Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.07.2020 08:20

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 Tónleikar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri þann 12. október 2005.
 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu
 

 

 

Hrefna Eggertsdóttir leikur á flygil og Hlín Pétursdóttir syngur. Ljósm.: BIB

.

 
Skráð af Menningar-Bakki

08.07.2020 10:48

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 

 

 

Þröstur Sigtryggsson (1929 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 

 

 Þröstur Sigtryggsson var fædd­ur 7. júlí 1929, son­ur hjón­anna Hjaltlínu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur, kenn­ara og hús­freyju frá Brekku á Ingj­aldssandi, og séra Sig­tryggs Guðlaugs­son­ar, prests og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur Sig­tryggs­son veður­stofu­stjóri.

 

Þröst­ur ákvað snemma að gera sjó­mennsku að ævi­starfi. Hann tók inn­töku­próf í 2. bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð skip­herra 1960 og starfaði þar uns hann lét af störf­um árið 1990, og hafði þá tekið þátt í þrem­ur þorska­stríðum.

 

Þröst­ur kenndi vet­urna 1990-1992 við grunn­skól­ann á Þing­eyri og stundaði sjó­sókn þaðan. Þá var hann skóla­stjóri barna­skól­ans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við héraðsskól­ann þar.

 

Þröst­ur var mik­ill áhugamaður um golf á þess­um árum og stofnaði golf­fé­lagið Glámu á Þing­eyri og stóð að og hannaði 9 holu golf­völl þar vestra. Æsku­slóðirn­ar voru hon­um hug­leikn­ar og gerði hann æsku­heim­ili sitt, Hlíð í Dýraf­irði, að menn­ing­ar­minja­safni. Átti hann hug­mynd að rit­un sögu Núps­skóla. Sú hug­mynd varð að veru­leika og kom bók­in sem Aðal­steinn Ei­ríks­son ritaði út í sum­ar þegar 110 ár voru frá stofn­un skól­ans. Minn­inga­bók Þrast­ar, Spaug­sami spör­fugl­inn, kom út 1987. Þröst­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1976.

 

Vorið 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða (f. 1933, d. 2013.)
Börn þeirra eru:

Mar­grét Hrönn, Bjarn­heiður Dröfn og Sig­trygg­ur Hjalti. Fyr­ir átti Þröst­ur dótt­ur­ina Kol­brúnu Sig­ríði. –

Eft­ir lát eig­in­konu sinn­ar eignaðist Þröst­ur góðan fé­laga og vin, Hall­fríði Skúla­dótt­ur.

 

Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra lést  9. des­em­ber 2017. 

 

Æsku­heim­ilið að Hlíð í Dýraf­irði. Ljósm.: BIB.

.

.

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB

.

 


Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:33

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 

 

Jakobína Sigurðardóttir (1918 - 1994).

 

 

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

 

 

Jakobína Sig­urðardótt­ir fædd­ist í Hæla­vík á Horn­strönd­um 8. júlí 1918.For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Sig­urðsson, bóndi í Hæla­vík, og Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­freyja.


 

Jakobína átti alls 12 systkini en meðal þeirra var Fríða Á. Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur.


 

Jakobína flutti að Garði í Mý­vatns­sveit 1949 og bjó þar til æviloka, ásamt manni sín­um, Þorgrími Starra Björg­vins­syni, og börn­um þeirra, þeim Stef­an­íu, Sigrúnu Huld, Sig­ríði Krist­ínu og Kára. Hún stundaði nám við Ingimars­skól­ann í Reykja­vík og nám ut­an­skóla við KHÍ, en þess utan var hún sjálf­menntuð.


 

Jakobína sendi m.a. frá sér end­ur­minn­inga­bók, skáld­sög­ur, smá­sög­ur og ljóð en verk henn­ar komu út á ár­un­um 1959-2004. Formtilraun­ir og næm stíl­vit­und ein­kenna verk henn­ar. Hún réri ávallt á ný mið með hverju verki og fiskaði ríku­lega. Hún var form­bylt­ing­ar­höf­und­ur.


 

Fyrsta verk Jakobínu, æv­in­týrið Sag­an af Snæ­björtu Elds­dótt­ur og Ketilríði Kot­ungs­dótt­ur kom út 1959 og vakti strax at­hygli.Í kjöl­farið fylgdi kvæðasafn og síðar smá­sagna­safnið Púnkt­ur á skökk­um stað, 1964. Fyrsta skáld­saga Jakobínu, Dæg­ur­vísa, 1965, sló í gegn og var fram­lag Íslands til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 1966. Auk þess var Lif­andi vatnið og Snar­an fram­lag Íslend­inga til þeirra verðlauna nokkru seinna.
 

 

Dæg­ur­vísa er hóp­saga, ein fárra slíkra í ís­lensk­um bók­mennt­um. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn í Snör­unni, 1968, er ágeng­ur; annarr­ar per­sónu frá­sögn sem er bein ræða sögu­manns frá upp­hafi til enda. Sterk þjóðfé­lags­ádeila end­ur­spegl­ast í verk­inu Lif­andi vatnið, 1974. Bók­in Í barn­dómi er ein­stök í sinni í röð; átak­an­leg og lýrísk lýs­ing á upp­vexti Jakobínu á Horn­strönd­um, undra­vert að hún skyldi ná að ljúka verk­inu fyr­ir dauða sinn.


 

Jakobína lést 29. janúar 1994.

 

Strandaði í Hælavík | RÚV

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:25

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 


Benedikt Gröndal (1924 - 2010).
 

 

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 

 

Benedikt fæddist á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924. Foreldrar hans voru Sigurður Gröndal, rithöfundur, yfirkennari í Reykjavík og hótelsjóri að Valhöll á Þingvöllum og k.h., Mikkelína María Sveinsdóttir húsfreyja.


 

Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, af Presta-Högna ætt, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, en Mikkelína María var dóttir Sveins Árnasonar, bónda í Hvilft í Önundarfirði, og Rannveigar Hálfdánardóttur, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra.


 

Meðal sex systkina Benedikts má nefna Halldór Gröndal sóknarprest og Gylfa Gröndal rithöfund.


 

Kona Benedikts var Heidi Jaeger Gröndal húsfreyja sem lést 2012 og eignuðust þau þrjá syni, Jón, Tómas og Einar.

 

Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946 en með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-58 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-69.


 

Benedikt var landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-59, þingmaður Vesturlands 1959-78 og þingmaður Reykvíkinga 1978-82. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-80 og forsætisráðherra minnhlutastjórnar Alþýðuflokksins 1979-80.


 

Benedikt var formaður Útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var formaður undirbúningsnefndar íslensks sjónvarps, sat í stjórn Seðlabanka Íslands, stjórn Framkvæmdastofnunar og Nýbýlastjórnar, í stjórn þingmannasambands NATO og sat í fjölda nefnda um endurskoðun hinna ýmsu laga. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991.


 

Benedikt sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.


 

Benedikt lést 20. júlí 2010. 

 

Hvilft í Önundarfirði. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Bakki.

08.07.2020 08:01

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens Sigurðsson (1813 - 1872) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.


 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.


 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.


 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.


 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46, kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.


 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“


 

Jens lést 2. nóvember 1872.

 

 

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BIB

 

 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.

06.07.2020 07:57

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli

 

 

 

 

 

Fjölmenn útimessa í Arnarbæli

 

 

 

Útimessa var haldin að Arnarbæli í Ölfusi í gær, sunnudaginn 5. júlí 2020, og sótti fjölmenni messuna í blíðviðri.

 

Arnarbæli er fornfrægur kirkjustaður við Ölfusá og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

Kirkjukór  Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiddi söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur organista. Prestur var sr. Ninna Sif Svavarsdóttir í Hveragerði.

 

Messukaffi var að guðsþjónustu lokinni.

 


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við messuna í Arnarbæli á afmælisdegi Kristjáns Runólfssonar skálds í Hveragerði en hann var fæddur 5. júlí 1956 og lést 17. október 2018. Kristján var alla tíð virkur meðlimur í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins.Kirkjuráðið færði útimessuna í Arnarbæli til myndar.

 


Myndaalbúm á þessari slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293706/Nokkrar myndir hér:
 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki
 

 

05.07.2020 21:28

Merkir Íslendingar - Kristján Þór Línberg Runólfsson

 


Kristján Runólfsson (1956 - 2018).
 

 

 

 -Merkir Íslendingar -

 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson

 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson fæddist 5. júlí 1956 á Sauðárkróki. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. október 2018.


Foreldrar hans voru Runólfur Marteins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007, og Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014.


Fyrri eiginkona Kristjáns er Jóhanna Sigurðardóttir, þau eiga saman þrjá syni.


 Þann 15. júlí 2000 kvæntist Kristján Ragnhildi Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1953. 

 

 Kristján ólst upp í Skagafirði á Brúarlandi í Deildardal og eyddi unglingsárum á Eyrarbakka. Meginhluta ævinnar bjó hann á Sauðárkróki en fluttist í Hveragerði árið 2004.

 

Kristján var mikill grúskari, safnaði m.a. ljósmyndum, skjölum og gömlum munum. Hann stofnaði Minjasafn Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki og rak í fjölda ára.

 

Kristján hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði en fyrst og fremst var hann mikill hagyrðingur.


 Skráð af Menningar-Bakki. 

05.07.2020 08:22

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

 5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn

 

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.
Skráð af Menningar-Bakki.

05.07.2020 08:03

Útimessa í Arnarbæli

 

 

 

 

Útimessa í Arnarbæli

 

 

Útimessa verður haldin í Arnarbæli í Ölfusi í dag, sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 14.

 

 

Arnarbæli er fornfrægur kirkjustaður við Ölfusá og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

 

Ekið er um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju og greinilega merktur: Arnarbæli.

  Ef veðrið bregst flyst guðsþjónustan inn í Kotstrandarkirkju. 

 

 

 Kirkjukór  Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

 

 

Messukaffi að guðsþjónustu lokinni.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.07.2020 13:36

-- Nóa Síríus nammi og menningarmoli ÆFINGAR --

 

 

F.v.: Böðvar Gíslason, Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, Eva Dögg Egilsdóttir

og Björn Ingi Bjarnason

 

 

Nóa Síríus nammi og menningarmoli ÆFINGAR 

 

 

Sælgætisgerðin Nói Síríus er að fagna 100 ára afmælinu á þessu ári með ýmsum hætti. Í tilefni aldarafmælisins verður opnuð glæsileg sýning um sögu fyrirtækisins á Árbæjarsafni á morgun, föstudaginn 3. júlí 2020. Þar má skoða forvitnilega muni, umbúðir, gamlar auglýsingar og vörur — og rifja upp kynnin við fjölmarga sælgætismola af öllum stærðum og gerðum.

 


Nói Síríus hefur deilt sætum minningum með Íslendingum í heila öld og fyrirtækið ætlar að gera það áfram.

 


Gott dæmi um sérlega bragðgóðar minningar með Nóa Síríusi er lag og texti Siggi Björns í laginu frábæra með hljómsveitinni ÆFINGU frá Flateyri um Allabúðina þar í bæ. Í textanum er  PIPP  súkkulaðið frá Nóa Síríusi gert réttilega að frábærum mannlífs- og mennigarmola.

 


Í morgun fóru tveir af einlægum aðdáendum hljómsveitarinnar ÆFINGAR í afmælisheimsókn í Nóa Síríus í Reykjavík og afhentu hljómdisk ÆFINGAR frá 45 ár afmæli hljómsveitarinnar árið 2013. Þetta voru; Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Böðvar Gíslason í Þorlákshöfn. Gerðu þeir að sínum hætti grein fyrir hinum sögulega grunni textans innihaldsríka í laginu um Allabúð.

 


Í lok stundarinnar ánægjulegu í morgun fengu Björn Ingi og Böðvar sætar gjafir með þökkum fyrir þessa óvæntu afmælisheimsókn. Jafnframt var Sigga Björns og ÆFINGU boðið í heimsókn í Nóa Síríus næst þegar hann kemur til landsins. Siggi Björns hefur starfað sem tónlistarmaður erlendis í nær því fjóra áratugi, aðallega í Danmörku og Þýskalandi.


 

 

F.v.: Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus og Eva Dögg Egilsdóttir.
.
.

.

Allabúð: https://www.youtube.com/watch?v=nN6XYUQ0GNY

.

Skráð af Menningar-Bakki