máli til dán­ar­dags. Hann ritaði einnig grein­ar í blöð, m.a. Morg­un­blaðið, og á Þing­eyr­ar­vef­inn, síðustu árin gjarn­an í sam­vinnu við fé­laga sína í „Þing­eyr­araka­demí­unni.“

 

Hall­grím­ur kenndi hand­knatt­leik í Reykja­vík og var virk­ur í fé­lags­mál­um fyr­ir vest­an. Sat meðal ann­ars í hrepps­nefnd Auðkúlu­hrepps og var odd­viti, hrepp­stjóri og sýslu­nefnd­armaður, sat í stjórn Kaup­fé­lags Dýrfirðinga og sókn­ar­nefnd.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­gríms er Guðrún Steinþórs­dótt­ir frá Brekku í Dýraf­irði. Hún var með sauðfjár­bú­skap á Brekku í mörg ár og titlaði Hall­grím­ur sig þá „létta­dreng“ á Brekku.


 

 

Hallgrímur Sveinsson.Skráð af Menningar-Bakki.

17.02.2020 18:03

Þungt haldinn eftir fall: "Mundi ekki að hann væri giftur og ætti börn"

 

Þeir sem sjá sér fært að að­stoð­a Hlöð­ver og fjöl­skyld­u geta lagt inn á reikn­ing:

0123-15-100291 og kenn­i­tal­a: 131273-5419.

 

 

 

Þungt haldinn eftir fall:

 

„Mundi ekki að hann væri giftur og ætti börn“

 

 

Hlöð­ver Þor­steins­son fékk blóð­tapp­a í vinstr­a heil­a­hvel á síð­ast­a ári og fram und­an var erf­ið­ur bati. Gyða, systir Hlöðvers, seg­ir það kraft­a­verk­i lík­ast hvers­u fljótt hann náði sér en þá dund­i ann­að á­fall yfir fjöl­skyld­un­a. Hlöð­ver datt niður úr stig­a beint ofan á klak­a og ligg­ur nú illa hald­inn á hjart­a- og lungn­a­deild.

 

 

Hlöð­ver Þor­steins­son var stadd­ur með fjöl­skyld­unn­i á heim­il­i sínu á Eyr­ar­bakk­a þann 30. mars á síð­ast­a ári. Eins og svo oft áður fór Hlöð­ver út í dúfn­a­kof­a sem er í eigu fjöl­skyld­unnar. Á meðan Hlöðver sinnt­i þar verk­efn­um tal­að­i hann í sím­ann á með­an.

Eftir að hafa lokið verkum sínum í dúfn­a­kof­an­um gekk Hlöð­ver aft­ur inn á heim­il­ið, lagð­i frá sér sím­ann og hrund­i í gólf­ið fyr­ir fram­an sjö ára gaml­a dótt­ur sína, Hekl­u Ósk.

Hekl­a Ósk áttaði sig strax á að eitt­hvað verulega alvarlegt amaði að föður sín­um. Hlöðver reynd­i að rísa á fætur og tjá sig en hann gat ekki mælt orð af vörum. Hekla litla hrópaði þá á móð­ur sína, Þóru Ósk Guð­jóns­dótt­ur, eig­in­kon­u Hlöð­vers, sem hringd­i á sjúkr­a­bíl.

„Hann var flutt­ur á ljós­un­um til Reykj­a­vík­ur og þá fáum við sím­tal­ið og ég fer strax í bæ­inn,“ seg­ir Gyða Stein­a Þor­steins­dótt­ir, syst­ir Hlöð­vers í við­tal­i við Frétt­a­blað­ið um upp­haf­ið að mikl­um erf­ið­leik­um sem fjöl­skyld­an hef­ur geng­ið í gegn­um und­an­far­ið ár.

 

Haldið sofandi í þrjá sólarhringa

 

Þóra, eig­in­kon­a Hlöð­vers, er með löm­un­ar­sjúk­dóm. Á hún erf­itt með að koma sér á mill­i stað­a. Hún þarf að nota göng­u­grind til að komast á milli staða og því var ljóst að verk­efn­i fjöl­skyld­unn­ar var í þann mund að verð­a nánast óyfirstíganlegt.

„Ég kom upp á bráð­a­mót­tök­u og þar lá hann mjög ó­ró­leg­ur og hrædd­ur. Hann gat ekk­ert tal­að og ekki hreyft hægr­i hlið­in­a. Þau sett­u hann á blóð­þynn­ing­u, svæfð­u hann og í alls­kon­ar mynd­a­tök­ur og rann­sókn­ir. Í kjöl­far­ið var hann svo send­ur upp á gjör­gæsl­u og var hald­ið sof­and­i í þrjá sól­ar­hring­a,“ seg­ir Gyða.

Í ljós kom stór blóð­tapp­i í vinstr­a heil­a­hvel­i sem hafð­i á­hrif á hægr­i hlið Hlöð­vers og mál­stöðv­ar hans.

„Þeg­ar hann rank­að­i við sér þá mund­i hann voð­a­leg­a lít­ið. Hann þekkt­i okk­ur nán­ust­u en mund­i ekki eft­ir því að hann væri gift­ur, ætti þrjú börn né hvar hann átti heim­a. Hann gat ekki sagt nein orð og gerð­i ekki grein­ar­mun á „já“ og „nei“ til dæm­is,“ seg­ir hún.

 

Lá meðvitundarlaus úti í tvær til þrjár klukkustundir

 

Gyða seg­ir fram­far­ir Hlöð­vers hafa ver­ið kraft­a­verk­i lík­astar en hann fékk full­an mátt í hægr­i fót­inn og gat fljót­leg­a hreyft hægr­i hönd­in­a.

„Hann gat samt ekki alveg stjórn­að henn­i og hef­ur ekki nein­a til­finn­ing­u í fingr­un­um enn þann dag í dag. Hann misst­i einn­ig allt rit­að mál og í ljós kom gat á mill­i hjart­a­gátt­a þar sem tapp­inn hef­ur lík­leg­a far­ið í gegn­um en það er ekki vit­að hvað­an hann kom,“ seg­ir Gyða.

Eftir viku dvöl á sjúkr­a­hús­i und­ir ströng­u eft­ir­lit­i fékk Hlöð­ver inn­lögn á Grens­ás þar sem hann var í stífri þjálf­un í nokkr­a mán­uð­i. Það­an út­skrif­að­ist hann í okt­ó­ber á síð­ast­a ári en hélt þó á­fram í tal­þjálf­un fram að ár­a­mót­um.

Í byrj­un þess­a árs gáfu leiðsl­urn­ar í húsi fjöl­skyld­unn­ar sig og fóru að leka. Fjöl­skyld­an neydd­ist því til þess að skipt­a um all­ar lagn­ir og gólf­efn­i. Hef­ur það tek­ið mik­ið á enda báð­ir for­eldr­arn­ir við slæm­a heils­u.

 

„Kom í ljós að hann var með brot­ið rif­bein, mar­ið lung­a, kúl­ur og risp­ur á höfð­i og mik­inn heil­a­hrist­ing“

 

Það var svo í byrj­un febr­ú­ar­mán­að­ar sem Hlöð­ver á­kvað að fara út og taka nið­ur jól­a­ser­í­un­a á húsi fjöl­skyld­unn­ar. Hann fór upp í stig­a sem lá við hús­ið en þeg­ar upp var kom­ið féll hann nið­ur á jörð­in­a, beint ofan á klak­a. Ekki er vit­að ná­kvæm­leg­a hvers­u leng­i Hlöð­ver lá með­vit­und­ar­laus utandyra en tal­ið er að það hafi ver­ið í um tvær til þrjár klukk­u­stund­ir. Þeg­ar kom­ið var að hon­um sat hann inni í for­stof­u heim­il­is­ins í kuld­a­gall­an­um, illa átt­að­ur, renn­and­i blaut­ur og hríð­skjálf­and­i.

 

„Það var hringt í sjúkr­a­bíl sem fór með hann inn í Reykj­a­vík og þeg­ar við kom­um til hans var hann mjög þreytt­ur, illa átt­að­ur, mik­ið verkj­að­ur og dorm­að­i. Hann var send­ur í alls­kon­ar sneið­mynd­a­tök­ur og röntg­en af höfð­i og á lík­am­a. Þá kom í ljós að hann var með brot­ið rif­bein, mar­ið lung­a, kúl­ur og risp­ur á höfð­i og mik­inn heil­a­hrist­ing. Þá komu einn­ig í ljós blett­a­blæð­ing­ar í heil­a sem ekki er hægt að segj­a til um hvort hafi kom­ið við fall­ið eða fyr­ir það. Hann var all­ur blár og mar­inn og var hon­um hald­ið á gjör­gæsl­unn­i í rúm­an sól­ar­hring en þá var hann flutt­ur á hjart­a- og lungn­a­deild þar sem hann verð­ur eitt­hvað á­fram. Bat­inn hef­ur ekki geng­ið nógu vel og er hann nú kom­inn með þvag­fær­a­sýk­ing­u og mik­inn hita. Nú í vik­unn­i koma sér­fræð­ing­ar af Grens­ás til þess að meta hann og taka á­kvörð­un um fram­hald­ið,“ seg­ir Gyða og við­ur­kenn­ir að þett­a hafi ver­ið gríð­ar­legt á­fall fyr­ir alla fjöl­skyld­un­a.

 

Börnin hafa staðið sig eins og hetjur

 

Fjöl­skyld­an tók sam­eig­in­leg­a á­kvörð­un um að opna fyr­ir frjáls fram­lög inn á reikn­ing Hlöð­vers í þeirr­i von um að þeir sem sjái sér fært geti að­stoð­að fjöl­skyld­un­a svo þau þurf­i ekki að hafa á­hyggj­ur af fjár­mun­um ofan á allt ann­að.

 

„Þett­a er alveg gríð­ar­legt áfall og all­ir eru boðn­ir og bún­ir til þess að að­stoð­a en mað­ur veit ekki alveg hvað mað­ur get­ur gert. Við tók­um því á­kvörð­un um að opna fyr­ir frjáls fram­lög en einn­ig hafa for­eldr­ar í Barn­a­skól­an­um á Eyr­ar­bakk­a og Stokks­eyr­i tek­ið sig sam­an og ætla að hald­a kök­u­bas­ar á laug­ar­dag­inn næst kom­and­i 15. febr­ú­ar. Þar sem fjöl­skyld­an býr á Eyr­ar­bakk­a er mik­ill ferð­a­kostn­að­ur fram und­an og hef­ur hann í raun­inn­i ver­ið mik­ill und­an­far­ið ár. Þau eiga þrjú ynd­is­leg börn sem eru átta ára, tíu ára og sau­tján ára á þess­u ári, þau hafa stað­ið sig eins og hetj­ur í þess­u öllu sam­an. Við erum virk­i­leg­a þakk­lát öll­um fyr­ir veitt­an stuðn­ing, knús og kveðj­ur sem við höf­um feng­ið og við vit­um að það eru fullt af engl­um sem fylgj­ast vel með okk­ur,“ seg­ir Gyða að lok­um.

 

 

Þeir sem sjá sér fært að að­stoð­a Hlöð­ver og fjöl­skyld­u geta lagt inn á reikn­ing:

0123-15-100291 og kenn­i­tal­a: 131273-5419.
 Fréttablaðið.
 Skráð af Menningar-Bakki.

15.02.2020 09:24

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

 BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafnini sem telur í tugþúsundum.


Eyrarbakkafundur að Stað um skólamál þann 14. febrúar 2011.  

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

14.02.2020 06:56

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 


Torfi Halldórsson  (1823 - 1906).

 

 

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 

 

Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist í Arnarnesi við Dýrafjörð þann 14. febrúar 1823 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi í Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.
 

 

Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.
 

 

Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.
 

 

Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.

 

Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita forstöðu sjómannaskóla haustið 1852. Skólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.
 

 

Torfi flutti til Flateyrar 1857, festi kaup á Flateyrareignum ári síðar, stundaði síðan útgerð, landbúskap og verslun á Flateyri um langt árabil, lengst af í samstarfi við Hjálmar Jónsson kaupmann. Eftir að Torfi flutti til Flateyrar tók hann til sín unga pilta á veturna og kenndi þeim skipstjórnarfræði.
 

 

Torfi Halldórsson lést 23. september 1906.Skráð af Menningar-Bakki.

12.02.2020 21:32

Frá Félagi eldri borgara á Eyrarbakka

 

 

 

Frá Félagi eldri borgara á EyrarbakkaSkráð af Menningar-Bakki