Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.06.2020 20:32

Minningarstund Hafliða Magnússonar

 

 

F.v.: ÞórarinnTheódór Ólafsson, Björn Ingi Bjarnason, Bjarni Harðarson og

         Jóhann Páll Helgason.

 

 

Minningarstund Hafliða Magnússonar

 

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars og Ljóða-Setur Litla-Hrauns komu saman í dag, 25. júní 2020 í Bókakaffinu á Selfossi, á degi níundu ártíðar Hafliða Magnússonar.

 

Hafliði lést þann 25. júní 2011 og var minnst í dag af virðingu og léttleika:
 

-Hafliða- við heiðrum nú
hann var engum líkur.
Virðing okkar virk sem trú
viljum vera slíkur.


 

 

F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson, Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.

.

 

 

F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson og Jóhann Páll Helgason.

.

 

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

25.06.2020 12:14

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 


Hafliði Magnússon við fossinn Dynjanda í Arnarfirði.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.


 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.


 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.


 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.


 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG. 


 


Hafliði Magnússon, lengst til vinstri, á góðri stund í Bókakaffinu á Selfossi.
Ljósm.: BIB

.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

24.06.2020 08:29

24. júní 1000 - Kristnitakan

 


Þingvellir Ljósm.: BIB

 

 

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: „Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

22.06.2020 07:41

Merkir Íslendingar - Steingrímur Hermannsson

 


Björn Ingi Bjarnason og Steingrímur Hermannsson,

f.v. forsætisráðherra, á tröppum Ráðherrabústaðarins við

Tjarnargötu 32 í Reykjavík þar sem Steingrímur ólst upp.

Húsið stóð áður á Sólbakka við Flateyri sem

íbúðarhús hvalfangarans Hans Ellefsen.

 

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Hermannsson

 

 

Steingrímur fæddist í Reykjavík 22. júní 1928, sonur Hermanns Jónassonar, alþingismanns og ráðherra og eiginkonu hans, Vigdísar Oddnýjar Steingrímsdóttur.Steingrímur Hermannsson ólst upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 32 í Reykjavík sem sonur forætisráðherra, Hermanns Jónassonar.


 

Steingrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1948 og prófi í rafmarksverkfræði frá tækniháskólanum í Chicago árið 1951. Þá lauk hann  M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena árið 1952.


 

Eftir nám starfaði Steingrímur sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952—1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni  1953—1954. Hann starfaði einnig sem  verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955—1956. Hann var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957—1978.


 

Steingrímur var kjörinn á Alþingi 1971 fyrir Framsóknarflokkinn og sat þar til ársins 1994, fyrst fyrir Vestfjarðakjördæmi en frá 1987 fyrir Reykjaneskjördæmi. Hann var dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra frá 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og samgönguráðherra frá 1980 til 1983 þegar hann var skipaður forsætisráðherra. Hann tók árið 1987 við embætti utanríkisráðherra en var árið eftir forsætisráðherra á ný til 1991.


 

Steingrímur var formaður Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1994 og gegndi að auki fjölda trúnaðarstarfa og embætta. 


 

Steingrímur  var seðlabankastjóri frá 1994 til 1998.


 

Steingrímur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sara Jane Donovan og þau eignuðust þrjú börn: Jón Bryan, Ellen Herdísi og S. Neil. Seinni kona Steingríms var Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn:  Hermann Ölvir,  Hlíf og Guðmund.

 

 

Steingrímur Hermannsson lést 1. febrúar 2010.


 

Hér má sjá Steingrím Hermannsson og fleiri frambjóðendur í Vestfjarðakjördæmi á framboðsfundi á Þingeyri árið 1979.
Sjá  þessa slóð: https://www.youtube.com/watch?v=lI1gCMxbLHoSkráð af Menningar-Bakki.

21.06.2020 11:40

21. júní 2020 - þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

 

 

21. júní 2020 -

 

 

þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.


 

 

Fáni Grænlands við Fánasetur Suðurlands á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Bakki.

 

21.06.2020 08:27

Knarrarósviti opinn fyrir almenning

 

 

 

 

Knarrarósviti opinn fyrir almenning

 

 

Knarrarósviti verður opinn almenningi í sumar en þar er hægt að upplifa stórkostlegt útsýni úr 30 metra hæð yfir sjávarmáli.

 

Knarrarósviti stendur við Knarrarós í landi Baugsstaða, austan við Stokkseyri. Vitinn var byggður á árunum 1938-39 og eru því rúm 80 ár síðan að hann var tekinn í notkun.

 

Vitinn er opinn alla virka daga kl. 13 til 17 og á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst kl. 13 til 18 og er helgaropnunin í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga.

 

Aðgangur að vitanum verður ókeypis í sumar. Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg er bent á að þeir einstaklingar sem fara upp í vitann eða út á svalir efst í vitanum eru alfarið á eigin ábyrgð. Einnig er fólki bent á að leggja ekki bílum fyrir aðkeyrslu að vitanum af öryggisástæðum.


 

.

,

 

Skráð af Menningar-Bakki.

20.06.2020 08:32

20. júní 2020 - Sumarsólstöður

 

 

 

 

  20. júní 2020 -

 

 

Sumarsólstöður

 

 

 

Í dag, laugardaginn 20. júní 2020, eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur.  Á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.


 

Upp úr þessu fara dagarnir að styttast en þrátt fyrir það mun þó líklega hlýna enn um sinn því að meðaltali er hvað hlýjast í lok júlí.

 Skráð af Menningar-Bakki.

19.06.2020 07:37

19. júní 1915 - kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans

 

 

 

 

 

19. júní 1915 -

 

kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans

 

 

Þann 19. júní árið 1915 var gef­inn var út kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans.

 

Hann átti að vera þrílit­ur:

„Heiðblár (ultram­ar­in­eblár) með hvít­um krossi og hárauðum krossi inn­an í hvíta kross­in­um.“

 

Litirnir áttu að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. 
Skráð af Menningar-Bakki.

19.06.2020 07:33

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

 

 

19. júní 1915 -

 

Kvenréttindadagurinn

 

 

Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

18.06.2020 09:57

Humar við Hafið

 

 

 

 

 

    -Humar við Hafið-

 

 

        Afhjúpun við -Hafið bláa- við Óseyrarbrúna í gær

 

 

„Ég þekki humar­inn vel eft­ir að hafa verið á slík­um veiðum í níu vertíðir,“ seg­ir Kjart­an Brynj­ar Sig­urðsson, sjó­maður í Þor­láks­höfn. Í gær, 17. jíní 2020, var við veit­ingastaðinn Hafið bláa , sem er við vest­ur­sporð Óseyr­ar­brú­ar, af­hjúpað lista­verkið Hum­ar við hafið . Kjart­an er höf­und­ur þess; stórs stykk­is sem er unnið úr plasti og lagt á járn­grind. Þetta er eft­ir­lík­ing af humri, en veiðar og vinnsla á hon­um skiptu löng­um miklu fyr­ir byggðarlög­in á þess­um slóðum, Þor­láks­höfn og Eyr­ar­bakka.

 

Veit­ingastaðinn eiga þau Hann­es Sig­urðsson og Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir að Hrauni í Ölfusi. Lista­verk er við fisk­verk­un­ar­stöð þeirra í Þor­láks­höfn og nú er bætt um bet­ur. Kúnst­grip­ur­inn er á áber­andi stað við fjöl­farna leið og má gera ráð fyr­ir að marg­ir hafi þar viðkomu í framtíðinni.

 

 
Morgunblaðið 18. júní 2020
sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.