Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.05.2021 09:44

Tjaldur ÍS 229

 

 

 

 

 

    -- Tjaldur ÍS 229 --

 
Smíðanúmer 2 hjá Haraldi Aðalsteinssyni, Patreksfirði 1973.

 

Úreldur 19. okt. 1994. Rifinn í jan. 1995.Nöfn:

 

Tjaldur BA 15,

 

Tjaldur ÍS 229,

 

Guðrún ÍS 229,

 

Guðrún KE 20,

 

Þórður Kristinn HF 40

 

og Stígandi VE 77

 

 

 
 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

07.05.2021 20:14

Á Stokkseyrarbryggju

 

 

 

 

       -- Á Stokkseyrarbryggju --
 

 

                                                Unna í Brekkholti og Kjartan rakari

 Skráð af Menningar-Bakki

 

 

 

 

05.05.2021 17:50

MERKIR ÍSLENDINGAR - KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON

 


Kristján Bersi Ólafsson (1938 - 2013).
 


 

MERKIR ÍSLENDINGAR – KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON

 

 

Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.

 

Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli og Jóhanna á Kirkjubóli.

 

Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts sem er faðir Guðrúnar Sóleyjar í menningunni á RUV og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar.

Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.

 

Ragnhildur var dóttir Gísla Árnasonar og Ragnhildar Jensdóttur, systur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnarssonar.

 

Systur Kristjáns Bersa:

Ásthildur skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra, og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur, móðir lögfræðinganna Gunnars og Margrétar Viðar.

 

Eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn:

Freydísi,

Ólaf Þ.,

Jóhönnu sem lést 1973,

og Bjarna Kristófer.

 

Kristján Bersi var ungur sendur í sveit til ömmu sinnar Bessabe Halldórsdóttur á Kirkjubóli; þar gekk hann í fjölbreytt bústörf og var m.a. síðasti kvíasmali landsins. 

Á námsárum sínum starfaði Kristján Bersi við ýmislega verkamannavinnu til sjós og lands, var m.a. aðstoðarkokkur á togaranum Röðli og var nokkur sumur á vitaskipinu Herjólfi og vann við byggingu og viðhald vita.

 

Kristján Bersi var lipur hagyrðingur og eftir hann liggja fjölmargar lausa- og tækifærisvísur.

 

Kristján Bersi lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ 1971.

 

Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-64, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1970-72, skólastjóri þar 1972-75 og skólameistari þar 1975-99, er hann lét af störfum.

 

Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967-68, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og stjórn Hins íslenska kennarafélags og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983-87.

 

Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, útg. 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit auk þess sem hann var afkastamikill þýðandi og prýðilegur hagyrðingur.

 

 

Kristján Bersi lést 5. maí 2013.

 

 

03.05.2021 19:35

Tónleikaferð Sigga Björns og Franziska Günther um Ísland í maí/júní 2021

 

 

Tónleikaferð Sigga Björns og Franziska Günther um Ísland í maí/júní 2021
 

Tónleikaferð

 

 

Siggi Björns og Franziska Günther

 

 

um Ísland í maí/júní 2021

 

 

Þetta er efni úr okkur eigin smiðju og sögur við hæfi, þ.e.s. "Lög og loginn sannleikur"

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.05.2021 12:39

Í Skálholtsdómkirkju 1. maí 2014

 
               Kristján Runólfsson

 

 

     í Skálholtsdómkirkju 1. maí 2014

 

 

Guðshús þetta fagurt, frítt,

féll mér býsna vel í geð.

Hátt til lofts, til veggja vítt,

virðist ég þarna lítið peð.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.05.2021 08:11

Hjallastefnan 2. maí 2016

 

 

 

 

 -- Hjallastefnan 2. maí 2016 --


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

01.05.2021 09:03

Ávarp formanns BSRB 1. maí 2021

 

 
 

 

Ávarp formanns BSRB 1. maí 2021

 

 

Kæru félagar, til hamingju með daginn!

 

Þann 1. maí ár hvert höldum við upp á alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Annað árið í röð koma nauðsynlegar sóttvarnarráðstafanir í veg fyrir að við getum farið í kröfugöngur og komið saman á baráttufundum. Við getum ekki annað en vonað að bjartari tíð taki við í sumar þegar sífellt fleiri fá bólusetningu.

 

Að þessu sinni fögnum við líka stórum áfanga í baráttu BSRB fyrir styttingu vinnuvikunnar þann 1. maí. Þann dag tekur styttingin gildi hjá öllum vinnustöðum ríkis, sveitarfélaga og stofnunum sem kostaðar eru að meirihluta af almannafé þar sem unnið er í vaktavinnu, en stytting í dagvinnu tók gildi síðustu áramót.

 

Síðustu mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að því að undirbúa þessa mestu breytingu á vinnutíma vaktavinnufólks í hálfa öld. Stórum breytingum fylgja stórar áskoranir enda ekki við öðru að búast þegar vinnutíminn er styttur hjá svo stórum hópi sem vinnur að jafn mikilvægum en jafnframt ólíkum verkefnum og okkar fólk í almannaþjónustunni. Verkefninu er ekki lokið enda vegferðin í átt að betri vinnutíma í vaktavinnu rétt að hefjast. Við munum áfram vinna að því að tryggja að allir vinnustaðir prófi sig áfram að framtíðarfyrirkomulagi með virku og góðu samtali starfsfólks og stjórnenda.

 

Heilt yfir hefur undirbúningur gengið vel og er markmiðið að þessi stóri hópur sem nú styttir vinnuvikuna sína um fjórar til átta klukkustundir á viku njóti aukinna lífsgæða til að vega á móti neikvæðum áhrifum vaktavinnu á heilsu, öryggi og samþættingu vinnu og einkalífs. Þannig hefur verið viðurkennd sú krafa BSRB til margra ára að 100 prósent vaktavinna jafngildi 80 prósent viðveru fyrir erfiðustu vaktirnar. Næstum allt starfsfólk í hlutastarfi, sem eru einkum konur í heilbrigðis- og félagsþjónustu, hafa nýtt tækifærið og hækkað starfshlutfall sitt og aukið þannig ævitekjur sínar. Þar með er tekið mikilvægt skref í átt að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

 

Starfsfólk fái álagsgreiðslur eða launauppbót

 

Stytting vinnuvikunnar hefur síður en svo verið eina stóra verkefnið sem við höfum staðið frammi fyrir á árinu. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og við hjá BSRB höfum beitt okkur af fullum þunga til að tryggja hagsmuni okkar félagsmanna og landsmanna almennt.

 

Álagið á framlínufólkið okkar hefur auðvitað verið gríðarlegt og við erum alls ekki búin að bíta úr nálinni með það. Við eigum án efa eftir að sjá afleiðingarnar á næstu árum og jafnvel áratugum en BSRB hefur beitt sér fyrir því að ekki verði gripið til niðurskurðaraðgerða hjá hinu opinbera með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á starfsfólk, fyrir efnahagsbatann og samfélagið allt. Markmiðið verður að vera að vaxa út úr vandanum og öðru fremur að jafna byrðarnar með aukinni skattheimtu á breiðu bökin.

 

Íslenskt samfélag hefur einnig staðið frammi fyrir meira atvinnuleysi en við höfum upplifað í síðari tíð. Í kreppunni sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér hefur BSRB lagt áherslu á að afkoma fólks sem misst hefur vinnuna verði varin með hækkun atvinnuleysisbóta og lengra bótatímabili. En það er ekki nóg til að koma okkar samfélagi út úr þessari kreppu. Til þess þurfum við að skapa störf sem standa undir góðum lífskjörum og auka jöfnuð.

 

Mikið atvinnuleysi hægir á efnahagsbatanum og því hefur okkar áhersla verið að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa fjölbreytt störf fyrir ólíka hópa fólks. Það má gera með aukinni opinberri fjárfestingu en þá þarf að gæta að því að skapa jafnmörg störf fyrir konur eins og karla. Það má einnig gera með því að fjárfesta í opinberum vinnumarkaði. Í heimsfaraldrinum hefur heilbrigðiskerfið sannarlega staðið fyrir sínu sem ein grunnstoða samfélagsins. Það sama má segja um menntakerfið, félagsþjónustuna og almannavarnir.

 

En okkar fólk í framlínunni getur heldur ekki staðið vaktina endalaust. Við höfum lagt allt okkar traust á þau í heimsfaraldrinum og álagið hefur verið gríðarlegt á grunnstoðum opinbera kerfisins. Núna er því tækifærið til að skapa góð störf, bæði tímabundin og varanleg, í heilbrigðiskerfinu, í sjúkraflutningum, í skólakerfinu, í félags- og velferðarþjónustu, í löggæslunni og víðar. Það verður að létta á álaginu af starfsfólkinu sem hefur staðið í stafni til að forða því frá langtímaafleiðingum streitu. Besta leiðin til að gera það er að tryggja nægilega mönnun til að koma í veg fyrir enn frekar fjölgi í hópi þeirra sem glíma við kulnun í starfi.

 

Allt það góða starfsfólk sem starfar í þessum hluta almannaþjónustunnar hefur leikið lykilhlutverk í að tryggja lífsgæði landsmanna og að hagkerfið okkar haldi áfram að ganga. Við vitum það eflaust öll að hefði starfsfólk í einhverjum öðrum greinum lent í álíka álagi við að bjarga lífum og verðmætum hefði það fengið álagsgreiðslur eða launauppbót í samræmi við það þrekvirki sem það hefur unnið. Starfsfólk heilbrigðisstofnana fékk heldur dapurlegt framlínuálag í kjölfar fyrstu bylgju faraldursins en aðrir hópar hafa ekkert fengið. Það er löngu kominn tími fyrir stjórnvöld að sýna þakklætið í verki og veita þessum hópum sem hafa fleytt okkur í gegnum faraldurinn launauppbót í samræmi við álag.

 

Rammskakkt verðmætamat

 

Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins beinum við sjónum okkar að þeim sigrum sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram á undanförnum árum og áratugum, en við brýnum hvert annað einnig til góðra verka í framtíðinni. Eitt af stærstu baráttumálum sem framundan eru hjá BSRB er að leiðrétt verði kerfisbundið vanmat á störfum kvenna.

 

Rétt eins og heimsfaraldurinn hefur varpað ljósi á mikilvægi almannaþjónustunnar hefur ástandið sýnt okkur í eitt skipti fyrir öll þau verðmæti sem starfsfólk hennar skapar samfélaginu, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólum, við ræstingar og víðar.

 

Starfsfólkið í þessum starfsgreinum á tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi er meirihluti þeirra sem sinnir þessum mikilvægu verkefnum konur. Í öðru lagi eru heildarlaun þessara starfsstétta almennt lægri en laun sambærilegra stétta þar sem karlar eru í meirihluta.

 

Þessi staða varð ekki til af sjálfu sér. Það er ákvörðun stjórnvalda, atvinnurekenda og samfélagsins í heild sinni að laun þessara stétta séu lægri. Að taka ekki tillit til raunverulegs verðmætis þessara starfa og þess tilfinningalega álags sem starfsfólkið verður fyrir.

 

Af hverju borgum við fólki sem passar upp á peningana okkar hærri laun en fólkinu sem menntar börnin okkar eða hugsar um foreldra okkar þegar þau komast á efri ár? Af hverju tökum við ekki tillit til þess tilfinningalega álags sem fylgir því að vera í nánum persónulegum samskiptum við fólk sem er sumt hvert í mjög viðkvæmum aðstæðum eða ástandi?

 

Skakkt verðmætamat á störfum kvenna er óréttlæti sem á ekki að líðast og mun ekki líðast lengur. Við höfum á undanförnum árum náð árangri í því að tryggja konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf hjá sama atvinnurekanda, en það er ekki nóg. Við verðum að endurmeta markvisst verðmæti starfa stórra kvennastétta. Slík leiðrétting mun vega þyngst þegar kemur að því að eyða kynbundnum launamun.

 

Þetta er ekki eitthvað sem breytist af sjálfu sér. Við þurfum að breyta þessu. Við ætlum að breyta þessu. Heimsfaraldurinn varpaði ljósi á mikilvægi þessara stétta og við hjá BSRB ætlum að taka höndum saman með öðrum samtökum launafólks og krefjast þess að við nýtum þetta tækifæri til að leiðrétta þetta rammskakka verðmætamat.

 

Berjumst fyrir sanngjörnu og öruggu samfélagi

 

Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins lítum við til sögunnar. Við minnumst samstöðu launafólks í gegnum tíðina og hvernig sú samstaða hefur skilað okkur öllum mikilvægustu sigrunum í verkalýðsbaráttunni í gegnum tíðina. Nú þegar við sjáum fyrir endann á heimsfaraldrinum þurfum við enn og aftur á samstöðunni að halda. Stöndum saman í baráttunni og höldum áfram að berjast fyrir sanngjörnu og öruggu samfélagi fyrir alla.

 

 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

30.04.2021 13:40

Flateyrarhöfn

 

 

 

 

  --- Flateyrarhöfn --- 

BIBarinn grúskar í myndasafninu:

 

Loðnubátar við bryggju á Flateyri fyrir um 45 árum.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

29.04.2021 20:07

Merkir Íslendingar - Regína Thorarensen

 


Regína Thorarensen (1917 - 2006)
 

 

Merkir Íslendingar - Regína Thorarensen

 

 

Regína Thor­ar­en­sen fædd­ist á Stuðlum í Reyðarf­irði 29. apríl 1917. For­eldr­ar henn­ar: Emil Tóm­as­son, bóndi og bú­fræðing­ur, og k.h., Hild­ur Þuríður Bóas­dótt­ir, hús­freyja.
 

Emil var son­ur Tóm­as­ar, bónda á Syðra-Krossa­nesi í Eyjaf­irði Jóns­son­ar og Guðrún­ar, móður Önnu, ömmu Valdi­mars Jó­hanns­son­ar bóka­út­gef­anda. Guðrún var dótt­ir Guðmund­ar, dbrm. í Stóra-Dun­haga í Hörgár­dal Hall­dórs­son­ar, b. á Krossa­stöðum Jóns­son­ar, bróður Jóns, afa Jóns Magnús­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Syst­ir Hall­dórs var Guðrún, langamma Stef­áns Jó­hanns Stef­áns­son­ar for­sæt­is­ráðherra.
 

Hild­ur var dótt­ir Bóas­ar Bóas­son­ar, bónda á Stuðlum, bróður Bó­el­ar, lang­ömmu Geirs Hall­gríms­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Móðir Bóas­ar var Guðrún, syst­ir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrrv. fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Harðar Ein­ars­son­ar fram­kvæmda­stjóra.
 

Eig­inmaður Regínu var Karl Fer­d­inand Thor­ar­en­sen járn­smíðameist­ari sem lést 1996. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hanna Sigrún Guðmunds­dótt­ir hús­freyja og Jakob Jens Jak­obs­son Thor­ar­en­sen, bóndi, vita­vörður, há­karla­formaður, sím­stöðvar­stjóri, bréf­hirðingamaður og úr­smiður.
 

Börn Regínu og Karls:

Hilm­ar Friðrik, Guðbjörg Karólína, Guðrún Em­il­ía og Emil.
 

Regína og Karl bjuggu í Skerjaf­irði 1939-42, í Djúpu­vík á Strönd­um 1942-47, á Gjögri 1947-62, á Eskif­irði 1962-81 og á Sel­fossi 1981-96. Síðan bjó Regína í Huldu­hlíð, dval­ar­heim­ili aldraðra á Eskif­irði.
 

Regína var frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins 1954-63 og Dag­blaðsins frá stofn­un þess og síðar DV á Eskif­irði, Gjögri og Sel­fossi. Hún var í hópi þekkt­ari frétta­rit­ara, bein­skeytt­ur og skemmti­leg­ur penni, áhuga­söm um al­manna­heill og fé­lags­mál og lét mikið til sín taka á mann­fund­um og með skrif­um í dag­blöð.


 

Regína lést 22. apríl 2006.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

29.04.2021 07:05

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 
 

Katrín Ó Thoroddsen (1894 - 1961).

 

 

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 

Kristín Thoroddsen fæddist á Ísafirði. 29. apríl 1894, dóttir Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði, alþm. og ritstjóra, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu.Skúli var bróðir Þorvalds Thoroddsen náttúrufræðings, Sigurðar landverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, og Þórðar, læknis og alþm., föður Emils tónskálds, en Theodóra var móðursystir Muggs og Péturs Thorsteinssonar sendiherra.Meðal systkina Kristínar voru Guðmundur yfirlæknir; Skúli alþm.; Katrín læknir og alþm.; Bolli borgarverkfræðingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm. langafi Katrínar Jakonsdóttur, forsætisráðherra.Kristín ólst upp á Bessastöðum frá sjö ára aldri, lauk gagnfræðaprófi frá MR, var við nám og störf á Dronning Louises barnaspítalanum í Kaupmannahöfn, stundaði hjúkrunarnám, og brautskráðist 24 ára frá hjúkrunarskóla Kommune-spítalans í Esbjerg. Hún vann síðan m.a. á röntgendeild Bispebjergs-spítalans, á Finsens Institut og við Röntgenstofnunina í Reykjavík, starfaði í Valpariso í Chile í þrjú ár, stundaði nám við Bedford College í London, var við einkahjúkrun í New York og fjögur ár Rauða kross systir vítt og breitt um Ísland.Kristín var ráðin fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans 1931, fyrsti skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands við stofnun 1931 og aðalkennari hans. Hún var einn stofnenda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat þar í fyrstu stjórn. Hún var, ásamt frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur, brautryðjandi í hjúkrun hér á landi enda voru þær báðar sæmdar Florence Nightingale orðunni (heiðursmerki alþjóða Rauða krossins) og riddarakrossi Fálkaorðunnar.Kristín Ó Thoroddsen lést þann 28. febrúar 1961.Skráð af Menningar-Bakki.