Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

06.06.2018 17:13

6. júní 2018 - Víðir Björnsson 30 ára

 

 

 

6. júní 2018 - Víðir Björnsson 30 ára

 

Víðir ólst upp á Eyrarbakka, býr í Reykjavík, lauk prófum í ljósmyndun frá Tækniskólanum og er ljósmyndari og gítarleikari í Kiriyama Family.

 

Maki:

Embla Rún Gunnarsdóttir, f. 1993, vefhönnuður.

 

Foreldrar:

Björn Ingi Bjarnason, f. 1953, forseti Hrútavinafélagsins, og Jóna Guðrún Haraldsdóttir, f. 1956, snyrtifræðingur

 


Morgunblaðið miðvikudagurinn 6. júní 2018.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

06.06.2018 17:07

6. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Svíþjóðar

 

 

 

6. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Svíþjóðar

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.06.2018 21:19

Kiriyama Family með dágóða dóma í Danmörku

 

 

 

            Kiriyama Family

                 með dágóða dóma í Danmörku

                 

                                    Heartland Festival

                                      1. júní 2018

 

 

Solen bagte, roséen flød, og Kiriyama Familys candyflossbløde softrock smøg sig om de dovne legemer i græsset. En særdeles ufarlig, men både vellydende og velplaceret start på en varm festivalfredag.

 

Dengang jeg var ung, hvilket vil sige, øh, i 2005, var der en uskreven regel om, at al islandsk musik skulle lyde som alfer med bare tæer, mosdækket skovbund, skumstænk på klipper og klagende vind over havet. Det var med andre ord væsentligt nemmere at være musikanmelder dengang, hvor fordomme på autopilot sagtens kunne levere et stykke kulturkritisk venstrehåndsarbejde, fordi ingen islænding ville finde på at spille noget så atypisk som yacht rock. Man sejler sgu da ikke i yacht på Den Blå Lagune.

 

Men nu skriver vi 2018, opgøret med traditionelle kønsroller, heteronormativitet og geografiske stereotyper kører på fuld damp. Også islændinge kan gøre, præcis hvad de føler for. Selv hvis det involverer at spille solbeskinnet softrock en fredag middag på en mark på Sydfyn.

 

Det var heldigt for de endog temmelig mange festivalgæster, der allerede kl. 13 havde indfundet sig under den bagende sol ved Highland-scenen. Kiriyama Family har snablen dybt nede i sjatspanden med svulstige synthflader, småfunky slapbas, lækkert-tacky keyboardsoli, spredte soulfraseringer, og hvad der ellers er til overs efter en solid 80’er-fest. Heldigvis er bandet gode for mere end en pastiche.

 

Med hele seks mand bag instrumenter og mikrofoner var koncertens lydbillede altid nuanceret og ofte temmelig omskifteligt for genren. Numre som de to melodiøse åbnere “About You” og “Lightyears Away” bød eksempelvis på en meget fin afvejning af fyldig candyfloss-synth, doven funk og smygende dynamik i harmonierne mellem de to sangere Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Karl Magnús Bjarnarson. Andre gange, som under nummeret “Innocense”, overtog Kolbrúnardóttir den primære tjans ved mikrofonen og pustede et klædeligt skud mere slagkraftig 80’er-power ind i lydbilledet.

 

Mellem numrene gjorde Bjarnarson et hæderligt forsøg på at nå ud til publikum på sit bedste skoledansk, kun med et enkelt »tack så mycket« som et charmerende fejlskud. Publikum grinede med bandet, og i det hele taget var feelgood-faktoren aldrig fraværende under Kiriyama Familys lille time på scenen.

 

Under sættets mindre stærke numre havde den tilbagelænede atmosfære måske nok den slagside, at bandet nærmere var stemningssættere for en hed middagstime i majsolen, end de var et egentligt fikspunkt for publikums opmærksomhed. Men hvem i alverden brokker sig over, at softrocken er for blød, når solen bager, og roséen strømmer? Kiriyama Family var et helt passende første programpunkt på en smuk festivalfredag.

 

??????

 

05.06.2018 17:32

Frímerki óskast

 

 

 

         Frímerki óskast

         Hafið samband


                             Sjá að ofan:

 Skráð af Menningar-Staður

05.06.2018 06:52

5. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Danmerkur

 

 

 

 

5. júní 2018 - þjóðhátíðardagur Danmerkur

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2018 20:14

Gengið frá Þorlákshöfn að Eyrarbakka

 
 

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Gengið frá Þorlákshöfn að Eyrarbakka

 

Önnur dagleið pílagrímagöngunnar frá Strandarkirkju heim í Skálholt verður farin 10. júní næstkomandi. Gengið verður frá Þorlákskirkju að Eyrarbakkakirkju.

 

Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá Eyrarbakkakirkju. Gengið er frá Þorlákskirkju um 14 km leið með Nirði - guði hafsins og óssins - sem leið liggur austur í Eyrarbakkakirkju.

 

Þátttakendur mæta því á áfangastað göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar. Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, föstudag fyrir ferð. Hver ferð kostar kr. 3.000 fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í þessa göngu, að öllu leyti. 

 

Göngulag pílagrímsins er ganga inn á við inn, í sálina og hún er því helsti samferðarmaður pílagríma. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í vitunarvakningu pílagrímsins og að valdefla hinn nýja mann sem fer á fætur hvern dag sem lifað er. Þessar ferðir gætu því komið að gagni við að temja sér breytt hugarfar og til að undirbúa sig undir pílagrímagöngur erlendis. Helgihald, kyrrð, samtal og að ganga með sjálfum sér, marka pílagrímagöngurnar, enda þarf hver lengst með sjálfum sér að fara. Allir eru velkomnir til þátttöku.

 

Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt. Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 8561574 eða axel.arnason@kirkjan.is.

 

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimagongur.is.
 

 
 
Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður

04.06.2018 06:28

4. júní 2013 - Hemmi Gunn fellur frá

 


Hermann Gunnarsson.
 

 

4. júní 2013 - Hemmi Gunn fellur frá

 

Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, lést þennan dag fyrir fimm árum.

 

Hemmi var landsþekktur skemmtikraftur og einn fremsti knattspyrnumaður Íslendinga á 20. öld. Hemmi spilaði með knattspyrnufélaginu Val auk þess sem hann spilaði með landsliði Íslands í fótbolta. Hemmi átti lengi metið yfir flest skoruð mörk í landsleikjum, allt til ársins 1995.

 

Síðar tók hann upp störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.

 

Eftir störf sín sem íþróttafréttamaður stýrði hann spjallþættinum Á tali með Hemma Gunn sem naut gífurlegra vinsælda. Hemmi var einnig mikill tónunnandi og listamaður en hann söng inn á margar hljómplötur, m.a. fræg dægurlög á borð við Einn dans við mig og Fallerí fallera.


Fréttablaðið.Skrað af Menningar-Staður

03.06.2018 08:38

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

 

 

Sjómannadagsguðsþjónustur á Eyrum

 

 

Verið velkomin í guðsþjónustu á sjómannadag í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

 

Svo er vegleg dagskrá á báðum stöðum og kaffisala til styrktar góðum málefnum í þágu sjómanna og öryggis. Kaffihlaðborðin eru annáluð fyrir rausnarskap. 

 

Blómsveigar verða lagðir að minnisvarða um drukknaða á báðum stöðum eftir guðsþjónusturnar. Kór kirknanna syngja og organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

03.06.2018 07:51

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga 8. júní 2018

 

 

 

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesingaföstudaginn 8. júní 2018 kl. 14:00

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2018 07:57

REYNIR TRAUSTA GEFUR ÚT BÓKINA ÞORPIÐ SEM SVAF

 

 

 

REYNIR TRAUSTA GEFUR ÚT BÓKINA

 

-ÞORPIÐ SEM SVAF-

 

Reyni Traustason þekkja margir. Hann er Flateyringur, bjó þar í 37 ár, en hugmyndin að smásagnasafninu, Þorpið sem svaf, kom til hans árið 1995. Þá skrifaði hann nokkrar sögur á Flateyri og byggði þær á reynslu sinni sem þorpsbúi og sjómaður. Eftir það fór safnið í dvala, vegna starfa hans í fjölmiðlum, en fyrir tveimur vikum var ritið loksins tilbúið og gefið út.

 

Í bókinni eru tólf smásögur um fólk í þorpum. „Flest er byggt á raunverulegum atburðum en auðvitað skáldað eftir þörfum,“ sagði Reynir í samtali við BB. „Ein sagan fjallar til dæmis um togara sem árum saman hafði verið með sama lit. Drukkinn útgerðarstjóri lét mála skipið í öðrum lit og dallurinn fiskaði ekki eftir breytinguna. Presturinn í þorpinu hafði samband við Guð til að reyna að aflétta bölvuninni. Margir þekkja þetta tilfelli en ég gengst ekki við neinu.“

 

Reynir segir að þema bókarinnar sér þorpið Kvóteyri, sem geti allt eins verið Flateyri, Þingeyri, Ísafjörður eða Norðurfjörður á Ströndum. „Ein sagan fjallar um sveitarstjórn sem er afar hrifin af milljarðamæringi í útlöndum og leyfir honum að sökkva heiðinni ofan byggðarinnar. Önnur saga fjallar um einstakling sem selur allan kvóta byggðarlagsins,“ segir Reynir.

 

Reynir Torfason, fyrrum bæjarlistamaður á Ísafirði, myndskreytir sögur nafna síns. „Það var heiður og ánægja að vinna með honum,“ segir Traustason. Þorpið sem svaf er gefið út af nýju bókaforlagi Stundarinnar, þar sem Reynir Traustason starfar. Bókaútgáfan nefnist Austurstræti og fyrirhugað er að gefa út bækur eftir fleiri höfunda á næstunni.


Skráð af Menningar-Staður