Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.09.2020 09:13

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 

 


Bókakaffið á Selfossi.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

19.09.2020 06:14

Inga Rún Björnsdóttir 40 ára

 

 

 

 

Inga Rún Björnsdóttir 40 áraInga Rún ólst upp á Flat­eyri, Reykja­vík og í Hafnar­f­irði. Hún stundaði nám og störf í Kaup­manna­höfn í rúm­an ára­tug. Nú býr hún í Reykja­vík og starfar sem tauga­sál­fræðing­ur á end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­al­ans. Inga Rún hef­ur áhuga á menn­ingu og manns­heil­an­um.

 

Maki: 

Bragi Ólafs­son, f. 1981, leik­skóla­kenn­ari á Miðborg.

 

Börn: 

Ólaf­ur, f. 2009, Björn Ingi, f. 2011 og Lilja, f. 2013.

 

For­eldr­ar: 

Björn Ingi Bjarna­son, f. 1953, fisk­verk­andi og fanga­vörður, og Jóna G. Har­alds­dótt­ir, f. 1956, snyrti­fræðing­ur. Þau búa á Eyr­ar­bakka.


 

 

Inga Rún Björnsdóttir og fjölskylda.
 Morgunblaðið laugardagurinn 19. september 2020.

 Skráð af Menningar-Bakki.

18.09.2020 21:14

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

      Frá fundi í Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps.

 

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

18.09.2020 08:06

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...


 

   Ingvar Magnússon í slipp á Selfossi.

 Skráð af Menningar-Bakki.

17.09.2020 07:04

Úr myndasafninu...

 

 

 

 


 Úr myndasafninu...

 


      Brautartunga flaggar Hrútavinafána.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

16.09.2020 06:48

16. SEPTEMBER - DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

 

 

Fossinn Dynjandi í Arnarfirði.

 

 

16. SEPTEMBER - DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

 

 

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum.

 

Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar.

 

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni.

 

Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar; Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki
 

14.09.2020 18:54

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

 

Brynjólfur Sveinsson var einn af 45 Skálholtsbiskupum. Enginn þeirra,

annar en Brynjólfur, hefur komist á peningaseðil og aðeins örfáir inn í

námsbækur í Íslandssögu.

 

 

Merkir Íslendingar – Brynjólfur Sveinsson

 

 

Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist 14. september 1605 í Holti í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Sveinn Símonarson prestur þar og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu Aradóttur. Var Jón Arason biskup langafi Brynjólfs.

 

Brynjólfur þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grísku maður. Hann var í Skálholtsskóla 1617-1623 og lærði við Kaupmanna hafnarháskóla 1624-1629. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmanna hafnar 1631 og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638. Þá fór hann heim til Íslands í heimsókn og ætlaði síðan að mennta sig enn frekar suður í Evrópu, var búinn að fá fjárstyrk til þess frá Hróarskelduháskóla, en var þá kjörinn biskup í Skálholti þvert gegn vilja sínum. Hann reyndi að koma sér undan embættinu, sagðist fyrst og fremst vera skólamaður og kennari en ekki guðfræðingur, en það var einmitt talin þörf á slíkum manni til að efla skólann í Skálholti og Brynjólfur var biskup næstu 35 árin.

 

Brynjólfur var áhugasamur um náttúruvísindi og hugvísindi, safnaði fornritum og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Biskupsstóllinn í Skálholti þótti dafna vel í biskupstíð Brynjólfs, enda var fremur gott í ári og Brynjólfur góður fjáraflamaður.

 

Brynjólfur kvæntist Margréti Halldórsdóttur, f. 4.12. 1615, d. 21.7. 1670. Foreldrar hennar: Halldór Ólafsson, lögmaður á Grund í Eyjafirði, og k.h. Halldóra Jónsdóttir Björnssonar Jónssonar Arasonar. Voru þau Brynjólfur þremenningar og þurftu undanþágu til hjú skaparins.

 

Þau eignuðust sjö börn en einungis tvö þeirra komust á legg. Halldór sonur þeirra dó hálfþrítugur í Yarmouth á Englandi 1666. Ragnheiður dóttir þeirra eignaðist barn í meinum og lést ári eftir barnsburðinn, einungis 22 ára gömul. Brynjólfur tók son hennar, Þórð Daðason, að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum. Pilturinn lést aðeins 11 ára gamall og skildi Brynjólfur því enga afkomendur eftir sig.

 

Brynjólfur lést 5. ágúst 1675.


 


Minnisvarði Brynjólfs Sveinssonar að Holti í Önundarfirði.
.

.

 
 


Skráð af Menningar-Bakki.
 

13.09.2020 14:59

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

Úr myndasafninu...

 Kristján Runólfsson og Basil fursti..

 

 Skráð af Menningar-Bakk-

13.09.2020 08:50

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

  Úr myndasafninu...


 

Jóhannes Kristjánsson í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri..
 Skráð af Menningar-Bakki.

12.09.2020 09:08

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 


Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).
 

 

 

Merkir Íslendingar - 12. september -

 

Freymóður Jóhannsson

 

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín. Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

Freymóður lést 6.mars 1973.

 

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

 

 

Skráð af Menningar-Stður