Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.08.2020 07:18

30 samvinnuhús í Hafnarfirði

 

 

 

 

30 samvinnuhús í Hafnarfirði

 

 

Byggingar sem hýstu mjólkurbúð, banka, olíustöð og fleira

 

Við Strand­götu í Hafnar­f­irði hef­ur verið sett upp ljós­mynda­sýn­ing­in 30 sam­vinnu­hús í Hafnar­f­irði. Sýnt er á auðri lóð vest­an við menn­ing­armiðstöðina Hafn­ar­borg, en þar stóð eitt sinn versl­un­ar­hús Kaup­fé­lags Hafn­f­irðinga.

 

Fjöl­breytt starf­semi og fimmtán sýn­ing­ar­spjöld

Mynd­irn­ar eru af bygg­ing­um sem á 20. öld­inni hýstu sam­vinnu­starf­semi, svo sem á veg­um kaup­fé­laga eða annarra al­manna­sam­taka. Þarna má nefna mjólk­ur­bú, leigu­bíla­stöð, kaup­fé­lags­búðir af ýms­um toga, mjólk­ur­búðir, ol­íu­stöð, mat­væla­vinnslu, sam­vinnu­út­gerð, pönt­un­ar­fé­lag og banka. Starf­semi þessi var í hús­um sem mörg hafa verið rif­in en öðrum hef­ur verið breytt.

Segja má að sam­vinnu­húsa­sýn­ing­in varpi fróðlegu og skemmti­legu ljósi á Hafn­ar­fjörð frá fyrri tíð og fram til dags­ins í dag. Kaup­fé­lag Hafn­f­irðinga var til dæm­is mik­ill frum­kvöðull í versl­un hér á landi. Þar sem ljós­mynda­sýn­ing­in stend­ur nú, var opnuð fyrsta kjör­búð lands­ins og litlu síðar rak Kaup­fé­lag Hafn­f­irðinga einnig fjóra kjör­búðarbíla, þá fyrstu á Íslandi.

Ljós­mynd­ir á sýn­ing­unni í Hafnar­f­irði eru á alls fimmtán spjöld­um, en á hverju þeirra seg­ir frá af­mörkuðum efn­isþátt­um. Sýn­ing­in stend­ur til sept­em­ber­loka.

„Í raun mætti setja upp svona sýn­ing­ar í flest­um bæj­um lands­ins. Sam­vinnu­hreyf­ing­in er veldi sem var og kaup­fé­lög­in voru burðarás­ar at­vinnu­lífs­ins víða úti um land. Því er stef­an sú að setja upp sam­bæri­leg­ar sýn­ing­ar víðar á næstu miss­er­um,“ seg­ir Reyn­ir Ingi­bjarts­son sem er í for­svari fyr­ir fé­lagið Fíf­il­brekku. Á þess veg­um hef­ur Reyn­ir farið víða um landið á síðustu árum og skráð og myndað hús sem tengd­ust sam­vinnu­hreyf­ing­unni og sögu henn­ar.

 

Bygg­ing­ar fá alltaf nýtt hlut­verk við hæfi

„Ljós­mynduð voru 1.625 hús sem í dag hýsa marg­vís­lega starf­semi. Í þeim eru nú meðal ann­ars söfn, veit­ingastaðir, hót­el, upp­lýs­inga­miðstöðvar og margt fleira. Æði margt af þessu teng­ist með öðrum orðum sagt ferðaþjón­ustu í ein­hverri mynd. Slíkt seg­ir okk­ur að góðar og vel staðsett­ar bygg­ing­ar fá alltaf nýtt hlut­verk við hæfi,“ seg­ir Reyn­ir sem er í mun að saga sam­vinnu­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi varðveit­ist, þótt aðstæður og svip­mót tím­ans hafi breyst. 

 

 

Morgunblaðið - laugardagur, 22. ágúst 2020

sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.

16.08.2020 10:36

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

Úr myndasafninu.. 

.

.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

16.08.2020 08:21

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

 

 

 

Mekir Íslendingar - Marsellíus S. G. Bernharðsson

 

 

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3. júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16. september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum.  


 
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.Á 7. áratugnum hóf M. Bernharðsson hf smíði stálskipa í Naustinu, neðar á Suðurtanganum, þar var einnig reist dráttarbraut og stálskemma sem hefur alltaf verið nefnd Hveragerði á meðal fjölskyldunnar. Það heiti tengist bróður hans Finni Guðna sem vann hjá bróður sínum, aðstoðaði við húsbygginguna á Austuveginum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin átti Finnur við veikindi að stríða og fór á Náttúrulækningastofnunina í Hveragerði, þar sem hann dvaldi um tíma. Honum líkaði dvölin vel og dásamaði staðinn.Afi vann langa starfsævi, hann dó á 80. aldursári.


 

 

 

Af Facebook-siðu Áslaugar Helgudóttur
á Ísafirði. 

.

 


Hér situr Marsellíus fyrir framan smiði sína sennilega sumarið 1943 í baksýnd sjást

böndin á báti sem ný byrjað er á. Mennirnir á myndinni eru talið frá vinstri:

Sigurður Bentsson, Guðmundur Marsellíusson, Skúli Þórðarson, Pétur Einarsson,

Gunnar Sigurðsson, Danfel Rögnvaldsson, Guðmundur E. Guðmundsson,

Óskar Sigurðsson, Finnur Bernharðsson, Ásgeir Sigurðsson, Ólafur Ólafsson,

Skúli Skúlason, Einar Garibaldason, Guðmundur J. Guðmundsson, Marinó Víborg

og Guðmundur Kristjánsson.
Skráð af Menningar-Bakki.

15.08.2020 19:33

MERKIR ÍSLENDINGAR - MATTHÍAS BJARNASON

 

 

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – MATTHÍAS BJARNASON

 

 

Matthías Bjarnason fæddist á Ísafirði 15. ágúst 1921.

Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason sjómaður, síðar vegaverkstjóri, og k.h. Auður Jóhannesdóttir húsfreyja.

Eiginkona Matthíasar var Kristín Ingimundardóttir húsfreyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður félagsráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá SjóváAlmennum. Hin síðari ár átti Matthías góða samfylgd með Jónínu Margréti Pétursdóttur, skólasystur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.

 

Matthías brautskráðist úr VÍ 1939. Hann var framkvæmdastjóri Vestfjarðabátsins hf. 1942-43, Djúpbátsins hf. 1943-68, framkvæmda­stjóri Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga 1960-74, rak verslun á Ísafirði 1944-73, var framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kögurs 1959-66, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1946-70, sat í bæjarráði og var forseti bæjarstjórnar.

 

Matthías var lands­kjörinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1963-67 og á Vestfjörðum 1967-95, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1974-78, heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1983-85, samgönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.

 

Matthías var formaður FUS á Ísafirði, Sjálfstæðisfélags Ísfirðinga, Fjórðungssambands sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði og sat í miðstjórn flokksins. Hann var formaður Útgerðarfélagsins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða, Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga, Útvegsmannafélags Ísfirðinga, Útvegsmannafélags Vestfirðinga, LÍÚ, í stjórn Fiskimálasjóðs, Atvinnujöfnunarsjóðs, Framkvæmdastofnunar ríkisins, Hollustuverndar ríkisins, var formaður Byggðastofnunar og ritstjóri Vesturlands.

 

 

Æviminningar hans, Járnkarlinn, skráðar af Súgfirðingnum Örnólfi Árnasyni, komu út 1993.

Matthías gaf út ritið Ísland frjálst og fullvalda ríki, í tilefni 75 ára afmælis fullveldisins, 1993.

 

Matthías Bjarnason lést 28. febrúar 2014.Skráð af Menningar-Bakki.

15.08.2020 11:16

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

  Úr myndasafninu...
 


                       Frá hrútasýningu að Tóftum árið 2000.Skráð af Menningar-Bakki.

15.08.2020 08:59

Merkir Íslendingar - Sigurjón Stefánsson

 


Sigurjón Stefánsson (1920 - 2005)

 

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurjón Stefánsson

 

 

Sigurjón Stefánsson fæddist 15. ágúst 1920 á Hólum í Dýrafirði.

Foreldr­ar hans voru hjónin Sigrún Árnadóttir, f. 1884, d. 1926, og Stefán Guðmundsson, f. 1881, d. 1970.

 

Sigurjón lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1945. Hann varð skipstjóri á nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni RE 201 árið 1952 og var óslitið með Ingólf í 20 ár eða þar til hann tók við skuttogaranum Bjarna Benediktssyni og síðar nýjum Ingólfi Arnarsyni. Hann var einn af þeim sem björguðu áhöfn bandaríska herskipsins Alexander Hamilton og hlaut viðurkenningu fyrir, þegar þeir sem lifðu af árásina komu hingað til Íslands 50 árum síðar.

 

Árið 1977 kom Sigurjón í land og tók við framkvæmda­stjórn Togaraafgreiðslunnar hf. Hann var um árabil í stjórn skipstjóra og stýrimannafélagsins Ægis og í sjómannadagsráði.

 

Sigurjón var einn af stofnendum stúku nr. 9 Þormóðs góða, í Oddfellowreglunni. Hann hlaut fálkaorðuna 1977 og heiðursmerki sjómannadagsins 1983.

 

Eiginkona Sigurjóns var Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1926, d. 2007. Börn þeirra eru fjögur.

 

 

Sigurjón lést 17. nóvember 2005.

 


Morgunblaðið laugardagurinn 15. ágúst 2020


 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

14.08.2020 20:18

Bókakaffið á Selfossi í Reykjavík

 

 

 

 

     Bókakaffið

 

      á Selfossi

 

     í Reykjavík

 

 


Skráð af Menningar-Bakki

13.08.2020 20:54

Merkir Íslendingar - Valdimar Ólafsson

 

 

Valdimar Ólafsson (1926 – 2008)

 

 

Merkir Íslendingar – Valdimar Ólafsson

 

 

Valdimar Ólafson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöllum I í Önundarfirði 13. ágúst 1926.

 

Foreldrar hans voru Ólafur B. Hjálmarsson, sjómaður, bóndi á Mosvöllum I, verkstjóri, efnisvörður BP í Rvk., f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991.

 

Valdimar kvæntist 22.12. 1948 Erlu Þórdísi Jónsdóttur síðar kennara, f. 9.2. 1929, d. 28.2. 1987, dóttur Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu ríkisútvarpsins. Þau skildu 1965.

 

Börn Valdimars og Erlu eru sjö:

1) Alexander Einar Valdimarsson, f. 22.12. 1947,

2) Ragnheiður Valdimarsdóttir, f. 18.6. 1949,

3) Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, f. 25.8. 1954,

4) Lilja Valdimarsdóttir, f. 12.11. 1956,

5) Trausti Valdimarsson, f. 1.11. 1957,

6) Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, f. 21.1. 1960.

7) Ásdís Valdimarsdóttir, f. 18.7. 1962,

 

Seinni kona Valdimars er Helga Árnadóttir hjúkrunarkona, f. 16.9. 1937, dóttir Árna Björns Árnasonar, héraðslæknis í Grenivík, og Kristínar Þórdísar Loftsdóttur húsmóður. Þau hafa búið í Lundahólum 3 yfir 30 ár.

 

Börn Valdimars og Helgu eru fimm:

8) Árni Björn Valdimarsson, f. 8.11. 1965,

9) Ólafur Kristján Valdimarsson, f. 12.8. 1967,

10) Vífill Valdimarsson, f. 8.8. 1969.

11) Sindri Valdimarsson, f. 19.4. 1971,

12) Kristín Þórdís Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1975,

 

Valdimar hóf störf í Flugmálastjórn sem loftskeytamaður 1946 og sem flugumferðarstjóri 1947-51, var vaktstjóri til 1962, aðstoðarflugumferðarstjóri til 1971 og yfirflugumferðarstjóri til 1991. Kenndi lengi flugnemum bókleg fræði á kvöldnámskeiðum og í Flugskóla Íslands í dagskóla 1991-99. Hann var ritari Flugráðs í sjö ár og leiðsögumaður á sumrin í 15 ár.

 

Hann var meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju í 11 ár og yfir 20 ár í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju. Hann hafði ánægju af að syngja og var í Gerðubergskórnum og karlakórnum Kátum körlum. Var áður fáein ár með Pólýfónkórnum og eitt ár með kirkjukór. Félags- og trúnaðarstörf voru honum hugleikin. Var fyrsti formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 1955-66 og í stjórn BSRB í 10 ár. Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í fjögur ár.

 

Hann ferðaðist mikið og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi, sat meðal annars undirbúnings-, stofnfund og ársþing alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra IFATCA. Starfaði í áratugi í Oddfellow og Rotary Breiðholt og gegndi þar ritara- og forsetastörfum. Starfaði í fimm ár við gerð Flugorðasafnsins sem kom úr 1993. Samdi kennslubók í flugreglum 1992.

 

Hann ritaði margar greinar í tímarit, dagblöð og sérrit. Einnig tók Valdimar þátt í störfum Almannavarna ríkisins í um 25 ár og í hjálparstarfi kirkjunnar. Var kjörinn heiðursfélagi FÍF 1985 á 30 ára afmæli þess og hlaut gullmerki sem einn af formönnum þess og Paul Harris-orðu Rotary-félagsskaparins.

 

Valdimar Ólafsson lést 2. apríl 2008.Skráð af Menningar-Bakki.

12.08.2020 20:33

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir - Minning

 

 

 

 

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir - Minning

 

 

Ragn­heiður Ásta Pét­urs­dótt­ir fædd­ist í Reykja­vík 28. maí 1941. Hún lést að heim­ili sínu, Keldulandi 19 í Reykja­vík, 1. ág­úst 2020.

 

For­eldr­ar Ragn­heiðar Ástu voru Birna Jóns­dótt­ir, f. 1919, d. 2003, og Pét­ur Pét­urs­son frá Eyrarbakka, f. 1918, d. 2007. Birna og Pét­ur bjuggu við Ljós­valla­götu í Reykja­vík þegar Ragn­heiður Ásta fædd­ist en flutt­ust fljót­lega í Meðal­holt 5 þar sem hún bjó öll sín bernsku­ár. Á heim­il­inu var einnig Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, f. 1878, sem Ragn­heiður kallaði alltaf Gunnu ömmu. Hún lést 1968.

 

Fyrri maður Ragn­heiðar Ástu var Gunn­ar Eyþórs­son, f. 1941, d. 2001. Þau skildu.

 

Börn þeirra eru:

Pét­ur f. 1960, d. 2018. Kona hans er Anna Mar­grét Ólafs­dótt­ir og börn þeirra Ragn­heiður Ásta, Anna Lísa og Pét­ur Axel.

Eyþór f. 1961. Kona hans er Ell­en Kristjáns­dótt­ir og börn þeirra Sig­ríður, Elísa­bet, Elín og Eyþór Ingi.

Birna f. 1965. Maður henn­ar er Árni Daní­el Júlí­us­son. Son­ur þeirra er Pét­ur Xia­ofeng og börn Árna Daní­el Ari Júlí­us sem er lát­inn og María.

 

Ragn­heiður Ásta gift­ist Jóni Múla Árna­syni 9.1. 1974. Jón Múli var fædd­ur árið 1921 og lést árið 2002.

Dótt­ir þeirra er:

Sól­veig Anna, f. 1975. Maður henn­ar er Magnús Sveinn Helga­son og börn þeirra Jón Múli og Guðný Mar­grét. Áður átti Jón Múli dæt­urn­ar Hólm­fríði, f. 1947, Ragn­heiði Gyðu, f. 1957, og Oddrúnu Völu, f. 1962. Son­ur Hólm­fríðar er Jón Múli og dótt­ir Ragn­heiðar Gyðu er Guðrún Val­gerður.

 

Lang­ömmu­börn Ragn­heiðar Ástu eru ell­efu.

 

Ragn­heiður Ásta gekk í Aust­ur­bæj­ar­skól­ann, síðan Lind­ar­götu­skóla og tók lands­próf frá Gagn­fræðaskól­an­um í Von­ar­stræti. Hún lauk stúd­ents­prófi úr mála­deild Mennta­skól­ans í Reykja­vík árið 1961 og hóf þá um haustið nám í sögu og dönsku við Há­skóla Íslands en átti þá þegar tvo syni og hætti námi til að sinna upp­eldi þeirra. Hún var í lýðhá­skóla í Dan­mörku árið 1963. Árið 1962 hóf hún störf sem þulur við Rík­is­út­varpið þar sem hún starfaði til árs­ins 2006 eða um 44 ára skeið. Auk þul­ar­starfa sinnti hún dag­skrár­gerð fyr­ir Rík­is­út­varpið, einkum um tónlist. Ragn­heiður var mjög hag­mælt. Hún orti dæg­ur­laga­texta og fjölda skemmti­legra vísna um og fyr­ir börn sín og fjöl­skyldu.

 

Ragn­heiður Ásta var alla tíð rót­tæk og tók virk­an þátt í kjara­bar­áttu op­in­berra starfs­manna. Hún var formaður Starfs­manna­fé­lags Rík­is­út­varps­ins í nokk­ur ár og átti um tíma sæti í stjórn BSRB. Hún lét sig bar­áttu fyr­ir efna­hags­legu rétt­læti og mann­rétt­ind­um miklu varða.

 

Útför Ragn­heiðar Ástu var gerð frá Frí­kirkj­unni í Reykja­vík 12. ág­úst 2020. Vegna tak­mark­ana á sam­komu­haldi er at­höfn­in aðeins opin nán­ustu fjöl­skyldu og vin­um.

 

Henni var streymt á slóðinni:

www.ráp.isSkráð af Menningar-Bakki.

11.08.2020 17:23

MERKIR ÍSLENDINGAR - HALLA EYJÓLFSDÓTTIR

 

 

Halla Eyjólfsdóttir

bjó nær öll sín fullorðinsár á Laugabóli í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi.

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR  – HALLA EYJÓLFSDÓTTIR

 

 

Hallfríðar Eyjólfsdóttur, eða Halla á Laugabóli eins og hún er betur þekkt,  fæddist 11. ágúst 1866 í Múla við Gilsfjörð, Austur-Barðastrandarsýslu.

 

Vorið 1886 kvaddi Halla æskustöðvarnar við Gilsfjörðinn tæplega tvítug og hélt norður yfir heiði þar sem hún réðst sem vinnukona að Laugabóli við Ísafjörð innst í Ísafjarðardjúpi. Fáum árum síðar giftist hún Þórði Jónssyni, f. 5.4. 1858, d. 18.10. 1914, syni hjónanna þar Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Halla og Þórður eignuðust fjórtán börn en þrjú þeirra misstu þau úr barnaveiki sumarið 1904.

 

Þórður og Halla reistu sér fyrst bú á Kirkjubóli í Laugardal 1892 en fimm árum seinna tóku þau við búi foreldra hans á Laugabóli.

 

Sumarið 1910 var ungur læknir, Sigvaldi Stefánsson, skipaður héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Kom hann vestur þá um sumarið með fjölskyldu sína og settist að á Ármúla, innst í Ísafjarðardjúpi, rétt við Kaldalón. Sigvaldi tók sér síðar nafnið Kaldalóns og varð þjóðþekktur sem tónskáld. Kynni tókust með fjölskyldu Sigvalda og fjölskyldunni á Laugabóli og varð mikil og hlý vinátta þar á milli.

 

Í erindi Hlyns Þór Magnússonar sagnfræðings um Höllu segir:

 

„Óhætt er að segja að samband þeirra Höllu og Sigvalda hafi verið einstakt enda leiddi það til sköpunar sönglaga sem teljast verða perlur í íslenskri tónlist. Bæði voru þau óþekktir listamenn þegar leiðir þeirra lágu saman en bæði voru þjóðþekkt er leiðir skildu. Verk þeirra hafa lifað fram á þennan dag, hjartkær íslensku þjóðinni í tímalausri fegurð sinni. Það hlýtur að hafa verið töfrastund þegar örlögin leiddu saman þessar tvær manneskjur í afskekktri sveit norður á hjara veraldar.“

 

Af sönglögum Sigvalda við ljóð Höllu má nefna Ég lít anda liðna tíð og Svanur minn syngur.

 

Þórður lést árið 1914 eftir erfið veikindi og Halla sá um búið en árið 1921 giftist hún Gunnari Steini Gunnarssyni frá Hvítanesi í Skötufirði. Þau héldu áfram búskap á Laugabóli til 1935 þegar Sigurður, sonur hennar, tók við.

 

Halla lést í Reykjavík árið 1937, liðlega sjötug að aldri.

 

Árið 2008 kom út úrval ljóða Höllu í bók sem nefnist Svanurinn minn syngur. Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði gaf út bókina og í henni er einnig æviágrip um þessa merku konu.Skráð af Menningar-Bakki.