Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.04.2021 15:28

Vinir alþýðunnar - Kleinudagur

 

 

 

 

--Vinir alþýðunnar - Kleinudagur--


 

         9. apríl 2019

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

06.04.2021 21:14

--- Úr myndasafninu ---

 

 

 

 

 

--- Úr myndasafninu ---


 

 

   Flateyri við Önundarfjörð og árið er 1983
 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

03.04.2021 08:08

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar - 90 ára

 

 

 

Haukur Guðlaugsson,

 

fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

 

– 90 ára-

 

 

Hauk­ur Guðlaugs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á ann­an í pásk­um. „Ég fædd­ist að morgni páska­dags meðan móðir mín var að hlusta á út­varps­mess­una. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ seg­ir Hauk­ur.

 

Hann hóf pí­anónám 13 ára og lauk burt­farar­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1951 und­ir hand­leiðslu Árna Kristjáns­son­ar. Hann stundaði org­el­nám við Sta­atliche Hochschule für Musik í Ham­borg 1955-1960 og var aðal­kenn­ari hans þar pró­fess­or Mart­in Günt­her För­stemann. „Ég sá 20 óper­ur á þess­um tíma og skoðaði helstu lista­söfn­in. Ég lærði mikið á því líka.“ Fram­halds­nám í org­ell­eik stundaði hann við Acca­dem­ia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fern­ando Ger­mani 1966, 1968 og 1972.

 

Hauk­ur var tón­list­ar­kenn­ari og kór­stjóri Karla­kórs­ins Vís­is á Sigluf­irði 1951-1955 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skól­ans á Akra­nesi 1960-1974. Þá var hann einnig org­an­isti og kór­stjóri Akra­nes­kirkju 1960-1982 og kór­stjóri Karla­kórs­ins Svana. Hann var söng­mála­stjóri ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar og skóla­stjóri Tón­skóla þjóðkirkj­unn­ar 1974-2001. Þá stóð hann ár­lega fyr­ir org­an­ista- og kór­a­nám­skeiðum á hinu forna bisk­ups­setri í Skál­holti í 27 ár.

 

Á starfs­ferli sín­um stóð Hauk­ur m.a. fyr­ir út­gáfu um 70 nótna- og fræðslu­bóka fyr­ir kóra og org­an­ista. Hann hef­ur haldið org­el­tón­leika víða á Íslandi, í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um og leikið ein­leik á org­el með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Einnig hafa kór­ar und­ir hans stjórn haldið tón­leika á Íslandi og víða í Evr­ópu og í Ísra­el. Þá hef­ur hann leikið á pí­anó í sam­leik á tón­leik­um, bæði með sellói, fiðlu og ýms­um blást­urs­hljóðfær­um og einnig með söngvur­um, á Íslandi og í Evr­ópu.

 

Hauk­ur og Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari hafa spilað mikið sam­an, m.a. á eft­ir­minni­leg­um minn­ing­ar­tón­leik­um á 125 ára fæðing­araf­mæli Pab­los Ca­sals árið 2001, í fæðing­ar­bæ hans Vendrell í Katalón­íu. Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, eig­in­kona Hauks, hef­ur ein­mitt þýtt ævi­sögu Ca­sals á ís­lensku. Hauk­ur hef­ur gert upp­tök­ur fyr­ir út­varp, sjón­varp og á hljóm­plöt­ur og geisladiska. Hann gaf út tvo tvö­falda geisladiska (2011 og 2020) þar sem hann leik­ur á mörg org­el á Íslandi og í Ham­borg. Hann hef­ur samið og gefið út Kennslu­bók í org­an­leik í þrem­ur bind­um.

 

Hauk­ur hef­ur hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín. Hann er heiðurs­fé­lagi bæði í Fé­lagi ís­lenskra org­an­leik­ara og í Fé­lagi ís­lenskra tón­list­ar­manna. Árið 1983 sæmdi Vig­dís Finn­boga­dótt­ir for­seti Íslands hann ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og árið 2008 hlaut hann Lilj­una, sér­stök tón­list­ar­verðlaun ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar.

 

Hauk­ur hef­ur alla tíð farið flestra sinna ferða á reiðhjóli, löngu áður en það komst í tísku. Á meðan aðrir keyrðu um borð í Akra­borg­ina, þá hjólaði Hauk­ur um borð. „Nú hjóla ég ekki leng­ur, því miður. En ég spila dag­lega á pí­anóið og er að fara að spila með Gunn­ari Kvar­an sumt af því sem við höf­um spilað í gegn­um árin. Við hjón­in hugs­um um okk­ur sjálf hér á Lauf­ás­vegi en fáum líka hjálp. Mér finnst ann­ars líf mitt hafa verið háð til­vilj­un­um en það hef­ur ræst svo vel úr öllu. Mér er gef­in mik­il lífs­gleði, þótt ým­is­legt hafi bjátað á eins og hjá öll­um í líf­inu.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­in­kona Hauks er Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, f. 10.10. 1937, bóka­safns­fræðing­ur og kenn­ari. Þau bjuggu á Akra­nesi frá 1960-1995, en hafa síðan búið á Lauf­ás­vegi 47 í Reykja­vík. For­eldr­ar Grím­hild­ar voru hjón­in Bragi Matth­ías Stein­gríms­son, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, dýra­lækn­ir, og Sig­ur­björg Lár­us­dótt­ir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, hús­móðir, skrif­stofumaður og lista­kona. Þau voru lengst bú­sett á Eg­ils­stöðum. Fyrri eig­in­kona Hauks er Svala Guðmunds Ein­ars­dótt­ir, f. 23.1. 1932.

 

Dótt­ir Hauks og Svölu er:

1) Svan­hild­ur Ingi­björg, f. 26.12. 1954, matráður, gift Guðmundi Sig­ur­jóns­syni, f. 27.9. 1946, verk­stjóra. Þau eru bú­sett á Sel­fossi.

Börn:

a) Heiðrún Hödd, f. 1972 (barn­s­móðir: Lín­ey Trausta­dótt­ir) í sam­búð með Pól Eg­holm. Barn: Nína Björk, f. 2011;

b) Sig­ur­jón Vídalín, f. 1974, kvænt­ur Helenu Sif Zoph­on­ías­dótt­ur. Börn: Telma Sif (barn­s­móðir: Marí­anna Rún­ars­dótt­ir), f. 1999, sam­býl­ismaður er Alex Orri Run­ólfs­son, f. 1997. Þeirra barn er Trist­an Sölvi, f. 2018; Henrika Sif, f. 2011, og Friðrika Sif, f. 2014;

c) Kar­en f. 1977, gift Ívari Grét­ars­syni, f. 1984. Börn: Guðmund­ur Bjarni, f. 2003 (barns­faðir: Brynj­ólf­ur Bjarna­son), og Rakel Ingi­björg, f. 2011;

d) Hauk­ur, f. 1981, kvænt­ur Sig­ríði El­ínu Sveins­dótt­ur, f. 1983. Börn: Sveinn Ísak, f. 2010, Óli­ver Aron, f. 2015, og Hild­ur Svava, f. 2017;

e) Guðlaug Ingi­björg, f. 1993, í sam­búð með Helga Má Guðmunds­syni, f. 1991.

Syn­ir Hauks og Grím­hild­ar eru:

2) Bragi Leif­ur, f. 24.2. 1959, tölv­un­ar­fræðing­ur, bú­sett­ur í Reykja­vík;

3) Guðlaug­ur Ingi, f. 12.7. 1965, for­rit­ari, kvænt­ur Sup­hap­hon Tangwairam, f. 27.10. 1979, her­berg­isþernu. Þau eru bú­sett á Sel­fossi. Börn: a) Eva, f. 1986 (barn­s­móðir: Katrín Guðlaugs­dótt­ir). Sam­býl­ismaður Evu er Pét­ur Óskar Pét­urs­son, f. 1986. Börn: Óli­ver Már, f. 2014 (barns­faðir: Torfi Már Jóns­son), og Katrín Ósk, f. 2020. b) Nína, f. 2001 (kjör­barn af fyrra sam­bandi eig­in­konu). c) Daní­el Ingi, f. 2008.

 

Systkini Hauks:

Guðrún, f. 15.8. 1924 (sam­feðra), skrif­stofumaður, bú­sett í Reykja­vík; Ing­veld­ur f. 31.1. 1928, d. 5.4. 2017, banka­starfsmaður, bú­sett í Reykja­vík; Jón­as, f. 22.7. 1929, d. 29.11. 2019 at­vinnu­rek­andi, bú­sett­ur í Reykja­vík; Páll, f. 28.8. 1939, at­vinnu­rek­andi í Svíþjóð; Stein­unn f. 9.5. 1942, versl­un­ar­maður, bú­sett í Reykja­vík; Guðleif, f. 26.6. 1945, versl­un­ar­maður, lengst af bú­sett í Reykja­vík.

 

For­eldr­ar Hauks voru hjón­in Guðlaug­ur Ingvar Páls­son f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993, kaupmaður á Eyr­ar­bakka og Ingi­björg Jón­as­dótt­ir f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984 hús­freyja og lista­kona á Eyr­ar­bakka.

 

 

 


Morgunblaðið 3. apríl 2021.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.04.2021 18:46

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skálholti

 

.
.
 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skálholti

 

 

Guðsþjónusta var í dag, á föstudeginum langa 2. apríl 2021 klukkan 16:00.

 

Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju.

 

Vegna samkomutakmarkanna var þessi stund aðeins á netinu.

 

Skálholtskórinn söng tónlist tengda föstu og bænadögum.

 

Jón Bjarnason dómorganisti stjórnaði og leikur á orgel.

 

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup las úr píslasögunni, þjónaði fyrir altari, leiddi bæn og blessaði.

 

------------------------------------------------------------------------------------------Félagi Kirkjuráðs Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var við minnigarstein Önfirðingsins frá Holti, Brynjólfs Sveinssonar biskups og fjölskyldu, þegar; biskup, kórstóri og Skálholtskórinn gengu til Skálholtsdómkirkju sem tengdafaðir Önundarfjarðar, Hörður Bjarnason, teiknaði. Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju og hér má sjá upptöku:

https://www.youtube.com/watch?fbclid=IwAR2l97hf6J-HPu4XQ9yDs88W8GAE1p6Vj7Bt5B8QRCDpTkMhy_uTedCgCS0&v=2wfOWsNEcOU&feature=youtu.be

Bendum sérstaklega á 11:00 mín -16:00 mín.


Þar er sálmurinn fallegi  =Ég kveiki á kertum mínum=


Ljóð; Eyfirðingsins -Davíðs Stefánssonar-


Lag; Arnfirðingsins frá Hrafnseyri -Guðrúnar Böðvarsdóttur-

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.04.2021 08:47

HELGIHALD OG MESSUR Í RÍKISÚTVARPINU

 

 

 

 

HELGIHALD OG MESSUR Í RÍKISÚTVARPINU

 

 

Vegna sóttvarna eru margar kirkjur lokaðar og ekki messað þar um bænadaga og páska. Vilji fólk hlýða á helgistundir þá bendir Þjóðkirkjan á að sumar kirkjur streyma guðsþjónustum. Eins er hægt að hlýða á útvarp og sjónvarp.

 

Dagskráin þar er á þessa leið:

 

Á skírdag, 1. apríl, var útvarpað á Rás 1 guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Prestur var sr. Sigurður Jónsson.

 

Útvarpað verður á Rás 1 guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Prestur er sr. Davíð Þór Jónsson.

 

Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu.

 

Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað á Rás 1 kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV þremur tímum síðar, kl. 14.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.04.2021 08:36

Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

 

 

 

 

Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

 

 

Þann 27. mars sl. opnaði sýning á Eyrarbakkaljósmyndum Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns á Eyrarbakka. Sýningin er haldin í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.

 

Sigurður Kristjánsson (1896-1977) kaupmaður á Eyrarbakka var áhugaljósmyndari sem tók myndir af sínu nánasta umhverfi hvort sem það var fjölskyldan, heimilið, þorpið eða hátíðarhöld. Athyglisverðar eru ljósmyndir hans af gömlum húsum og staðsetningu þeirra sem gefa einstakt sjónarhorn á Eyrarbakka um miðja 20. öld. Mörg húsanna sem Sigurður fangaði með ljósmyndavél sinni eru nú horfin.

 

Sýningin  er unnin í samvinnu við eiganda myndanna Jón Sigurðsson fangavörð son ljósmyndarans. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkti sýninguna.

 

Sýningin stendur til maíloka.

Opið verður kl. 14-17 frá 27. mars til 5. apríl.

Sýningin verður einnig opin á menningarhátíðinni Vor í Árborg dagana 22. til 25. apríl.

 

Í maí verður opið kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Utan þessara tíma verður hægt að skoða safnið og sýninguna eftir samkomulagi.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

01.04.2021 07:48

Eru samtök eldri borgara ráðalaus?

 

 

 


Séra Halldór Gunnarsson,

formaður  kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

 

 

Eru samtök eldri borgara ráðalaus?

 

 

Forysta Landssambands eldri borgara virðist ráðalaus gagnvart skerðingarákvæðum á greiðslum almannatrygginga (TR) undanfarin mörg ár. Langur sjónvarpsþáttur nýverið um velferð aldraðra fjallaði ekkert um kjaramálin, en forsætisráðherra vék í ávarpi sínu þar að þeim lagfæringum sem ríkistjórn hennar hefði stuðlað að með sérstökum lögum um bætur til þeirra sem lítinn eða engan stuðning hefðu fengið, líklega um 800 manns.  Stuðningurinn hefði getað numið kr. 129. 310 til hjóna eða sambúðarfólks á mánuði og kr. 170. 784 til einstaklinga með heimilisuppbót eftir að hafa greitt skatt af greiðslunum. En hindranir og flækjustig laganna voru með þeim ólíkindum, að í upphafi árs höfðu aðeins 141 einstaklingur sótt um !

 

Leiðrétting á skerðingum greiðslna frá TR vegna vinnulauna

 

Talið hefur verið að það myndi kosta ríkissjóð um 2 milljarða króna ef 45% skerðing vegna vinnulauna umfram kr 100 þúsund á mánuði yrði afnumin. Ekki er reiknaður með í því dæmi virðisaukinn af aukinni veltu fólksins, sem myndi koma til vinnu og ekki heldur lífsbati þeirra sem hafa kosið að sitja heima fullfrísk, fremur en að láta hirða af sér um 80% af því sem unnið yrði umfram þau laun. Ef þetta væri reiknað með tel ég að afnám skerðinganna myndi ekki kosta ríkisjóð neitt. Heldur hitt, að ríkissjóður myndi hagnast vegna aukinna tekna sem yrðu skattlagðar, ásamt veltu af virðisauka.

 

Leiðrétting á greiðslum frá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna

 

Skerðingarákvæði laga um almannatryggingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna eru taldar spara ríkissjóði um 26 milljarða króna.

Greiðslur sem eldri borgarar fá úr lífeyrissjóði eru af TR meðhöndlaðar sem fjármagnstekjur, og séu þær umfram kr 25 þúsund á mánuði, þá skerðast greiðslur frá TR um  45 %.

Ef lífeyrisgreiðslurnar væru hins vegar taldar launatekjur væru þær ekki skertar fyrr en við 100 þús króna markið. Í skattalaögum eru lífeyrigreiðslur þó skilgreindar sem laun og skattlagðar með miklu hærra hlutfalli en ef þær væru fjármagnstekjur . Í lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 er kveðið á um það í 2. gr., í 9. og 10. tl. að ekki sé mismunur á atvinnutekjum og atvinnutengdum lífeyrissjóðsgreiðslum.

Auk þessa eru lífeyrissjóðstekjur skattlagðar tvisvar, gagnvart þeim sem greiddu skatt af greiðslum í lífeyrissjóð frá 1969 til 1988, en eru nú skattlagðir á ný af sama stofni fjármagns.

 

Leiðrétting á árlegum hækkunum bóta almannatrygginga

 

Þessi hækkun er framkvæmd einu sinni á ári, fyrsta janúar. Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar er kveðið á um að bætur “skuli  breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.” Út frá þessari lagagrein kemst ríkistjórn árlega að þeirri niðurstöðu að miða við fjárlög, en ekki 69. greinina. Þannig lækkar í raun árlegt framlag ríkisjóðs til þessara greiðslna, miðað við verðlag og launaþróun í landinu.

 

Viðhorf þeirra sem ráða

 

Þeir segja: Aldrei hefur meira verið gert fyrir aldraða, eins og t.d. svar fjármálaráðherra við nýlegri fyrirspurn, sem birtist í Kjarnanum:  „Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand¬anna af þeim sem fá bætur frá almanna¬trygg¬ingum batnað hrað¬ast á und¬an¬förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand¬anna en þiggja þó eitt¬hvað úr almanna¬trygg¬inga¬kerf¬inu.”

Hvernig skyldi ráðherrann svara þeirri einföldu spurningu, að íslenska ríkið greiði hlutfallslega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borgara gegnum TR?

Síðan segir ráðherrann að Íslendingar eigi að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 26 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra, vegna áunninna lífeyrissjóðsgreiðslna þeirra sjálfra?

 

Hvað gætu eldri borgarar gert til að ná fram leiðréttingu?

 

Forysta LEB gæti  lagt fram tillögur til ríkisstjórnar um lágmarkslagfæringu á kjörum eldri borgara, sem næðu til þeirra sem verst eru settir í samræmi við samþykkt landsfundar um kjaramál frá 30.6.2020. Ef engin viðbrögð yrðu við því fyrir  landsfund LEB á þessu ári, yrði að mínu áliti að leggja fyrir fundinn tillögu um að félög eldri borgara um land allt, stæðu saman að framboði undir nýrri forystu stjórnar LEB. Það gæti verið sjálfstætt framboð eða með samstarfi við annan flokk með skriflegum skuldbindingum stjórnar þess flokks um stefnu í þessum  málaflokki og þátttöku í framboði, skilyrt aðeins til þátttöku á næsta þingi. Ef sérstakur flokkur eldri borgara næði kjöri til alþingis, myndu þessi mál njóta forgangs hjá flokknum, ásamt því að styðja önnur góð mál til heilla fyrir land og þjóð.

 

 

   Séra Halldór Gunnarsson,

formaður  kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

24.03.2021 17:48

Hjallastefnufundur 24. mars 2015

 

 

 

 

--Hjallastefnufundur 24. mars 2015--
Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2021 20:50

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.

 

 


Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)Skráð af Menningar-Bakki.
 

23.03.2021 19:34

Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021

 

 

 

 

---Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021---

 

 

Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 

Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Síðar varð þessi dagur að heitdegi í Skagafirði, Eyjafirði og að nokkru í Þingeyjarsýslum. Samkomur, heitgjafir og helgihald héldust fyrsta dag einmánaðar þar til konungur bannaði heittdaginn 1744. Urðu embættismenn að ítreka það bann fram á 19. öld. 

Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. 

Þessi kviðlingur um einmánuð var allkunnur á Vestfjörðum: 

Einmánuður minn, minn
gakk þú í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn. 


Til þess að vorið yrði gott þótti þetta besta veðráttan á útmánuðum eins og segir í eftirfarandi kviðlingi: 

Þurr skyldi þorri
þeysin góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.


Skráð af Menningar-Bakki.