Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.10.2020 08:28

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

   Úr myndasafninu...

 


  Eyrbekkingar á Bryggjuhátíð á Stokkseyri


 


Skráð af Menningar-Bakki

09.10.2020 19:57

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...  Frá -þorrablóti- Hrútavina á Stokkseyri

 

  fyrir rétt tæpum 20 árum


 

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.10.2020 18:08

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 

 

  Ólafur Auðunsson les glaður -Séð og jarmað-


 


Skráð af Menningar-Bakki

07.10.2020 21:04

Úr myndasafninu...

 


F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson

og Jóhann Vignir Vilbergsson. Ljósm.: BIB

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 


Hljómsveitin NilFisk á Draugabarnum á Stokkseyri

 

og árið er 2005
Skráð af Menningar-Bakki.

05.10.2020 21:19

Úr myndasafninu...


 

 

 

 


 Úr myndasafninu...


 

 

 Borgarafundur á Eyrarbakka fyrir um 15 árum

 Skráð af Menningar-Bakki.

04.10.2020 09:55

Merkir Íslendingar - Lilja Guðmundsdóttir

 


Lilja Guðmundsdóttir (1915 - 2005).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Lilja Guðmundsdóttir

 

 

Lilja Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði þann 4. október 1915 en flutti með foreldrum sínum til Flateyrar er hún var fimm ára og átt heima þar síðan. Hún lauk barnaskólanámi á Flateyri.

 

Systkini Lilju:

Sigurlaugur, f. 1.10. 1911, d. 21.10.1988, iðnaðarmaður í Reykjavík; Ingileif, f. 29.9.1913, d. 3.3. 2009,  móðir í Hafnarfirði.

Foreldrar Lilju voru Guðmundur Guðmundsson, f. 1.12.1882, d. 2.10. 1982, skósmiður í Hafnarfirði og á Flateyri, og k.h., Guðrún Þórunn Jónsdóttir, f. 13.9.1872, d. 5.6.1957, húsmóðir frá Litlu-Tungu í Miðfirði.

Guðmundur, faðir Lilju, var bróðir Kristjáns, föður þeirra Kirkjubólssystkina, Halldórs rithöfundar, Guðmunda Inga skálds, Ólafs skólastjóra pg Jóhönnu Guðríðar húsfreyju. Systir Guðmundar var Guðrún, amma Gests Ólafssonar arkitekts. Guðmundur var sonur Guðmundar, b. á Kirkjubóli, Pálssonar, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar, fyrrv. borgarfulltrúa. Systir Guðmundar eldri var Solveig, amma Gils Guðmundssonar rithöfundar. Móðir Guðmundar var Kristín Hákonardóttir, b. í Grafargili, Hákonarsonar, bróður Brynjólfs, á tvo vegu langafa Guðnýjar, móður Guðmundar G. Hagalíns rithöfundar. Brynjólfur var einnig langafi Gísla, föður Guðmundar G. Hagalíns.

 

Lilja vann alla tíð við fiskyinnslu á Flateyri. Hún starfaði hjá Ásgeiri Guðnasyni, kaupmanni og útgerðarmanni, á árunum 1930-38 og síðan samfellt í sama frystihúsinu á Flateyri á árunum 1938-89, en hjá nokkrum fyrirtækjum. Fyrst í nýbyggðu Hraðfrystihúsi Flateyrar hf. 1938-43, hjá ísfelli hf. 1943-60, hjá Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-67, Hrímfaxa hf. 1968 og hjá Hjálmi hf. 1968-89.

 

Eftir fimmtíu ára starf í sama frystihúsinu 1988 verðlaunaði Hjálmur hf. Lilju með þriggja mánaða ferð til Kanada. Sjómannadagsráð á Flateyri sæmdi Lilju heiðursmerki sjómannadagsins árið 1983 og var hún eina konan sem þar hefur hlotið slíka viðurkenningu.

 


Auk þess að vinna í fiski átti Lilja kindur með pabba sínum, Guðmundi  skósmið. En einmitt vegna þess að pabbi hennar var skósmiður er hún alltaf kölluð Lilja skó og þekkja hana allir best undir því nafni. Þá ræktaði lilja kartöflur í Eyrarhjöllunum ofan Flateyrar og geymdi kartöflur fyrir marga Flateyringa í jarðhúsi sínu þar.Lilja Guðmundsdóttir lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þann 17. október 2005. Útför hennar var gerð frá Flateyrarkirkju þann 22. október 2005.


 

 

     Morgunblaðið 1. maí 1988.

 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

03.10.2020 14:25

Merkir Íslendingar - GUNNHILDUR ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR

 


Gunnhildur Guðmundsdóttir (1930 - 2001).


 

 

  -Merkir Íslendingar-

 

-GUNNHILDUR ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR

 

 

Gunnhildur Ósk Guðmundsdóttir fæddist í miðbæ Reykjavikur 3. október 1930.  

Foreldrar hennar voru Guðmundur Einar Þorkelsson matsveinn, f. 20. október 1906, d. 4. október 1968, og kona hans Ingigerður Jónsdóttir, f. 5. október 1912. d. 20. apríl 1998. Systir Gunnhildar, Sigríður f.  1946.  Eiginmaður Gunnhildar var Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri, f. 26. júní 1931, og  sonur Stefáns Jónssonar, f.  1909, og Ragnheiðar Huldu Þórðardóttur, f. 1910, sem bjuggu í Hafnarfirði.

 

Gunnhildur og Jón Gunnar gengu í hjónaband 25. júní 1955.

Börn þeirra eru:

1) Ingigerður hjúkrunarfræðingur, f. 13. janúar 1955

2) Stefán viðskiptafræðingur, f. 20. júlí 1957.

3) Guðmundur Einar viðskiptafræðingur, f. 18. febrúar 1960.

4) Hulda viðskiptafræðingur, f. 8. desember 1962.

 

Gunnhildur ólst að mestu upp í miðbæ Reykjavikur og hóf þar að starfa við verslunarstörf hjá Ingibjörgu Johnsen og síðar hjá Klæðaverslun Andrésar Andréssonar, svo fljótt sem hún hafði aldur til og til þess tíma að hún átti sitt fyrsta barn 1955.

 

Árið 1956 fluttist hún til Flateyrar við Önundarfjörð með eiginmanni sínum og bjó þar í 27 ár eða til ársins 1983 en þá fluttu þau hjónin til Grindavíkur og bjuggu þar í 16 ár meðan Jón Gunnar gegndi þar starfi bæjarstjóra.

 

Eftir það átti hún lögheimili í Vesturbyggð en hafði jafnframt meginaðsetur sitt að Sævangi 1, Hafnarfirði.

 

Á Flateyri og í Grindavík starfaði hún mikið að félagsmálum. Á Flateyri studdi hún lengi leikfélagið og um langt skeið var hún gjaldkeri kvenfélagsins. Á vegum kvenfélagsins stóð hún meðal annars fyrir byggingu og rekstri leikskóla.

 

Í Grindavík gekk hún fljótlega til liðs við kvenfélagið og var formaður þess síðustu árin þar í bæ. Gunnhildur starfaði fyrir Körfuknattleiksdeild karla í Grindavík af miklum áhuga. Til þessa hefur hún gegnt starfi gjaldkera í Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu og beitt sér þar sérstaklega fyrir stuðningi við byggingu Barnaspítala Hringsins.

 

Jafnframt húsmóður- og félagsstörfum sinnti hún ýmsum störfum eftir því sem þörf var á og tíminn leyfði meðal annars sem fréttaritari Morgunblaðsins.

 

Gunnhildur  lést á Landspítalanum 9. júlí 2001. Útför Gunnhildar fór fram frá Víðistaðakirkju 19. júlí 2001.

________________________________________________________Minningarorð Einars Odds Kristjánssonar

 

á útfarardegi Gunnhildar Guðmundsdóttur

 

Gunnhildur Guðmundsdóttir er látin og verður jarðsungin í dag frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

 

Mig langar til að minnast Gunnhildar með nokkrum orðum. Hún var sérstæð kona fyrir margra hluta sakir, glaðvær kona og skemmtileg og virtist hafa óþrjótandi orku til að vinna umhverfi sínu og samfélagi allt sem hún mátti.

 

Gunnhildur flutti til Flateyrar sem ung kona ásamt manni sínum, Jóni Gunnari Stefánssyni, og þau hjón bjuggu hér um aldarfjórðungs skeið. Gunnhildur var Reykjavíkurstúlka; henni fylgdi nýr og framandi andblær inn í litla sjávarbyggð.

 

Ég var heimagangur hjá þeim hjónum um árabil og frá þeim tíma á ég margar góðar minningar. Ég held að Gunnhildur hafi starfað sleitulaust í flestum félagasamtökum á Flateyri meðan hún bjó hér. Fyrst minnist ég hennar í fylkingarbroddi félagskvenna í kvenfélaginu Brynju. Þá vantaði leikvöll fyrir krakkana í þorpinu. Gunnhildur gekk að því uppbyggingarstarfi með oddi og egg. Og leikvöllur varð til! Gunnhildur sá líka um rekstur hans árum saman. Gunnhildur er mér þó líklega eftirminnilegust í starfinu fyrir Leikfélag Flateyrar, en þar var hún að sjálfsögðu aðaldrifkrafturinn. Í þá daga var mikið fyrirtæki að ferðast með leikflokk milli byggða á Vestfjörðum að vetrarlagi, en oftast var ferðast með skipum og hljóp landhelgisgæslan þá oft undir bagga. Það var samt ótrúleg fyrirhöfn þessu samfara, en Gunnhildur skipulagði allt og stjórnaði öllu. Mér finnst eins og hún hafi verið best í essinu sínu þegar erfiðleikarnir virtust vera mestir og flóknastir. En allt gekk þetta upp með glæsibrag. Það sem Gunnhildur tók sér fyrir hendur var raunar allt milli himins og jarðar. Allt umhverfið var starfsvettvangur hennar. Hvar sem hún kom auga á verk sem þurfti að vinna gekk hún sjálf fram með sinni alkunnu elju og linnti ekki fyrr en verki var lokið. Aldrei held ég að hún hafi hugleitt eitt augnablik hvort hún uppskæri þakklæti fyrir störf sín. Þetta virtist vera henni eðlislægt. Svona var hún.

 

 Fyrir nokkrum vikum hitti ég Gunnhildi vestur á Patreksfirði. Þar voru margir góðir vinir samankomnir og glatt á hjalla: Jón Gunnar átti afmæli. Gunnhildur var kát og glöð að vanda. Svo lauk lífi hennar skyndilega – þessu starfsama og skemmtilega lífi. Við Sigrún sendum Jóni Gunnari og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við minnumst Gunnhildar með virðingu og þökk.

 

 

Einar Oddur Kristjánsson, Sólbakka, Flateyri.


_____________________________________________________________________

 

Í dag, 3. október 2020, hugsum við til Gunnhildar Guðmundsdóttur sem fædd var 3. okt. 1930. Hún lést þann 9. júlí 2001.

Hún var meðal margþættra félagsstarfa í kröftugri "Kúttmagasveit " Önfirðingafélagsins ásamt; Margréti Hagalínsdóttur, Leifi Björnssyni, Jónu Guðrúnu Haraldsdóttur og Gróu Björnsdóttur. Þau stóðu ásamt fleirum í mörg ár fyrir kúttmagaveislum í Leikhúskjallaranum í Reykjavík.

Hér eru nokkrar myndir frá árinu 1998.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

03.10.2020 09:19

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 

 

 

Páll Lýðsson og Þór Vigfússon


í Bókakaffinu á Selfossi.

 Skráð af Menningar-Bakki

02.10.2020 07:04

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 


Halldór Kristjánsson (1910 - 2000).

 

 

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

 

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910.

Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.


 

Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.

Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.


 

Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
 

Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.
 

Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.


 

Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.

 

 

Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.

 

___________________________________________________________

 

9. ágúst 2003 - 
 

Minnisvarði afhjúpaður um Halldór frá Kirkjubóli

 

ÞAÐ var hátíðleg stund að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 9. ágúst 2003 er minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli var afhjúpaður.
 

Um 100 manns komu saman til að heiðra minningu Halldórs í góðu veðri. Þar á meðal var systir Halldórs, Jóhanna Kristjánsdóttir, 95 ára, og mágkona Halldórs, Þuríður Gísladóttir, ekkja Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds. Auk þess voru þarna samankomnir afkomendur Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra og stórtemplars, bróður Halldórs, en 100 ár eru nú liðin frá fæðingu hans.
 

Viðstaddir voru einnig aðrir aðstandendur Halldórs, fyrrverandi sveitungar hans og fleiri Vestfirðingar og síðan dágóður hópur templara, en það var einmitt stúkan Einingin nr. 14 í Reykjavík sem stóð fyrir því að minnisvarðinn var reistur að Kirkjubóli. Þannig vildu félagar Einingarinnar minnast að verðleikum eins síns bezta félaga og um leið eins ötulasta talsmanns er bindindishreyfingin á Íslandi hefur átt.
 

Formaður undirbúningsnefndar Einingarinnar, Sigrún Sturludóttir, setti samkomuna með ávarpi og stjórnaði henni. Einingarfélaginn Victor Ágústsson afhjúpaði svo minnisvarðann.
 

Lesið var úr verkum Halldórs, en hann var skáld gott og skarpur penni og voru það Einingarkonurnar Ásgerður Ingimarsdóttir og Sigrún Gissurardóttir er það gjörðu. Félagar Halldórs, þeir Gunnar Þorláksson og Helgi Seljan, fluttu ávörp, félagar úr karlakórnum Erni sungu tvö lög og einnig voru sungin lög við ljóð Halldórs.
 

Það var svo Ásthildur Ólafsdóttir, bróðurdóttir Halldórs, sem flutti ávarp og þakkir frá ættingjunum fyrir þetta framtak.

Minnisvarðinn er fallegur vestfirzkur steinn með áletraðri plötu þar sem m.a. eru þessar ljóðlínur úr kvæði Halldórs sem lýsandi eru fyrir vökult viðhorf hans og baráttu alla tíð:

 

Verjum land og verndum börn

frá vímu og neyð.

 

.

 

.
 Skráð af Menningar-Bakki.

27.09.2020 16:13

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...Menningarkakó í Bókakaffinu á Selfossi.


 

 

 

 Skráð af Menningar-Bakki.