Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2021 13:40

Flateyrarhöfn

 

 

 

 

  --- Flateyrarhöfn --- 

BIBarinn grúskar í myndasafninu:

 

Loðnubátar við bryggju á Flateyri fyrir um 45 árum.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

29.04.2021 20:07

Merkir Íslendingar - Regína Thorarensen

 


Regína Thorarensen (1917 - 2006)
 

 

Merkir Íslendingar - Regína Thorarensen

 

 

Regína Thor­ar­en­sen fædd­ist á Stuðlum í Reyðarf­irði 29. apríl 1917. For­eldr­ar henn­ar: Emil Tóm­as­son, bóndi og bú­fræðing­ur, og k.h., Hild­ur Þuríður Bóas­dótt­ir, hús­freyja.
 

Emil var son­ur Tóm­as­ar, bónda á Syðra-Krossa­nesi í Eyjaf­irði Jóns­son­ar og Guðrún­ar, móður Önnu, ömmu Valdi­mars Jó­hanns­son­ar bóka­út­gef­anda. Guðrún var dótt­ir Guðmund­ar, dbrm. í Stóra-Dun­haga í Hörgár­dal Hall­dórs­son­ar, b. á Krossa­stöðum Jóns­son­ar, bróður Jóns, afa Jóns Magnús­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Syst­ir Hall­dórs var Guðrún, langamma Stef­áns Jó­hanns Stef­áns­son­ar for­sæt­is­ráðherra.
 

Hild­ur var dótt­ir Bóas­ar Bóas­son­ar, bónda á Stuðlum, bróður Bó­el­ar, lang­ömmu Geirs Hall­gríms­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Móðir Bóas­ar var Guðrún, syst­ir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrrv. fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Harðar Ein­ars­son­ar fram­kvæmda­stjóra.
 

Eig­inmaður Regínu var Karl Fer­d­inand Thor­ar­en­sen járn­smíðameist­ari sem lést 1996. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hanna Sigrún Guðmunds­dótt­ir hús­freyja og Jakob Jens Jak­obs­son Thor­ar­en­sen, bóndi, vita­vörður, há­karla­formaður, sím­stöðvar­stjóri, bréf­hirðingamaður og úr­smiður.
 

Börn Regínu og Karls:

Hilm­ar Friðrik, Guðbjörg Karólína, Guðrún Em­il­ía og Emil.
 

Regína og Karl bjuggu í Skerjaf­irði 1939-42, í Djúpu­vík á Strönd­um 1942-47, á Gjögri 1947-62, á Eskif­irði 1962-81 og á Sel­fossi 1981-96. Síðan bjó Regína í Huldu­hlíð, dval­ar­heim­ili aldraðra á Eskif­irði.
 

Regína var frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins 1954-63 og Dag­blaðsins frá stofn­un þess og síðar DV á Eskif­irði, Gjögri og Sel­fossi. Hún var í hópi þekkt­ari frétta­rit­ara, bein­skeytt­ur og skemmti­leg­ur penni, áhuga­söm um al­manna­heill og fé­lags­mál og lét mikið til sín taka á mann­fund­um og með skrif­um í dag­blöð.


 

Regína lést 22. apríl 2006.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

29.04.2021 07:05

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 
 

Katrín Ó Thoroddsen (1894 - 1961).

 

 

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 

Kristín Thoroddsen fæddist á Ísafirði. 29. apríl 1894, dóttir Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði, alþm. og ritstjóra, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu.Skúli var bróðir Þorvalds Thoroddsen náttúrufræðings, Sigurðar landverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, og Þórðar, læknis og alþm., föður Emils tónskálds, en Theodóra var móðursystir Muggs og Péturs Thorsteinssonar sendiherra.Meðal systkina Kristínar voru Guðmundur yfirlæknir; Skúli alþm.; Katrín læknir og alþm.; Bolli borgarverkfræðingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm. langafi Katrínar Jakonsdóttur, forsætisráðherra.Kristín ólst upp á Bessastöðum frá sjö ára aldri, lauk gagnfræðaprófi frá MR, var við nám og störf á Dronning Louises barnaspítalanum í Kaupmannahöfn, stundaði hjúkrunarnám, og brautskráðist 24 ára frá hjúkrunarskóla Kommune-spítalans í Esbjerg. Hún vann síðan m.a. á röntgendeild Bispebjergs-spítalans, á Finsens Institut og við Röntgenstofnunina í Reykjavík, starfaði í Valpariso í Chile í þrjú ár, stundaði nám við Bedford College í London, var við einkahjúkrun í New York og fjögur ár Rauða kross systir vítt og breitt um Ísland.Kristín var ráðin fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans 1931, fyrsti skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands við stofnun 1931 og aðalkennari hans. Hún var einn stofnenda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat þar í fyrstu stjórn. Hún var, ásamt frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur, brautryðjandi í hjúkrun hér á landi enda voru þær báðar sæmdar Florence Nightingale orðunni (heiðursmerki alþjóða Rauða krossins) og riddarakrossi Fálkaorðunnar.Kristín Ó Thoroddsen lést þann 28. febrúar 1961.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

27.04.2021 20:53

Skúli Halldórsson - 28. apríl

 

 

 

 

  ---Skúli Halldórsson - 28. apríl--- 

 

 

Skúli Halldórsson, tónskáld, var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð þann 28. apríl 1914.

 

Faðir hans var Halldór Georg Stefánsson f. 1884 – d. 1948, sem var fyrsti héraðslæknirinn á Flateyri og sat frá 1. júlí 1910 til 1923. Halldór átti létt með nám og útskrifaðist sem læknir 22 ára, yngstur kandidata til þess tíma.

 

Móðir Skúla var Unnur Skúladóttir Thoroddsen f. 1885 – d. 1970. Unnur fæddist á Ísafirði þar sem faðir hennar var sýslumaður 1884-1892. Skúli Thoroddsen varð sýslumaður Ísfirðinga aðeins 25 ára en hann var settur af sem sýslumaður 1892 eftir miklar deilur í hinum svokölluðu ”Skúlamálum”. Upphaf þeirra mála var mannslát á Klofningsheiði í Önundarfirði 21. des. 1891, svonefnd “Skurðsmál”. Skúli Thoroddsen var þingmaður Ísfirðinga 1892-1916 og bjó á Ísafirði til 1901 en síðan á Bessastöðum til 1908 og eftir það í Reykjavík. Kona Skúla Thoroddsen og amma Skúla Halldórssonar var Theodóra Thoroddsen skáldkona og kvenskörungur.

 

Unnur móðir Skúla Halldórssonar var listakona og mjög músíkölsk og nam píanóleik í Skotlandi enda byrjaði Skúli snemma píanónám hjá móður sinni. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífinu á Flateyri og bjó fjölskyldan á Grundarstíg 9. Eina systur átti Skúli, Önnu Margréti f. 30. okt. 1911 d. 1973.

 

Fjölskyldan býr á Flateyri 1910-1923, síðan á Ísafirði 1923-1928 og eftir það í Reykjavík þar sem Skúli stundar m.a. píanó- og tónlistarnám hjá Páli Ísólfssyni.

 

Skúli Halldórsson tekur Verslunarskólapróf og hefur störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur 1934 og starfar þar óslitið í 51 ár lengst af sem skrifstofustjóri og lengi þar við hlið Eiríks Ásgeirssonar forstjóra frá Flateyri. Skúli hafði píanó á kontornum með sérstöku leyfi borgarstjóra til þess að geta leikið á er andinn færðist yfir tónskáldið.

 

Eftir Skúla Halldórsson liggja mörg tónverk; bæði sönglög og stærri verk og hafa komið út hljómplötur og geisladiskar með verkum hans. Þekktustu lög Skúla eru eflaust Smaladrengurinn, Smalastúlkan, Hlíðin mín fríða og Linda.

 

Skúli kvænist Steinunni Magnúsdóttur frá Nýlendu, Miðnesi, Hvalsnesi, 1937 og eignast þau tvö börn Magnús, arkitekt, f. 1937 og Unni, fiskifræðing, f. 1939. Steinunn lést 13. okt. 1997. Skúli og Steinunn bjuggu alla tíð að Bakkastíg 1 í Reykjavík.

 

Skúli Halldórsson lést þann 23. júlí 2004.

 

Árið 1992 kom út ævisaga Skúla Halldórssonar “Lífsins dóminó” skráð af Súgfirðningnum Örnólfi Árnasyni

 

23. apríl 1994 hélt Önfirðingafélagið Skúla Halldórssyni glæsilega afmælistónleika við húsfylli í Íslensku Óperunni til heiðurs honum áttræðum. Komu þar fram margir af bestu tónlistarmönnum á Íslandi og kynnir var Önfirðingurinn Kristín Á. Ólafsdóttir. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands sem á sínar rætur að Holti í Önundarfirði.

 

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

27.04.2021 20:47

Í mat á Bakkanum

 

 

 

 

 

Í mat á Bakkanum

 

 

 

Ljósm.: Víðir Björnsson.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

25.04.2021 07:40

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 

 

Skúli Halldórsson (1914 - 2004)

 

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 

 

Skúli Halldórsson fædd­ist á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð 28. apríl 1914. For­eldr­ar hans voru Hall­dór G. Skúla­son, lækn­ir í Reykja­vík, og Unn­ur Skúla­dótt­ir Thorodd­sen hús­móðir.
 

Móðir Hall­dórs var Mar­grét Eggerts­dótt­ir, bónda á Fossi í Vest­ur­hópi, bróður Helgu, lang­ömmu ­Björg­vins Schram, for­seta KSÍ, föður Ell­erts B. Schram, fyrrv. for­seta ÍSÍ og fyrrv. rit­stjóra og alþing­is­manns.
 

Unn­ur var syst­ir Guðmund­ar lækna­pró­fess­ors, Katrín­ar, alþm. og yf­ir­lækn­is, Krist­ín­ar, yf­ir­hjúkr­un­ar­konu og skóla­stjóra, Bolla borg­ar­verk­fræðings og Sig­urðar verk­fræðings, föður Dags skálds og afa Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur f.v. menntamálaráðherra og núverandi forsætisráðherra.

Unn­ur var dótt­ir Skúla Thorodd­sen alþm. og Theo­dóru Thorodd­sen skáld­konu. Bróðir Skúla var Þórður, faðir Em­ils Thorodd­sen tón­skálds.
 

Eig­in­kona Skúla var Stein­unn Guðný Magnús­dótt­ir sem lést 1997, en börn þeirra eru Magnús arki­tekt og Unn­ur fiski­fræðing­ur.
 

Skúli lauk prófi frá VÍ, prófi í kontra­punkti, tón­smíðum og út­setn­ingu frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1947 og prófi í pí­anó­leik frá sama skóla 1948.
 

Skúli var skrif­stofumaður hjá SVR 1934-44 og skrif­stofu­stjóri þar til 1985. Hann kenndi pí­anó­leik 1948-52, var und­ir­leik­ari hjá fjölda óperu­söngv­ara og leik­ara.
 

Skúli er í hópi þekkt­ustu ís­lenskra tón­skálda síðustu ald­ar. Hann samdi á annað hundrað söng­lög, svo sem Smaladrenginn og Smalastúlkuna, um tutt­ugu hljóm­sveit­ar­verk og kammer­verk og um tíu pí­anó­verk. Þá komu út eft­ir hann tólf söng­lög við ljóð Jóns Thorodd­sen og tíu söng­lög við ljóð Theo­dóru Thorodd­sen.

Hann fékk verðlaun frá Rík­is­út­varp­inu fyr­ir laga­flokk sinn við ástar­ljóð Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

 

Skúli var í stjórn Tón­list­ar­fé­lags­ins og STEF í tæp 40 ár, var formaður STEF í 20 ár og sat í stjórn BÍL í ára­tug.


 

Skúli lést 23. júlí 2004.

 

 

 

Skúli Halldórsson og Vigdís Finnbogadótir í 80 ára afmælisfagnaði 

Skúla sem Önfirðingafélagið hélt honum til heiðurs í Gamlabíói í ReykjavíkSkráð af Menningar-Bakki

 

25.04.2021 06:55

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. apríl 2018

 

 

 

 

  Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. apríl 2018

 

 

Vinir alþýðunnar komu saman til morgunfundar samkvæmt venju í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu- , þriðjudaginn 24. apríl 2018.

 

Gestur -Vina alþýðunnar- á fundinum var Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi í Árborg.

 

Vinir alþýðunnar eru fundavanir menn og fékk Kjartan Björnsson gott hljóð og mæltist vel að venju.

 

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

22.04.2021 09:12

Merkir Íslendingar - Guðmundur Gilsson

 


Guðmundur Gilsson (1887 - 1978).

 

 

Merkir Íslendingar – Guðmundur Gilsson

 

 

Guðmundur Gilsson frá Hjarðardal i Önundarfirði  var fæddur á Mosvöllum í Önundarfirði þann 29. október 1887.


Foreldrar hans voru hjónin Gils Bjarnason og Guðmundína Jónsdóttir sem þá bjuggu á hálflendunni á Mosvöllum. Þar ólst Guðmundur upp með foreldrum sinum. Miseldri var með þeim hjónum. Gils var 46 ára er þau giftust 1878 en Guðmundina þá innan við þritugt.

 

Guðmundur Gilsson sótti nám i Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan vorið1912, Eftir það var hann skipstjori á skútum nálægt 10 árum.

 

Guðmundur kvæntist  1914 Sigriði Hagalinsdóttur og þau hófu búskap í  Innri-Hjarðardal vorið 1919. Konu sina missti Guðmundur 1947 en bjó i Hjarðardal þar tíl Hagalin sonur hans tók við búinu og raunar i  félagi við hann nokkur ár.

 

Þau Guðmundur og Sigrlður eignuðust 10 börn sem öll komust úr bernsku.

 

Þau eru þessi:


Gils rithöfundur og alþm. Kona hans, Guðný Jóhannesdóttir.

Ingibjörg húsfreyja á Spóastöðum í Biskupstungum, hennar maður, Þórarins Þorfinnssonar.
Helga dó 1940.

Þórunn húsfreyja á Siglufirði,  hennar maður, Einar Albertsson.

Hagalín bóndi í Innri-Hjarðardal, hans kona Þórdis Guðmundsdóttir.

Kristján húsasmiðameistari í Kópavogi, hans kona, Valborg Hallgrimsdóttir.

Magnús bóndi í Tröð í Önundarfirði, kona hans, Ásta Ásvaldsdóttir.
Ragnheiður húsfreyja i Auðsholti í Biskupstungum, hennar maður, Einar Tómasson.

Páll skipstjóri í Reykjavik, hans kona, Helgu Pétursdóttur.

Bjarni húsasmiður og sjómaður í Reykjavfk, ókvæntur.

 

"Guðmundur Gilsson var flaslaus maður og yfirlætislaus. Hann var enginn málskrafsmaður á fundum en hygginn og tillögugóður og sá oft leið til samkomulags og framkvæmda. Hann var valinn; í sveitarstjórn, kaupfélagsstjórn, sýslunefnd og til ýmissa áþekkra trúnaðarstarfa i félagsmálum og reyndist hvarvetna traustur maður og öruggur.

 

Hann kunni vel til verka. Varð ungur íþróttamaður á skiðum og skautum en var líka íþróttamaður við vinnu á sjó og landi, í vefstól og undir stýri, ratvis svo að naumast virtist einleikið. Þó eru það ekki afrekin sem verða hugstæðust, heldur hver maðurinn var að allri gerð i hversdagsleikanum, fas hans og hjartalag, viðbrögð og tilsvör'."

 

"Þegar ég hugsa nú úr fjarlægð rúms og tima til æskusveitar minnar, man ég ekki notalegri þokka yfir öðru heimili en þeirra hjóna i Innri-Hjarðardal - og er þó margs góðs að minnast, þvi að mannval var mikið og gott. Og það eru margir fleiri en ég sem eiga ljúfar og mætar minningar frá heimilinu í Hjarðardal."

 

Síðustu árin dvaldi Guðmundur Gilsson á heimili dóttur sinnar á Spóastöðum i Biskupstungum.


 

Guðmundur Gilsson lést þann 22. apríl 1978.Dagblaðið Tíminn 29. apríl og 8. september 1978


Halldór Kristjánsson,

frá Kirkljubóli í Bjarnardal, Önundarfirði.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 


Skipamyndir þessar eru frá Flateyrarhöfn haustið 1977. Þá leituðu nokkur loðnuskip vars þar vegna brælu á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. Meðal þeirra var eitt glæsilegasta skip loðnuflota þess tíma, það er Guðmundur RE 29. Útgerðarmaður og skipstjóri var Páll Guðmundsson frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði sem átti skipið með Hrólfi Gunnarssyni, skipstjóra.


Guðmundur RE 29 bar nafn föður Páls -Guðmundar Gilssonar- í Innri Hjarðardal.


Þegar veður batnaði á Vestfjarðamiðum héldu loðnuskipin ásamt skuttogara Flateyringa; Gylli ÍS 261, strax til veiða.

Páll Guðmundsson á Guðmundi RE 29 lét fyrstur úr höfn en sigldi skipi sínu inn á Hjarðardalssjó til –sjónstundar- við föður sinn Guðmund Gilsson sem þá var í heimsókn í Innri-Hjarðardal.

 
Þarna var síðasta sjónsamband Guðmundar RE og Guðmundar Gilssonar nær 90 ára en hann lést þann 22. apríl vorið eftir (1978).

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

22.04.2021 08:02

22. apríl 2021 - Gleðilegt sumar

 

 

 

 

 

22. apríl 2021 - Gleðilegt sumar

 

 

 

Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu.

 

Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til 1744.

 

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:

 

Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

 

Hvað átt er við með góðu sumri í þjóðtrúnni er nokkuð á reiki, en hugsanlega er einkum átt við að nyt búpenings verði góð, sem verður þegar taðan er kjarnmikil. Ef engjar og tún eru seinsprottin verða hey oft kjarngóð og því ætti nytin einnig að verða góð. Slíkt gerist þegar svalt er og vott framan af sumri, en síðan hlýrra og þurrt og kann þjóðtrúin að vísa til þess að þegar vorið er kalt þá er oftast frost á sumardaginn fyrsta sem leiðir líkum að því að sumarið verði seinna á ferðinni. Þá er allur gróður einnig seinni að taka við sér, en það gerir grösin kjarnbetri og bætir nyt búpenings.
Skráð af Menninga-Bakki.

 

 

21.04.2021 21:28

Hjallastefnugleði

 

 

 

 

 --Hjallastefnugleði--

 

 

                     Siggeir Ingólfsson

 

       setur gleðifund í Hjallastefnunni þann 21. apríl 2018

 

 Skráð af Menningar-Bakki.